Morgunblaðið - 11.04.1984, Side 2
— «.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
y;-..
Grímur Guðmundsson á Óð frá Flugumýri. Ljósm. Vaidimar KrUiinmwn.
Morgunblaðs-
skeifan afhent
NÚ UM helgina var haldin á
bændaskólunum á Hvanneyri og
Hólum árleg keppni nemenda um
Morgunblaðsskeifuna. Veður var
mjög óhagstætt á báðum stöðum og
setti það óneitanlega svip sinn á
keppnina. A Hólum sigraði Grímur
Guðmundsson, Lindarbrekku, Bisk.
á hestinum Óð frá Klugumýri, ásetu-
verðlaun Félags tamningamanna
hlaut Höskuldur Jónsson, Akureyri,
en hann keppti á hestinum Kjartani
frá Flugumýri, og Eiðfaxabikarinn
sem veittur er fyrir besta hirðingu
hlaut Guðni Þ. Guðmundsson,
Keykjavík, en hann var með hryss-
una Litlu-Björk frá Vallanesi.
Á Hvanneyri varð stúlka í
fyrsta sæti og er það annað árið í
röð sem slíkt skeður. Var það
Rúna Einarsdóttir Mosfelli,
A-Hún., og keppti hún á hryss-
unni Gná frá Krossi. Ásetuverð-
laun hlaut Leifur Bragason, Sel-
fossi, en hann keppti á hryssunni
Stolt frá Hnausum. Eiðfaxabikar-
inn hlaut svo Kristinn S. Einars-
son en hann var með hestinn
Adam frá Krossi.
Sjá grein bls. 18 og 19.
Þorsteinn Pálsson:
íslenzk skip annist flutn-
inga til varnarliðsins
séu þau samkeppnisfær
„ÉG HELD að okkar samningsaðilar
um varnir landsins hljóti að gera sér
það Ijóst, að við sættum okkur ekki
við annað en að flutningar til varn-
arliðs, sem hér er í okkar þágu, fari
fram með íslenzkum skipum, séu þau
fyrir hendi og samkeppnisfær," sagði
Þorsteinn I’álsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, er hann var spurður
álits á stöðu mála vegna fyrirætlana
bandaríska skipafélagsins Kainbow
Navigation Inc. um að yfirtaka flutn-
inga Bandaríkjahers til herstöðvar-
innar á Keflavíkurflugvelli.
Þorsteinn var spurður, hvernig
hann teldi að snúast ætti í málinu
til að fá fram þessa niðurstöðu.
Hann sagði að ríkisstjórnin hefði
fjallað um málið og að bandarísk-
um stjórnvöldum hefði verið gerð
grein fyrir afstöðu hennar. Hann
sagði ennfremur: „Ég held að þessi
afstaða okkar verði að leiða til
einnar niðurstöðu, annað er
gjörsamlega útilokað." Aðspurður
um hvort svör hefðu borist frá
Bandaríkjamönnum sagði hann:
„Þú verður að spyrja utanríkisráð-
herra. Hann hefur átt viðtöl við
fulltrúa Bandaríkjanna út af þess-
um málum og lagt ríka áherslu á
okkar sjónarmið og ég vænti þess
að bandarísk stjórnvöld bregðist
við á þann eina hátt sem dugar
fyrir okkur og sameiginlega hags-
muni þjóðanna."
Útför Björns Ólafs-
sonar konsertmeistara
í GÆK fór fram frá Dómkirkjunni
útför Björns Olafssonar fiðluleikara
og konsertmeistara. Sr. Þórir Step-
hensen dómkirkjuprestur flutti
minningarræðuna og jarðsöng.
Við kirkjuathöfnina fór fram
mikill tónlistarflutningur. Tók
þátt í honum fjöldi tónlistar-
manna. Flutt var tónlist eftir
Hándel, Bach, Beethoven, Cluck og
Kreisler.
Er kista Björns var borin úr
kirkju báru hana tónlistarmenn-
irnir Árni Kristjánsson, Jón
Nordal, Gunnar Egilsson og Sig-
urður Björnsson ásamt þeim Ólafi
B. Thors, Jónasi Jónassyni og
Magnúsi Péturssyni.
Hæstiréttur:
Eigandi bótaskyldur vegna
klakastykkis er féll af húsi
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt, að
eigandi íbúðarhúss við Laugaveg sé
skaðabótaskyldur vegna klakastykk-
is, sem féll fram af húsinu og
skemmdi bifreið, sem lagt hafði ver-
ið í bifreiðastæði. Þótti sannað að
klakastykkið hefði fallið fram af um-
ræddu húsi og þá vegna vanrækslu.
Atburðurinn átti sér stað í marz
1981. Eiganda hússins var gert að
greiða kostnað af viðgerð bifreiðar-
innar með vöxtum. Þá var eiganda
gert að greiða málskostnað fyrir
Hæstarétti. Með niðurstöðu sinni
staðfesti Hæstiréttur dóm undirrétt-
ar frá 3. febrúar í fyrra, en þeim
dómi áfrýjaði eigandi hússins.
í dómi Hæstaréttar segir að
sannað þyki, að klakastykkið hafi
fallið fram af húsinu. „Klaka-
stykki þetta, sem var mjög stórt,
hafði myndazt niður af pípu er
stendur út úr austurgafli hússins,
sem er við fjölfarna verzlunar-
götu. Stafaði mikil hætta af því
fyrir vegfarendur. Maður sá, er
umsjón hafði með húsinu í fjar-
veru áfrýjanda, var látinn vita,
líklega milli kl. 10 og 10.30, um
hættuna, sem stafaði af kíaka-
hruni af húsinu. Hann hafði þó
ekki gert viðhlítandi ráðstafanir
til að brjóta klakastykki þetta
niður eða koma með öðrum hætti í
veg fyrir þann háska, sem af því
stafaði, er það féll niður einhvern
tíma milli kl. 12.30 og 13.30 að því
er ætla verður. Ber stefndi ábyrgð
á því tjóni, sem af þeirri van-
rækslu hlauzt," segir meðal ann-
ars í dómi Hæstaréttar.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Þór Vilhjálmsson, Björn
Sveinbjörnsson, Guðmundur
Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og
Magnús Þ. Torfason. Hákon Árna-
son hrl. var lögmaður eiganda
hússins, en Helgi V. Jónsson hrl.
var lögmaður eiganda bifreiðar-
Stúdentaráð HÍ:
Meirihlutasam-
starf Vöku og
umbótasinna
UMBÓTASINNAR ákváðu á félags-
fundi mánudaginn 9. apríl aA ganga til
meirihlulasamstarfs við Vöku, félag
lýðra-ðissinnaðra stúdenta. llmbóta-
sinnar kusu á félagsfundinum milli
málefnasamnings við vinstri menn
Kókómjólk, Jógi og Mangó-sopi til umfjöllunar í rfkisstjórn:
Landbúnaðarráðherra krefst
afstöðu stjórnarflokkanna
„ÉG HEF látið bóka mína andstöðu
gegn því í ríkisstjórn að leggja sölu-
skatt á mjólkurvörur. Ég vil heldur
að mín börn drekki kókómjólk en
Coca-Cola í skólanum. Við fram-
sóknarmenn stöndum saman um
það, við viljum holla fæðu fyrir börn-
in okkar,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra í gær.
Við hann var rætt í tilefni af því að
Jón Helgason landbúnaðarráðherra
krafðist svara á ríkisstjórnarfundi í
gærmorgun um það, hvort afstaða
Sjálfstæðisflokksins varðandi álagn-
Vil heldur ad mín börn drekki kókómjólk
en Coca-Cola, segir forsætisráðherra,
sem lét bóka andstöðu gegn gjaldtökunni
kakómjólk, Mangó-sopa og Jóga
væri hin sama og fjármálaráðherra.
Mál þetta verður samkvæmt heim-
ildum Mbl. rætt í þingflokkum
stjórnarliða í dag.
Landbúnaðarráðherra upplýsti
ríkisstjórnina um, að mál þetta
—:i„:x
krafðist þess að ríkisstjórnin í
heild, með þingflokkana að baki
sér, tæki afstöðu til málsins. Fjár-
málaráðherra, Albert Guðmunds-
son, lýsti því yfir á fundinum, að
hann færi þarna einvörðungu að
lögum, en landbúnaðarráðherra
„ Jk - - —
kvæmt lögum hefði hann heimild-
ir til að veita undanþágur frá lög-
unum.
Albert Guðmundsson var spurð-
ur í gær, hvort hann myndi veita
umbeðnar undanþágur. Hann
svaraði: „Ég sé enga ástæðu til
þess. Ég er búinn að setja þessa
reglugerð á samkvæmt lögum og
undanþáguheimild var fyrir
hendi, þegar ég gerði það og ég
nýtti hana ekki þá. Ef þingmenn
vilja breyta lögunum, þá þeir um
það, en lög verða að ná jafnt yfir
annars vegar og málefnasamnings við
Vöku hins vegar og reyndust umbóta-
sinnar hlynntari samstarfi við Vöku.
Vaka fjallar um málið á félags-
fundi fimmtudaginn 12. apríl, en að
sögn Gunnars Jóhanns Birgissonar,
formanns Vöku, er Vaka ánægð með
málefnasamning þann sem gerður
var við umbótasinna.
Samningaumræður vinstri manna
og umbótasinna stóðu nokkuð lengi
yfir, en þegar þær virtust ætla að
stranda á deilum um embættaskipt-
ingar gengu umbótasinnar til
óformlegra viðræðna við Vöku um
síðustu helgi.
Gunnar Jóhann Birgisson sagði í
samtali við blm. Mbl. að formaður
stúdentaráðs yrði frá Vöku, en
umbótasinnar fengju formann Fé-
lagsstofnunar stúdenta og fulltrúa í
stjórn Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Þá myndi stjórn Stúdenta-
ráðs skiptast til helminga milli að-
ila, 3 frá Vöku og 3 frá umbótasinn-
um, en Vaka hefði 3 í stjórn Félags-
stofnunar og umbótasinnar 2.
Skiiafundur verður á föstudag og
verða vinstri menn að segja af sér
úr stjórn Félagsstofnunar fyrir
þann fund. Þá ræðst hverjir munu
gegna hinum ýmsu embættum með
kosningu. Þess má geta að við þetta
tækifæri verður Stúdentakjallarinn
opnaður eftir umfangsmiklar breyt-
ingar sem á honum hafa verið gerð-