Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 21
mi jííiia .n auoAauxivaiM .aiaAjaviuuHOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
Unnið að brettasmíðinni í Trésmiðju Þórðar. Morgunblmðií/Sigurgeir.
Vestmannaeyjar:
Trésmiðja Þórðar smíðar
3.000 bretti fyrir Eimskip
Ve.stmannaeyjum, 3. apríl.
Farprestur
Þjóðkirkjunnar:
Sr. Guðmundur
Örn Ragnars-
son, Raufar-
höfn, skipaður
BISKUP íslands hefur skipað séra
Guðmund Örn Ragnarsson sókn-
arprest á Raufarhöfn til að gegna
öðru farprestsembætti Þjóðkirkj-
unnar frá 1. maí n.k. Jafnframt hef-
ur biskup íslands auglýst Raufar-
hafnarprestakall laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k.
Séra Guðmundur Örn er 37 ára,
fæddur í Reykjavík, sonur Ragn-
ars Kjartanssonar myndhöggvara
og Kristínar Guðmundsdóttur
bankafulltrúa. Hann lauk prent-
námi árið 1967, stúdentsprófi 1972
og guðfræðiprófi vorið 1978. Sama
haust vígðist hann til Raufarhafn-
arprestakalls og hefur gegnt því
síðan. Kona hans er Jónína Lára
Einarsdóttir, grafíklistamaður, og
eiga þau þrjú börn.
Þetta farprestsembætti er nýtt
og varð til er annað prestsembætt-
ið í Vestmannaeyjum var lagt
niður og gert að embætti far-
prests. Fyrir er annað embætti
farprests, sem séra Ingólfur Guð-
mundssonar þjónar.
17 erlend
skip að
veiðum
við landið
SAUTJÁN erlend fiskiskip eru nú að
veiðum við landið, 3 belgískir togar-
ar og 14 færeyskir línubátar, að því
er Sigurður Árnason hjá Landhelg-
isgæslunni tjáði blm. Mbl. í gær.
Belgísku togararnir, sem reynd-
ar hafa verið hér við land meira og
minna í allan vetur, hafa verið að
veiðum í Meðallandsbugt. Hafa
þeir fengið lítinn afla, 2—4 tonn á
sólarhring og þá aðallega ýsu,
keilu og löngu.
Færeyskum bátunum tók að
fjölga mjög fyrir um 10 dögum og
eru nú 14. Hafa þeir haldið sig á
svæðinu frá Stokksnesi og vestur
undir Alviðru. Afli þeirra hefur
verið 4—7 tonn á dag, mestmegnis
sömu fisktegundir og Belgarnir
hafa verið að fá.
TRESMIÐJA Þórðar í Vestmanna-
eyjum hefur undanfarnar vikur
unnið að smíði 3.000 vörubretta
fyrir Eimskipafélag fslands. Vegna
þessa verkefnis varð trésmiðjan að
fjölga starfsmönnum um tvo sem
eingöngu hafa unnið við þessar
brettasmíðar. Hófst framleiðslan
um miðjan mars og hefur trésmiðj-
an síðan sent frá sér tvo vöruvagna
af fullsmíðuðum brettum í viku
hverri.
Efnið í brettin er innflutt frá
Portúgal og vegna þessa nýja
verkefnis keypti Trésmiðja
Þórðar sérstaka loftnaglabyssu
af svissneskri gerð. Þess má geta
að í þessi 3.000 bretti fara 176m3
af ósamsettu efni en rúmmetr-
arnir eru orðnir tæplega 800
þegar brettin fara fullsmíðuð frá
trésmiðjunni.
Það var sl. haust sem Eimskip
leitaði tilboða í 10.000 vörubretti
og var Trésmiðja Þórðar eini
innlendi aðilinn sem fékk hluta
af þessu verkefni en afgangurinn
er fluttur inn af umboðsmönnum
erlendra trésmiðja. Þórður
Karlsson, einn þriggja Þórða
sem eiga og reka Trésmiðju
Þórðar, sagði í samtali við blm.
Mbl. að tilboð þeirra hefði reynst
fyllilega samkeppnisfært gagn-
vart hinni erlendu smíði ef tillit
væri tekið til þess að skipafélag-
ið tekur við brettum þeim sem
eru samansett erlendis fob í er-
lendri höfn og flytur sjálft til
lands. Þetta gerir innlendum
framleiðendur mjög erfitt fyrir í
samkeppninni við erlenda fram-
leiðendur og nánast vonlaust að
keppa á þessum grundvelli, að
sögn Þórðar Karlssonar. Inn-
lendir framleiðendur verða að
flytja allt efni inn og greiða af
því flutningsgjöld.
Notkun vörubretta í flutning-
um hefur stórlega aukist á und-
anförnum árum og fyrirsjáanleg
er enn frekari aukning, t.d. í
flutningi á fiskafurðum. Það er
því mikið í húfi fyrir íslenska
framleiðendur á þessu sviði að
smíði vörubretta verði í sem
mestum mæli fengin þeim í
hendur.
— hkj.
MorgunblaÓið/Sigrún.
Gunnar Davíðsson tekur fyrstu skóflustunguna að fyrsta verkamannabústaðnum í Hveragerði.
Verkamanna-
bústaðir byggðir
HvuragerAi, 3. apríl.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja
verkamannabústaði í Hveragerði og
tók Gunnar Davíðsson kaupmaður
fyrstu skóflustunguna fyrir hinu
nýja húsi nú fyrir nokkrum dögum.
Húsið á að rísa aö Heiðmörk 10—16
og verða í því fjórar jafn stórar íbúð-
ir, allar 82 m2 hver.
Verkið var boðið út. Tilboð voru
opnuð þ. 10. janúar sl. og lægsta
tilboði tekið, en það kom frá Sæ-
mundi Gíslasyni, byggingameist-
ara í Hveragerði. Byggingatíminn
miðast við marsmánuð 1984 til 1.
maí ’85. íbúðunum 'skal skila full-
búnum með fullfrágenginni lóð.
Byggingarkostnaður er áætlaður
5,5 milljónir króna á núverandi
verðlagi. Ibúðirnar verða auglýst-
ar til sölu fljótlega.
1 Hveragerði hafa löngum verið
skiptar skoðanir um ágæti fjölbýl-
ishúsa, en nú munu þær trúlega
sanna kosti sína og galla.
Hér í bæ hefur til margra ára
verið skortur á leiguhúsnæði, en
nokkuð mörg eiguleg hús eru á
söluskrá hér í Hveragerði.
— Sigrún.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsíns
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Jan ............. 16/4
Jan ........... 30/4
Jan ............. 14/5
Jan ........... 28/5
ROTTERDAM:
Jan ............. 17/4
Jan ............ 1/5
Jan ........... 15/5
Jan ........... 29/5
ANTWERPEN:
Jan ............. 18/4
Jan ............ 2/5
Jan ........... 16/5
Jan ........... 30/5
HAMBORG:
Jan ........... 19/4
Jan ............ 4/5
Jan............ 18/5
Jan ............ 1/6
HELSINKI/TURKU:
Hvassafell .... 26/4
Hvassafell .... 23/5
LARVIK:
Francop ..... 23/4
Francop ........ 7/5
Francop ....... 21/5
GAUTABORG:
Francop ....... 24/4
Francop ........ 8/5
Francop ....... 22/5
KAUPMANNAHÖFN:
Francop ....... 25/4
Francop ........ 9/5
Francop ....... 23/5
SVENDBORG:
Francop ....... 12/4
Francop ....... 26/4
Francop ....... 10/5
Francop ....... 24/5
ÁRHUS:
Francop ....... 13/4
Francop ....... 27/4
Francop ....... 11/5
Francop ....... 25/5
FALKENBERG:
Helgafell ..... 12/4
Mælifell ....... 1/5
Helgafell ..... 11/5
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell ..... 13/4
Skaftafell .... 24/4
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell .... 25/4
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
LITGREINING MEQ,
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AO VANDADRI
LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF