Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 Ljósm. Mbl./OI.K.M. Ný afgreiðsla Landsbankans á fyrstu h*ð hússins á Höfðabakka 9. Landsbankinn opnar afgreiðslu á Höfðabakka „ÞESSARI afgreiðslu, sem Lands- bankinn opnar hér í dag, er ætlað að þjóna því ört vaxandi athafna- hverfi sem sprottið hefur á Ár- túnshöfða á undanfórnum árum,“ sagði Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbankans, í ávarpi sínu við opnun afgreiðslu bankans á Höfð- ahakka 9 síðastliðinn fóstudag, 10 febrúar. Með afgreiðslu Landsbankans á Höfðabakka eru afgreiðslu- staðir bankans orðnir tíu í Reykjavík. Verður afgreiðslan starfrækt í tengslum við Árbæj- arútibú undir stjórn Richards Þorlákssonar útibússtjóra, en 10. febrúar voru einmitt liðin 16 ár frá því að Árbæjarútibú var opnað. Á Höfðabakka munu starfa sex til sjö manns og verð- ur öll almenn bankaþjónusta veitt. í máli Jónasar H. Haralz við opnunina kom fram að Höfða- bakkaafgreiðsian er sú þriðja sem Landsbankinn opnar á tæp- um tveimur árum, en að öðru leyti hefur bankinn ekki opnað afgreiðslu í 14 ár, eða frá árinu 1968 til 1982. Kvað hann leyfi yfirvalda til að opna nýja af- greiðslustaði ekki hafa fengist á þessu tímabili, með þeim afleið- ingum að þau útibú sem fyrir voru hefðu vaxið umfram æski- lega stærð. Jónas sagði að með opnun Höfðabakkaútibús væri stefnt að leiðréttingu á þessu misræmi, auk þess sem komið væri til móts við vaxandi þarfir viðskiptavina. Þó væri því ekki að leyna að frá öllum sjónar- hornum séð hefðu fleiri, en smærri, afgreiðslur verið æski- legri en þau tiltölulega stóru út- ibú sem bankinn rekur. Jónas gat þess einnig að mikl- ar breytingar ættu sér nú stað í íslenskum bankamálum og væru þær af tvennum toga. Annars vegar ykist fjölbreytni í þjón- ustu banka og sparisjóða, og að sama skapi samkeppni þeirra á milli. Hins vegar væri ný tækni í auknum mæli að ryðja sér til rúms. Jónas Haralz ávarpar gesti við opnunina. f undirbúningi er að taka í þjónustu Landsbankans tölvu- kerfi þannig að beint samband sé á milli bankanna og Reikni- stofu þeirra. Má ætla að þeirri þjónustu verði komið á fót á næstu tveimur árum og var það haft í huga við gerð innréttinga í Höfðabakkaafgreiðslu. Þar er gert ráð fyrir öllu fleiri gjald- kerum en áður hefur tíðkast og fækkar starfsmönnum „á bak við“ að sama skapi. Hjá hverjum gjaldkera verður komið fyrir tölvuskjá, lyklaborði og prent- ara, þannig að í stað þess fyrir- komulags að viðskiptamenn fari fyrst að afgreiðsluborði og haldi síðan til gjaldkera verður þjón- ustan öll í höndum gjaldkerans. Karl B. Guðnason, skipulags- stjóri Landsbankans, sagði að slíku fyrirkomulagi fylgdi mikil hagræðing, bæði fyrir viðskipta- vini bankans og starfsfólk. Um frekari afgreiðslur Lands- bankans í náinni framtíð hafa ekki verið teknar ákvarðanir, en ýmsar hugmyndir eru uppi varð- andi það. Þó mun bankinn, í samvinnu við Iðnaðarbankann, setja upp litla afgreiðslu í húsi Öryrkjabandalagsins innan tíð Hafnarfjörður: Símastrengur með 800 línum fór úr sambandi Viögerð lauk í gærdag Símasambandslaust varð við stór- an hluta Hafnarfjarðar í gærdag, þegar símastrengur, með 800 línum, á mótum Strandgötu og Linnetstígs fór úr sambandi, að sögn Guðmund- ar Einarssonar, stöðvarstjóra Pósts og síma í Hafnarfirði. Að sögn Guðmundar fylltist brunnur við strenginn af vatni, sem síðan komst í strenginn og sló þá saman, þannig að strengurinn varð óvirkur um tíma. í gærdag var unnið við að dæla vatninu upp og síðan þurrka strenginn. Síðdeg- is í gærdag var komið á samband og ekki reiknað með frekari eftir- köstum. Viðgerð á símastrengnum, sem fór úr sambandi í Hafnarfirði, lauk síðdegis í gærdag. Leikfélag Akureyrar: „Súkkulaði handa Silju“ í Sjallanum LEIKRITIÐ „Súkkulaði handa Silju" eftir Nínu Björk Árnadóttur verður frumsýnt hjá Leikfélagi Ak- ureyrar fimmtudaginn 16. febrúar. Leikritið var fyrst sýnt í Þjóðleik- húsinu 30. desember 1982 og var sýnt þar fyrir fullu húsi fram á vor. Nú hefur höfundurinn, í samráði við Hauk J. Gunnarsson, leikstjóra, breytt leikritinu að hluta. Leikritið verður sýnt í Sjallan- um á Akureyri, en þar hefur verið útbúin ágæt aðstaða til leiksýn- inga með viðbótum við svið, áhorfendapöllum og leiklýsingu. Þar sem söngleikurinn „My Fair Lady“ er enn á fjölum leikhússins, hefur LA fengið sitt „litla svið“ í Sjallanum. Þar mun leikhúsgest- um verða gefinn kostur á sérstök- um mat fyrir sýningar og fjöl- breyttari veitingum fyrir og eftir sýningar og í hléi. Aðalhlutverkið, verkakonuna Önnu, leikur Sunna Borg, Silju dóttur hennar leikur Guðlaug Man'a Bjarnadóttir, Dollý vinkonu hennar leikur Þórey Aðalsteins- dóttir, Theodór Júlíusson og Gestur E. Jónasson leika tvo af mörgum karlmönnum í lífi Önnu, Þráinn Karlsson leikur fylgisvein Dollýj- ar, vini Silju leika Gunnar Rafn Guðmundsson og Ragnheiður Tryggvadóttir og Edda V. Guð- mundsdóttir er Hin konan, ráð- gjafi Önnu. Tónlistin, sem er eftir Egil Ól- afsson, er flutt af Ingimar Eydal og Ingu Eydal. Lýsingu annast Viðar Garðarsson og hönnun leikmyndar Umferðarslys á Egilsstöðum: Sjö ára drengur fluttur til Reykja- víkur fótbrotinn K£ils.Ntöóum, 13. febrúar. LAUST eftir klukkan eitt í dag varð sjö ára drengur fyrir bifreið á Tjarnar- braut, móts við nýja fþróttahúsið. Drengurinn var á leið yBr Tjarnarbrautina og mun ekki hafa orðið bifreiðarinnar var, né bflstjórinn tekið eftir drengn- um fyrr enn um scinan. og búninga er eftir Guðrúnu Sig- ríði Haraldsdóttur. Önnur sýning á Súkkulaði handa Silju verður sunnudaginn 19. febrúar. „Súkkulaði handa Silju er margslungið verk. Þar geta marg- ir séð eitthvað í sjálfum sér, ein- stæðar mæður, unglingar, mið- aldra karlmenn með „gráa fiðr- inginn" og aðrir þeir sem lífsbar- áttuna heyja. Þungamiðja leiks- ins er líf Önnu, einstæðrar móður í láglaunavinnu og samskipti hennar við 15 ára dóttur sína, Silju, sem vill finna sér annan lífsstíl en móðirin," segir í frétt frá Leikfélagi Akureyrar. c>* Sveinn Jó- hannesson, sparisjóðs- stjóri á Dal- vik látinn ÞANN 20. janúar sl. andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Sveinn Jó- hannesson, fyrrum sparisjóðsstjóri á Dalvík. Hann var fæddur á Dalvík 16. maí 1911 sonur Jóhannesar Jó- hannssonar frá Háagerði og Rósu Stefánsdóttur frá Hofsárkoti. Sveinn ól allan sinn aldur á Dalvík. Hann hóf snemma störf er lutu að sjávarútvegi en árið 1959 réðst hann sem sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Svarfdæla og starf- aði þar óslitið í 20 ár, en hann lét af störfum aldurs vegna. Jafnhliða þessu starfi gegndi hann um- boðsstörfum fyrir Brunabótafélag íslands hér á Dalvík og gegndi því starfi til dauðadags. Sveinn tók ungur þátt í starf- semi UMF Svarfdæla og var lengst af í stjórn þess félags. Ásamt nokkrum piltum á Dalvík stofnaði hann knattspyrnufélagið Hauk en þrátt fyrir frumstæðar aðstæður til knattspyrnuiðkunar hér urðu þeir kunnir norðanlands fyrir leikni sína. Sveinn var mikill áhugamaður um skák og lagði rækt við þá íþrótt. Tefldi hann ætíð á 1. borði skáksveita Dalvík- inga. Sveinn Jóhannesson var einn af stofnendum karladeildar SVFÍ á Dalvík og var í stjórn þess félags um áraraðir. Hann var kvæntur Petrínu Zophoníasdóttur. Einka- barn þeirra er Rósa, gift og búsett í Kópavogi. Útför Sveins Jóhannessonar var gerð frá Dalvíkurkirkju 28. janúar sl. við mikið fjölmenni. Fréttaritarar. Lenti drengurinn á hægra fram- bretti bifreiðarinnar og kastaðist nokkra metra. Hann fótbrotnaði, en slapp ómeiddur að öðru leyti. Að sögn lækna er brotið það slæmt, að senda verður drenginn suður til Reykjavíkur í meðferð. Bifreiðin var á lítilli ferð er slysið varð, ella hefði getað farið verr, enda flughálka á götum hér. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.