Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 33
Molmmwp, mwmm MWfefsiinM
vegna og þó ekki kæmi annað til er
varasamt að raska þessu fyrir-
komulagi, nema annað jafntryggt
komi í staðinn. Það verða menn að
hafa í huga þegar svipast er um á
þessum tímamótum ...
Menn halda því fram að hótunin
um gjöreyðingu andstæðingsins
(með kjarnorkuvopnum; innsk.
Mbl.) hafi tryggt friðinn. Ekki
treysti ég mér til þess að hrekja
það, en hugsunin er yfirþyrmandi.
Og svo mikið er víst, að jafnvel
þótt þetta sé rétt, þá fá þau rök
illa staðist að enn þurfi að bæta
við gjöreyðingarvopnum af beggja
hálfu til þess að margfeldi gjör-
eyðingarinnar aukist enn.
Hér eru á hinn bóginn á ferðinni
vopn sem aldrei má nota. Vörnin
af þeim fram að þessu hefur þá
verið fólgin í því að þau yrðu ein-
mitt ekki notuð ...
Við stöndum frammi fyrir því
tvíþætta verkefni, að láta ekki
bilbug á okkur finna, að raska
ekki þeim grundvallarþáttum og
því jafnvægi sem hefur tryggt
okkur frið; og hins vegar að finna
leiðir til þess að draga úr vfgbún-
Hluti rádstefnugesta.
aði og tryggja að aldrei verði grip-
ið til kjarnorkuvopna; nefnilega
að skapa þær aðstæður og þann
pólitíska vilja sem til þess er
nauðsynlegur."
Varnarstefna NATO
Gunnar Gunnarsson, starfs-
maður öryggismálanefndar, flutti
erindi um varnarstefnu Atlants-
hafsbandalagsins fyrr og nú og
sagði meðal annars:
„Saga og þróun varnarstefnu
Atlantshafsbandalagsins hefur að
miklu leyti mótast af því á hvern
hátt yrði tryggt að Sovétríkin
yrðu fæld frá því að beita Vestur-
Evrópu vopnavaldi, einkanlega í
ljósi yfirburða þeirra á sviði
hefðbundins vopnabúnaðar á meg-
inlandinu. Hér hefur meginatriðið
verið sú spurning hvernig því
verði best við komið að forysta
Sovétríkjanna væri ekki í neinum
vafa um að Bandaríkjamenn
mundu standa við sínar skuld-
bindingar gagnvart Vestur-
Evrópu. En samhliða þessu hefur
varnarstefnan mótast af því að
Evrópumenn væru ekki í neinum
vafa um að Bandaríkin stæðu við
sínar skuldbindingar.
Hvað þetta síðarnefnda atriði
varðar voru farnar ýmsar leiðir. í
tíðum yfirlýsingum reyndu
Bandaríkjamenn að byggja upp
trúnaðartraust i Evrópu. Þá voru
þegar í upphafi sjötta áratugarins
staðsettar bandarískar hersveitir
í Evrópu og hafa þær allt fram til
þessa dags fremur haft táknrænt
gildi um skuldbindingar Banda-
ríkjamanna en hernaðarlegt. Að
áliti Evrópumanna jók nærvera
þeirra líkurnar á því að Banda-
ríkjamenn kæmu til hjálpar ef til
átaka drægi. Á hersveitirnar og
raunar Atlantshafsbandalagið
sem slíkt var fyrst og fremst litið
sem tryggingu fyrir því að hinum
raunverulega herstyrk bandalags-
ins yrði beitt þegar á hólminn
væri komið, þ.e.a.s. kjarnorkuher-
afla Bandaríkjanna ...“
Eftir að Gunnar Gunnarsson
hafði rakið megindrættina í þróun
varnarstefnu NATO allt frá upp-
hafi vakti hann máls á þeim um-
ræðum sem nú fara fram innan
bandalagsins og greindi frá hug-
myndum um að stefnu þess yrði
breytt á þann veg að yfirlýsing
yrði gefin um að bandalagið
myndi ekki beita kjarnorkuvopn-
um að fyrra bragði þótt á það yrði
ráðist. Taldi Gunnar að innan Atl-
antshafsbandalagsins væru hafn-
ar umræður sem miðuðu að því að
aðlaga þá varnarstefnu sem mót-
uð var á sjöunda áratugnum
þróuninni á sviði kjarnorkuvopna
og pólitískri þróun síðustu ára.
Hann sagði undir lok erindisins:
„Þrátt fyrir verulega samstöðu
um að þörf sé breytinga á varn-
arstefnunni í átt til aukins vægis
hefðbundinna vopna gagnvart
kjarnorkuvopnum er ljóst að
framkvæmd þeirra er háð öðrum
þáttum sem mikill ágreiningur
stendur um. Á það einkum við um
jafn afgerandi breytingar og frá-
hvarf frá fyrstu notkun (kjarn-
orkuvopna) mundi fela í sér. Hér
er fyrst og fremst um að ræða það
sjónarmið að verði fallið frá hótun
um stigmögnun átaka til að fæla
Sovétríkin frá beitingu hervalds
muni það leiða til þess að líkurnar
á að styrjöld brjótist út í Evrópu
aukist. Þetta sjónarmið nýtur
mjög víðtæks stuðnings stjórn-
valda ríkja Vestur-Evrópu nú sem
endranær. Af því leiðir það for-
gangsmarkmið að treysta sem
frekast má vera tengslin milli ör-
yggis Vestur-Evrópu og strateg-
ískra kjarnorkuvopna Bandaríkj-
anna. Áðeins á þann hátt verði
tryggt að ekki komi til átaka í
Evrópu. Þeir sem aðhyllast þessa
skoðun líta ekki svo á að nauðsyn-
legt sé að geta háð átök heldur
eingöngu að Sovétríkin verði fæld
frá því að beita vopnavaldi. Þá eru
ýmsir þeirrar skoðunar að breyt-
ingum mundu fylgja mikil fjár-
hagsleg og pólitísk vandamál sem
kynnu að reyna um of á samstöðu
bandalagsríkja."
Friðarhreyfíngar fyrr og nú
Guðmundur Magnússon, blaða-
maður á Morgunblaðinu, flutti
síðasta erindi ráðstefnunnar og
bar það yfirskriftina Friðarhreyf-
ingar fyrr og nú. Hann sagði með-
al annars:
„Einhliða kjarnorkuafvopnun
Vesturlanda, sem friðarhreyf-
ingarnar hafa barist fyrir, felur í
sér að Sovétmönnum eru falin úr-
slitavöld í heiminum. Er þeim
treystandi fyrir Bombunni? Mar-
grét Thatcher forsætisráðherra
Breta varpaði fyrir nokkru fram
þeirri umhugsunarverðu spurn-
ingu hver hefði verið afstaða frið-
arhreyfinga til einhliða kjarn-
orkuafvopnunar Breta ef slík vopn
hefðu verið komin til sögunnar á
uppgangstíma nasista í Þýska-
landi og báðar þjóðirnar, Bretar
og Þjóðverjar, haft yfir þeim að
ráða. Hefði-Hitler verið treystandi
fyrir Bombunni? Spurning breska
forsætisráðherrans snertir kjarna
málsins. Friðarhreyfingar á
fjórða áratugnum hvöttu til ein-
hliða afvopnunar og létu ósk-
hyggj u ráða mati sínu á fyrirætl-
un alræðissinna. Sagan hefur sýnt
að þær höfðu rangt fyrir sér. Til-
lögur friðarhreyfinga okkar daga
bera merki sömu einfeldni og
fyrirrennaranna og samtímavið-
burðir sýna að þær hafa líka rangt
fyrir sér ...
Ég sagði í upphafi þessa lestrar
að „friður" væri vígorð nútímans.
Hvað felst í friðarhugtakinu? Al-
mennasta skilgreining friðar er að
það sé ástand þar sem ofbeldi er
ekki til staðar; friður ríkir þegar
menn geta lifað og gengið til
starfa sinna óáreittir af stiga-
mönnum og stríðsherrum. En við
búum í ófulikomnum heimi þar
sem ofbeldi og hernaður af ein-
hverju tagi er daglegt brauð og
hefur liklega verið alla tíð. Þeir
eru fáir sem kjósa afdráttarlausa
friðarhyggju, en í henni felst að
menn neita sér um sjálfsvörn eða
að verja fjölskyldu sína, föðurland
og bandamenn. Hinir, sem ekki
aðhyllast afdráttarlausa friðar-
hyggju en eru friðarsinnar, standa
frammi fyrir mörgum erfiðum
valkostum. Afvopnun hefur löng-
um þótt vænleg leið til að koma í
Frá hægri: Geir Hallgrímsson, utan-
ríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson,
alþingismaður og fyrrum forsætis-
ráðherra, Kjartan Jóhannsson, al-
þingismaður og formaður Alþýðu-
flokksins, Björn Bjarnason, formað-
ur SVS, og Sveinn Grétar Jónsson,
formaður Varðbergs.
veg fyrir ófrið. Að baki býr einföld
hugsun: Án vopna verður ekkert
stríð háð. Við svolitla íhugun
hljóta menn að sjá í hendi sér að
hér er ekki allt sem sýnist. Það
eru ekki vopn sem hrinda af stað
styrjöldum heldur menn. Með af-
vopnun er unnt að losna við mörg
máttug eyðingartól, en önnur
verða fundin upp og smiðuð i
þeirra stað. Forsenda árangurs-
ríkrar afvopnunar er allt í senn,
gagnkvæmur trúnaður, gagn-
kvæmur skilningur og gagnkvæm-
ir hagsmunir. Þetta þrennt næst
kannski fram smám saman, en
sannarlega ekki í einni svipan ...
Friðarsöngur götuhreyfinganna
hljómar vel í eyrum; aðdráttarafl
hans þarf ekki að koma á óvart.
En hann er af sama tagi og sír-
enusöngurinn sem ómaði fyrir
eyrum Ódysseifs og fleiri sæfar-
enda um Eyjahaf í kviðu Hómers.
Hann er banvænn."
Hefti af Viðhorfi
Tímarit Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs heitir
Viðhorf. í tilefni af 35 ára afmæli
Atlantshafsbandalagsins kom út
hefti af því sem helgað er aðild
íslands að bandalaginu. Þar birt-
ist m.a. ritgerð eftir Ólaf Egilsson,
sendiherra og skrifstofustjóra í
utanríkisráðuneytinu, sem ber yf-
irskriftina: Vopnlaus þjóð gengur
í hervarnarbandalag.
Ætlunin er að gefa ræður og er-
indi sem flutt voru á ráðstefnu
SVS og Varðbergs laugardaginn 7.
apríl út í sérstöku hefti af Við-
horfi.
„Hreinn
Líndal and
Angelica
Cantani“
Tónlist
Egill Friðleifsson
Fyrir stuttu barst mér í hend-
ur hljómplata er ber heitið
Hreinn Líndal and Angelica
Cantanti.
Hreinn Líndal stundaði nám
hér heima hjá Maríu Markan, en
hélt þá til Ítalíu og lauk þar
námi árið 1968. Eftir það söng
hann á ýmsum stöðum, m.a. við
óperurnar í Vínarborg. Síðan
kom hann heim og söng hér
nokkuð en fékkst auk þess við
kennslu og kaupmennsku ef ég
man rétt. Raunar var hann ekki
sérlega áberandi í sönglífi okkar
og hefur tæpast fengið þau tæki-
færi sem hann ef til vil átti skil-
ið hverju sem um er að kenna.
Nú er hann búsettur í Minnesota
samkvæmt upplýsingum á plötu-
umslagi.
Hreinn Líndal virðist i ágætu
formi um þessar mundir. Rödd
hans er björt og þróttmikil, sem
breytir þó því ekki að túlkun
hans á sumum laganna er um-
deilanleg. Lögin á plötunni eru
úr ýmsum áttum en eiga það öll
sameiginlegt að vera kirkjuiegs
eðlis og Hreini til aðstoðar er
barnakórinn Angelica Cantanti
undir stjórn Semyon Rozin en
undirleikari er organistinn L.
Robert Wolf. Hreini hættir
stöku sinnum til að ofgera í
styrk í litlum ljúfum lögum, sem
verður til þess að söngurinn
virðist honum erfiður. Sem
dæmi má nefna fyrsta lagið á
plötunni, Gesu bambino eftir
Pietro A. Yon. Mildari og alúð-
legri túlkun hefði farið þessu
fallega lagi betur. Best tekst
Hreini upp í lögum sem bjóða
upp á átök, og má þar einkum
nefna Sanctus eftir Berlioz sem
hann syngur af umtalsverðri
reisn.
Sem fyrr segir syngur barna-
kórinn Angelica Cantanti með
Hreini á þessari plötu. Kórinn
var stofnaður árið 1980 og ber
þess nokkur merki að hafa ekki
starfað lengi. Börnin eru ekki
alltaf tiltakanlega nákvæm í
tóntaki né túlkun fáguð, en
hljómurinn er aðlaðandi og
frísklegur. Stofnandi og stjórn-
andi kórsins er Sovétmaðurinn
Semyon Rozin, er flutti vestur
um haf árið 1979. Organistinn, L.
Robert Wolf, gerir hlutverki
sínu góð skil.
Ég hafði ánægju af þessari
plötu og væri fróðlegt að fylgjast
með Hreini fyrir vestan.
Morffunblaðið/Kristján E. Einarsson.