Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 þjófinum ÞJÓFURINN, som stal 364 þúsund krónum úr skúffum gjaldkera Iðnað- arbankans í Breiðholti, er enn ófund- inn. Kannsóknarlögregla ríkisins hef- ur unnið að rannsókn málsins og hef- ur KLR gefið út eftirfarandi lýsingu í þjófinum með beiðni um það, að kunni einhvcrjir að búa yfir upplýs- ingum, sem geti upplýst þjófnaðinn, þá snúi viðkomandi sér vinsamlega til stofnunarinnar. Aldur 18 til 20 ár. Allur mjósleg- inn, hokinn í herðum, herðablöð standa út. Göngulag sérstakt, fjaðr- andi. Fætur langir miðað við búk og mjóir. Maðurinn er talinn skol- hærður og stuttklipptur, hár áber- andi stutt í hnakka, nær ekki yfir eyru. Mjóleitur með hvasst nef. Hæð 180 til 185 sentimetrar, gæti virkað hærri en er í raun, vegna þess hve grannur hann er. Klæðn- aður; blá peysa úr bómullarefni með hettu. Líklega háskólabolur eða jogging-peysa. Gallabuxur blá- ar að lit, snjáðar, sérlega þröngar um leggi. Var klæddur bláum strigaskóm með þunnum hvítum botni og tveimur hvítur röndum á hliðum. Var klæddur svörtum vettl- ingum, gætu verið tvílitir, svonefndar grifflur, sem opnar eru fremst á fingrum. Bjarni Jakobsson Sjálfkjörið í stjórn Iðju FRESTUK til þess að skila framboð- um til stjórnarkjörs í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavfk, rann út í gærmorgun. Aðeins eitt framboð barst, listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs félagsins. Var stjórnin því sjálfkjörin og var Bjarni Jakobsson endurkjörinn formaður, en hann hef- ur verið formaður Iðju frá 1976. Aðrir í stjórn félagsins eru: Guð- mundur Þ. Jónsson, varaformaður, Guðmundur Guðni Guðmundsson, ritari, Sigurjón Gunnarsson, gjald- keri, og meðstjórnendur: Hannes Ólafsson, Hildur Kjartansdóttir og Valborg Guðmundsdóttir. í vara- stjórn voru kjörnir: Árni J. Árna- son, Kristján Sigurðsson og Ólína Halldórsdóttir. Allmiklar breytingar urðu á stjórn félagins og einnig trúnað- armannaráði og munu þetta vera mestu breytingar frá því árið 1976. Morgunblaðið/Friðþjófur. Frá sjóprófum vegna slyssins í Grundartangahöfn. Eggert Óskarsson, borgardómari, stýrði réttinum, en meðdómarar hans við dómaraborðiö eru Guðmundur Hjaltason, skipstjóri og Hrafnkell Guðjónsson, stýrimaður. í vitnastúku er Guðmundur Ingvar Lúðvíksson, háseti, en aðrir á myndinni eru Þórhallur Hálfdánarson, fulltrúi sjóslysanefndar, Ólafur Briem, fulltrúi Siglingamálastofnunar, Þorsteinn Eggertsson, réttargæzlumaður þeirra sem fórust, Benedikt Blöndal, lögmaður Sjóvá, tryggjenda Fjallfoss og Jón Magnússon, lögmaður Eimskipafélagsins. Skipverjar á Fjallfossi við sjópróf vegna slyssins á Grundartanga: Ékkert um það rætt að færa þyrfti Fjallfoss við bryggju Sjópróf fóru fram hjá embætti borgardómara á laugardag vegna slyssins við Grundartanga aðfara- nótt föstudagsins, er fjórir skipverj- ar af Fjallfossi fórust í höfninni þar. Sjóprófunum stýrði Eggert Óskars- son borgardómari, en meðdómarar hans eru Guðmundur Hjaltason skipstjóri og Hrafnkell Guðjónsson stýrimaður. Fyrir réttinn komu fjórir skipverjar af Fjallfossi, núverandi skipstjóri og starfsmaður Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Fyrstur kom fyrir rétt Guð- mundur Ingvar Lúðvíksson háseti, en hann var einn þriggja skip- verja, sem fóru í land á Grundar- tanga um miðnætti á föstudags- kvöld og fóru til Reykjavíkur. Hinir voru Trausti Pétursson vél- stjóri og Erlendur Hauksson matsveinn. Guðmundur lýsti því hvernig Fjallfoss var bundinn við bryggju við komuna til Grundartanga. Sagði Guðmundur að Þorbjörn heitinn skipstjóri hafi óskað sér- staklega eftir því að skipið yrði bundið tryggilega vegna veðurs. Að framan var það bundið með þremur forvírum og tveimur springum, að aftan með þremur afturvírum og einum spring, og einum spring miðskipa. Kvað Guð- mundur það hafa verið góðan frágang. Guðmundur sagðist ekki vita hvort til hefði staðið að færa Fjallfoss við bryggjuna um nótt- ina; að ekkert hefði verið um slíkt rætt og þó hefði öll áhöfnin verið saman komin í klefa hans rétt áð- ur en skipverjarnir þrír héldu frá borði. Hið sama kom fram í máli Erlendar og Trausta, hvorugur hafði neitt um það heyrt, að færa þyrfti skipið áður en losun yrði hafin, en talað hefur verið um það sem hugsanlega skýringu, að einn skipverja hafi fallið í sjóinn er færa hafi átt skipið við bryggjuna. Hafi félagar hans reynt að koma honum til bjargar með þeim af- leiðingum að fjórmenningarnir drukknuðu. Hitastig sjávar í Grundartangahöfn á föstudags- morgun reyndist h-0,5 gráður á Celcius. Guðmundur var heilmikið spurður um landganginn og aðrir skipverjar einnig. Sögðu þeir hann hafa legið af lestarlúgum á lunn- ingu og upp á bryggju. Hafi aðrir skipverjar dregið landganginn um borð er þeir voru komnir í land, án þess að maður hafi þurft að vera í landi. Ekkert hafi verið er hindr- aði landgöngu og hreyfing á skip- inu ekki teljandi. Skipverjar sögðu að lítilsháttar hefði séð á land- ganginum, stög hafi verið bogin, og að staðið hefði til að skila hon- um í land í Reykjavík eftir losun á Grundartanga. Um nóttina hefur stiginn fallið í sjóinn, en óljóst er hvernig það bar til. Þremenn- ingarnir, sem í land fóru, kváðu útilokað að landgangurinn, sem lá nær láréttur, hafi getað sporð- reist. Einnig stóð til að skipta um kaðalstiga, sem lá útbyrðis á föstudagsmorgun er komið var að nær mannlausu skipinu, þar sem hann var þungur og óþjáll og held- ur stuttur. Kvaðst Guðmundur hafa gengið frá kaðalstiganum undir aftari spilpalli úti í Eng- landi, er hann var síðast notaður, og þar hefði hann verið er þeir félagarnir fóru frá borði við Grundartanga. Stiginn hefði verið ómeðfærilegur og þurft tvo menn til að koma honum fyrir. Þar sem stiginn hékk á lunningu skipsins á ÚA áfram í viðræðum við Slippstöðina um togara Akureyri, 13. rebrúar. „STTJORN Utgerðarfélags Akureyr- inga hefur ákveðið að halda áfram viðræðum sínum við Slippstöðina um smíði á nýjum togara. Þessar viðræð- ur hafa staðið yfir frá því í haust, að vísu með nokkrum hléum, en nú held ég að á næstunni ættu málin að fara að skýrast," sagði Sverrir Leósson, varaformaður stjórnar ÚA, þegar Mbl. ræddi við hann í dag. „Þá má einnig geta þess, að þeirri hugmynd skaut upp í stjórninni, að kanna hvort leysa mætti hráefnis- þörf félagsins með því að kaupa tvö skip, sem Slippstöðin hefur verið að smíða í svokölluðu raðsmíðaverk- efni. Að okkar mati yrði þarna að- eins um að ræða, að kaupa þau til að leysa úr brýnni hráefnisþörf og skipin yrðu því seld þegar okkur tækist að fá nýjan togara. Þessi raðsmíðaskip eru fjölveiðiskip með vélar innan við 1.000 hestöfl og ættu því að hafa víðtækari veiði- réttindi en togarar. Ég vil taka það skýrt fram, að þetta eru aðeins lauslegar kannanir af okkar hálfu og ekkert liggur fyrir um hvað verður," sagði Sverrir Leósson að síðustu. Þess má svo geta, að sjónarmið sjávarútvegsráðherra mun vera, að þessi skip eigi ekki rétt til veiði- kvóta, og má því segja að ýmsir lausir endar séu enn á því, hvernig hráefnisþörf ÚA verður leyst í nán- ustu framtíð. — G.Berg. föstudagsmorgun fundust þrenn skópör og er talið að skipverjar hafi reynt að bjarga félaga sínum, sem fallið hefði milli skips og bryggju. Stefán Valdimarsson yfirvél- stjóri gekk til hvílu i klefa sínum upp úr miðnætti og kvað skip- stjórann hafa vakið sig klukkan fjögur. Hefði hann komið í dyra- gætt klefans og beðið sig að gera aðalvél klára, svo hægt yrði að gangsetja hana úr brúnni ef þörf gerðist. Hins vegar hefði skip- stjórinn ekki minnst á að til stæði að færa skipið, en Stefán sagði að skipstjóri mundi hafa tjáð sér ef hann hefði ætlað að færa skipið, þótt ekki væri þörf í sjálfu sér að hann væri uppi vegna færni Þorbjarnar. Var vindur bálvond- ur, að sögn Stefáns, er hann var ræstur. A leið niður í vélarrúm kvaðst hann hafa hitt bátsmann, sem bað um að rafmótor fyrir skutspil yrði settur í gang. Á leið úr vélarrúmi til klefa síns hitti Stefán svo stýrimann á gangi, en þeim fór ekkert í milli. Stefán sagðist þess fullviss að aðalvél skipsins hafi ekki verið notuð og taldi mjög hæpið að spil- ið aftur á hafi verið notað. Hann hefði fyrst lagst á bekk í klefa sín- um til að hlusta eftir hvort allt starfaði ekki eðlilega í vélarrúm- inu og síðan farið í koju. Hann kvaðst hafa haft á sér andvara eða sofið mjög laust og væri því full- viss að aðalvél hafi ekki verið not- uð. Var það síðan um klukkan 7.30 að hann varð var við umgang í skipinu, en þar var þá kominn verkstjóri úr landi, sem furðað hafði sig á því að ekki var farið að taka lúgur ofan af lestum. Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson skipstjóri tók við skipstjórn á Fjallfossi eftir hádegi á föstudag. Kvaðst hann ekki hafa veitt at- hygli neinu sérstöku er hann kom til Grundartanga er skýrt gæti eða gefið ábendingu um hvað gerst hefði. Taldi hann að landfestar hefðu verið traustar. Pétur Baldursson, deildarstjóri flutningadeildar hjá íslenska járnblendifélaginu, sem jafnframt gegnir störfum hafnarstjóra í Grundartangahöfn, lýsti því er hann kom að Fjallfossi á föstu- dagsmorguninn og undraðist að ekki var búið að gera skipið klárt fyrir losun. Er hann náði ekki sambandi við skipverja með því að flauta og blikka bílljósum hefði hann verið hífður um borð með krana. Hefði hann þá hitt vél- stjórann, sem þá var nývaknaður og vissi ekkert um félaga sína, og hefði þá læðst að sér grunur um að eitthvað hefði komið fyrir. Síðan hefði hann séð skóna á dekkinu og önnur ummerki er bentu til slyss- ins. Hefði hann síðan gert viðvart. Kvað Pétur að skipinu hafi eng- in hætta verið búin í höfninni, þar sem þar væri aðeins vindbára en ekki undiralda. Enginn vaktmaður hefði verið við höfnina og í sam- tali við yfirmenn á þýzka skipinu Oceaner, sem þar lá er slysið varð, hefði ekki verið talin þörf á að staðin yrði vakt í skipinu í höfn af þessu tagi. Jafnframt kvaðst Pét- ur ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt við landfestar Fjallfoss. Þegar þremenningarnir fóru í land um miðnættið voru eftir um borð, auk þeirra fjögurra er fórust og Stefáns vélstjóra, faðir, bróðir og vinur eins skipverja. Á mánudag kom síðan fyrir réttinn Stefán S. Valdimarsson, faðir Daníels heitins, og sagði hann að þeir Þorsteinn Sigurður Kristinsson, sjómaður og vinur Daníels, hefðu komið á Grundar- tanga upp úr klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Hafi þeir Þorsteinn ekki farið um borð, þar sem verið var að tollafgreiða skip- ið. Sagði Stefán að á þessum tíma hefði verið strekkingsvindur, en þeir hafi farið um borð um land- ganginn, sem var nær láréttur. Ekki kvað hann hana verið erfið- leikum bundið að komast um borð, en landgangur hafi verið ófull- kominn. Þá gat hann þess að land- gangurinn hafi verið ófestur báð- um megin, hvorki festur við skip né bryggju. Stefán sagði að þeir Þorsteinn hefðu farið frá borði um hálfri stundu eftir miðnætti. Á meðan þeir dvöldu um borð í skipinu sagði Stefán að þeir Þorsteinn hefðu setið í matsal inn af eldhúsi og drukkið kaffi og spjallað sam- an. Stefán sagði aðspurður, að hann hefði ekki orðið var við að áfengi hefði verið haft um hönd í skipinu. Framburður Þorsteins var mjög á sömu lund og Stefáns, en hvað veðurlag varðar, gat hann þess að þegar þeir fóru um borð í skipið hafi verið frekar hvasst og sjó pusað yfir skipið. Sagði hann að veðrið hefði versnað á meðan þeir Stefán dvöldu um borð í skipinu. í sjóprófunum kom fram að Gylfi Guðnason stýrimaður á Fjallfossi hafði starfað um tíma á Oceaner, sem er leiguskip Eim- skips, og var ef til vill talið að hann hafi ætlað að heilsa upp á fyrrum félaga sína þar á Oceaner. Ekkert hefur þó komið fram er bendir til að Gylfi heitinn hafi farið um borð í Oceaner. Allir inn- gangar í skipið hafi og verið læstir og útilokað er talið að skipverjar hafi getað vaknað við hurðarbank, þar sem klefar þeirra séu á öðrum hæðum en þeirri, sem komið væri á, ef farið hefði verið um borð. RLR gefur lýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.