Morgunblaðið - 11.04.1984, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
m
Minning:
Björgvin Bene-
diktsson prentari
Fæddur 23. ágúst 1917
Dáinn 3. aprfl 1984
Björgvin var fæddur á Vestur-
götu 51 c (Framfarafélagshúsinu)
og fluttist á Öldugötu 32 árið 1927,
en þá hafði fjölskylda hans ásamt
Guðmundi mági hans lokið bygg-
ingu hússins sem var stórt átak á
þeim dögum.
Að loknu fullnaðarprófi frá
Barnaskóla Reykjavíkur komst
Björgvin í starf hjá Morgunblað-
inu, þar komst hann í prentnám.
Að komast í iðnnám var ekki auð-
velt á þessum árum, annáð hvort
voru iðngreinarnar lokaðar eða
miklum takmörkunum háðar.
Síðar varð hann einn af stofn-
endum Prentsmiðjunnar Odda,
var hún fyrstu árin í ófullkomnu
húsnæði á Grettisgötu 16. í dag, 41
ári seinna, er Oddi ein fullkomn-
asta prentsmiðja á Norðurlöndum
og þó víðar væri leitað.
Björgvin var gæfumaður í
einkalífi, árið 1942 gekk hann að
eiga heitmey sína, Guðnýju S. Sig-
urðardóttur. Þeim varð þriggja
sona auðið, sá elsti er prentari, en
hinir tveir vélstjórar. Barnabörn-
in eru orðin tíu.
Hafi Björgvin hjartans þökk
fyrir ógleymanlega æskudaga frá
Oldugötuárunum.
Við sendum þér Guðný, sonum
ykkar og fjölskyldum, systrum
Björgvins, okkar bestu samúð-
arkveðjur.
Megi minning um góðan dreng
lifa.
Eiríkir Guðnason
Á þessum tíma árs, þegar sól
hækkar á lofti, dagarnir lengjast
og lífið virðist vakna af vetrar-
dvala, þá hefur kær vinur minn,
Björgvin Benediktsson prentari,
kvatt jarðlífið og hafið för til
nýrra heimkynna. Honum var svo
farið hér í lífi, að vel hefði hæft að
velja honum að leiðarljósi þessi
orð Heilagrar ritningar: Sælir eru
hógværir, því þeir munu landið
erfa. (Matt. 5, 5.) Burtför Björg-
vins kom ekki á óvart, því hann
hafði lengi barist við þann sjúk-
dóm, sem leiddi hann til dauða.
Björgvin Benediktsson var
fæddur í Reykjavík 23. ágúst 1917,
sonur hjónanna Benedikts Pét-
urssonar sjómanns og Guðrúnar
Þórarinsdóttur, en þau voru bæði
ættuð úr Kjósarsýslu. Björgvin
ólst upp með foreldrum sínum og
systkinum í Vesturbænum í
Reykjavík og hér í borg bjó hann
alla ævina.
Árið 1934 hóf Björgvin prent-
nám i ísafoldarprentsmiðju og
lauk því árið 1939. Á þessum árum
og síðar voru margir ungir menn
t
Maöurinn minn og faðir okkar,
KRISTJÁN SIGURÐUR JÓNSSON,
vélatjóri,
Strandgötu 15A, Patrokafiröi,
lést aöfaranótt 10. apríl sl.
Júlíana Ólafsdóttir,
Hilmar Sigurösson,
Guóbjörg Siguröardóttir,
Birgir Sigurösson,
Ingibjörg Ólöf Siguröardóttir.
t
Bróöir okkar,
FRIÐJÓN STEFÁNSSON
fré Norðfiröi,
lést aö Hrafnistu 9. apríl.
Fyrir hönd ættingja,
Ásta Stefánsdóttir,
Bjarney Stefénsdóttir.
t
Móöir okkar,
ÖNDÍS KRISTÍN ÖNUNDARDÓTTIR,
andaöist 31. mars i Borgarspítalanum.
Jaröarförin hefur farið fram aö ósk hinnar látnu.
Ólafur Halldórsson,
Victor Halldórsson,
Lilja Gunnlaugsdóttir.
Lokaö
Vegna útfarar BJÖRGVINS BENEDIKTSSONAR,
stjórnarformanns Prentsmiöjunnar Odda hf., veröur
fyrirtækiö lokaö eftir hádegi í dag, miövikudaginn 11.
apríl.
Prentsmiöjan Oddi hf.,
Höföabakka 7.
og röskir við prentstörf í ísa-
foldarprentsmiðju og var þar mik-
il keppni milli manna, bæði um
vöndun prentgripa og vinnuhraða.
Af þessu leiddi m.a., að sumir af
þessum prenturum þóttu skara
fram úr við störf sírt. Ýmsar bæk-
ur og aðrir prentgripir frá þessum
árum munu vitna um þetta, ef
grannt er skoðað.
Björgvin vann í ísafoldarprent-
smiðju þar til í október 1943, er
hann gerðist einn af stofnendum
og eigendum Prentsmiðjunnar
Odda hf. og því fyrirtæki helgaði
hann síðan krafta sína og vann
þar sem yfirprentari til dánar-
dags. Björgvin var vandvirkur og
vel hæfur prentari og var honum
einkar lagið að fást við litprentun.
Mun t.d. óhætt að fullyrða að eng-
inn einn prentari hafi litprentað
fleiri hlífðarkápur á bækur en
hann.
Eins og nærri má geta, tók
Björgvin þátt í og upplifði allan
þroska og þróun Prentsmiðjunnar
Odda frá því hún var lítið fyrir-
tæki með eina prentvél og eina
setningarvél ásamt pappírsskurð-
arhníf og til húsa í hluta af sal
Ásmundar Sveinssonar mynd-
höggvara á Freyjugötu og til þess
að vera stærsta prentsmiðja
landsins í dag. Sú saga verður þó
ekki rakin hér nánar, enda er nú
verið að skrá sögu prentsmiðjunn-
ar Odda frá upphafi.
Björgvin átti sæti í prófnefnd í
prentun á árunum 1945—1965 og
var síðan skipaður formaður próf-
nefndarinnar frá árinu 1969. Sýnir
þetta m.a. það álit, sem félagar
hans og samstarfsmenn höfðu á
hæfileikum hans.
Eins og fyrr er minnst á, var
Björgvin Benediktsson sannarlega
hógvær og prúður maður, sem leit-
aði fyrst og fremst hins góða í fari
meðbræðra sinna. Þessir eigin-
leikar sköpuðu honum vinsældir
og vináttu þeirra manna, sem
hann vann með og undir hans
stjórn voru settir. Mér er ekki
kunnugt um að nokkur maður hafi
borið kala til hans.
Eitt af hugðarefnum Björgvins
var ættfræði. Hann las ættfræði-
rit og bækur um ættfræði, kynnti
sér sannfræði slíkra rita og festi
sér margt í minni, svo unnt var að
spyrja hann um menn og málefni
og fá greið svör á stundinni.
Árið 1941 steig Björgvin það
gæfuspor að ganga að eiga eftirlif-
andi eiginkonu sína, Guðnýju S.
Sigurðardóttur hárgreiðslukonu.
Hún er dóttir Sigurðar Sigurðs-
sonar kaupmanns og konu hans,
Elísabetar Böðvarsdóttur. Hjóna-
band og samvistir Björgvins og
Guðnýjar einkenndust af ástríki
og skilningi. Þau eignuðust þrjá
syni, sem allir hafa stofnað sitt
eigið heimili. Þeir eru: Benedikt,
prentari í Odda, kvæntur Ernu
Gísladóttur, Sigurður, vélstjóri
við Búrfellsvirkjun, kvæntur
Jennýju Jóhannsdóttur, Björgvin
Rúnar, vélstjóri, kvæntur Krist-
jönu Jacobsen.
Þau hjónin Guðný og Björgvin
höfðu yndi af að ferðast, bæði inn-
anlands og eins fóru þau margar
ferðir til útlanda. Með þessu víkk-
uðu þau sjóndeildarhring sinn og
söfnuðu í sjóð minninganna
mörgu sem fyrir augu og eyru bar.
En þó voru þeim kærastar sam-
vistirnar við fjölskyldur sonanna,
ekki síst við sonabörnin, sem
veittu þeim margar ánægjustund-
ir.
Ég og kona mín tökum innileg-
an þátt í þeim söknuði og þeirri
sorg, sem slitið hefur þá strengi
sem tengdu þessa kæru vini okkar
saman í meira en 40 ár. Við send-
um Guðnýju, sonunum, tengda-
dætrunum og allri fjölskyldunni
hugheilar samúðarkveðjur með
orðum skáldsins séra Sigurjóns
Guðjónssonar:
„Hann er það ljós við öll þín spor
er eilífð boðar, líf og vor,
hann verndar þetta veika ker,
sem valt í senn og brothætt er.
Og náð hans nægir þér.
Og hví skal þá ei hjartans þökk
sig hefja yfir skýin dökk?
Þú veizt, að þína byrði ber
sá bróðir, sem þinn Drottinn er.
Og náð hans nægir þér.“
Ellert Ág. Magnússon
í dag fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík útför Björgvins Bene-
diktssonar yfirprentara og stjórn-
arformanns Prentsmiðjunnar
Odda hf. Það er erfitt að sætta sig
við þá tilhugsun að Björgvin sé nú
ekki væntanlegur á vinnustaðinn
lengur. Jafnvel þótt sjá mætti að
hverju stefndi kom andlátsfregnin
sem verulegt áfall. Vonin um
kraftaverkin er ef til vill barnaleg
en óneitanlega heldur maður í
hana í lengstu lög. Björgvin háði
langa og erfiða baráttu við sjúk-
dóm sinn. Aldrei heyrðist hann
kvarta eða æðrast jafnvel þegar
augljóst var hve afleit líðanin var.
Hann vildi ekki gera neitt úr sín-
um vandamálum. Önnur voru í
hans augum mikilvægari. Hann
bar ekki tilfinningar sínar á torg
yfirleitt. Hann vann sín verk af
kostgæfni og miklaðist ekki þótt
stundum hafi verið tilefni til.
Samstarf Björgvins og föður
míns, Baldurs heitins Eyþórsson-
ar, verður mér umhugsunarefni á
þessum tímamótum. Þetta sam-
starf nær jafnvel enn lengra aftur
en þau 40 ár, sem liðin eru síðan
þeir stofnuðu Prentsmiðjuna
Odda hf. Þeir lærðu iðn sína í ísa-
fold og stofnsettu eigið fyrirtæki
fljótlega. Byrjað var smátt en
byggt upp af dugnaði, framsýni og
samstöðu sem ég held að aldrei
hafi borið skugga á. Auðvitað blés
töluvert á móti og tímar voru erf-
iðir. Þeir voru alltaf sammála um
að vinna samtaka að vexti og
þróun fyrirtækisins. Sá minnis-
varði, sem Prentsmiðjan Oddi er í
dag, ber gleggst vitni um árangur-
inn.
Eftir fráfall föður míns kom það
í minn hlut að veita fyrirtækinu
forstöðu í samstarfi við Björgvin,
en hann gegndi stjórnarfor-
mennsku. Það samstarf varð allt
of stutt. Hann var alltaf jákvæður
og alltaf samtaka, ýtti undir
okkur og sýndi fyllsta traust sem
var okkur ómetanlegt.
Björgvin var hógvær maður og
hlédrægur, en hrókur alls fagnað-
ar meðal kunningja. Menn hrifust
af kímnigáfu hans. Snyrtimennsk-
una bar hann með sér. Eiginleikar
og lagni hans í prentverkinu gerðu
hann að virtum og færum prent-
ara. Það var því eðlilegt að hann
væri fenginn sem prófdómari í
iðngreininni. Mörgum af við-
skiptamönnum Odda var kunnugt
um þau góðu tök, sem hann hafði á
prentun og leituðu til hans með
erfiðari prentverkefni. Hann hef-
ur greinilega ekki brugðist þeim.
Það sýnir sú tryggð, sem margir
af elstu viðskiptamönnum hafa
haldið við fyrirtækið.
Það var ekki auðvelt að ná góð-
um árangri í þá tíð með þeim
tækjabúnaði sem prentað var með.
En árangur undir stjórn Björgvins
hefur verið undraverður. Mér er
minnisstæð Ferðabók Sveins
Pálssonar, sem tekin var til
endurprentunar á siðasta ári.
Fyrirmyndin var útgáfa, sem
prentuð hafði verið í Odda árið
1945. Prentunin frá 1945 reyndist
vera svo vel unnin, að lengra næð-
ist varla í dag. Með tækjabúnaði
þess tíma hefur það verið mun erf-
iðara að ná góðum árangri. Prent-
arinn varð að hafa fullkomið vald
á tækjunum og vera góður fag-
maður. Þá töluðu menn gjarnan
um „prentlist“. Björgvin hefur
greinilega verið einn þessara fag-
manna.
Það er vafalaust ekki í anda
Björgvins að vera með lof og orð-
skrúð á kveðjustundu. Hann var
lítið gefinn fyrir að vera í sviðs-
ljósinu. Verk hógværra manna
sem Björgvins mega þó ekki
gleymast þótt meira beri á hinum.
Eiginkona Björgvins er Guðný
Sigurðardóttir. Hennar er söknuð-
urinn vafalaust mestur. Þau voru
greinilega einstaklega samrýnd
hjón og hefur hún alltaf verið hon-
um mikil stoð. Ekki síst hin seinni
ár eftir að heilsan fór að gefa sig.
Sú umhyggja, sem Guðný sýndi
manni sínum, var einstök. Ekki
leikur vafi á að það hefur styrkt
hann og hjálpað ómetanlega.
Við hjónin sendum Guðnýju og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í sorg þeirra.
Megi Guð geyma og heiðra
minningu um mætan mann.
Þorgeir Baldursson
Minning:
Hafliði Guðmunds-
son Akureyri
í dag, 11. apríl 1984, fer fram frá
Akureyrarkirkju útför Hafliða
Guðmundssonar. Hafliði var föð-
urbróðir minn og mikill vinur for-
eldra minna. Hann var fæddur 9.
september 1906 að Hrauni í Öxna-
dal, en fluttist ungur til Akureyr-
ar. Foreldrar hans voru hjónin
Stefanía Tryggvadóttir og Guð-
mundur Hafliðason og var Hafliði
þriðja barn þeirra, eldri voru syst-
urnar Sigurlína og Kristjana, sem
báðar eru látnar, en eftir lifa Sig-
ríður, Tryggvi og Jóhann, sem öll
búa á Akureyri. Hafliði var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var Að-
albjörg Jónasdóttir, en hún lést
1932. Seinni kona hans var Hall-
fríður Sigurðardóttir, en hún lést
1979 og var það Hafliða mikill
missir. Hallfríður átti tvö börn frá
fyrra hjónabandi og átti dóttir
hennar, Rósa Thorarensen, lengst
af heimili hjá þeim með son sinn
Sævar Gunnarsson og var Hafliði
honum eins og faðir. Hafliði eign-
aðist einn son, Þórhall, sem býr á
Akureyri.
Hafliði var hressilegur maður í
allri framgöngu og í kringum
hann var aldrei nein lognmolla.
Hann kom víða við í bæjarlífi Ak-
ureyringa og var meðal annars um
tíma formaður Verslunarmanna-
félags Akureyrar, formaður
Golfklúbbs Akureyrar og formað-
ur Sjálfsbjargar á Akureyri, en
honum var ávallt mjög umhugað
um þann félagsskap og starfaði
fyrir hann meðan kraftar entust.
Hann vann allan sinn starfsaldur
í Ullarverksmiðjunni Gefjun,
fyrst við vefnað og síðan á skrif-
stofu þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Það væri hægt að skrifa margt
og mikið um frænda minn Hafliða
Guðmundsson, svo stórbrotinn
maður var hann og við svo margt
fékkst hann, en ég ætlaði aðeins
að kveðja hann og þakka honum
fyrir það sem hann var mér, for-
eldrum mínum og systrum.
Ég sendi ættingjum hans inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hans.
Hulda Jóhannsdóttir