Morgunblaðið - 11.04.1984, Síða 18
(ij[ WGl J!34A . fí ímOAaUSIVfíIM ,oioa.iöhuoíiom
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
Verðlaunahafamir á Hólum stilla sér upp fyrir Ijósmyndara í skjóli við nýju álmuna á hesthúsinu. Lengst til vinstri er skeifuhafinn, Grímur Guðmundsson, á
Óð frá Flugumýri, þá Höskuldur Jónsson á Kjartani frá Flugumýri en hann hlaut ásetuverðlaun FT. Næst Höskuldi er Guðni Þ. Guðmundsson á Litlu-Björk
frá Vallanesi en hann hlaut Eiðfaxabikarinn og við hlið hans er Anna Sólveig Árnadóttir á Yl frá Varmalæk. Guðni og Anna Sólveig voru jöfn í
atkvæðagreiðslu um hver skyldi hljóta bikarinn.
Skeifukeppni bændaskólanna:
sæti varð svo Lárus Hannesson á
Prinsessu frá Stykkishólmi undan
Ófeigi 818. Segja má að þessir þrír
hafi skorið sig úr og var keppnin
milli þeirra hnífjöfn. Auk þeirra
hrossa sem hér hafa verið nefnd
má minnast hér á tvo efnilega fola
sem eru í eigu Kynbótabúsins á
Hólum en það er Dropi sem er
undan Þætti 722 og Drótt 3442 frá
Hólum og er hann sammæðra
glæsihryssunni Dömu 4976.
Brokkið sem þessi foli sýndi er
með því besta sem maður sér auk
þess sem hann býr yfir öllum
gangi.
Bundið brokk
— sýnikennsla
Hinn folinn sem athygli vakti
heitir Erill og er hann undan
Hamri 964 frá Hólum og Elju 4135
sama stað. Enn sem komið er sýn-
ir þessi foli lítið annað en skeiðlull
upp í góða milliferð en þó með
góðum fótaburði. Að sögn nem-
enda var mikið reynt að fá hestinn
til að brokka en lengi vel án
árangurs þar til einhverjum datt í
hug að binda hornstæða fætur
saman og að lokinni skeifukeppn-
inni var þetta tiltæki sýnt og reið
Lárus Hannesson hestinum á
geysifallegu brokki með miklu
svifi og fótaburði. Var þetta kallað
bundið brokk en þeir sem hesta-
mennsku stunda hafa sjálfsagt
heyrt talað um bundið tölt, skeið-
bindingu og er þá átt við þegar
hross stífa bakið og við það tapast
yfirleitt mýkt og jafnvægi á
gangtegundum, en þetta nýja
fyrirbæri kallast sem sagt bundið
brokk og þá vita menn það.
Veðurguðirnir í miklum
ham á Hvanneyri og Hólum
Alltaf er það svo að mikil spenna
ríkir þegar haldin er skeifukeppni á
bændaskólunum og svo var einnig
nú. Keppnin er að þessu sinni haldin
í fyrra lagi, en venjulega er hún
haldin seinni partinn í aprfl eða jafn-
vel í byrjun mai. Ástæðan fyrir þessu
mun vera sú hversu scint páskarnir
eru á ferðinni og prófannir hefjast
eftir páska. Af þessu leiðir að nem-
endur hafa haft styttri tíma til að
temja trippin fyrir keppnina en þrátt
fyrir þetta var ekki annað að sjá en
vel hafi til tekist í flestum tilvikum.
Meðal nemenda á báðum skólunum
eru mjög efnilegir tamningamenn af
báðum kynjum og trippin með efni-
legra móti. Á báðum stöðum reyndu
veðurguðir allt hvað þeir gátu til að
spilia fyrir góðum árangri, á Hólum
var hávaða rok, bjart og úrkomu-
laust en Hvanneyringar fengu rign-
ingu og heldur lygnara veður.
Jöfn keppni á Hólum
En svo vikið sé að keppninni og
þá fyrst teknir Hólar þá var það
Grímur Guðmundsson frá Lind-
arbrekku i Biskupstungum sem
varð hlutskarpastur í keppninni
um Morgunblaðsskeifuna, en hann
keppti á fola frá Flugumýri sem
óður heitir og er sá undan Sörla
653. Er þetta bæði fallegur og
hæfileikamikill hestur þó við-
kvæmur sé. Var Grími mikill
vandi á höndum í öllu rokinu en
honum tókst þó að sigla skútunni
heilli í höfn og sigra. f öðru sæti
varð Höskuldur Jónsson frá Akur-
eyri á Kjartani frá Flugumýri,
einnig undan Sörla 653. Höskuld-
ur, sem er orðinn nokkuð kunnur
fyrir þátttöku í sýningunum á
hestamótum, hlaut ásetuverðlaun
Félags tamningamanna. f þriðja
Rúna Einarsdóttir á Gná frá Krossi.
Gæðingakeppni felld
niður vegna veðurs
Samkvæmt fjölritaðri dagskrá
var fyrirhuguð gæðingakeppni
fyrir nemendur og starfsmenn
Hóla en þar sem allir höfðu fengið
sig fullsadda af veðrinu var ákveð-
ið að fella hana niður. Strax eftir
að lokið var útreikningi á röð
keppenda voru verðlaun afhent og
var það gert í hesthúsinu. Fyrir
bragðið var ekki hægt að klappa
veðlaunahöfum lof í lófa því íbú-
arnir tóku því fálega þegar reynt
var að klappa. Eftir er að geta um
Eiðfaxabikarinn sem veittur er
fyrir bestu hirðingu og eru það
nemendur sem kjósa um það sín á
milli í leynilegri kosningu. Líkt og
í skeifukeppninni var mjótt á
mununum, því tvö fengu jafn
mörg atkvæði og var því kastað
upp krónu og varð það Guðni Þ.
Guðmundsson sem hlaut bikarinn
en hann tamdi og hirti hryssuna
Litlu-Björk frá Vallanesi, en hún
er undan Háfeta 804. Sú sem veitti
Guðna keppnina var Anna Sólveig
Árnadóttir frá Uppsölum og var
hún með hestinn YI frá Varmalæk
sem mun vera undan Njáli frá
Hjaltastöðum.
Borgarfjörður-eystri:
Skíðalyft-
an vinsæl
Séó nióur skióabreklwna og yfir
RakkaeerðisboTD. Monronblaftié/Svecrir
Borgarfirói eystri, 28. marz.
í VETUR var sett upp einskonar
skíðalyfta í hlíðinni fyrir ofan
Bakkagerðisþorp.
Þótt útbúnaðurinn gæti nú
vart talist fullkominn, þá
vakti hann ánægju yngri kyn-
slóðarinnar og hefur eflaust
stuðlað að aukinni skíða-
notkun. en hér hefur hún verið
í algeru lágmarki.
Útbúnað lyftunnar kann ég
naumast að útskýra, en í aðal-
atriðum má segja að dráttar-
vél var komið fyrir uppi í hlíð-
inni, sem svo dró skíðafólkið
upp.
Sverrir.
„Bláfjallanefnd** þeirra í Borgarflrði eystra, frá vinstri: Kristinn Hjaltason,
Ólafur Arngrítnsson, Jón Helgason og Birgir Björnsson. Þeir fjórmenn-
ingarnir voru upphafs- og helztu framkvæmdamenn vió skíðalvftuna.