Morgunblaðið - 11.04.1984, Síða 42

Morgunblaðið - 11.04.1984, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Fréttir af fertugum poppurum og fleira VISSIR ÞU, AD . . . 2. APRIL ★ ... aö þennan dag voru 46 ár liöin frá því Marvin Gaye fæddist? Ekki sakar að geta þess, aö hann varö ekki eldri. Faöir hans skaut hann á afmælisdaginn eins og kunnugt er af fréttum. ★ ... aö Leon Russell, sem vakti á sér heilmikla athygli um og eftir 1970, átti 43 ára afmæli þennan dag? ★ . .. aö 13 ár voru liðin frá því breiðskífa David Bowie, The Man Who Sold The Earth, kom út, viö litla eftirtekt? ★ ... aö þennan dag voru 7 ár liöin frá því Wilko Johnson sagði skiliö viö Dr. Feelgood og tróö sólóframabrautina? ★ ... aö rétt ár var liðið frá því plata Pink Floyd; The Final Cut, rauk beint í efsta sæti breska breiöskífulistans? 3. apríl ★ . . . aö átta ár voru liöin frá því Bretar báru sigur úr býtum í Euro- vision-söngvakeppninni illræmdu meö framlagi Brotherhood Of Man, Save Your Kisses For Me? ★ . .. aö fimm ár voru liðin frá því Kate Bush efndi til sinna fyrstu opinberu tónleika? Þeir voru haldnir í Empire-höllinni í Liver- pool. 4. apríl ★ ... að blúsarinn heimskunni, Muddy Waters, fæddist þennan dag fyrir 69 árum? Hann lést fyrir rúmu ári. ★ ... aö Dave Hill (þessi litli á háu hælunum meö hattinn) i Slade átti 32 ára afmæli þennan dag? ★ ... aö þrjú ár voru liðin frá því Bretar unnu Eurovision-sönglaga- keppnina fjóröa sinni meö laginu Making Your Mind Up, sem Bucks Fizz fluttu? 5. apríl ★ . . . aö Eric Burdon í Animals átti 43 ára afmæli þennan dag? ★. .. aö Allan Clarke úr Hollies átti 42 ára afmæli þennan sama dag? ★ ... aö enn eitt afmælisbarnið var Agneta Fáltskog, fyrrum Abba-dís? Hún varö þó ekki nema 34 ára. ★ ... aö 16 ár voru liðin frá því Syd Barrett skildi endanlega viö Pink Floyd? ★ ... aö þrjú ár voru liðin frá dauða Bob Hite, söngvara Canned Heat? Hite var akfeitur og dó aö endingu af völdum hjartaáfalls. 6. apríl ★ ... aö Michelle Gilliam, fyrrum í The Mamas And The Papas en nú þekkt leikkona meö eftirnafniö Phillips, átti fertugsafmæli þennan dag? ★ ... aö 16 ár voru liðin frá því Cliff Richards hafnaði í ööru sæti í Eurovison-keppninni (kemur hún rétt eina ferðina) með lag sitt Congratulations? ★ ... aö 11 ár voru liöin frá þvi Queen gerði plötusamning viö EMI? ★ ... aö rétt tvö ár voru frá því Cozy Powell skildi viö Michael Schenker Group? 7. apríl ★ . .. aö blússöngkonan frábæra Billy Holiday (Elanore Fagin) fædd- ist þennan dag fyrir 69 árum? ★ ... aö Janis lan átti 33 ára af- mæli þennan dag? ★ ... aö 15 ár voru liöin frá þvi John Lennon gaf út lagiö Give Peace A Chance í nafni Plastic Ono Band? Lagiö var tekiö upp í hótelherbergi í Toronto í Kanada meö aðstoð tuga manna. Hæfileikakeppni haldin í Tónabæ Tónabær gengst fyrir hæfi- leikakeppni föstudaginn 27. apríl undir yfirskriftinni „Hæfileikahá- tíö ’84“. Keppni þessi er ætluó unglingum fæddum á árunum 1967 til 1970 og geta jafnt ein- staklingar sem hópar tekið þátt í henni. í fréttatilkynningu frá Tónabæ segir, að hæfileikahátíöin sé ekki keppni í eiginlegum skilningi þótt veitt veröi verölaun fyrir bestu frammistöðuna. Meginmarkmiöið sé aö gefa unglingum í Reykjavík og nágrenni kost á aö koma hæfi- leikum sínum á framfæri. Á milli atriða á hæfileikahátíö- inni munu ýmsir landsfrægir skemmtikraftar koma fram. Dóm- nefnd veröur skipuö þremur ungl- ingum og tveimur fulltrúum fjöl- miöla. Allar frekari upplýsingar er að fá í Tónabæ í síma 35935 og þar fer einnig fram skráning vænt- anlegra þátttakenda. Þrenn verð- laun veröa veitt fyrir bestu atriöin. Danny Pollock meó Bubba til USA. Síbreytilegir fylginautar Bubba til Ameríku: Nú er það Danny Pollock, hver næst Það er víst að bera í bakkafull- an lækinn að ætla að tilkynna les- endum Járnsíðunnar svo og landslýð öllum, að Bubbi Morth- ens sé á leið til Bandaríkjanna til þess að „meika'ða" eins og svo oft er sagt á lélegri íslensku. Bubbi er á förum innan skamms og óska honum víst allir velfarn- aðar. í viötali viö Þjóöviljann um sl. helgi vöktu ummæli hans óskipta athygli umsjónarmanns Járnsíö- unnar. Þar lýsir Bubbi því nefnilega yfir, að hann hyggist halda út meö Danny Pollock og ætli þeir aö stofna hljómsveit meö nafninu Das Kapital. Skjótt skipast veður í lofti svo ekki sé meira sagt og kallar Bubbi þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Þetta eru splunkuný tíöindi fyrir menn því ekki var annaö vitað en Bubbi hygöist taka þá Rúnar Erl- ingsson, Bergþór Morthens (bróð- ur sinn) og Pétur Hjaltested meö sér yfir sæinn. Á hvaöa grunni samvinna þeirra Bubba og Danny veröur er ekki gott aö segja en ólíkt er hann lakara veganesti en hinir þrír. Járnsíöan tekur undir árnaðar- óskir annarra úl handa Bubba en eins og þar segir: „There is some- thing rotten in the state of Den- mark.“ Afsökunarbeiðni til bárujárnsrokkaranna Forráðamenn hins nýstofn- aöa bárujárnsklúbbs hafa kom- ið að máli við umsjónarmann Járnsíðunnar og beöiö hann að koma á framfæri afsökunar- beiðní til allra þeirra meölima klúbbsins, sem komu í Safari sl. laugardag en urðu frá að hverfa sökum þess aö fyrirhuguöum fundi haföi veriö frestað. Ein- hvers staöar í kerfinu brást hlekkur og því fór sem fór. Þeir upplýstu hins vegar, að næsti fundur yrði haldinn kl. 16 á laugardag, 14. apríl, og þá í Saf- ari. Undirstrikuðu jafnframt, aö honum yröi ekki frestaö. Þar mun ýmislegt verða á prjónunum og formleg stjórn m.a. veröa kjörin. Fyrsta fréttabréfiö fór af stað til meðlima á mánudags- morgun og ætti því að hafa bor- ist öllum fyrir næsta fund. í því er nánar skýrt frá starfseminni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.