Morgunblaðið - 11.04.1984, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
Aðalfundur Samvmnubankans:
70,5% aukning
innlána árið 1983
100% aukning hlutafjár med útgáfu jöfnunarhlutabréfa
Kristleifur Jónsson bankastjóri heldur rieóu sína á aðalfundinum.
AÐALFIINDUR Samvinnubankans
fyrir starfsárið 198.1 var haldinn að
llótel Sogu laugardaginn 24. mars sl.
Fundarstjóri var kjörinn Hörður
Zóphaníasson, skólastjóri, en fundar-
ritari Margeir Daníclsson, hagfræð-
ingur.
Formaður bankaráðs, Erlendur
Einarsson, forstjóri, flutti að venju
mjög ítarlega skýrslu um starfsemi
bankans á sl. ári auk þess sem hann
rakti þróun efnahags- og pen-
ingamála á árinu 1983.
Kom þar meðal annars fram, að
áframhald hefði orðið á þeim sam-
drætti í þjóðarbúskapnum, sem
hófst á árinu 1982 og ætti einkum
rætur að rekja til minnkandi fram-
leiðslu sjávarafurða. Með sama
áframhaldi stefndi i ennþá meiri
samdrátt en á erfiðleikatímabilinu
1967/1968 og hefði mönnum þá þótt
nóg um. Allar aðstæður væru nú
mun erfiðari en árin þar á eftir.
Hins vegar taldi hann, að efna-
hagsaðgerðirnar á sl. ári hefðu skil-
að skjótum árangri í baráttunni við
verðbólguna og stuðlað að meiri
stöðugleika í allri efnahagsstarf-
semi.
Tekjusamdrátturinn á liðnu ári
hefði óumflýjanlega komið þungt
niður á láglaunafólkinu. Því hefði
að undanförnu verið unnið að iausn
þeirra mála, þótt alltaf mætti betur
gera.
Erlendur kvað það trú sína og
von, að hægt væri að tryggja hinum
verr settu þjóðfélagsþegnum viðun-
andi kjör ef allir samningsaðilar í
þjóðfélaginu leggðust á eitt þar um.
Hvað stöðu atvinnuveganna varð-
aði virtist einsýnt, að undirstöðu-
atvinnuvegirnir, sjávarútvegur og
landbúnaður, ættu erfiða tíma
framundan, en starfsskilyrði iðnað-
ar hefðu aftur á móti snúist til betri
vegar. Ljóst væri hinsvegar, að næg
atvinna og batnandi lífskjör hér á
landi yrðu ekki tryggð á komandi
tímum nema með aukinni iðnvæð-
ingu og framleiðslu. Til þess að svo
mætti verða þyrfti að skapa iðnað-
inum betri starfsskilyrði en áður.
Þróun peningamála kvað formað-
ur hafa mótast af áframhaldandi
rýrnun lausafjárstöðu innláns-
stofnana og miklum greiðsluhalla
ríkissjóðs. Miðað við þann tekju-
samdrátt, sem orðið hefði í þjóðfé-
laginu mætti þróun inn- og útlána
samt teljast viðunandi.
Þá taldi hann, að vaxtalækkan-
irnar á sl. ári hefðu tvímælalaust
bætt greiðslustöðu atvinnuvega og
einstaklinga. Nú væri í fyrsta sinn
um árabil hægt að tala um jákvæða
raunvexti, og hlyti slík þróun þegar
frammí sækti að efla sparnað og
stuðla að auknu jafnvægi á láns-
fjármarkaði.
Þessu næst vék formaður að
starfsemi Samvinnubankans.
Miðað við allar aðstæður hefði
rekstur bankans á árinu 1983 geng-
ið vel, þótt ýmsar ytri aðstæður
hefðu haft neikvæð áhrif á þróun
innlána. Staðreyndin væri sú, að
bankinn stæði á krossgötum og
miklir umbrotatímar væru fram-
undan. Þjónustusvið bankans hefði
aukist og í garð væri að ganga alls-
herjar tæknivæðing á sviði tölvu-
mála.
Heildarvelta
Fjármagnsstreymið gegnum
bankann eða heildarveltan nam á
árinu 29,1 milljarði kr. og jókst um
73,3%. Færslu- og afgreiðslufjöldi
var 3,1 milljón og hafði vaxið um
7,6%. Viðskiptareikningar voru í
árslok orðnir 74.199 og fjölgaði um
3.972.
Starfsmenn við bankastörf voru
183 í árslok, þar af 29 í hlutastarfi.
Útibú
Bankinn opnaði á árinu sitt 18.
útibú að Höfðabakka 9 í Reykjavík
og er það þriðja útibú hans í höfuð-
staðnum.
Áfram var haldið byggingar-
framkvæmdum við nýja bankahús-
ið í Vík í Mýrdal og hafa þær gengið
samkvæmt áætlun. Fyrirhugað er
að taka hið nýja húsnæði í notkun
síðari hluta þessa árs.
Að síðustu fór fram lokafrágang-
ur hins nýja bankahúsnæðis á
Akranesi, sem tekið var í notkun í
byrjun febrúar á liðnu ári.
Ný þjónustusvið
Hinn 15. apríl sl. gerðist Sam-
vinnubankinn stofnaðili að VISA
Islandi, sem er sameignarfyrirtæki
5 banka og 13 sparisjóða. Tilgangur
félagsins er að annast útgáfu og af-
greiðslu YISA-greiðslukorta til
notkunar innanlands og utan í
nafni aðildarbanka og sparisjóða og
á ábyrgð þeirra.
Óhætt er að fullyrða, að nú hafi
opnast nýr vettvangur fyrir
greiðslumiðlun hér á landi. Undir-
tektir almennings og fyrirtækja
hafa undantekningarlaust verið
mjög jákvæðar. Gefa þær vísbend-
ingu um hvers vænta megi í þeim
efnum, þegar tölvuvæðingin innan
bankakerfisins og fyrirtækja kemst
á það stig, sem víða þekkist erlend-
is.
Merkum áfanga á leið til bættrar
þjónustu var einnig náð í desember
sl. er Samvinnubankinn tók upp
gjaldeyrisviðskipti í samræmi við
breyttar gjaldeyrisreglur. Nokkuð
vantar þó á, að full gjaldeyrisrétt-
indi hafi náðst. Líta verður svo á, að
þetta sé fyrsta skrefið í þá átt.
Skýrsla bankastjóra
Kristleifur Jónsson gerði fyrst
grein fyrir þeim samningi sem
gerður hefði verið milli Reiknistofu
bankanna og fyrirtækisins Einar J.
Skúlason hf. um tækjakaup bank-
anna vegna „beinlínutengingar"
bankaafgreiðslna á Reykjavfkur-
svæðinu. Hin háþróaða tölvuteng-
ing hefði mikla hagræðingu i för
með sér jafnt fyrir viðskiptavini
sem starfsfólk. Nokkurn tíma tæki
að þjálfa starfsfólk í þessum nýju
starfsháttum auk þess sem annar
undirbúningur væri tímafrekur.
Búast mætti við að „beintengingin"
færi fram á bilinu mars—október
1985.
Bankastjóri gerði síðan að um-
talsefni þær reglur sem giltu um
bindiskyldu innlána í Seðlabankan-
um og þær breytingar sem þar
kynnu að verða á m.a. með aukinni
þátttöku viðskiptabankanna í af-
urðalánakerfinu. Næði það fram að
ganga kynni innlánsbindingin að
verða aftur virkt hagstjórnartæki
til jöfnunar á sveiflum á peninga-
markaðinum.
Bankastjóri lagði síðan fram
endurskoðaða reikninga bankans og
Stofnlánadeildar og skýrði einstaka
þætti þeirra.
Innlán
Heildarinnlán í Samvinnubank-
anum námu 1.319,6 millj. kr. í árs-
lok 1983 og höfðu aukist um 70,5%,
samanborið við 55,9% árið áður.
Innlán i árslok skiptust þannig,
að spariinnlán námu 1.141,8 millj.
kr. eða 86,5% af heildarinnistæðum
og höfðu hækkað á árinu um 72,6%.
Veltiinnlán eða innistæður á tékka-
reikningum reyndust 177,8 millj. kr.
og jukust um 58,1%.
Útlán
Heildarútlán bankans í árslok
1983 voru 1.058,6 millj. kr. og höfðu
þau hækkað um 448,6 millj. kr. eða
73,5%. Samsvarandi aukning árið
áður var 59,1%.
Skipting útlána eftir útlánaform-
um var sem hér segir í árslok 1983:
Víxillán 4,6%, yfirdráttarlán 6,1%,
alm. verðbréfalán 11,8%, vísitölu-
bundin lán 53,1%, afurðalán 23,4%
og önnur útlán 1,0%.
Stofnlánadeild
Samvinnufélaga
Á árinu 1983, sem var 12. starfsár
deildarinnar, úthlutaði hún 11 lán-
um að upphæð 39,5 millj. kr. sam-
anborið við 13 lánveitingar að upp-
hæð 33,6 millj. kr. árið á undan.
Tekjuafgangur varð 2,3 millj. kr. og
eigið fé þar með orðið 12,1 millj. kr.
Staðan gagnvart
Seðlabanka
í árslok 1983 var innistæða bank-
ans á viðskiptareikningi í Seðla-
banka 5,0 millj. kr., en á móti skuld-
aði bankinn skammtímavíxil að
upphæö 60,0 millj. kr. Lausafjár-
staðan hafði þar með versnað um
34,9 millj. kr. á árinu 1983.
Inneign á bundnum reikningi
vegna bindiskyldu var í árslok orðin
369,2 millj. kr. og hafði hækkað um
73,2% frá fyrra ári.
Afurðalán og önnur lán endur-
seld bankanum námu í árslok 188,7
millj. kr.
Rekstur og hagur
bankans
Tekjuafgangur til ráðstöfunar að
meðtöldum hagnaöi Stofnlánadeild-
ar var 10,5 millj. kr. samanborið við
7.1 millj. kr. árið 1982.1 þessu sam-
bandi ber að taka tillit til nýrra
uppgjörsreglna, sem hafa í för með
sér breytta viðmiðun milli ára.
Hlutafé var í árslok orðið 28,1
millj. kr. eftir að gefin höfðu verið
út jöfnunarhlutabréf að upphæð
14.1 millj. kr. sem jafngilti nær
100% aukningu hlutafjár.
Vo«an, 4. Mril.
SAMBAND sveitarfélaga á Suður-
nesjum hefur nýlega samþykkt til-
lögu hreppsnefndar Hafnarhrepps
að skipa þriggja manna nefnd til
að kanna hvort ástæða sé fyrir
stjórn sambandsins að beita sér
fyrir stofnun fyrirtækisins á Suð-
Varasjóðir og annað eigið fé nam
í árslok 112,2 millj. kr. og hækkaði
um 158,5% að stærstum hluta
vegna endurmats á fastafjármun-
um. Samtals nam eigið fé Sam-
vinnubankans og Stofnlánadeildar í
árslok 140,3 millj. kr. og hafði auk-
ist um 82,9 millj. kr.
Aðalfundurinn samþykkti að
greiða 5% arð á allt innborgað
hlutafé og jöfnunarhlutabréf.
Útgáfa jöfnunar-
hlutabréfa
Samþykkt var tillaga frá banka-
ráði þess efnis, að gefin verði út á
árinu 1984 jöfnunarhlutabréf að
upphæð 28,1 millj. kr., sem jafn-
gildir 100% aukningu á hlutafjár-
eign hluthafa.
Nýtt hlutafjárútboð
Aðalfundurinn samþykkti jafn-
framt heimild til bankaráðs að
auka hlutafé bankans um allt að
60,0 millj. kr. Hluthafar skulu hafa
forkaupsrétt til þessa hlutafjár-
auka til 31.12.1984.
Stjórnarkjör
Endurkjörnir voru í bankaráð
þeir Erlendur Einarsson, forstjóri,
Hjörtur Hjartar, framkv.stj. og
Vilhjálmur Jónsson, framkv.stj. Til
vara voru kjörnir Haiigrímur Sig-
urðsson, framkv.stj., Hjalti Páls-
son, framkv.stj. og Ingólfur ólafs-
son, kfstj. Endurskoðendur voru
kjörnir þeir Geir Geirsson, lögg.
endurskoðandi og Magnús Krist-
jánsson, fyrrv.kfstj., en Ásgeir G.
Jóhannesson, forstjóri, er skipaður
af ráðherra.
urnesjum til laxeldis og ef til vill
fleiri fiskitegunda í stórum stíl á
Reykjanesi.
Nefndina skipa: Þórarinn St.
Sigurðsson, Höfnum, Eðvarð Júlf-
usson, Grindavík, og Sæmundur
Þórðarson, Vatnsleysuströnd.
E.G.
Frá aðalfundi Samvinnubankans.
(FrétUitilkynning frá Samvinnubankanum.)
Samband sveitarfélaga á Suðumesjum:
Kanna stofnun lax
eldisfyrirtækis