Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
25
MorgunblaAið/Sigurgeir.
a um drukknaða sjómenn í heiðursskyni við
?em fórust
ley minnst
athöfnina í Landakirkju sem séra Kjartan
Örn Sigurbjörnsson annaðist.
Minningarathöfn um Pétur Sigurð
Sigurðsson var haldin í Áskirkju í
Reykjavík á sama degi. Prestur var
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Fjölmenni var við báðar athafnirnar.
Forsætisráðherra um ríkisfjármálavandann:
Leysist með einum eða
öðrum hætti fyrir páska
Miðar í átt til lausnar, segir Albert Guðmundsson
„ÉG ER sannfærður um, að
þetta mál verður leyst á einn
eða annan hátt fyrir páska,“
sagði forsætisráðherra, Stein-
grímur Hermannsson, í lok
fundar hans og fjármálaráð-
herra um ráðstafanir í ríkis-
fjármálum, síðdegis í gær. „I‘að
miðar í átt til lausnar," sagði
fjármálaráðhcrra, Albert Guð-
mundsson, eftir fundinn. Niður-
Þörungavinnslan hf.:
Verkfall
hjá skip-
stjóranum
SKIPSTJÓRINN á Karlsey, þang-
flutningaskipi 1‘örungavinnslunnar
hf. á Reykhólum, fór í verkfall á
miðnætti. Samkomulag tókst ekki á
fyrsta samningafundinum, sem hald-
inn var í gær. l‘á var l'örungavinnsl-
an gengin í Vinnuveitendasamband
íslands, sem þar með hafði tekið
samningagerðina í sínar hendur.
Á samningafundinum gerði
samninganefnd Skipstjórafélags
íslands VSÍ tilboð um að verkfall-
inu yrði frestað og það látið renna
saman við þær verkfallsaðgerðir,
sem boðaðar hafa verið á kaup-
skipaflotanum. Þetta boð var háð
því, að af hálfu VSÍ yrði því lýst
yfir að gengið yrði frá samningum
við skipstjóra Karlseyjar um leið
og samið yrði við aðra skipstjóra.
VSÍ hafnaði þessari hugmynd,
skv. upplýsingum Mbl., þar eð full-
trúi sambandsins taldi sig ekki
hafa nægilegar upplýsingar um
málið.
stöður fundar þeirra verða til
umfjöllunar á þingflokksfund-
um stjórnarliða í dag, sam-
kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í
gærmorgun, og málið verður
enn á ný tekið fyrir á ríkis-
stjórnarfundi í fyrramálið.
Albert Guðmundsson var
spurður, hvort hann stæði enn
fast við fyrri yfirlýsingar sínar
um að ekki kæmi til nýrra
skattaálaga. Hann svaraði: „Ég
vil ekki gefa neinar frekari upp-
lýsingar á þessu stigi." Hann
sagði ennfremur, að ekki væri
búið að afskrifa neinar hug-
myndir. Þingflokkarnir myndu
ræða málið í heild, og þeir hefðu
síðasta orðið. Aðspurður um
hvor.t hann reiknaði með niður-
stöðum j málinu á fundunum í
dag sagðist hann ekki geta sagt
neitt ákveðið um það, það gæti
verið að þingflokkarnir þyrftu
lengri tíma.
Steingrímur Hermannsson
sagði aðspurður, að hugmynd-
um hans um flatan niðurskurð
hefði ekki verið tekið vel af
sumum, en það fengjust eflaust
úrslit í því máli í vikunni.
Forsætisráðherra var spurð-
ur, hvort hann reiknaði með
niðurstöðu málsins á ríkis-
stjórnarfundi á morgun,
fimmtudag. Hann svaraði: „Ég
held að hún hefði átt að vera
komin fyrir löngu, eða áður en
farið var að tala um þetta
opinberlega, en ég skal ekkert
segja um það.“
Hann var þá spurður, hvort
verið gæti að ríkisstjórnin réði
ekki við málið. Þá svaraði hann:
„í fyrsta lagi er það fjármála-
ráðherra sem fer með fjármál
ríkisins og gerir náttúrlega til-
lögur sem ríkisstjórnin á að
fjalla um. Það getur náttúrlega
vel verið að það ráðist ekki við
það, ég veit það ekki.“ Hann var
í framhaldi af því spurður hvað
þá væri til ráða. „Það verður
bara halli á fjárlögum", svaraði
hann. — Tveggja milljarða
halli? „Ég skal ekkert um það
segja. Nei, það er nú samkomu-
lag um ýmislegt."
Forsætisráðherra sagði síðan
varðandi hugmyndir sínar um
flatan niðurskurð: „Mikill halli
á ríkissjóði er gífurlega aukinn
efnahagsvandi og annað hvort
verður að mæta honum með
GNGINN árangur varð af samninga-
fundi í deilu mjólkurfræðinga og við-
semjenda þeirra á mánudag, enda
var stirt á báða bóga. Fundinum,
sem hófst kl. 10 um morguninn, var
slitið um kvöldmatarleytið. Nýr
fundur hefur verið boðaður kl. 15 á
morgun. Verkfall Mjólkurfræðinga-
félagsins á að hefjast á mánudag
takist ekki samningar fyrir þann
tíma.
„Ef ekki semst verður allt gert
sem hægt er til að tryggja næga
mjólk fyrir páskavikuna, til dæm-
is með því að vinna um næstu
helgi,“ sagði Guðlaugur Björg-
vinsson, forstjóri Mjólkursamsöl-
niðurskurði eða auknum tekjum
og mín skoðun er sú, að mæta
eigi með hvort veggja. Mín til-
laga er sú að skera eigi niður
um 6% yfir línuna, eða að við-
komandi ráðherrar bendi á ein-
hverjar sértekjur. Það er mín
tillaga, en menn vilja kannski
frekar hafa mikinn halla.“
Aðspurður sagðist forsætis-
ráðherra að lokum telja að um
þetta mál yrði ekki áframhald-
andi þæfingur. Málið myndi að
hans mati leysast með einhverj-
um hætti í vikunni og lokaorð
hans voru: „Ég er sannfærður
um að þetta mál verður leyst á
einn hátt eða annan fyrir
páska.“
unnar, í samtali við blaöamann
Mbl. „Það er þó of fljótt að spá
nokkru um þetta þó hægt gangi."
Guðlaugur sagði deiluna afar
snúna. „Það er fyrst og fremst
ágreiningur um hve fagréttindi
þeirra eiga að ná langt. Þeir hafa
visst skjól í lögverndun iðngrein-
arinnar en það er af okkar hálfu
mikið álitamál hvort hægt sé að
taka ákvæði um fagréttindi inn í
kjarasamninga. Aðrir starfsmenn
mjólkurbúanna kunna að hafa
sama rétt eða meiri — það eru til
mjólkurmenn með háskólapróf og
aðra menntun og meiri á ákveðn-
um sviðum," sagði hann.
Reynum allt til
að tryggja mjólk
fyrir páskavikuna
- segir forstjóri Mjólkursamsölunnar
r,
FLUGLEIDIR Á
SKIPUHII IIUCLI IDA
OACS 10. ^príl 1964
Stjórridrform.iður
Siqurður Hclqason
Iraakv.stj. sljórnuncrsvlð
Lelfur Haynússon
Alþjóðdssutók (IA1A, ALA)
SkIpuIdqsadIc f n1
Scrslök verkcfnl, þ.á.a. þróun fluyflold
Kynninqcrdeild oq lölvudclld
i • • -------------------------------------- -----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1
IrcBkv.stJ. fjár*d1asviðs HJörn Ihcódórsson Irankv.stj. narkaðssviðs Siqfús f rlinqsson Irankv.stj. f luqrckslrarsv. Crllnq Aspclund
Haqdci Id larqjalda- oq áctlanad. 1 1uqdc11d
1 Járrciðudci id 1 arþcqasöludciId Vlðhalds- oq vcrkfrcðtd.
Bókhcld Kostnaðarcftlrlit
Innri cndurskoöun Vcslursvcðl
löqfrcðidei1d 1 arnsöludciId
Innkaupadcijd 1 lulninqadelId
SlJórnunarþjónusta Markaðsrannsókn1r
Slarf saannaþjónusta llótcl rekstur
11 (lalclqa
‘v
dæmi að hjá SAS er skipulag fé-
lagsins endurskoðað á tveggja
ára fresti og British Airways fór
nýlega í gegnum umfangsmiklar
skipulagsbreytingar. Skipulag
getur verið gott í eitt ár eða tvö
en þá koma upp ný vandamál,
nýjar aðstæður og nýir menn. Þá
má ekki gleyma því, að það hafa
orðið skipulagsbreytingar í deil-
um hjá okkur nýlega, til dæmis
urðu verulegar breytingar í
markaðsdeildinni hjá okkur í
haust og vetur.“
— Breyta þessar tilfærslur
einhverju um valdahlutföll í fé-
laginu — safnast þau meira á
færri hendur en áður var?
„Nei. Það verður mjög svipað
og áður. Þetta er tilfærsla á þátt-
um og fólki til að styrkja yfir-
stjórn félagsins. Það sem er nýtt
í þessu er stjórnarnefndin, sem
ætluð er til skrafs og ráðagerða á
milli stjórnarfunda, sem eru
haldnir mánaðarlega. Þessari
nefnd er ætlað að fjalla um meg-
in stefnumál félagsins en um
breytingar á valdauppbygging-
unni verður ekki að ræða,“ sagði
Sigurður Helgason, stjórnarfor-
maður Flugleiða.
Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum:
Ekkert aðhafzt sem
réttlætir slíka aðför
í Morgunblaðinu í gær
birtist frétt um rannsókn
Rannsóknarlögreglu ríkisins
á bæjarfógetaembættinu í
Vestmannaeyjum. I‘ar sagði
m.a. að komið hefði í Ijós, að
bæjarfógeti, ásamt aðalbók-
ara og nokkrum starfs-
mönnum embættisins hafí
tekið sér lán úr sjóðum emb-
ættisins á árunum 1979 til
1982.
Vegna þessa sneri Morgunblað-
ið sér til Kristjáns Torfasonar
bæjarfógeta og leitaði viðbragða
hans. Kristján sagði:
— Því hefur verið mjög hamp-
að í frásögnum blaða af málinu,
ekki sízt í Þjóðviljanum, að ég er
formaður Sýslumannafélags ís-
lands. Rétt er að taka fram, að é*
var kjörinn formaður nokkru eft-
ir að umrædd rannsókn hófst og
eftir að félagsmönnum hafði ver-
ið kynnt sú rannsókn, sem þá var
í gangi af hálfu Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. ........
Sannleikurinn mun
koma í ljós, er
bærir aðilar hafa
fjallað um málið
Staðreyndir málsins eru, að
þrátt fyrir yfirlýsingar um fjár-
drátt, misferli o.fl. tel ég mig ekki
hafa aðhafzt neitt það í minni
embættisfærslu er réttlætir slíka
aðför. Sýslumenn og bæjarfóget-
ar hafa fullan rétt á því að semja
við borgarana um skil á gjöldum,
slíkt er stjórnsýslulegs eðlis en
ekki tilefni lögreglurannsóknar.
Mergurinn málsins er sá, að í
upphafi var reitt hátt til höggs og
mikið púður sett í tunnuna. Ein-
hverjir virðast hafa orðið ákaf-
lega óhamingjusamir að fá ekki
stóran hvell. Það er nú orðinn
meðgöngutími frá upphafi rann-
sóknarinnar og vonandi fer króg-
inn að fæðast.
Það er ekki hlutverk Rann-
sóknarlögreglu ríkisins að dæma
í þessu máli. Það eru aðrir aðilar
sem meta það, hvort um sak-
næma verknaði er að ræða eða
ekki. Rannsóknarlögreglu rlkis-
ins ber að rannsaka mál á hlut-
lausan hátt og draga ekki síður
fram það sem er sakborningi til
málsbóta en hitt.
Ég ber fullt traust til réttar-
farsins í landinu og þegar þar til
bærir aðilar hafa fjallað um mál-
ið mun sannleikurinn koma í ljós.
Mér finnst ekki ástæða til að
fjalla um málið í smáatriðum
meðan ríkissaksóknaraembættið
hefur það til athugunar.
Hitt er aftur á móti alvarlegt
rannsóknarefni, hverjir hafa
staðið að ærumeiðandi aðför að
mér persónulega og starfsfólki
embættisins og hvað kemur
opinberum aðilum til þess að láta
fara f rá.sér -slíkan. málatiibúnað.