Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐÁGUR lft APRÍL 1084 17m „Erum að mæta samkeppni stór- markaðannau - segir Jóhannes Jónsson yfirverslunarstjóri SS, um 18% lækkun álagningar á ýmsar vörutegundir „ÉG HELD að viö höfum hrist upp í almennri samkeppni í Reykjavík meö tilkomu Miklagarðs og um það snúist rnáliö," sagði Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Miklagarðs í samtali við blm. Mbl. í gær. „Ég held aö menn séu bara að átta sig á því, að Mikligaröur er fyrirtæki, sem fær ýmsu áorkaö í samkeppninni." í forsíðufrétt í Þjóðviljanum í gær var þeirri spurningu varpað fram hvort verið væri að knésetja Miklagarð. Fylgdi fréttin í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sláturfélags Suðurlands að lækka álagningu á nýlenduvörum í verslunum sínum úr 38% í 20%. Sagðist blaðið hafa heimildir fyrir því, að'kaupmenn hefðu bundist samtökum og ætluðu sér að koma Miklagarði á kné. Jóhannes Jónsson, yfirverslunar- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, sagði við blm. Mbl. í gær, að lækkun álagningar á ýmsum vörutegundum niður í 20% væri til þess að mæta samkeppni stórmarkaðanna. „Þetta er sú álagning sem þeir eru með,“ sagði hann. „Það eru þau verðlags- ákvæði, sem verið hafa í gildi, sem Skjalatösku með 30 þús. stoliö úr bíl UM 30 þúsund krónum og margvís- legum skjölum í skjalatösku var stolið úr bifreið í Álfheimum um helgina. Brotist var inn í bifreiðina aðfaranótt mánudagsins og taskan tekin úr bifreiðinni. Fleiri innbrot voru framin um helgina. Átta hurðir voru brotnar upp þegar myndbandstæki var stolið úr Réttarholtsskóla. Brotist var inn í Hólasport í Lóuhólum, Laugardalsvöll, Björnsbakarí við Vallarstræti, Söluturninn við Sunnutorg og félagsmiðstöðina í Garðabæ. skapað hafa stórmarkaðina. Ef álagning hefði verið í eðlilegum far- vegi væru enn blómlegar matvöru- búðir í flestum íbúðarhverfum. Okkur hefur verið gert að selja landbúnaðarafurðir á allt of lágu verði og síðan sagt af lifa af öðrum vörum, sem við seljum. Þegar mark- aðirnir koma síðan með lægra verð á þeim vörum er rekstrargrundvöll- urinn brostinn." Magnús E. Finnson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka tslands, sagðist í gær ekki hafa heyrt um sameiginlegar aðgerðir kaupmanna og taldi þær útilokaðar. Torben Friðriksson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, tók í sama streng og taldi slíkt fjarri öllu lagi. Jón Sigurðsson var þeim sam- mála. „Ég held að það sé óhugsandi að einhver samtök verslana séu að sauma að okkur. Væri svo, bryti það í bága um lög og reglur um frjálsa verslun. Við eigum nokkur tromp uppi í erminni komi til enn harðn- andi samkeppni. Mikligarður virðist hins vegar orðinn blóraböggull fyrir allt það sem úrskeiðis fer í verslun í Reykjavík." MHHEEf S * Frá vinstri á myndinni eru Hulda Jensdóttur forstöðukona Fæðingarheimilis Revkjavíkur, Hrafnhildur Gunn- arsdóttir og Eygló Einarsdóttir hjúkrunarkonur, Guðjón Guðnason yfirlæknir og Árni Ingólfsson skurðlæknir. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Skurðstofa í notkun SKURÐSTOFA í Fæðingarheimil- inu við Eiríksgötu var formlega af- hent við athöfn í Fæðingarheimil- inu í gær. Hulda Jensdóttir þakkaði þeim er hlut áttu að máli við stofnsetningu nýju skurðstof- unnar, Davíð Oddssyni borgar- stjóra og Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ur. Þessi aðstaða var fyrst notuð í ágúst síðastliðnum og hafa síðan verið gerðar 714 aðgerðir. Hulda Jensdóttir, forstöðukona á fæð- ingarheimilinu, var spurð að því hvort þessi nýja aðstaða hefði hefði í för með sér breytingar til batnaðar. Hún kvað svo tví- mælalaust vera, því nú myndi nýtingin á Fæðingarheimilinu batna til muna. Fæðingum hefur fækkað mjög á undanförnum ár- um og því hefur ekki tekist að nýta sjúkrarúm sem skyldi áður en nýja skurðstofan var tekin í notkun. Þessi nýja aðstaða nýtist aðal- lega til kvensjúkdómalækninga. Við opnun skurðstofunnar þurfti að ráða starfsfólk til við- bótar, og eru nú fjórir starfandi við skurðstofuna. Verkfallsboðun Skipstjorafélags íslands: Formaðurinn er fullgildur félagi Skipstjórafélagsins Ferskfiskverð fer hækkandi í Þýskalandi ARINBJÖRN RE seldi í gær 153,1 lest, mest karfa, í Bremerhaven. Heildarverð var 4.168.900 krónur, meðah erð 27.23. Er þetta talsvert hærra meðal- verð en fengizt hefur í Þýzkalandi að undanförnu og helzta skýring þess aukin eftirspurn vegna nálægðar páskanna. Þá er fyrir- hugað að tvö skip til viðbótar selji afla sinn í Þýzkalandi í þessari viku. ALLAR fullyrðingar Vinnuveitenda- sambandsins um að Skipstjórafélag íslands hafi ekki farið að lögum eru með öllu ósannar. Starfsmaður Land- helgisgæslunnar er fullgildur félags- maður í Skipstjórafélaginu en ekki BSRB og hann er löglega kosinn for- maður félagsins. Skipstjórafélagið aflaði sér verkfallsheimildar á lög- legan hátt og það er sú heimild, sem stjórn og samninganefnd félagsins hefur nú ákveðið að nota, segir m.a. í yfirlýsingu, sem Mbl. hefur borist frá Skipstjórafélagi íslands í framhaldi af frétt blaðsins sl. laugardag. Þar var m.a. haft eftir aðstoðar- framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands Islands, að VSl teldi það mjög sérkennilegt, að það hefði verið starfsmaður Landhelg- isgæslunnar sem boðaði verkfalls- Tónleikar- Tónlistar- skólans í KVÖLD kl. 19.00 leikur Bryndís Halla Gylfadóttir á selló verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Hafliða Hall- grímsson og Sjostakovitsj. Dagný Björgvinsdóttir leikur með á píanó. Tónleikar þessir fara fram í Austurbæjarbíói og hefjast kl. 19 eins og að framan segir. Er þetta fyrri hluti einleikaraprófs Bryn- dísar Höllu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. * Mótmælum rangfærslum VSI, segir í yfirlýsingu Skipstjórafélags íslands aðgerðir félagsins, því samkvæmt lögum um Landhelgisgæsluna væri starfsmönnum hennar bannað að taka þátt í verkfalli eða boðun verkfallsaðgerða. Sagði aðstoðar- framkvæmdastjórinn, Þórarinn V. Þórarinsson, að VSÍ myndi gera athugasemd vegna þessa við dóms- málaráðuneytið. Formaður Skip- stjórafélags íslands er Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Athugasemd VSl hafði ekki bor- ist dómsmálaráðuneytinu þegar skrifstofutíma þar lauk í gær, að því er Baldur Möller ráðuneytis- stjóri sagði í samtali við blaða- mann Mbl. Hann sagði að bæði ráðuneytið og stjórn Landhelgis- gæslunnar væru ákaflega ósátt við að starfsmenn Gæslunnar tækju þátt í kjaraaðgerðum af þessu tagi. Hinsvegar lægi ekki fyrir afdrátt- arlaus túlkun á því hvað það þýddi að taka þátt í boðun verkfalls, það væri hægara sagt eri gert að greina hvað væri þátttaka í verkfallsað- gerðum og hvað ekki. „En við erum ekki sáttir við að svona nærri þessu sé gengið," sagði Baldur. I yfirlýsingunni frá skipstjórafé- laginu segir ennfremur, að samn- ingaviðræðurnar hefðu lítinn árangur borið og því hafi stjórn og samninganefnd SKFÍ ákveðið að nota verkfallsheimild sína og boða til vinnustöðvunar dagana 16., 17., og 18. apríl og aftur 24.-27. apríl. „Verkfallsboðun þessi virðist hafa farið mjög fyrir brjóst talsmanns skipafélaganna, ef dæma má af fréttum, og vill SKFÍ mótmæla harðlega öllum þeim rangfærslum, sem þar birtast. VSf heldur því m.a. fram, að formaður félagsins brjóti lög með þessari verkfalls- boðun. Staðreyndir málsins eru hinsvegar þær, að starfsmaður Landhelgisgæslunnar er fullgildur félagsmaður SKFÍ en ekki BSRB og löglega kosinn formaður þess. SKFÍ aflaði sér einnig verkfalls- heimildar á löglegan hátt og það er sú heimild, sem stjórn og samn- inganefnd félagsins hefur nú ákveðið að nota. Allar fullyrðingar VSÍ um að SKFÍ hafi ekki farið að lögum eru því með öllu ósannar," segir í yfirlýsingunni. Síðan segir: „I Morgunblaðinu er einnig haft eftir formælanda VSÍ að undarlegt sé að SKFÍ eitt félaga skuli hafna samningum á sama grundvelli og annað launafólk í landinu. Því er til að svara, sem formælandi VSÍ hefur ekki viljað láta koma fram, að grundvallar- atriði deilunnar snýst um áralangt samningsbrot skipafélaganna á gerða samninga þessara aðila. Það var aldrei ætlun SKFÍ að standa að samningagerð við viðsemjendur sína í gegnum fjölmiðla en ef það er vilji þeirra, þá er SKFÍ tilbúið hvar og hvenær sem er.“ Verkalýðsfélag Hrútfirðinga: 50 ára afmæl- ishátíð í kvöld SUd, 10. apríl. Verkalýdsfélag Hrútfirðinga held- ur upp á 50 ára afmæli sitt miðviku- dagskvöldió 18. aprfl næstkomandi í barnaskólanum á Borðeyri. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og þá verður opnuð sýning á heimilisiðnaði frá íbúum í Hrúta- firði og sömuleiðis verður lista- verkasýning frá Listasafni alþýðu opnuð. Klukkan 21.30 verður síðan boðið upp á kaffiveitingar. Sýn- ingarnar verða opnar fimmtudag- inn 19. apríl klukkan 14 til 17 og föstudaginn 20. apríl klukkan 14 til 17. Verkalýðsfélag Hrútfirðinga var stofnað 16. febrúar 1934. Stofnfé- lagar voru 12, fyrsti formaður var Björn Kristmundsson á Borðeyri. Núverandi formaður er Böðvar Þorvaldsson, Akurbrekku. I dag eru 11 manns í félaginu. Stjórn og afmælisnefnd verkalýðsfélagsins býður alla núverandi og fyrrver- andi félaga hjartanlega velkomna. MG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.