Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Deilt um fjölda háseta í áhöfn Fjallfoss: Sjómannafélag- ið hefur boðað verkfall á morgun SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur sendi Vinnuveitendasambandi íslands bréf dagsett 7. febrúar, þar sem tilkynnt var um vinnustöðvun um borð í nýjasta skipi Eimskipafélags íslands, ms. Fjallfossi, frá 15. febrúar nk., þar sem félagið hafi ekki farið að gildandi kjarasamningi farmanna varðandi fjölda háseta á skipinu. Stjórn og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur telja að hásetar á skipinu eigi að vera 6 og heildarfjöldi í áhöfn því 11, en Aframhald- andi lækkun vaxta - Lækka væntanlega um 3—4% 21. febrúar nk. ALMENNIR vextir munu enn lækka 21. febrúar nk. samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðið hefur aflað sér. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu mikil lækkunin verður, en þó er talið líklegt, að hún verði á bilinu 3—4%. Ekki er reiknað með lækkun vaxta af verðtryggð- um inn- og útlánum. Ákvörðun um lækkun vaxta að þessu sinni er tekin með hliðsjón af verðbólgustiginu um þessar mundir, en sam- kvæmt útreikningum Seðla- banka fslands er verðbólgu- hraðinn talinn vera á bilinu 10—12%. Við síðustu vaxta- lækkun var tekið mið af verð- bólgustigi, sem metið var um 15%. í dag eru almennir víxilvext- ir 18,5% og skuldabréfavextir eru 21%. Vanskilavextir eru 2,5%. Ef litið er á innlánsvexti eru þeir 15,0% á almennum sparisjóðsbókum og 19,0% af sparisjóðsbókum, sem bundnar eru í 12 mánuði. hins vegar telur Eimskip, að há- setar eigi að vera 3 og heildar- fjöldi í áhöfn 8. Samningaviðræður aðila hafa staðið yfir um nokkurt skeið, en ekki orðið árangur af þeim. Vinnuveitendasamband Islands hefur vefengt boðunina um vinnu- stöðvun á þeirri forsendu, að hún hafi borizt of seint til sáttasemj- Vegaskemmdir vegna flóða Miklar vegaskemmdir urðu á Sudurlandi vegna flóða um helgina og í gær tók RAX þessa mynd skammt fyrir austan Hvolsvöll. Sjá miðopnu. Tillögur fiskifræðinga um 265 þúsund tonna aukinn loðnuafia: Áukning á útflutningstekj um 600—700 milljónir kr. - Samdráttur þjóðarframleiðslu 1—2% minni en áætlað var „LAUSLEGA áætlað þýðir 265 þúsund tonna aukning á loðnuafla á bilinu 600—700 milljónir króna í auknum útflutningstekjum,“ sagði Hallgrímur Snorrason, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, í samtali við Mbl. í tilefni þess, að fiskifræðingar hafa nú lagt til, að heimilaðar verði allt að 640 þúsund lesta loðnuveiðar á árinu í stað 375 þúsund lesta, sem sjávarútvcgs- ráðuneytið hefur þegar heimilað. 1—2%, þannig að samdfátturinn yrði á bilinu 2,5—3,5%. Hallgrímur Snorrason gat þess, að lauslega mætti áætla, að 265 þúsund lestir af loðnu jafngiltu á bilinu 40—45 þúsund lestum af þorski. Sjá ennfremur frétt á bls. 2 um að loðnuverðinu hafi verið sagt upp og ummæli Hjálmars Vil- hjálmssonar, fiskifræðings, og Halldórs Ásgrímssonar, sjávar- útvegsráðherra, á bls. 31. Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða er áætlað verða tæplega 15 milljarðar króna og heildarútflutningsverðmætið alls um 22,2 milljarðar króna. (Jtflutn- ingsverðmæti 265 þúsund lesta af loðnu er því á bilinu 4—4,5% af verðmæti sjávarafurða og um 3% af heildarútflutningsverðmætinu. Síðasta endurskoðaða þjóð- hagsspá gerði ráð fyrir um 2,5% samdrætti í útflutningsfram- leiðslu, en ef reiknað er með 265 þúsund lestum af loðnu til viðbót- ar mun útflutningsframleiðsla væntanlega aukast um 1—2%. Þá gerir þjóðhagsspáin ráð fyrir 4,5% samdrætti í þjóðarframleiðslu. Aukning loðnuafla myndi vænt- anlega koma til frádráttar upp á Eigandi Fjalakattarins óskar leyfis til niðurrifs: Nefndinni vart annað fært en að heimila niðurrif - segir formaður skipulagsnefndar „UM FJALAKÖTTINN eru mjög skiptar skoðanir og það hefur ekki verið tekin endanleg afstaða til þess hvort húsið eigi að standa áfram eða verða rifið. Fram hefur komið að kaupverð húss og lóðar, ásamt endurbyggingar- kostnaði, gctur numið allt að 60 milljónum króna og mér finnst það alvarlegt íhugunarcfni hvort Reykjavíkurborg á að kosta þessum fjármunum til endur- byggingar hússins,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulags- nefndar Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið, en Vilhjálmur var spurður að því hver yrði framtíð Fjalakattarins, Aðalstræti 8. „Ég tel jafnframt að það standi Þjóðminjasafni og/eða mennta- málaráðuneyti nær að eigna.it að milljónatugum af almannafé sé varið í þeim tilgangi, nema mikið sé í húfi.“ ÍSALrdeilan fær á sig nýja mynd: Straumur minnkað- ur í öðrum kerskála SÁTTAFUNDI deiluaðila í ÍSAL-deilunni var frestað um klukkan 20.30 í gærkveldi þar til á morgun, miðvikudag, og er þá ráðgert að aðilar hittist að nýju klukkan 9 að morgni. Hcldur dræmt hljóð var í mönnum cr þeir gengu af fundi i gærkveldi og vörðust samningamenn frétta. í gær var minnkaður straumur á öðrum kerskálanum í Straumsvík, svo að Ijóst er að nú fer að draga úr framleiðslu álversins. Mun slíkt koma niður á bónus-greiðslum til starfsmanna, en þær eru tengdar framleiðslunni. Sáttasemjari ríkisins, Guðlaug-, Ein þeirra hugmynda sem nú ur Þorvaldsson, vildi það eitt segja mun rætt um er skammtímasamn- um stöðu mála í gær, að fundi væri frestað til miðvikudags og aðilar væru að skoða hugmyndir sem fram hefðu komið. í dag er gert ráð fyrir að trúnaðarmenn á hverjum vinnustað í álverinu hitti sína menn í dag og ræði þeir málin. ingur milli aðila, þar sem gildis- tíminn næði ekki lengra en fram í maímánuð. Er Morgunblaðið bar þessa hugmynd undir samningsað- ila í gær kváðu þeir engum dyrum hafa verið lokað og kæmu margs konar samningar til greina. húsið og endurbyggja það, ef frið- un þess verður ákveðin," sagði Vilhjálmur. „Það er allsendis ófært hvernig komið hefur verið fram við eig- anda hússins. Hann hefur ekki mátt rífa húsið, hann hefur ekki mátt nýta það nema að hluta en eigi að síður hefur hann þurft að standa straum af öllum gjöldum vegna hússins. Nú liggur fyrir byggingarnefnd borgarinnar beiðni frá eiganda Fjalakattarins um að fá að rífa húsið og fæ ég ekki séð að byggingarnefnd verði annað fært en að heimila niðurrif hússins, ef tekið er mið af stöðu málsins," sagði Vilhjálmur. „Aðalstræti 8 er mjög illa farið og í mikilli niðurníðslu. Umræðan um örlög þess hefur nú staðið í mörg ár og er mál að linni. Ef svo kynni að fara að verndun og endurbygging hússins yrði sam- þykkt, þá verður slík afgreiðsla að byggjast á þeim tilgangi sem þessu húsi er að lokum ætlað að þjóna. Varðveisla gamaila húsa er tilgangslítil nema skýr rök séu fyrir hendi og algjörlega óverjandi Samstaða allra þingflokka um flutning þingsályktunartillögu: Lýst verði samstöðu með Grænlendingum - og leitað verði samstarfs við aðrar þjóðir, sem fiskveiðiréttindi eiga á norðurslóðum NÁÐST hefur samstaða með öllum þingflokkum um sameiginlegan flutning á þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi samstöðu með Grænlendingum og óski eftir að leit- að verði samstarfs við aðrar þjóðir, sem fiskveiðiréttindi eiga á Norður- slóðum, vegna tilboðs Efnahags- bandalags Evrópu um kaup á fisk- vciðiréttindum Grænlendinga í Norðurhöfum. Þingsályktunartillaga þessi kemur fram á Alþingi í dag og verða tveir flutningsmenn á henni frá hverjum þingflokki. Fyrsti flutningsmaður er Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, og sagði hann að- spurður i gær það rétt vera að samstaða væri milli allra flokka um mál þetta. Hann sagði rétt vera að tillagan kæmi fram í sam- einuðu þingi í dag og yrði hún jafnvel tekin til fyrstu umræðu samdægurs. Henni yrði síðan vís- að til utanríkismálanefndar og e.t.v. afgreidd strax á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.