Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 20

Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Þetta hús er til leigu Þaö stendur viö Kirkjutorg og er tvær hæöir og ris. Nánari upplýsingar í síma 15545. Bladburðarfólk óskast! Úthverfi Austurbær Síðumúli Bragagata Álftamýri 1—36 ER VORID KOMIB? Við bjóðum ,,Thermo-Clear“ tvöfaltog þrefalt plastgler fyrir gróðurhús, garðstofur, verandir, sólskýli, sundlaugar, iðnaðarhúsnæði og margt fleira. Thermo-Clear er auðvelt i uppsetningu. Plötustærðir allt að 2,1 m x 6,0 m Plötuþykktir: 4,5 mm, 6 mm, 8 mm, 10 mm, 16 mm. Athugið að 16 mm platan er þreföld á við þrefalt gler. Við veitum tæknilega ráðgjöf, ef óskað er. Ármúla 36 (gengið inn frá Selmúla). Sími 82420. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Milljónir barna í Afríku sunnan Sahara líða þjáningar vegna fæóuskorts. Til jaðarríkjanna, Sahel- landanna, teljast Mali, Efri Volta, Senegal, Máretanía, Níg- er, Chad, Grænhöfðaeyjar og Gambía. Fyrir tveimur til þrem- ur áratugum var gróðursæld mikil í þessum ríkjum og draup af hverju strái. Beit var góð svo skepnur döfnuðu vel. Bændur ræktuðu korn á gjöfulum ökrum, þar sem nóg var af regnvatni. En á síðasta regntíma var úr- koman aðeins fimmtungur af því sem hún er í meðalári, svo brunnar Jx>rnuðu og ár hafa aldrei verið vatnsminni á þessari öld. Uppskeran skrælnaði í heit- um og þurrum vindinum og akr- arnir urðu hrjóstrugir yfir að líta. Ofbeit og ofyrkja flýtti fyrir eyðileggingunni, og örvilnaðir bændur feildu tré til eldiviðs. Mörg þorp eru nú aðeins nafnið eitt og rústirnar. Þjóðir, sem áð- ur voru sjálfum sér nægar og ríflega það, lifa nú á betli. Land- ið, sem áður var svo gjöfult, er nú helzti óvinur þess. Heilu slétturnar, þar sem gras spratt áður og skógar döfnuðu, eru nú sand- og grjótauðnir og líkjast helst landslagi tunglsins. Slóð nautgripahræa er til marks um flótta örvilnaðs fólks undan landeyðingunni. Lítillar úrkomu von Og það sem verra er; veður- farsþróun síðustu alda bendir til að úrkoma haldi áfram að minnka, og því muni eyðilegg- ingin og eyðimerkurmyndunin verða enn meiri, með átakan- legri afleiðingum en orðið er, og finnst J>ó ýmsum sem ekki sé bætandi á hörmungarnar. Áhrif þurrkanna, sem orðnir eru að plágu í Sahel-ríkjunum, gera nú einnig vart við sig í hita- beltislöndunum sem liggja að Atlantshafinu vel sunnan Sah- ara, og einnig í Miðjarðarhafs- ríkjum Afríku í norðri. Láta mun nærri að þurrkarnir hafi áhrif á líf 150 milljón íbúa Vestur-Afríku. Fyrrum glæsi- borgir hafa margfaldast að íbúa- tölu með aðstreymi dreifbýlinga, sem flúið hafa þurrkasvæðin, og líkjast nú helst risastórum hirð- ingjabúðum. Gífurlegu fjármagni hefur greiðslu lélegra stjórnarhátta í viðkomandi ríkjum. En án mat- vælaaðstoðar myndu íbúarnir svelta. Talið er að Sahel-ríkin skorti 1,6 milljónir smálesta af matvælum til að fullnægja fæðuþörf. Ástandið í Efri-Volta er dæmigert fyrir önnur Sahel- ríki. Milli 30 og 50 þúsund tonn af korni þyrfti þegar í stað til að forða enn frekari hörmungum i norðurhluta landsins, en um miðjan mars voru neyðarbirgðir þar fimm þúsund tonn. Bylt- ingarstjórn tók við völdum í Efri-Volta í ágúst í fyrra, og það samrýmdist ekki hugmynda- fræði hennar að leita eftir er- lendri aðstoð vegna þurrkanna, þótt þá þegar hefði verið ljóst hvert stefndi. Dróst fram í nóv- ember að ákveðið var að biðja um aðstoð, en neyðarkallið var þó ekki sent út fyrr en í janúar. Oft getur liðið hátt í ár frá því beðið er um aðstoð þar til mat- væli berast til hungursvæða. Heimildir: frétla.skcyti og frétta- skýringar Associated Press. verið varið til hjálparstarfs í Sahel-ríkjunum af hálfu vest- rænna ríkja og Arabaríkjanna, en allt komið fyrir ekki, þótt hungrið hafi fyrst um sinn verið afmarkað við lítil og einangruð svæði. Og lítt hefur dugað þótt byggðar hafi verið nýjar áveitur fyrir 12 þúsund ekrur lands ár- lega, annað eins magn áveitu- lands hefur orðið eyðileggingu að bráð á hverju ári vegna lélegs viðhalds veitukerfa. Ástandið í ríkjunum er þannig að Máret- anía og Grænhöfðaeyjar fram- leiða aðeins 5% fæðuþarfarinn- ar, en hin sex um 60%. Fyrir áratug létust milli 50 og 100 þús- und manns vegna hungurs, en sú tala er stórum hærri nú, enda hefur vandamálið margfaldast. Án aöstoöar svelta íbúarnir Við ýmsa örðugleika hefur verið að etja í hjálparstarfi, og spurningin er m.a. um hvort halda eigi áfram matvælaaðstoð þar sem það letji heimamenn til akuryrkju og jafngildi niður- Þurrkarnir í Afríku: Árlega breytast hundruð ferkíló- metra gróður- lendis í eyðimörk Linnulausir þurrkar herja á jaðarríkin, sem liggja aö Sahara, Sahel- löndin svokölluðu, með þeirri afleiðingu að fvrrum gróðurvinjar hafa á skömmum tíma orðið að skrælnaðri órækt eða jafnvel sandauðn, og gífurleg hungursneyð hefur grafið um sig. Menn og skepnur hafa hrunið niður og heilu samfélögin, sem áttu jafnvel árhundruða heföir, hafa liðið undir lok. Þurrkar urðu fyrst að vandamáli 1973, en hafa þó aidrei verið eins alvarlegir og á síðustu tveimur misserum. Röskun vistkerfanna er slík að árlega breytast hundruð ferkílómetra ræktarlands í eyðimörk. Menn, sem kunnugir eru málum, óttast að þeirri ógæfuþróun, sem átt hefur sér stað í þessum heimshluta, verði seint snúið við og að líklega berist aldrei nægar fæðubirgðir þangað til að binda endi á hungrið. Heilu fjölskyldurnar hafa flosnað upp vegna þurrk- anna. Vandræði þeirra hafa byrjað með því að uppskera hef- ur brugðist og skepnur dáið, og menn því setið eftir með tvær hendur tómar. Þunglamalegt skriffinnskukerfí hefur síðan tekið seint við sér og matvælaað- stoð því fyrst borizt seint og um síðir. Hefur neyðin jafnan orðið svo mikil að gripið hefur verið til sáðkorna, sem haldið var til haga fyrir næstu uppskeru, en það hefur að sjálfsögðu orðið til að auka enn á vandræðin. Fjöl- skyldufaðirinn hefur þá gjarnan hrökklast til borganna, sem óðum eru að breytast í eitt alls- herjar fátækrahverfi, í leit að vinnu, oftast með litlum árangri. Þurrkarnir, sem menn vilja rekja til E1 Nino-hafstraumsins í Kyrrahafi og raskað hefur veð- urfari um heim allan, hafa kom- ið niður á alls 24 Afríkuríkjum, eða hálfri álfunni, með einum eða öðrum hætti. Regn hefur lát- ið á sér standa í suður- og aust- urhlutum Afríku þriðja árið í röð, svo skaðvænlegur matvæla- skortur hefur herjað á mörg ríkjanna. í jaðarríkjunum suður af Sahara er ástandið sýnu verst og eyðileggingin ör og varanleg. Sahcl-ríkin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.