Morgunblaðið - 11.04.1984, Qupperneq 1
80 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
85. tbl. 71. árg.____________________________________MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984______________________________ Prentsmiðja Morgunblaðsins
Loftárásír Rússa á
óbreytta borgara
Nýju Delhi, 10. aprfl. AP.
VESTRÆNIR diplómatar segja
Sovétmenn hafa grandað að
minnsta kosti 65 Afgönum, aóal-
lega óbreyttum borgurum, í síöustu
viku með loftárásum og jarð-
sprengjunetum við borgirnar Istal-
ef, Karaz E Mir og Guldara. Marg-
ir eru sagðir hafa særst og fregn-
irnar hafa verið á þá leið að Sovét-
mennina hafi einu gilt hvort það
voru óbreyttir borgarar eða frels-
issveitarmenn sem urðu fyrir barð-
inu á þeim.
Það voru bæði MIG-þotur og
þyrlur sem tóku þátt í árásunum
á umræddar borgir. Jarðsprengj-
urnar lögðu Rússarnir á þjóðveg-
inn milli Shomali-héraðs og höf-
uðborgarinnar Kabúl. 18 manns
létu þar lífið er áætlunarbifreið
full af fólki ók á jarðsprengju.
Ekki var ljóst hvað vakti fyrir
Rússum með aðgerðum þessum,
því sæmilega kyrrt hefur verið í
landinu upp á síðkastið og frels-
isliðar hófu viðræður við Sov-
étmenn í Panjesherdal í síðustu
viku um vopnahlé. Hefur varla
verið hleypt þar af skoti síðan.
Vestrænir diplómatar telja að
aðgerðir Rússa geti orðið til að
skærur blossi upp á ný.
Oskarsverðlaun
Símamynd AP
Frá vinstri: James Brooks leikstjóri, Shirley Mclane og Jack Nicholson með Óskarsverðlaunagripi sína fyrir hlutdeild
að kvikmyndinni „Terms of endearment“. Sjá nánar um Óskarshátíðina í Los Angeles á blaðsíðu 22.
Giftingarveislan
tók óvænta stefinu
Bkkleigh, Knglandi. 10. aprfl. AP.
ÞAU SUZY Hancock og Nigel Dunn munu trúlega muna giftingar-
veislu sína æði lengi. Slíkt er að vísu venjan, en þau hjónaleysin hafa
meiri ástæðu en flestir aðrir og skal nú frá greint hvers vegna.
Veislan var í fullum gangi í
risastóru tjaldi í smáþorpinu
Bickleigh, flestir þorpsbúar
mættir auk fleiri gesta.
Skyndilega varð uppi fótur og
fit, er þriggja ára gamall
rádýrssteggur ruddist með
óhljóðum og brambolti inn í
tjaldið og á eftir honum
streymdu nokkrir tugir ærðra
hunda og flokkur veiðimanna á
hestbaki í einkennisbúningum
samkvæmt venju, þenjandi
lúðra og æpandi hástöfum í
hita leiksins.
Atvikið átti sér stað er gest-
irnir, allir með tölu, voru að
lyfta glösum til heiðurs brúð-
hjónunum og misstu margir úr
glösum sínum. En nú tók leikur
að æsast, veiðimenn gerðu sig
líklega til að vinna á dýrinu
inni í tjaldinu , en það var ekk-
ert á því og hljóp til og frá
innan um gestaskarann með
hundana á hælunum, sveifl-
andi hornum sínum djarflega á
báða bóga. Loks var dýrið kró-
að af, en er veiðimennirnir
hugðust Ijúka leiknum kom
bróðir brúðgumans á vettvang,
vopnaður haglabyssu, og hót-
aði hann að skjóta veiðistjór-
ann ef hann kæmi ekki kyrrð á
flokk sinn og léti dýrið
afskiptalau^t. Er veiðimenn-
irnir horfðust I augu við tví-
hleypuna, rann mesti móður-
inn af þeim og snautuðu þeir
burt eftir að hafa beðist afsök-
unar. Var dýrinu svo hleypt út
er veiðihópurinn hafði horfið
af landareigninni og veislan
hélt áfram sem ekkert hefði í
skorist.
Forkosningar í Pennsylvaníu:
Könnun spáði
Mondale sigri
Philadelphia, Pennsylvaníu, 10. aprfl. AP. ^
KJÓSENDUR Demókrataflokksins í Pennsylvaníu gengu í dag til forkosn-
inga um hver skuli hreppa útnefningu flokksins sem forsetaefni. Ekki átti að
loka kjörstöðum fyrr en klukkan tvö að nóttu að íslenskum tíma og því
útilokað aö birta tölur. Hins vegar var búist við því að afar mjótt yrði á
mununum og þeir Gary Hart og Walter Möndale hvorugur tilbúinn til spá
sjálfum sér sigri.
Þeir Hart og Mondale gátu þess
báðir að erfitt væri að átta sig á
stöðunni og gera sér of miklar
vonir, en skoðanakönnun sem gerð
var í morgun benti til þess að
Mondale hefði nauma forystu, 43
prósent, Hart hefði 33 prósent og
þriðji keppinauturinn, Jesse
Jackson, 16 prósent. 8 prósent
reyndust óákveðin og bindur Hart
miklar vonir við þá kjósendur. Þá
er jafnan gert ráð fyrir skekkjum
í könnunum sem þessum og menn
muna að í síðustu forkosningum
skeikaði illa í skoðanakönnunum
og Mondale reyndist hafa meiri
stuðning en þær bentu til.
Fyrir Pennsylvaníu-kosn-
ingarnar hafði Mondale náð fylgi
906,8 kjörmanna, Hart hafði 555
og séra Jackson 147,2. I ríkinu var
keppt um 172 kjörmenn.
Fastir liðir
eins og venju-
lega í Beirút
Beírút, 10. aprfl. AP.
Líbanskir stjórnarhermenn og
kristnir falangistar annars vegar,
og shitar hins vegar, skipust á
skotum við „grænu línuna“ í Beir-
út í dag og hófust átökin aðeins
15 klukkustundum eftir að full-
trúar hinna stríðandi fylkinga
höfðu undirritað drög að sáttmála
sem fullyrt var hástöfum að væri
„hyrjunin á varanlegum friði“.
Fljótlega eftir undirritunina fjör-
uðu bardagar út, en það stóð ekki
lengi.
Talsverð sprengjuhríð var í
Beirút meðan harðast var bar-
ist og sprungu sprengjur beggja
vegna „grænu línunnar". All-
margir særðust, en ekki var vit-
að um dauðsföll. Ekki var held-
ur vitað til þess að byrjað væri
að framkvæma ákvæði hins
nýja sáttmála. Innihald hans
hefur ekki verið birt formlega,
en ýmsir sem sitja í embætt-
ismannastólum segja eitt helsta
atriðið vera að hinar striðandi
fylkingar færi sig frá „grænu
línunni", a.m.k. svo langt að
ekki sé lengur kallfæri á milli.
Þanmg ætti að draga úr vopna-
hlésbrotum.
Geimferju-
menn kræktu
í Solar Max
Cape Caaaveral. 10. aprfl. AP.
GEIMFARARNIR um borð í
handarísku geimskutlunni Uhall-
anger náðu hinum bilaða gervi-
hnetti, Solar Max, í fyrstu tilraun
í dag, eftir að hafa mistekist
verkið á sunnudaginn. Notuðu
þeir griptöng utan á ferjunni til
að krækja í tunglið og gekk það
að óskum.
Þetta var í fyrsta skipti sem
geimferja nær biluðu gervi-
tungli og tekur það innanborðs
til viðgerða, en það var ein af
upprunalegu hugmyndunum
með smíði geimferjanna.
Geimfararnir munu nú freista
þess að gera við Solar Max og
senda það svo á sporbraut um
jörðu á ný.