Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 73 Hrafnseyri. íslenskri gerð. Og svo var matur- inn íslenskur, einkum þá dagana sem hin venjulega gestamóttaka var þar. Jón Sigurðsson stendur fyrir mínum hugskotssjónum, sem af- burða-glæsilegur maður. Látbragð alt og fas, rólegt, höfðinglegt. En mesta eftirtekt vöktu hin tinnu- snöru augu. Það var oft eins og hann þyrfti ekki að koma orðum að því sem honum bjó í brjósti, hann gæti sagt það eins vel með augnatillitinu einu. Þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1874 var jeg boðin í miðdegisveislu til Forseta. Aðalveisla fslendinga í Höfn þann dag, var, sem kunnugt er, á „Skydebanen". En einhvern- veginn fór það svo, að alt kvenfólk var útilokað frá þátttöku í veislu þeirri. Edwald Johnsen læknir hafði boðið mjer þangað, áður en sú ákvörðun var tekin. Má geta nærri að mjer þótti súrt í broti að fá ekki að vera með. Og boðsherra minn lenti í skömmum við for- stöðumennina, er rjeðu þessu banni. Jeg fekk þó þessa uppbót sem sagt, að jeg var boðin til Forseta til matar kl. 4 e.h. Höfðu þau hjónin boðið nokkrum íslenskum konum. Karlmenn voru þar engir gestkomandi. Jón Sigurðsson sat til borðs með okkur og var hinn reifasti. Ekki hjelt hann ræðu, en skál íslands var drukkin. Svo fór hann að borðhaldinu loknu, til þess að vera kominn á Skydebanen er veislan skyldi byrja þar kl. 6. Hann kvaddi okkur allar með kossi, er hann fór. Hann hafði þann íslenska sið Forsetinn að kveðja með kossi. En frú Ingibjörg sat heima þenna þjóðhátíðardag með gestum sínum. Fjallkonan hefur sitt harmalag Mig óraði ekki fyrir því þá, segir frú Asta Hallgrímsson að lokum, að jeg skyldi verða til þess að syngja yfir þeim hjónum látnum. En tildrög þess voru þau. Landshöfðingjafrúin, Olufa Fin- sen, fædd Bojesen, var mjög „músikölsk" kona. Þegar Friðrik konungur VII dó var Finsen bú- settur í Sönderborg. Þá samdi frú- in útfarar-kantötu eða sorgarlag, fyrir einsöngvara og kór. Þegar farið var að undirbúa út- för forsetahjónanna hjer, þá var það ákveðið að nota þetta tónverk landshöfðingjafrúarinnar, og orti Matthías Jochumsson við það kvæði það er sungið var í Dóm- kirkjunni. En síðan æfði frúin sjálf sönginn. Jeg ljet tilleiðast að syngja „Sopran“-einsönginn „Fjallkonan hefur sitt harmalag". Mjer líður aldrei úr minni það augnablik, er jeg hóf sönginn upp við orgelið í Dómkirkjunni, en hver maður, sem í kirkjunni sat, sneri sjer við, svo mannsöfnuðurinn, sem jeg áð- ur hafði sjeð aftan frá, varð ein- tóm hvít andlit. Jeg veit ekki bet- ur, en þetta hafi verið í fyrsta sinn sem opinberlega var sunginn ein- söngur á íslandi. Jeg var 23 ára gömul. Jeg kveið svo fyrir, að einn úr kórnum, Ásgeir Blöndal, sótti handa mjer hoffmannsdropa út í apótek til að hafa við hendina ef á þyrfti að halda. En þeirra þurfti ekki með sem betur fór. Þegar við gengum frá kirkjunni sagði jeg við manninn minn, að þetta gerði jeg aldrei aftur, að syngja einsöng opinberlega. ^ Og það efndi jeg. 13. febrúar 1938 birtist mynd á forsíðu Lesbókar af útför Jóns Sigurðssonar og konu hans Ingi- bjargar Einarsdóttur. Fyrri hluti greinarinnar er útskýring á því sem á myndinni sést en síðan stutt viðtal við frú Ástu Hallgrímsson um kynni hennar af Jóni Sigurðs- syni. Lýsing i Ijósmvnd frá úlfnrinni og riðtal við frú . ístu Hallgrímsson um kynni hennar af Jóni Sigurðs- syni. Mislitt fé Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Ýmsir dytjendur Með tvær í takinu Steinar hf. Fáar safnplötur hafa vakið jafnmikla athygli og þessi nýj- asta safnplata Steina. Á lög- bannskrafa Megasar þar stóran hlut að máli. Athyglin er kannski ekki öll að verðleikum því þótt gnótt sé nýrra vinsælla laga á annarri plötunni (erlenda hlutanum) finnst mér lítið til þeirra koma. Þetta er þó það dægurpopp, sem fólk vill hlusta á í dag. Sem fyrr segir skiptast plöt- urnar alveg í tvennt (annað væri enda ekki hægt). Á annarri eru einvörðungu erlend lög og verð ég að segja að sá hlutinn er miklum mun áheyrilegri án þess þó að vera nein snilld. Þarna er að finna margar þær dægurflug- ur, sem glumið hafa hvað mest í útvarpi að undanförnu og þar er vissulega misjafn sauður í mörgu fé. Á heildina litið finnst mér mörg þessara nýju laga óttalega innihaldslítil. Ég á enn bágt með að skila hvað vakti fyrir þeim Steina- mönnum með útgáfu íslenska hlutans. Gott og vel, íslensk tónlist þarfnast allrar þeirrar kynningar sem völ er á og þetta er vissulega ein leiðin. Einhvern veginn finnst mér samt an- kannalegt að fá safn íslenskra laga frá í fyrra á plötu, sem helst í hendur við aðra, sem hefur það að markmiði að vera með sem allra nýjust lög. íslensku lögin eru sosum góð og gild út af fyrir sig, sum hver meira að segja góð, en mér finnst þetta röng „presentering". Af erlenda safninu finnst mér Paul Young standa upp úr hópn- um eins og silfurskeið í þykkum vellingi. Flest eru þetta dægur- flugur í teygðustu merkingu þess orðs. Við þessar safnplötur verður þó ekki skilið án þess að geta þess, að það er athyglisvert hver framþróunin í safnplötuútgáf- unni hefur orðið að undanförnu. Lögin sífellt ferskari og ferskari þótt endalaust megi deila um gæðin. Eitt í lokin: Mikil hörm- ung er að sjá prentvillur á borð við „Fatlað fól“ (!?) og China Crises á plötuumslaginu. Subbu- skapur, sem ekki á að sjást. Kjörgripur í kúrekaplötusafnið Waylon Jennings Waylon And ('ompany RCA/ Skífan Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að skrifa um plötu með kúreka- tónlist, en einu sinni er allt fyrst. Til þessa hefur mér þótt tiltölulega lítið til þessarar tón- listar koma og alla jafna skrúfað niður í herstöðvarútvarpinu þeg- ar hún er leikin þar, en þessi plata Waylon Jennings lætur þýðlega í mínum eyrum. Waylon Jennings er tvímæla- laust ein af stærstu kúreka- stjörnunum vestanhafs. Á þess- ari plötu flytur hann 10 lög með dyggri aðstoð 9 góðkunnra söngvara úr kúrekastéttinni. Má þar m.a. nefna Jerry Reed, Hank Williams yngri, Emmylou Harr- is, Jessi Colter, Willie Nelson og Tony Joe White. Allt mjög fræg- ir söngvarar innan kúrekatón- listarinnar. Þessir aðstoðar- söngvarar Waylon Jennings koma við sögu í öllum lögum hans utan einu. Lögin á plötunni eru ýmist eft- ir Jennings sjálfan eða þá aðra og eru upp til hópa snotur. Út- setningar einfaldar, eins og títt er í þessari tegund tónlistar, þar sem textinn skiptir oft megin- máli. Yrkisefnið sígilt: hetjudáð- ir og ástir að uppistöðu til. Þá setur stálgítarinn alltaf skemmtilegan svip á þessa tón- list og án hans væri eitt megin- einkennið á brott. Líkt og svo margir kollegar hans hefur Waylon Jennings ekki mjög hljómmikla rödd. Flestir kúrekasöngvarar eru enda lagvissir raularar fremur en söngvarar. Með aðstoð stjörnufansins tekst honum þó að gera þessa plötu mjög áhuga- verða, jafnvel fyrir mann eins og mig, sem takmarkaðan áhuga hefur á slíkri tónlist. Vissulega setja Emmylou Harris og Jessi Colter skemmtilegan svip á lög- in, sem þær syngja með honum, og þá ekki síður Willie Nelson í besta lagi plötunnar, Just To Satisfy You. Þótt áðurnefnt lag standi sennilega uppúr, eru nokkur, sem ekki koma langt á eftir. Má þar nefna Mason Dixon Lines, Do You Want To Be A Cowboy Singer og Spanish Johnny. Fyrir unnendur kúrekatónlistar ætti þessi plata að vera kjörgripur i safnið. éöLUBOÐ LENI ELDHUS- RULLUR4rl IVA FRIGG PVOTTAEFNI 2,3 kg W ÞVOL frTgg ÞVOTTALÖGUR 1/2fl TOMATSÓSA 300 gr fyOfliniS SINNEP 300 gr KORNIHROKKBRAUÐ 250 gr ...vöruverð í lágmarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.