Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 38

Morgunblaðið - 11.04.1984, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. Af*RlL 1984 Systir okkar, HREFNA ÁRNADÓTTIR, Hverfisgötu 38, Hafnarfiröi, er látln. Ingibjörg Árnadóttir, Guðmundur Árnaaon. t Dóttir mín og systir, SVANHILDUR B. FRIÐRIK SDÓTTIR, Skúlagötu 68. er lést í Heilsuverndarstööinni, þann 2. apríl sl., veröur jarösungln trá nýju kapellunni, Fossvogl, flmmtudaginn 12. apríl kl. 13.30. Friörik Guðmundsaon, örn Friöriksson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, HULDA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarnesvegi 13, Reykjavfk, sem lést þann 5. apríl, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstu daglnn 13. apríl kl. 13.30. Guömundur H. Jóhannsson, Magnea Jónsdóttir, Hulda Hanna Jóhannsdóttir, Tómas Kristinsson, Hannes E. Jóhannsson, Björg Jónmundsdóttir og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, LILJU GUÐBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, Álfhólsvegi 129, Kópavogi, fer fram frá Fríkirkjunnl í dag miövikudaginn 11. apríl kl. 15.00. Jóhannes Borgfjöró Birgisson, Kristján Siguröur Birgisson, Arnþrúöur Stefánsdóttir, Lilja, Stella og Arna Valdís Kristjánsdætur. t Bróöir okkar, HJÖRTUR ÞORVARÐSSON, fyrrv. verslunarmaóur, Vík í Mýrdal, veröur jarösunglnn frá Vikurklrkju laugardaginn 14. apríl kl. 2.00. Jón Þorvarösson, Kristján Þorvarösson, Svanhildur Þorvaröardóttir. t Elginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR ODDLEIFSDÓTTIR, Fellsmúla 5, veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 15.00. Jón Jónsson, Guöni Jónsson, Þórunn Haraldsdóttir, Rútur Jónsson, Sólveig Theodórsdóttir, Heiöa Jónsdóttir, Þorgeir Bergsson og barnabörn. t Móðir min, tengdamóöir og amma, ÞÓRA BORG EINARSSON, leikkona, veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóö frú Stefaníu Guömundsdóttur, leikkonu. Framlögum er veltt móttaka hjá Jóhannesi Noröfjörö, Hverfisgötu 49. Gunnar Borg, Alda Magnúsdóttir og synir. Margrét Þorkels- dóttir — Minning Fædd 23. nóvember 1898 Dáin 2. aprfl 1984 í dag er til moldar borinn einn af hinum gömlu góðu vestur- bæingum, Margrét Þorkelsdóttir frá Akri við Bræðraborgarstig. Hún var fædd og uppalin á Akri, dóttir hjónanna Steinunnar Guð- brandsdóttur og Þorkels Helga- sonar, sem þar bjuggu. í foreldrahúsum fékk hún hollt og gott uppeldi. Hún kynntist snemma starfi KFUK og hafði það ásamt uppeldinu i heimahúsum mótandi áhrif á hana alla ævi. Hún var gift Páli Sgurðssyni prentara, sem var frá æsku starf- andi meðlimur í 'KFUM. Þau stofnuðu heimili sitt að Akri og bjuggu þar alla sína hjúskapartíð, en Páll andaðist haustið 1971. Heimili þeirra var hið mesta myndarheimili. Þó átti Margrét mestan hluta ævi sinnar við van- heilsu að stríða. Hún veiktist af spænsku veikinni 1918 og bjó að því lengi fram eftir aldri. Margir vinir hennar vissu að eftir þau langvinnu veikindi fékk hún bata fyrir fyrirbæn. Eftir það hafði hún þolanlega heilsu, þó ekki væri sterkbyggð, uns ellisjúkdómar fengu yfirhöndina fyrir nokkrum árum. Hún andaðist 2. apríl sl. eft- ir þungbær veikindi, 85 ára að aldri. Margrét átti mikið trúartraust. Hún elskaði Guðs orð og frelsara sinn. Hún hafði oft reynt það á langri ævi, að þar er öruggt at- hvarf og kraft að fá. Þau hjón voru samhent í því að vitna um mátt Guðs orðs. Heimili þeirra var líka oft samfélagsstaður þeirra, sem elskuðu guðs orð og leituðu uppbyggingar í lestri þess. Ég minnist þess hve oft ég tók þátt i biblíulestri á heimili þeirra á unglingsárum mínum og naut mikillar blessunar af. Þá bibl- íulestra leiddi Bjarni Eyjólfsson, ritstjóri. Þau hjónin fylgdust af áhuga og kærleika með starfi okkar ungu mannanna i KFUM á þeim árum og vissum við ávallt að á Akri áttum við trúfasta fyrir- biðjendur. Margrét stóð sjálf fyrir biblíuiestra- og bænaflokki fyrir konur svo lengi sem kraftar ent- ust. Við, sem nutum blessunar frá heimiiinu á Akri, blessum minn- ingu þeirra hjóna Páls og Mar- grétar og þökkum Guði fyrir trú- festi þeirra og vitnisburð á langri ævi. Við vottum börnum þeirra og öðrum ástvinum samúð okkar og biðjum þeim blessunar Guðs. Ástráður Sigursteindórsson Þegar við nú kveðjum kæra fé- lagskonu í KFUK koma margar minningar fram í .hugann. Ég stend á tröppunum og kný dyra á Bræðraborgarstíg 25, þar sem Margrét Þorkelsdóttir lengst ævi sinnar átti heima. Það var komið nálægt jólum og kalt í lofti, en þegar dyrnar opnast streymir ylur á móti mér og fyrr en varir sit ég yfir kaffi með mæðgunum, Mar- gréti og Distu. Hjartahlýja Mar- grétar umvcfur gestinn og mér finnst ég vera komin í helgidóm, því gleði geislar af andliti hennar og trúartraustið brýst fram í lof- gjörð og vitnisburð um frelsarann Jesúm Krist, sem hún hefur gjört að athvarfi sínu. Margrét giftist 18. desember 1920 Páli Sigurðssyni, prentara, sem lést fyrir 13 árum. Þau eign- uðust 5 börn. Á heimilinu var Orð Guðs mikið haft um hönd og börn- in uppfrædd í kristinni trú. Við móðurkné lærðu þau að fara með bænir og sálmavers. Þannig gaf hún þeim hið besta vegarnesti sem hún vissi. Heimili Margrétar og Páls varð einnig samastaður trú- aðra vina, þar sem biblíulestur og bænasamfélag var iðkað af hjart- ans list, til ómældrar blessunar fyrir marga. í KFUM og K áttu þessi hjón sitt annað heimili og ekkert var eftir talið, sem gagna mátti Guðs ríki. Lífsbaráttan var tiðum erfið og húsmóðirin átti við vanheilsu að stríða allt síðan hún ung kona veiktist af spönsku veikinni. En hún fékk að reyna mátt frelsara síns til að reisa við sjúkan og halda honum uppi langa ævi. I blíðu og stríðu lofaði hún Drottin, bæði hátt og í hljóði, fyrir líkn hans og náð, og allt til hinstu stundar bar hún fram blessun þeim til handa, sem hjá henni voru. Lofgjörð og þakklæti voru ríkir þættir í eðli hennar. í rúm 15 ár sat Margrét í stjórn KFUK og vann félagi sfnu allt það sem hún frekast mátti. Henni var mikið gefið af Guðs náð og fús miðlaði hún öðrum. Þær sem nutu leiðsagnar hennar minnast henn- ar þakklátum huga. Á það við jafnt í KFUK sem og í Kristni- boðsfélagi kvenna, þar sem hún átti fastan sess sem biblíufræðari um langt skeið. Trúfesti hennar við kristniboðið var einstök og seint fáum við kristniboðar, sem notið höfum fyrirbæna hennar, þakkað sem skyldi. Það var dýr- mæt reynsla hvert sinn að koma til hennar og finna umhyggjuna fyrir okkur persónulega og kær- leika hennar til málefnisins. Þar fór sannur kristniboðsvinur. Vil ég með þessum línum einnig flytja þakkir Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík fyrir þátttöku Margrét- ar þar. Meðan ég færi þessi orð á blað berast mér boð um að ein besta vinkona Margrétar sé látin. Þær áttu lengi samleið í KFUK og Kristniboðsfélagi kvenna, Mar- grét og Unnur Erlendsdóttir. í áraraðir hittust þessar tvær kon- ur ásamt fáeinum öðrum á hverj- um mánudegi, til þess að biðja fyrir málefnum Drottins og leggja fram fyrir hann kristilegu félögin, sem áttu hug þeirra allan. Sálmur 23 var Margréti einkar hjartfólginn og lýsir sá sálmur vel trúartrausti hennar. „Á grænum grundum" gekk hún glöð með hirðinum góða, „um dimma dali“ var hann líka við hlið hennar, — og nú hefur hann að lyktum leitt hana síðasta spölinn til „húss síns", þar sem hún fær að búa um eilífð hjá honum. Margrét þakkaði oft fyrir KFUK og síðustu orð hennar vörð- uðu kveðju inn á aðalfund félags- ins þriðjudaginn 27. mars sl. Það var sterkur vitnisburður. Mæt félagskona er kvödd. Við þökkum Guði fyrir Margréti Þor- kelsdóttur og biðjum Guð að styrkja og blessa alla ástvini hennar. F.h. KFUK í Reykjavík, Katrín Þ. Guðlaugsdóttir. Þegar ég sest niður til að skrifa orð um ömmu fallast mér hendur. Það er svo margt að segja. En þó + Hjartans þakkir tll allra er sýndu okkur sannúö og vlnáttu vlö andlát og úttör mannsins míns, tööur okkar, tengdatööur og afa, MATTHÍASAR GUOJÓNSSONAR. Guö blessi ykkur öll. Lilja Axelsdóttir og fjölskylda. þegar maður vill segja sem mest er eins og hugurinn svíki. Orðin sem nota á verða svo fátækleg. En um ömmu duga engin fátækleg orð. Að undanskildum þrem síðustu árum ævi sinnar átti amma heima á Bræðraborgarstíg 25. Við barna- börnin kölluðum hana þess vegna „ömmu á Bræðró“. 1 hugum okkar ber hún því þetta nafn þó aðrir þekki hana sem Margréti Þorkels- dóttur frá Akri. Hjá ömmu á Bræðró vorum við frændsystkinin alltaf velkomin og þangað var gaman að koma. Alltaf tók amma brosandi á móti okkur og orðin „þakka ykkur hjartanlega fyrir komuna, mikið ósköp var gaman að sjá ykkur," fengum við að heyra í hvert skipti er við kvöddum, alveg þar til hún — síð- ustu daga sína — var orðin of máttfarin til að mæla. Hafi amma einhvern tíma orðið þreytt á leikjum og ærslum okkar barnabarnanna fundum við það aldrei. Amma skildi okkur börnin. Við mölluðum í svefnherberginu, dulbjuggum okkur í fötunum hennar og afa, bjuggum okkur skip úr borðstofustólunum og hjónarúminu, þreyttum hand- boltakeppni á ganginum, breytt- um baðherberginu í fiskbúð og notuðum hjónarúmið sem lend- ingarstað i stökkkeppni ofan af fataskápnum. — Allt með sam- þykki ömmu. Og hún amma tók einnig oft þátt i leikjum okkar. Mér eru sérstaklega minnisstæðar gönguferðir okkar saman og heim- sóknir á róluvelli nágrennisins. Þá var mikið spjallað. Minninu hennar ömmu hrakaði síðustu ár ævi hennar en góða skapið hennar ömmu og þakklæti fyrir allt sem fyrir hana var gert breyttist ekki. Áldrei man ég eftir einu styggðaryrði af vörum henn- ar eða kvörtunum, þrátt fyrir lé- lega heilsu og vanlíðan. 1 síðasta skiptið sem ég heimsótti hana — þá lagsta í sjúkrarúm — strauk pabbi minn henni um ennið og spurði hvernig hún hefði það. Hún var þvöl og máttfarin, hætt að koma niður matarbita og mælti varla orð frá vörum. Við þessari spurningu tókst henni þó að bæra varimar og svara með erfiðismun- um — „bara ágætt". Það var eitt enn sem aldrei breyttist hjá ömmu á Bræðró, fyrir utan gott skap og þakklæti, það sem skipti hana mestu máli í lífinu, — trúin á Jesúm Krist. Allt fram á síðustu stundu bað hún til hans, vitnaði um hann með orðum sínum og ekki síst — með breytni sinni. Með því að vera sú sem hún var bar hún Jesú öflugt vitni. Sá vitnisburður mun ekki gleymast, hvorki mér né öðrum sem áttu því láni að fagna að kynnast henni. Við barnabörnin þökkum Guði fyrir að við fengum að eiga hana ömmu okkar á Bræðró. Magga Stína í dag fer fram útför tengdamóð- ur minnar, Margrétar Þorkels- dóttur frá Ákri, en hún lést 2. apr- íl í öldrunardeild Landspítalans, eftir langvarandi heilsuleysi, átta- tíu og fimm ára að aldri. Margrét fæddist 23. nóvember 1898 að Akri við Bræðraborgarstíg og ólst þar upp ásamt þrem syst- kinum sínum og einni fóstursyst- ur. Eru tvö systkini hennar á lífi, ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.