Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 1
I 48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 35. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaösins Konstantin Chernenko aðalritari sovéska kommúnistaflokksins: Þröngvum ekki skoöun- um okkar upp á aðra Moskvu, 13. febrúar. AP. „VIÐ SOVÉTMENN mununi mæta hverri þeirri ógnun sem kann aö stafa af hernaðarsinnuðum ævintýramönnum á Vest- urlöndum. Við sjáum mætavel, að heiminum stafar í dag hvað mest hætta af óvarkárum ævintýramönnum sem láta stjórn- ast af árásargjarnri heimsvaldastefnu. Við munum ekki þröngva okkar stefnu og skoðunum upp á neinn, en því síður leyfa því hernaðarjafnvægi sem skapast hefur að breytast,“ sagði Konstantin Chernenko, sem í dag var kjörinn aðalritari sovéska kommúnistaflokksins að Juri Andropov látnum. Það var forsætisráðherrann, Nikolai Tikhonov, sem stakk upp á Chernenko á fundi miðstjórnar Steingrímur gekk fram hjá börum Andropovs STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, er nú staddur í Moskvu ásamt Guðmundi Bene- diktssyni, ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu, og mun verða við útfor Yuri V. Andropovs, sem fram fer í dag, þriðjudag. í stuttu símtali, sem blm. Mbl. átti við Steingrím, kom m.a. fram, að í gær hefði hann gengið framhjá börum Andro- povs og hefði þar margt stór- menni verið samankomið víðs vegar að úr heiminum. Það hef- ur vakið nokkra athygli hér á landi, að forsætisráðherra skuli verða við útför Andropovs vegna þess, að þegar Leonid Brezhnev, fyrrum leiðtogi Sov- étríkjanna, lést var islenski sendiherrann í Moskvu fulltrúi þjóðarinnar við útför hans. Sagði Steingrímur, að sam- komulag hefði orðið um að hafa nú þennan háttinn á og nefndi það m.a., að við útför Brezhnevs hefði aðeins vantað forsætis- ráðherra þriggja Evrópuríkja, íslands, Albaníu og Möltu. For- sætisráðherrar hinna Norður- landanna væru nú allir komnir til Moskvu auk Koivistos, for- seta Finnlands. stjórnmálaráðsins, sem fram fór strax eftir að aðilar ráðsins gengu að kistu Juri Andropovs og vott- uðu hinum látna leiðtoga virðingu sína. í ræðu sinni fetaði Tikhonov milliveg í lofgjörðum um nýja leiðtogann og eftirmælum um látna leiðtogann. Útnefning og val Chernenkos vakti mikla athygli, því það var jafn vel talið að stjórnmálaferill hans væri á enda er Andropov tók við af Leonid Breshnev en ekki Chernenko. Ekki síst þar sem Andropov hafði styrkt mjög stöðu stuðnings- manna sinna áður en hann féll frá. Þá er hinn 72 ára gamli Chern- enko elsti maður sem tekur við embætti aðalritara flokksins. Nýi leiðtoginn: Konstantin Chernenko. viðbrögð sovéskrar alþýðu. Einn vestrænn fréttamaður gerði skyndikönnun á götu úti í Moskvu er Chernenko hafði verið kjörinn aðalritari og tók fólk tali af handahófi. Voru skoðanir mjög skiptar, allt frá því að sagt var að mikill meirihluti Rússa væri á móti Chernenko og að því að hann væri verðugur og góður eftirmað- ur Andropovs. Ýmsir voru þeirrar skoðunar að Andropov hefði verið betri leiðtoginn og Chernenko fengi nú aðeins að spreyta sig vegna þess að betri maðurinn væri ekki lengur í veginum. Útförin Juri Andropov, hinn látni leið- togi, verður jarðsettur á morgun, þriðjudag, og hafa hundruð hátt- settra ráðamanna frá mörgum löndum lagt leið sína til Moskvu. Auk þeirra Bush og Thatchers má nefna Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands og utanríkis- ráðherra hans, Hans Dietrich Genscher, Wojciec Jaruzelzki hershöfðingja hinn pólska, Indiru Gandhi forsætisráðherra Ind- lands, Mika Spiljak forseta Júgó- slavíu, Poul Schluter forsætis- ráðherra Danmerkur og Andreas Papandreu forsætisráðherra Grikklands svo einhverjir séu nefndir. Sjá „Verður hann aðeins leiðtogi skamma hríð“ á blaðsíðu 18. Frá vinstri: Chernenko, Nikolai Tikhonov, Andrei Gromyko og Dmitri Ustinov, „eldri“ um Sovétríkjanna, röðuðu sér fremstir við líkbörur Juri Andropovs. mennirnir í æðstu valdastöð- Símamynd-AP. Gæsluliðið burt innan 30 daga? Washington, 13. febrúar. AP. RONALD Reagan forseti Bandaríkj- anna vinnur nú að því í samvinnu við varnarmálaráöherrann, Caspar Wein- berger, að allir bandarísku friðar- gæsluliöarnir í Líbanon verði fluttir út í herskip úti fyrir ströndum landsins innan 30 daga „ef hernaðar- og póli- tíska staðan býöur upp á það, sem flest bendir nú til,“ sagði Larry Speaks, talsmaður Reagans í dag. Viðbrögð George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, sem kominn er til Moskvu til að vera viðstaddur út- för Andropovs, sem fram fer á morgun, þriðjudag, sagði, að hann væri kominn til Sovétríkjanna ekki aðeins til að votta sovésku þjóðinni samúð bandarísku þjóð- arinnar, heldur einnig til að „kanna mikilvæga möguleika á þvi að draga úr spennu í heiminum og vinna þannig að batnandi sambúð austurs og vesturs". Búist er við því að Bush eigi fund með Chern- enko áður en hann hverfur aftur til síns heima. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, er einnig komin til Moskvu og bendir vera hennar þar einnig til þess að leiðtogar Vesturlanda ætli þegar í byrjun að nýta leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum til þess að slaka á spennunni. Lítið er vitað um raunveruleg Símamynd-AP. Diana prinsessa kemur heim frá Osló í gær. Diana á von á sér í september Lundúnum, 13. febrúar. AP. TILKYNNT var í gær, að Diana Bretaprinsessa væri kona eigi ein- sömul um þessar mundir. Hún gengi með annað barn þeirra Karls Bretaprins undir belti og ætti von á sér síöla í september. Það var talsmaður krúnunnar sem ekki vildi láta nafns getið sem lét hafa fregnina eftir sér í gær. Hann sagði að Diana hefði komið heim frá Noregi á sunnu- dagskvöldið þar sem hún dvaldi í einn dag og kom fram við opnun á sýningu. Hún væri í „eins góðu likamlegu ásigkomu- lagi og hugsast gæti um þessar mundir og ekki væri búist við öðru en að hún myndi halda fyrirfram ákveðna dagskrá sína allt fram í ágúst". Talsmaðurinn sagði jafn- framt, að kóngafólkið breska væri í sjöunda himni yfir tíðind- unum og þau Karl og Diana manna kátust. „Þau hafa oft sagt að þau vilji eiga fleiri börn en eitt og þeim er alveg sama hvort barnið verður karl- eða kvenkyns," sagði hinn ónafn greindi talsmaður. Stríðið við Persaflóa: Stórskotahríð á óbreytta borgara Baghdad og Teheran, 13. febrúar. AP. ÍRANIR héldu í dag uppi stórskota- hríð á fjórar írakskar borgir og frak- ar lýstu strax yfir að þeir myndu svara „grimmilega“ í sömu mynt. Þetta var annar dagurinn í röð sem íranir skjóta af fallbyssum á íraksk- ar borgir, en á sunnudaginn skutu þeir á sjö borgir í írak og írakar svöruðu þá með sams konar skothríð á fjórar borgir í íran. I öllum tilvikum vöruðu stríðs- aðilar andstæðinga sína við yfir- vofandi árásum þannig að óbreyttir borgarar gætu flutt á brott eða leitað skjóls. Eigi að síð- ur segja franir íraka hafa drepið minnst 36 manns og sært rúmlega 140, en frakar segja írani á hinn bóginn hafa vegið 14 manns með sprengjuregni sínu og sært um 90, auk þess sem í öllum tilvikum varð gífurlegt eignatjón. „Almenningsálitið í heiminum hlýtur að sætta sig við að við skul- um vara fólk við árásum i tíma,“ sagði Hossain Musavi, forsætis- ráðherra íran. Báðir stríðsaðil- arnir sögðu árásir sínar hafa verið í hefndarskyni fyrir fyrri árásir og ekkert lát yrði á slíkum „hefnd- araðgerðum".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.