Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRlL 1984
persónuleika hennar." Enn frem-
ur: „Vitrum mönnum og menntuð-
um, en allra síst stjettarbræðrum
mínum hér á landi, er trúandi til
að fjalla um hvers virði sje list
mín eða ritskaparhæfileiki.“
Þessi grein H.K.L. vakti mikið
umtal meðal lesandi manna hér í
bæ. Skarpir ritskýrendur skýrðu
hana eitthvað á þessa leið: „Jeg,
Halldór Kiljan Laxness, skrifa
mál, sem ekki skilur nema ein lítil
„lesþjóð" norður í höfum. Af því
að hún á lítinn kost á því, að lesa
góðar skáldsögur, þá hefi ég skrif-
að þessa bók mína. En menn mega
ekki misskilja hvers vegna jeg
gerði það — það var einungis til
þess að „láta fólk njóta af því, sem
mjer er til lista lagt, kynna
mönnum mína eigin list og per-
sónuleika hennar". Og þó að jeg
hafi skrifað þessa bók á íslenzku,
þá mega fslendingar ekki þar fyrir
ofmetnast og halda að þeir geti
dæmt mann eins og mig. Ytra eru
til vitrir menn og mentaðir sem
geta það — en íslenzkum rithöf-
undum (Einari Benediktssyni,
Einari H. Kvaran o.s.frv.) er allra
síst til þess trúandi."
Jeg vil ekki trúa því, að þessir
ritskýrendur hafi skilið vininn
H.K.L. rjett. Auðvitað kennir mik-
illar sjálfstilfinningar í grein
hans, en jeg hygg að flaustur og
óaðgætni valdi mestu um, að orð
hans falla svo að maður skyldi
halda að þau væru skrifuð af tak-
markalausum hroka.
Nú hefi ég gefið lastmælendum
skáldsins orðið í þessari grein
minni, til þess að honum sjálfum
veitist færi á að skýra þessa und-
arlegu grein sína — og helst að
taka eitthvað aftur af orðum
hennar. — Kr. Alb.
Próvinsmanncskjur
í bókmenntum
Og það stóð ekki á svari. Svar til
hr. Kristjáns Albertssonar og rit-
skýrenda hans birtist 14. nóvem-
ber, þar sem Halldór útskýrir
hvað hann hafi átt við, skilur ekk-
ert hvernig í dauðans ósköpunum
nokkur manneskja hefir getað
fundið upp á því að álíta þetta
mælt í ofmetnaði? Og lýkur grein
sinni:
„Fjarri fer því að jeg telji mig
hafinn yfir nokkurn íslenzkan rit-
höfund og vona jeg að mig hendi
aldrei sú firra að líta svo á, jeg
vildi óska að hamingjan gæfi að
þeir væru allir þúsundfalt snjall-
ari en jeg eða meira. Hitt get jeg
hreinskilnislega látið í ljósi hvað
mjer persónulega finst um þá alla
og sjálfan mig ekki síst: Við erum
allir próvinsmanneskjur í bók-
menntunum, og eigum hvarvetna í
erlendum ritheimi jafnoka og
hliðstæður í tugatali og hundraða,
og þó ekki meðal annarra höfunda
en þeirra, sem fæstir vita deili á,
nema þeirra eigin klíkur, — allir
að undanteknum Einari Bene-
diktssyni."
Og Kristján bætir við neðan-
máls sinni athugasemd: „Þetta
svar H.K.L. er á þá leið, sem jeg
hafði búist við. Sá grunur minn
reyndist rjettur, að montblærinn
á grein hans í „Bókavininum" væri
klaufaskap að kenna en ekki
hroka.
Skáldið unga dvelur nú á ættar-
óðali sínu, Laxnesi í Mosfellssveit.
Hann leyfir mjer að hafa það eftir
sjer í Verði, úr bréfi sem fylgdi
þessari svargrein hans, að hann
sje nú að vinna af kappi að stóru
skáldverki, sem hann ætlar að
nefna „Heiman ek fór“. Megi and-
inn koma yfir hann meðan hann
skrifar þessa bók, eins og svo
oftlega áður! — K.A.
Svona löngu seinna koma þessi
skrif svolítið broslega fyrir, en það
fer ekki á milli mála, að Kristján
hefur trú á sínu unga skáldi, þó að
nokkur yfirlætisbragur sé á orð-
um þess.
Þegar þessi hroki er aftur á
dagskrá ári síðar, í þetta sinn
vegna ritdeilna um hárgreiðslu ís-
lenzkra kvenna, þá bregður Krist-
ján skjótt við til varnar og skrifar
grein undir fyrirsögninni „Hall-
dóri Kiljan Laxness sýndur
hroki", og kemur þar greinilega
fram álit hans á þessum unga höf-
undi:
— Ungu skáldi sýndur hroki
„Þó að maður skyldi hafa svarið
fyrir að slíkt geti hent, þá hefir þó
sú ósvinna komið fyrir, að rithöf-
undinum Halldóri Kiljan Laxness,
sem sjálfur er manna lítillátastur
í rithætti, hefir verið sýndur hroki
í einu af blöðum vorum, og það af
konu, sem ekki hefir sjeð nándar
nærri eins mikið af heiminum og
hið víðförla skáld.
H.K.L. reit í sumar grein í
Morgunblaðið, um „Drengjakoll-
inn og íslenzku konuna". Frú Guð-
rún Lárusdóttir svaraði þessari
grein allhvasst. Meðal annars vildi
frúin gera lítið úr reynslu og
þroska H.K.L. og alls ekki viður-
kenna að hann stæði jafnfætis
tveim lútherskum prestum og rit-
höfundum, sem hann hafði hnýtt
!, þeim Olfert Richard, forvíg-
ismanni KFUM hreyfingarinnar í
Kaupmannahöfn, og C. Wagner,
höfundi „Einfalds lífs“ og
„Manndáðar“.
Það mátti búast við því, að hinn
ungi tízkuhöfundur tæki frúnni
þessar fjarstæður óstint upp, enda
er það nú komið á daginn. Það er
hart fyrir mann, sem kominn er
þó nokkuð á þrítugs aldur, sem
ekki hefur annað gert en að þrosk-
ast og reyna síðan hann fæddist
og sem nú er suður á Sikiley, að
verða fyrir ámæli um þroskaleysi
1927.
frá húsmóður hjer í Reykjavík.
Það mátti búast við því, að H.K.L.
ræki í rogastans frammi fyrir
slíkum hroka og leyfði sér að
benda á alla þá mörgu bókaskápa í
landinu þar sem hans „Samlede
Verker" standa við hliðina á
Heimskringlu Snorra Sturlusonar.
Og þeir sem þekkja H.K.L. vita, að
rithöfundarheiður hans er honum
svo viðkvæm og heilög tilfinning,
að það hlaut að særa hann djúpt
að vera borinn saman við lúth-
erska prjedikara eins og Richard
og Wagner — og léttvægur fund-
inn.
Svar H.K.L. til frúarinnar birt-
ist í Morgunblaðinu á laugardag-
inn. Fyrst svarar hann þeim
ámælum frúarinnar, að hann hafi
misþyrmt tungu vorri, á þá leið, að
Snorri Sturluson „sletti tiltölulega
miklu meira" en hann. Þá snýr
hann sjer að öðrum ákúrum henn-
? /: „Þar sem frúin gerist svo djörf
/) frýja mér þroska og lífsreynslu,
/*t ég mjer nægja að skírskota til
/•itverka minna, sem allur almenn-
/ingur á íslandi mætti vera að
nokkru kunnur, þau votta skýrar
en nokkuð annað, þótt lítilfjörleg
sjeu, hvers virði sje þroski minn.
Annars varð mjer á að hvá, þegar
jeg las þessi frýjuyrði konunnar,
svo furðanlega lætur það í eyrum
manns, sem hefir ekki haft annað
fyrir stafni frá barnæsku, en afla
sér lífsreynslu og þroska, í sem
margháttuðustum umhverfum
menningarheimsins, að heyra
heimaalinn kvenmann, enda þótt
hún kunni að vera sæmileg hús-
móðir, velja sjer hæðiyrði sakir
þroskaleysis. Það er eins og maður
viti naumast hvaðan á sig stendur
veðrið frammi fyrir slíkum
hroka.“
Og enn segir H.K.L.:
„Höfundarmetnaður minn er
altof heilög tilfinning til þess að
jeg hafi löngun til að fara í sam-
jöfnuð við andlega dúllara á borð
við C. Wagner og Olfert Richard,
hversu lokkandi sem frægð þeirra
kann að vera í augum frú Guðrún-
ar Lárusdóttur."
Þessar ívitnanir nægja til þess
að sýna, að H.K.L. hefir svarað
nokkuð svipað því sem við mátti
búast af honum. Þó að maður geti
ekki gert að því að brosa dálítið út
í annað munnvikið að hinu hátíð-
lega og innilega monti í grein
hans, þá hlýtur hitt þó að gleðja
mann, með hve miklum hressandi
röskleik hann veitist að þeim æfa-
gamla misskilningi, að hægt sje
fyrir hvern þann, sem nokkuð er
kominn til ára sinna, að knjesetja
fluggáfaðan rithöfund með því að
sletta því framan í hann að hann
sje — ungur. Þegar frú G.L. kallar
H.K.L. óþroskaðan, þá á hún auð-
vitað við það, að hann sje ungur.
Því síst hefði H.K.L. til að bera
minni þroska til ritstarfa, en þorri
hinna rosknari manna, sem í blöð
skrifa, og engum lifandi manni
myndi detta í hug að bregða um
óþroska. Yfirlætið í greinum hans,
munu menn segja, er það ekki
unggæðingslegt? Mig grunar að
yfirlæti hans eigi sjer djúpar ræt-
ur í skapgerð hans og að það muni
fremur fara vaxandi en minkandi,
eftir því sem hann verður frægari,
víðförulli og umsvifameiri.
Þá er ekki síður gaman að
H.K.L. þegar hann lætur brúnirn-
ar síga og mælir frá hvirfli til ilja
þá oddborgaralegu bábilju, að
ungur rithöfundur megi ekki tala
óvirðulega um sjer eldri og fræg-
ari höfunda, sem hann hefir ógeð
á. Heyr á endemi! segir Kiljan, ef
það á að halda fyrir munninn á
mjer með „frægð“ þeirra Richard
og Wagners, þá ríf jeg mig lausan
og hrópa „andlegir dúllarar" á eft-
if þeim. (Þetta orðatiltæki er það
besta sem H.K. L. hefur dottið í
hug, og mun verða langlíft í tung-
unni.)
Halldór Kiljan Laxness hefir
upp á síðkastið skrifað margt, sem
hneykslað hefir (og mun ef til vill
verða vikið að því síðar hjer í blað-
inu) — en um hitt blandast engum
hugur, að máttur máls og stíls
hefir honum mjög aukist á síðasta
ári. (Þó slettir hann enn óþarflega
mikið. „Evrópeiskur" er ill danska,
en íslenzka orðið hlýtur að vera
evrópiskur eða evrópskur.) Tungu
vorri játar H.K.L. ást sína með
þessum orðum í svari til frú G.L.:
„íslenskt nútíðarmál leikur á
breiðum tónstiga, alt milli hróp-
andi ruddaskapar og Ijóðrænnar
fegurðar, og er auðugra af gný
ósnortinnar nátturu, jötunættaðri
kyngi, töfrandi litbrigðum og egg-
hvössum biturleik, en nokkurt mál
annað í víðri veröld, jeg ann hin-
um dælska og ámáttuga krafti ís-
lenzks nútíðarmáls."
Sjálfstæður og magnadur
persónulciki
Víkjum nú aftur að ritdóminum
fræga um Vefarann, sem vakti
miklar deilur. „Flestum kom sam-
an um að þetta væri ein sú
ómerkilegasta bók sem sést hefði
á íslandi. Margir ritdómarar töldu
það vera höfuðskömm að slík bók
væri gefin út á vora tungu. Sjald-
an hefur nokkurt skáldmenni ver-
ið skammað jafn rækilega fyrir
bók,“ skrifar Halldór sjálfur í
Skáldatíma. Og hann bætir við:
„En góðkunningi minn Kristján
Albertsson sem feingið hafði alt
húshæft og kirkjugræft í Austur-
stræti á víxilinn til að kosta bók-
ina, hann var nú samt á öðru máli,
og skrifaði um hana ritdóm sem
enn er frægur með íslendíngum af
upphafsorðum sínum: „Loksins —
loksins“.“
Ritdómur Kristjáns er langur
og verður ekki rakinn hér nánar.
Hann gerir grein fyrir efni sög-
unnar, sálarlýsingum persóna og
stíl. Og segir: „I heild ber verk
hans (Halldórs Laxness) vott um
sjálfstæðan og magnaðan per-
sónuleik, fjölskrúðugan eigin
hugsanagróður, mikla sjálfsrækt
gáfaðs fullhuga."
Hann getur þess í grein í Verði
að H.K.L. hafi farið í maímánuði
til Ameríku eftir ársdvöl hér
heima. Dvelji hann í Winnipeg og
muni bráðlega ferðast um lslend-
ingabyggðir.
Þetta er orðið langt mál. Grein-
arnar sjálfar eru skemmtilegar
þegar litið er til baka, og segja
sína sögu, og þar litlu við að bæta.
í bjálka-
kofanum
eftir SIGURÐ ÞÓRARINSSON
Einhverntíma í vetur birti jeg í
Morgunblaðinu fyrri hluta ferðasögu
er fjallaði um ferðalag fjögurra ís-
lenskra stúdenta upp í ssnsku há-
fjöllin í jólaleyfinu. En aldrei varð af
því að jeg sendi blaðinu seinni hluta
sögunnar, þar eð jeg hefi heyrt út-
undan mjer að einhverja hafi langað
til að vita hvernig þessu ferðalagi
lauk, ætla jeg að reyna að botna
söguna og er betra seint en aldrei.
Jeg fylgi sem áður dagbók minni um
orðfæri.
Þeim til skýringar sem skyldi hafa
láðst að lesa fyrri hluta þessarar
ágætu sögu skal þess getið að þessir
fjórir landar voru: Halldóra Briem
(Dódó), Ólafur Sigurðsson (Óli) og
Kiríkur Briem (Eidi eða „prímus"
kallaður) og svo sá er þetta ritar.
t
|HarðnnHai$in«
Sigurður Þórarinsson:
í bj álkakofanum
28. des. nær miðnætti
Ekki var þessi dagurinn lakari
hinum síðasta. Veðrið var indælt,
hitinn kringum 0°C og færið ekki
upp á að klaga. Máltíðin í morgun
var hin sama og venjulega, hafra-
grautur með saftblöndu útá („pat-
ent“ Dódó) og brauð með osti. Stóð
Óli nú fyrir grautargerðinni og
hafði Eidi þau orð um grautinn að
hann væri jafn þunnur og skapari
hans. Lýsir þetta því tvennu 1) að
grauturinn var í þynnra lagi og 2)
að „prímusi" var bötnuð tann-
pínan, þar eð hann gat framleitt
brandara.
Um hádegi var haldið upp í fjall
til skíðaæfinga. Allar skíðakúnstir
voru nú á hærra plani en daginn
áður, meðal annars sló kvenbriem-
inn met í tölu falla á mínútu
(fyrra metið átti sú hin sama).
Sjálfur reif jeg buxur mínar frá
haldi til hnjes við byltu eina geysi-
lega, sem nær hafði opnað mjer
dyr varmari vistarvera.
Þegar við komum heim voru
gestir komnir. Var það fjölskyldan
Hani frá Váládalen, sem hafði
klifið hingað til þess að kynnast
merkisfólki því er býr í Sten-
dalsstugan. Þetta var hin við-
kunnanlegasta „familía" og bauð
upp á kaffi og hveitiköku. A með-
an Hana-fólkið sá til, snæddum
við flesk og hveitipípur í rauð-
aldinasósu. En er hún hafði skrið-
ið til bæla sinna í hinu herberginu
laumaðist Óli út og sótti sveskju-
grautarpott sem við áttum
frammi. Var sá tæmdur. Alt þetta
hafði mjög örfað andagift manna
og fekk hún nú sína útrás í yrking-
um, var ortur kvæðabálkur um
ferðina og þetta stefið í:
Óli plóginn æfir hógværlega
Halldóru nógur heiður og prís
hún er að lóga sykurgrís.
Tel jeg ekki ólíklegt að „kvart-
ettinn" komi til greina við næstu
Nóbelsverðlaunaútdeilingu.
Um kvöldið ríkti annars almenn
ró og spekt, lítið var sungið, því
við vildum ekki trufla hrotur hús-
bóndans Hana í hinu herberginu.
Annars fátt að nótera. Dódó hefir
lokið við þverhandarþriðjung af
sokk þeim sem hún er að prjóna,
vellíðan mannskapsins eykst með
hverjum degi og þegar er farið að
bollaleggja næstu jólareisu.
29. desember
„Hjer er næstum því eins fallegt
og heima,“ sagði einhver í dag og
þessi látlausu orð gefa betur en
fjálg stóryrði hugmynd um nátt-
úrufegurðina hjer. Það er líka erf-
itt að hugsa sjer nokkuð fallegra
en hádegisstund í hlíðunum hjer
fyrir ofan þegar fönnum þaktir
fjallahryggirnir baða í sól. Slikju-
Síðari hluti ferðasögu
fjögurra íslendinga í
Jamtalandsfjöllum í
jólafríi
blámi liggur yfir barrskóginum
niðri í dalnum, en hvítir skýja-
hnoðrar fljóta á bláelfu háloftsins.
Veðrið í dag var það besta sem við
höfum hingað til haft, 6°C, frost
og blæjalogn, færið var aftur á
móti ekki upp á það besta, harð-
askari og nær ómögulegt að festa
skíði.
Heim komum við um þrjú-leytið
úr skíðaferð dagsins og var þá
„familían" Hani að leggja af stað.
Hafði það dánufólk skilið eftir
ýmislegt góðgæti í kofanum,
þ.á m. lostætan franskan ost sem
Eidi át upp, með þeim forsendum
að þessi ostur myndi áreiðanlega
ekki falla nokkrum öðrum í geð.
Ekki tel jeg ólíklegt að Eiríkur
hafi mælt mót betri vitund en
hirði ekki um að lasta hann, þar eð
mjer var mútað með vænum bita
af tjeðum osti.
— — nú sit jeg hjer í rúmlega
30° hita, ilmur af bauta og lauki
berst mjer að vitum. Dódó bograr
við brasann, Óli „skrælar" kartöfl-
ur og úr hinu herberginu heyrist
Eidi syngja: „Oft er mínum unga
strák ..." Hann situr við pönnu-
kökubakstur og segir hitann þar
inni vera rúm 40°C.
Nú er maturinn tilbúinn, að
dæma af þeim forða sem á borðum
er, munu margir tímar líða þar til
næst gefst tóm til dagbókarskrifa.
Miðnætti
Kraftaverk skeði. Allar þær
krásir, er fyrir nokkrum stundum
þöktu kofaborðið, eru horfnar,
bæði hin hrikalegu bautastykki er
Dódó hafði steikt og pönnuköku-
hlaði Eiríks, virtist þó við fyrstu
sýn sem þetta væri vikufæða. —
Og það sem merkilegra er, sumir
eru farnir að kvarta um sult og
heimta brauð og ost. Kannske er
það hitasvækjan í kofanum sem
svo eykur lystina, kannske er það
hlustandið á hörmungar Arm-
eníumanna á fjallinu Musa Dagh.
Örlög þessa fólks eru nefnilega
það eina frá umheiminum sem
okkur í augnablikinu varðar um.
Eiríkur situr einmitt núna og les
upphátt um apótekara Krikor,
Gabriel Bagradían og hvað þær nú
heita, allar persónurnar í hinni
stórfenglegu bók Werfels: „Fjöru-
tíu dagarnir á Musa Dagh“ er lýsir
hörmungum Armena í heimsstyrj-
öldinni. Við keyptum skrudduna í
Stokkhólmi og hugðumst bæði
auka okkur andlega, þroska og
æfa okkur í sænskum upplestri.