Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 37 Steinunn Kristins- dóttir — Minning Fædd 24. júlí 1915 Dáin 4. febrúar 1984 Það er svo margt sem kemur í hugann, þegar ég minnist ömmu minnar, bernskuminningar mínar eru henni svo nátengdar á einn eða annan hátt. Þar sem ég er elst af 10 barnabörnum hennar og var það eina í 8 ár, hef ég kannski tengst henni sterkari böndum en hin. Ég átti athygli hennar og ást- úð ein og óskipt svo lengi að það var pínulítið sárt þegar fleiri bættust í hópinn. Það var alltaf svo notalegt að koma til ömmu og afa, alltaf hafði hún tíma til að leika, lesa eða spila við mig, ég hef oft hugsað um það hvað hún var þolinmóð og góð. Margar ferðir fórum við amma tvær saman til Breiðdalsvíkur til að heimsækja Ingu frænku. Mín fyrsta sjóferð með ms. Esju var með ömmu og saman fórum við til Danmerkur ásamt fjölskyldum okkar og margar stuttar ferðir innanlands. Eftir að ég varð eldri og komin í Fjölbrautaskóla Breiðholts var notalegt að hlaupa heim til ömmu þegar gat var í kennslu, hún var alltaf heima, aldrei fór ég svöng frá henni, heitt kakó eða eitthvað sem hún vissi að mér þótti gott. Amma ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar lengst af ævinni, hún sagði mér oft frá því þegar hún var að alast upp og hvað allt hefði breyst, sem betur fer til batnaðar, var hún vön að segja. Ammar var sjó- mannskona, svo það kom í hennar hlut að mestu að annast heimili og börn eins og sjómannskonur gera enn í dag. Hennar börn ólust upp við það að hún væri alltaf heima. Hún var fyrst og fremst móðir og húsmóðir og síðar elskuleg og góð „Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni, sárt er að skilja en heimvon góð í himininn “ (V.B.) Hildur, Trollháttan, Svíþjóð. hjóna sem öll eru látin og fluttist með foreldrum sínum og systkin- um 3ja ára gömul til Hafnarfjarð- ar og ólst þar upp og bjó þar lengst af. Steinunn ólst upp við þau kjör sem algeng voru hjá barnmargri verkamannafjöl- skyldu í þá daga, lífsbaráttan var hörð og börnin fóru að hjálpa til um leið og þau gátu. Systkini sín missti hún eitt af öðru, lengst fengu þær að vera saman Guðríður, sú elsta, og hún, sú yngsta. Þó að 18 ár væru á milli þeirra systra voru þær mjög góðar vinkonur og mat Steinunn systur sína mikils og oft minntist hún hennar. Guðríður lést árið 1970. Steinunn giftist eftirlifandi manni sínum, Dagbjarti Geir Guðmunds- syni, sjómanni frá Keflavík, ann- an dag jóla 1940. Þau stofnuðu heimili í Keflavík, en fluttust til Hafnarfjarðar 1941 og bjuggu þar lengst af, í mörg ár á Hraunstíg 2, í hennar foreldrahúsi og þar fæddust börn þeirra, Kristín, Inga og Guðmundur Ómar. Hlutskipti Steinunnar sem sjó- mannskonu var líkt og margra annarra. Vegna fjarvista sjó- mannsins frá heimilinu kom það í hennar hlut að mestu að annast uppeldi barnanna og heimilið. í þá daga voru mæðurnar heima og kunnu þau vel að meta það börnin hennar, hvað það var gott að hafa mömmu alltaf heima. Steinunn hefði ekki kært sig um neina lofræðu, hún var hljóðlát og vönduð kona og lifði hljóðlátu fjöl- skyldulífi. Blessuð sé minning góðrar konu. Vinkona Stykkishólmur: Gísli Jóhannesson, Skáleyjum, kvaddur Steinunn fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Kristinn Pálsson, sjómaður og verkamaður, ættaður úr Borgarfirði, og Jónína Sigurðardóttir, ættuð af Mýrum. Hún var yngst 8 barna þeirra Stvkkishólmi, 6. febrúar. LAUGARDAGINN 4. þ.m. fór fram frá Stykkishólmskirkju útför Gísla E. Jóhannessonar bónda að Skáleyjum í Breiðafirði, en hann lést hér í sjúkrahúsinu 28. janúar sl. Gísli fæddist í Skáleyjum 1. september 1901 og þar átti hann heima alla tíð síðan. Foreldrar hans voru Jóhanncs Jónsson bóndi þar og María Gísladóttir, og var Gísli einn af 8 börnum þeirra sem á legg komust. Hann kvæntist árið 1928 Sig- urborgu Ólafsdóttur, Berg- sveinssonar frá Hvallátrum og eignuðust þau 7 börn, 4 stúlkur og 3 drengi. Á búskaparárum þeirra í Skáleyjum nutu margir velvild- ar þeirra hjóna og gestrisni og þau voru ekki fá börnin sem þar áttu sumardvöl og minnast þeirra daga með hlýju. Gísli var um langt skeið hreppstjóri þeirra eyjamanna og í sýslunefnd var hann mörg ár, auk annarra trúnaðarstarfa. Gísli hafði mikið yndi af söng, enda góður raddmaður, fróð- leiksmaður og unni öllu því sem til bóta horfði í íslensku þjóðlífi. Ég kynntist Gísla töluvert og þeim mun meira sem við kynnt- umst kunni ég betur að meta drenglund hans og velvilja. Góður íslendingur hefir kvatt og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka samfylgd og senda fólki hans kveðjur samúðar og þakklætis. Arni Helgason mUREX^ Rafsuðu vélar BOCIFANSARC DC 300 OG 400 Jafnstraumsrafsuðuvélar, 300 og 400 A. Nota þriggja fasa straum 220/380/420 V Sjóða rafsuðuvír allt að 6.3 mm Auðvelt að breyta í hlífðargasrafsuðuvélar með föstu skauti TIG Ákaflega auðveld suða, jafnvel fyrir byrjendur vegna góðs kveikjueiginleika Vélarnar eru á hjólum og með handföngum — ótrúlega smávaxnar vélar SINDRA STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711. Kvöld og helgarslmi: 77988. Hafnfirðingar Aðalfundur Styrktarfélags aldraðra verður haldinn í Góðtemplarahúsinu þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi verður gestur fundarins. Stjórnin. m/j4SSE Skiptinemar til Bandaríkjanna ASSE ISLAND gefur íslenskum unglingum kost á því að fara sem skiptinemar til ársdval- ar í Bandaríkjunum. Dvalartími er frá 15. ágúst 1984 til 1. ágúst 1985. Drengir og stúlkur fædd á tímabilinu 1. ágúst 1966 til 1. ágúst 1968 geta sótt um. ASSE ISLAND eru nýstofnuð samtök og starfa í tengslum við samsvarandi samtök á hinum Norðurlöndunum og ASSE internation- al í Bandaríkjunum. Skrifið eða hringið eftir umsóknareyðublöö- um og öllum nánari upplýsingum. ASSE ISLAND, American Scandinavian Student Exchange. Pósthólf 10104, 130 Reykjavík. Sími 91-19385 eftir kl. 14. Skýrslutæknifélag íslands O © 3AFNRÉTTISRÁÐ LAUCAVECI 116-105 REYKJAVIK 5IMI 27420 Ráðstefna um tækni og jafnrétti Skýrslutæknifélag íslands og Jafnréttisráð efna sameiginlega til ráöstefnu um TÆKNI OG JAFNRÉTTI. Veröur hún haldin aö Hótel Esju, 2. hæö. föstudaginn 17. febrúar nk. og hefst kl. 13.00. Efni ráðstefnunnar er aö fjalla um áhrif tæknibreytinga á atvinnulífið með tilliti til jafnréttis kynjanna. DAGSKRÁ: 13.00 Setning ráöstefnunnar, Guðríður Þorsteinsdóttir, tor- maöur Jafnréttisráös. 13.10 Ávarp félagsmálaráöherra Alexanders Stefánssonar. 13.20 Atvinnumálin m.t.t. jafnréttis kynjanna vegna tækni- breytinga, Lilja Ólafsdóttir deildarstjóri. 13.40 Áhrif tæknibreytinga hjá einstökum fyrirtækjum, Jak- ob Sigurösson, forstööumaöur tölvudeildar Flugleiöa. 14.00 Staöan og stefnan í tæknivæöingarmálum hjá Sam- bandi bankamanna, Hrafnhildur Siguröardóttir skrif- stofustjóri. 14.20 Kaffihlé. 14.50 Störf nefndar, sem kannar áhrif tölvuvæöingarinnar á atvinnulífiö, Gylfi Kristinsson, ritari nefndarinnar og fulltrúi i félagsmálaráöuneytinu. 15.00 Stefna Alþýöubandalagsins, Vilborg Haröardóttir út- gáfustjóri/ Þorbjörn Broddason lektor. 15.10 Stefna Alþýöuflokksins, Kristin Tryggvadóttir kennari. 15.20 Stefna Bandalags Jafnaðarmanna, Frosti Bergsson deildarstjóri. 15.30 Stefna Framsóknarflokksins, Helga Jónsdóttir, aö- stoöarmaöur forsætisráöherra. 15.40 Stefna Kvennalistans, Sigurbjörg Aöalsteinsdóttir deildarfulltrúi/ Guörún Ólafsdóttir lektor. 15.50 Stefna Sjálfstæöisflokksins. 16.00 Stefna Vinnuveitendasambands islands, Anna Birna Halldórsdóttir viöskiptafræöingur. 16.10 Stefna Alþýöusambands íslands, Hilmar Jónsson. 16.20 Umræöur. 18.00 Ráöstefnuslit. Fundarstjóri er Hjörtur Hjartar rekstrarhagfræðingur. Þátttökugjald á ráöstefnuna er kr. 200,- og þar eru innifaldar veitingar í kaffihléi. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til skrifstofu Jafnréttisráös í sima 27420. JWt£piijMaMI» s s Gódcin daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.