Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 15
þessar þjóðir hafa lagt í sölurnar í baráttunni um tunguna. Jeg þarf ekki að tala um fjandskapinn, sem risið hefir af deilum um jafn viðk- væmt mál, um kostnaðinn af að prenta öll opinber skjöl o.s.frv. á tveim málum, um erfiðið fyrir æskulýðinn að læra tvö móðurmál o.s.frv. En Finnar hafa varpað frá sjer ágætu menningarmáli og tek- ið upp ótamið alþýðumál í staðinn. Þeir hafa stofnað menningarsam- bandi sínu við Norðurlönd í voða og einangrað sig með því þó að öll þeirra pólitíska framtíð viriðst komin undir sambandi þeirra vestur á við. Landsmálsmennirnir í Noregi eru fúsir að kasta frá sjer öllum hinum norsku bókmentum á ríkismálinu, gefa Dönum Holberg, Wergeland og Ibsen, slíta bók- málssambandi við Dani (sem hefir gefið norsku skáldunum tvöfalt fleiri lesendur en þeir gátu fengið í Noregi einum) og láta ríkismálið, fagurt og þaultamið mál, fyrir óþroskað sveitamál. Hvað hefir gert þessa baráttu svo harða og óbilgjarna? Þjóðern- istilfinning, ást á móðurmálinu, munu flestir halda. En því er ekki svo farið. Meðan þjóðræknin var ein um hituna var ræktin við finskuna og nýnorskuna ekki ann- að en hjartansmál fáeinna rithöf- unda og hugsjónamanna. Það var rómantísk hreifing. En eftir því sem lýðfrelsið óx, skildist leiðtog- um alþýðunnar betur, að eina ráð- ið til þess að öðlast jafnrjetti fyrir hana, var að hefja til virðingar tungu þá, sem hún talaði. Ef Finn- ar hefði orðið að læra sænsku til þess að taka þátt í stjórnmálum og mentalífi og norskir sveitabúar dönsku, hefði þeir altaf staðið ver að vígi í samkeppninni við þá, sem áttu ríkismálin að móðurmáli. Af þessari orsök varð málstreitan pólitísk, varð stjettabarátta. Það gerir allar öfgar hennar og skuggahliðar skiljanlegar. En hvernig er nú ástandið í drottinlöndunum, þar sem erlend yfirráð hafa ekki rofið samhengið í þróun móðurmálsins? Jeg skal því til skýringar segja frá litlu atviki, sem kom fyrir sjálfan mig í fyrrahaust. — Jeg kom til háskólabæjar í Svíþjóð og flutti þar erindi um Island. A eftir var samsæti, mikill gleðskapur og ræðuhöld. Ein af ræðunum varð mjer sjerstaklega minnisstæð. Hana flutti ungur vísindamaður, sem sjálfur hafði verið á íslandi og kunni frá ýmsu merkilegu að segja. Daginn eftir barst samsæt- ið í tal við einn af kunningjum mínum við háskólann. Jeg ljet í ljós ánægju mína með þessa ræðu. Hann svaraði: „Já, það getur verið, að efnið hafi verið gott, en fyrir okkur Svíana er óþolandi að hlusta á þennan mann. Hann talar með mállýskublæ, þó að þú hafir ef til vill ekki tekið eftir því.“ Seinna fjekk jeg að vita, að þessi maður hafði verið garðyrkju- maður, brotist áfram til menta af sjálfsdáðum, en komið of seint í skóla til þess að losna við mál- farskæki æskuhjeraðs síns. Mjer rann til rifja að hugsa um, að hann mætti sitja með þetta merki alla æfina og að það myndi vafa- laust standa honum fyrir emb- ættisframa við háskólann og gera honum vísindabrautina erfiðari. í fyrirlestrum mínum í Svíþjóð sagði jeg stundum, að á íslandi gæti gestur komið að prestssetri, hitt mann að máli úti á túni, og átt tal við hann góða stund, án þess að geta ráðið af orðfæri hans og mæli, hvort það væri prestur- inn eða vinnumaðurinn hans. — Þetta þótti furðulegt. Og þegar jeg sagði, að sveitabúar töluðu vand- aðra og stílfastara mál en höfuð- staðarbúar, fanst áheyröndum það líkast frjettum af annari stjörnu. III. Málin geta klofnað við töku erlendra orða Hættan fyrir íslendinga Það er ekki ástæðulaust fyrir oss íslendinga að minnast þess, hvernig aðrar þjóðir eru á vegi staddar í þessu efni. Tungan hefir ekki einungis verið undirstaða menningar vorrar, heldur líka sjálfstæðis út á við og jafnaðar MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 inn á við. Þó að samlyndi þyki hjer stundum valt í landi, þekkjum vjer ekki hinn bitra fjandskap, er leiðir af því að þjóð skiftist milli tveggja tungna. Enginn getur komist hjá því að fyllast þakk- lætissemi við þær kynslóðir, sem vernduðu alþýðumál vort á erfið- ustu öldunum. Og þeirri þakkláts- semi hlýtur að fylgja nokkur ábyrgðartilfinning. Sem betur fer, er lítil hætta á, að íslenskan klofni sundur í mál- lýskur hjeðan af. Mállýskurnar jafnast alstaðar fremur fyrir auk- inni skólamentun og bættum sam- göngum. En þegar ekki er getið um annan málklofning en mál- lýskurnar, er ekki nema hálfsögð sagan. Þær smáhverfa, en önnur hætta vex upp í staðinn: af töku- orðunum. Og hún er ekki minni hjer á íslandi en annarsstaðar. Af henni sjest, að eignarhald þjóðar- innar á málinu er í nánu sambandi við hreinleik þess. í fyrrasumar hitti jeg í Stokk- hólmi Per Hallström, einn af gáf- uðustu rithöfundum Svía. Jeg sagði honum m.a. dálítið frá bar- áttu íslendinga við erlend orð, er sæktu í málið. Hann setti hljóðan um stund, en sagði síðan: „Jeg er ekki neinn alþýðusinni. En það skal jeg játa, að þegar jeg heyri almúgafólk vort misskilja og mis- beita erlendum orðum og verða að aðhlátri fyrir, þá finn jeg, að þetta er hróplegt ranglæti. Vjer menta- mennirnir fáum alþýðu fjölda af orðum, sem hana skortir öll skil- yrði til þess að fara með, og fyrir- lítum hana síðan fyrir að flaska á þeim.“ Þarna var naglinn hittur á höfuðið. Og fám dögum síðar rifj- uðust þessi orð Hallströms skrýti- lega upp fyrir mjer. Jeg var þá kominn til Oslóar, og norskur kunningi minn var að telja upp fyrir mjer dagblöðin í borginni. Eitt þeirra var bændablaðið Nat- ionen. „Bændurnir kalla það Nas- sjonen, með áherslu á fyrsta at- kvæðinu, og trúa hverju orði, sem í því stendur.“ Mjer er í minni hve háðslega hann sagði þetta. Honum fanst að vonum hlægilegt, að bændur skyldi velja málgagni sínu nafn, sem þeir kunnu ekki að bera fram! Allir þeir, sem þekkja eitthvað til dönsku, vita, að í því máli er fjöldi orða, sem Danir kalla „fremmed-ord“ (tökuorð), og eru þau skýrð í sjerstakri orðabók: „fremmed-ordbog". Þessum orðum fer sífelt fjölgandi, eftir því sem erlend menningaráhrif verða margbrotnari. Þau mynda sjer- stakt lag í tungunni. Flest eru þau af grískum og latneskum uppruna. Því ber minna á þeim í latneskum málum eða blendingsmáli eins og ensku.. Yfirleitt er alþýða manna sólgin í að nota þessi orð. Henni finst þau vera „fín“ og heldur, að það sje menningarmerki að henda þau á lofti. En henni ferst það einatt óhönduglega. Hún skilur ekki stofnana, sem þau eru mynduð af, glæpist á merkingunni. Það er ær- inn vandi að bera þau fram: áherslan er óregluleg, sum á að bera fram á frönsku, sum á ensku, sum á ítölsku. Það er heil grein danskrar málvísi að safna saman og skýra afbökuð og misskilin tökuorð í alþýðumáli. En hitt þarf naumast að taka fram að sá sem ber þessi orð rangt fram, eða hef- ur þau í rangri merkingu, verður að athlægi meðal þeirra, sem bet- ur vita. Enn er sá bálkur útlendra orða, sem íslenskan hefir veitt viðtöku, furðu lítill. Alt frá fornöld hefir meira verið gert að því hjer á landi að íslenska erlend orð-en að gefa þeim þegnrjett í málinu Erlend orð hafa komið hópum saman og týnst niður aftur, af því að landanum þóttu þau fara illa í munni. Nú segir varla nokkur maður begrafelsi, bevís og begera, sem var algengt mál fyrir 1—2 mannsöldrum. Menn hafa fundið, að be-ið þýska, var ekki sem fal- legast, þegar það var komið í áhersluatkvæði. íslenskan er illa fallin til þess að taka við erlendum orðum, m.a. vegna þess, að áhersl- an er altaf á fyrsta atkvæði. Auk þess er svipur málsins svo sam- feldur, að orð, sem samþýðast ekki hljóðkerfi málsins nje beygingum, stinga illilega í stúf við innlendu orðin. En þegar erlend orð sam- þýðast málinu (t.d. prestur, berkill o.s.frv. sem annaðhvort hafa verið löguð eftir íslenskunni eða ekki þurft að laga) og alþýða manna lærir að beita þeim rjett, þá er engin ástæða til þess að amast við þeim. En því miður á þetta ekki við um mörg þeirra orða, sem hjer eru á vörum manna. Flestir Reykvík- ingar eru svo vel að sjer, að þeir geta brosað að sveitamönnum, sem hafa orð eins og prívatmaður, partiskur og idiót í fáránlegum merkingum. En enginn sjer í þess- um efnum bjálkann í sínu eigin auga, sem ekki er von. Það er margur góður borgarinn hjer í Reykjavík, sem gert hefir og gerir sig broslegan með því að krydda tal sitt erlendum orðum, sem hann hvorki kann að bera fram nje ski- lur til hlítar. Og frúin, sem kom hjer inn í hannyrðaverslun og bað um að selja sjer monúment (hún átti við motiv, ífellu), er ekkert einsdæmi. Út yfir tekur þó, þegar frúrnar senda vinnukonurnar sín- ar til aðfanga og gera þær að heiman með erlend orð. Þá mynd- ast „nýyrði", eins og Liverpoolstau (= leverpostej, lifrarkæfa), og sum svo tvíræð, að þau verða ekki sett á prent. Þetta er ekki nema eðli- legt. Auglýsingarnar í blöðunum bera þess vott, að margir verslun- armenn kunna ekki sjálfir að fara með erlendu orðin á varningi sín- um. Þá verður það varla heimtað af viðskiftamönnum þeirra. Það má líka segja verslunarstjett Reykjavíkur til maklegs sóma, að henni virðist raun að hrognamáli því, sem veður uppi í viðskiftalíf- inu, og hefir sýnt mikinn áhuga á að bæta það. Enn er ekki meira af erlendum orðum á alþýðuvörum en svo, að þau gefa efni í einstakar skrýtlur og verða einstöku manni að fóta- kefli. En ef íslenskan verður opnuð upp á gátt fyrir erlend orð (vjer höfum dönsk orð í viðbót við Norðurálfu orðin), þá sjest, hvern- ig fer. Þá hverfa broslegu sögurn- ar, af því að misbeiting orðanna verður of algeng til þess að halda henni á lofti. Þá verður alt tal al- þýðu manna mengað málleysum og böguyrðum. Þá fær íslensk al- þýða sama soramarkið og alþýða annara landa. Hún markar sig því sjálf mitt í „mentun" 20. aldarinn- ar. IV. Baráttan við erlendu orðin. — Mest í húfi fyrir alþýðuna Ef íslensk alþýða á nokkura sök á hendur mentamönnum, þá er það fyrir það, að þeir vanda ekki betur daglegt mál sitt en þeir gera. Þegar íslendingar læra er- lend mál, reyna þeir að tala þau hrein. Þeir sletta ekki þýsku og ensku mitt í frönskum setningum. Þeim finst líka stórhlægilegt að heyra Vestur-íslendinga krydda tal sitt með ensku. En danska ívafið í daglegt mál vort er svo ríkur vani, að fæstir taka eftir því. Auðvitað er erfitt að sneiða hjá erlendum orðum fyrir þá, sem mestan lærdóm sinn hafa fengið á erlendum málum. En ef menn heimtuðu meira af sjálfum sjer og öðrum í þessu efni, kæmi einhver úrræði. Vandað talmál þarf að verða eins sjálfsagt og hreinlæti, kurteisi, mannasiðir. Og það þarf að vanda miklu meir til mál- farsmenntunar leikara, presta og ræðumanna en hjer er gert. En hitt er jeg viss um, að óborn- ar kynslóðir munu virða við ís- lenska mentamenn og rithöfunda 19. og 20. aldar, að þeir hafa a.m.k. vandað ritmál sitt eftir föngum og varið það fyrir erlendum orðum. Þeir hafa framar öllu gert það af málsmekk. íslenskan hefir svo samfeldan svip, að erlend orð fara henni ekki. Þau eru eins og misli- tar pjötlur, sem saumaðar væri á ofna ábreiðu. Aftur á móti er blendingsmál eins og enska líkast pjötlubrekáni, og þar er hver ný bót til prýði. — Menn hafa líka vakað yfir tungunni af öðrum ástæðum: vegna sambandsins við fornöldina, þjóðernis og sjálfstæð- isbaráttu. — Nú, þegar sjálfstæð- isbaráttan vor er á enda kljáð og stjórnmálin taka nýja stefnu, er ástæða til þess að minna á fjelags- hlið málvöndunarinnar: að jöfnuð- ur og samheldni í landi voru er ekki undir neinu öðru fremur komin en sömu málmenningu allra stjetta, en sú málmenning er óhugsandi, nema tungunni sje haldið hreinni. Það er að vísu mikið færst í fang að reyna að finna íslensk orð um alla nýja hluti og hugtök, sem að oss berast. Það er barátta, sem á sjer hvorki upphaf nje endi, en dæmi vort á umliðnum öldum sýn- ir, að vjer þurfum ekki að leggja árar í bát. Hjer hafa altaf verið að skapast ný orð, frá upphafi ís- lands bygðar, og hugsun þjóðar- innar hefir ekki þroskast á öðru meir. Þessi orð hafa ekki myndað sig sjálf. Þeir einstaklingar, sem hafa nent að hugsa, hafa hver lagt sinn skerf til. Hinir tala mest um, að alt eigi að koma af sjálfu sjer, sem aldrei hefir dottið neitt í hug. En þó að einstaklingar hafi jafnan átt frumkvæðið, fer því fjarri, að rjettur almennings hafi verið fyrir borð borinn. Dómur hans hefir jafnan verið hæsta- rjettardómur. Orð lifa ekki, nema þau sje á vörum manna. En láti almenningur glepjast svo, að hann dæmi alla þessa við- leitni einskis nýta, þá dæmir hann sjálfan sig. Alþýða manna á hjer mest á hættu. Hún verður það, sem geldur þess, ef íslenskan klofnar og þjóðin skiftist í stjettir eftir málfari. Máltækið segir, að á mjóum þvengjum læri hundarnir að stela. Erlendu orðunum fylgir skakkur framburður, beyginga- leysi og hálfur eða rangur skiln- ingur. Þegar þau eru orðin nógu mörg, fara þau að hafa áhrif á íslensku orðin. Hljóðkerfi málsins raskast, beygingar skekkjast, menn hætta að kæra sig um að skygnast fyrir rætur orðanna. Þá hafa íslendingar eignast skrílmál og þaðan er skamt til þess að fleiri einkenni skrílsins komi á eftir. Mál mæðranna Til er æfintýri, sem gengið hefir í svipaðri mynd með mörgum þjóðum. Tvær ungar stúlkur kom- ast hvor eftir aðra niður til undir- heima, og ganga þar í þjónustu gamallar konu. Þær reynast mjög misjafnlega í vistinni, enda er að því skapi misjafnað með þeim í kaupinu. Annari verður úr því áskapað, að við hverja setningu, sem hún mælir, hrýtur henni af vörum ógeðsleg padda. En hinni veitir gamla konan þá ástgjöf, að ilmandi rósir hrynja af vörum henni, þegar hún mælir. Ekki er mikill vafi á, hver athugun er fólg- in að baki þessari sögu. Hjer er lyft upp í ýkjuheim æfintýranna þeim óskaplega mun, sem á þvi er að heyra fagurt og vandað málfar og hljómgóða rödd, eða skræka rödd eða hrjúfa, ásamt brengluðu máli og óhreinu. „Talaðu svo jeg geti sjeð þig“ — er haft eftir forn- um spekingi. Málrómur og málfar getur verið eins drjúgt í skiftum og útlit. Og er mikil furða, að ung- ar konur, sem hugsa þó margt um útlit sitt og allan þokka, skuli ekki gefa þessu enn meira gaum. Það þykir kurteisi að tala vel erlend mál. En hitt er þó miklu meiri kurteisi, að tala smekklega sína eigin tungu. Þetta má vel mæla sjerstaklega til kvenna fyrir þá sök, að þær munu margar ófúsari að leggja rækt við mál sitt en karimenn. Er það þó ekki af því að þær þurfi minna á tungunni að halda, enda er hún víðast við þær kend. Þær leggja undirstöðuna að máli barnanna, og það er mikil ábyrgð. Sú móðir, sem vanrækir það mál, sem við hana er kent, getur ekki borið það veglega nafn með fullum sóma. Fyrirlestur prót. Siguröar Nordal sem hann netndi Máltrelsi birtist í Lesbók 5. sepl. 1926. 63 Sumardagurinn 1. Matseðill: Barnapylsur og Pepsí Cola. Kiwanismenn og gestir: Munið barna- og tjölskyldu- hátiöina í Kiwanishúsinu, Brautarholti 26 á sumardag inn fyrsta kl. 12 til 15. Kiwanisklúbburinn Katla. SIOAN 32 QGENN AFULLU I/INNUFÖT VINNUFATAGERÐ ISLANDS. REYKJAVÍK.SÍMI16666 reglulega af öllum fjöldanum! $$t o ifo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.