Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 28
» onr rr 76 iinn * nr mr^*ni!TWMini riTn » HTT/ri'viAir MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 19. APRlL 1984 Reykjavík um aldamótin Úr ferðabók eftir Kaliforníumanninn J. Ross Browne sem gefin var út í New York 1867: mk ■ r11 - ilítiT iii II n Reykjavík fyrir 70 árum ÁRNI ÓLA þýddi Grein þessi er tekin úr ferðabók eftir Kaliforníumann, J. Ross Browne að nafni. Bókin er gefin út í New York árið 1867 og heitir „The Land of Thor“. í bókinni eru frá- sagnir um ferðalag höfundarins í Kússlandi, Eystrasaltslöndum, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Færeyj- um og íslandi. — Hingað mun hann hafa komið annaðhvort árið 1864 eða 1865, og ferðaðist þá austur að Geysi og nokkuð hjer um nágrenni Reykjavíkur. Hann var málari og er í bókinni sægur mynda eftir hann og eru ýmsar þeirra skemtilegar og lýsa þeim áhrifum sem hann hefir orðið fyrir á hverjum stað og hvað honum þykir sjerkennilegast í lífi og lífs- háttum þeirra framandi þjóða, sem hann kynnist. Birtast hjer í greininni nokkrar af myndum hans frá ís- landi, er lýsa þeim þjóðháttum, sem honum hefir orðið starsýnt á. Bók þessi hefir verið furðu fá- sjeð meðal Islendinga. T.d. segir Þorvaldur Thoroddsen í Land- fræðisögu sinni, að hann hafi heyrt bókarinnar getið, en ekki sjeð hana. Og í Landsbókasafninu er hún ekki. I Reykjavík sá jeg fyrst í dynj- andi rigningu. Og ömurlegri stað hafði jeg naumast sjeð áður. Fyrir málara var staðurinn einkenni- legur, jafnvel fyrirmynd. Og fyrir ferðamann, sem ekki hafði kæft ímyndunarafl sitt með víðtækri reynslu, mundi staðurinn hafa á sjer skemtilegan svip að ýmsu leyti. En í mínum augum var hann útskækili hins mentaða heims, með hræðilegan þef af rotnandi slori og fiski. Kaldur vindur, sem stóð af Snæfelsjökli og húðarrign- ing hjálpuðust að því að gera stað- inn óvistlegri. Mjer fanst þar ekki líf í neinu nema villiöndum og mávum. Alt umhverfið er ekki annað en móar og melar og hraun. Maður sjer varla neinn grænan blett, nema torfþökin á kofum þurrabúðarmannanna. Dökk mal- arvík er framundan bænum og er fjaran þakin bátum, árum, netjum og fiskhrúgum. Svo er löng röð af Ijótum varningshúsum úr timbri, eru þau flest tjörguð en á stöku stað sjest óhreinn gulur litur. Þar fyrir innan eru Ijótir kofar á víð og dreif og eru þeir úr gömlum fjölum og rekaviði; fáeinar krók- óttar götur, grýttar og angandi af rusli, sem fleygt er úr húsunum út á þær, nokkrir letingjar og drukn- ir útróðramenn hanga í búðunum; strolla af konum, dökkum og veð- urbörðum, með fisk á börum niður til sjávar; lest af úfnum, litlum hestum, sem bundnir eru í taglið hver á öðrum; hópar af hundum, sem viðra í öll skúmaskot eftir einhverju ætilegu, og lenda í áflogum út af hverjum bita. Þetta var alt sem jeg sá fvrst í Reykja- vík, hinni frægu höfuðborg Is- lands. Borgin stendur á eiði milli sjáv- ar og tjarnar. Það er sagt að þar sje tvær þúsundir íbúa, og ef hundar og flugur er talið með, þá efast jeg ekki um að svo sje. En það er undrunarefni fyrir fram- andi mann hvernig tvær þúsundir manna fara að þyrpast saman í einn stað, þar sem ekki er nema eitt hótel, og það mjög ljelegt. Húsin eru flest öll einlyft og sjald- an eru í þeim fleiri herbergi en tvö eða þrjú. Satt er það að vísu, að danskir kaupmenn hafa á seinni árum bygt þarna nokkur hús, sem eru fallegri útlits en þau hús, sem lýst hefir verið. Og bústaður stipt- amtmanns og skólinn eru reisuleg hús. Eina steinbyggingin í Reykja- vík, sem nokkuð sópar að, er „dómkirkjan", sennilega kölluð svo til heiðurs fyrir það, hvað hún er gömul, fremur en vegna þess, hvað hún sje tilkomumikil um stíl og stærð. Nú sjest þó ekki á henni hvaðgömul hún er, því að hún hef- ir nýlega verið máluð og er hin snotrasta að útliti. í báðum endum borgarinnar eru þyrpingar torfbæja. Þar eiga þurrabúðarfjölskyldurnar heima og lifa þar eins og tófur í grenjum. Fyrir framandi mann, sem lítur inn í þessa óþrifalegu kofa, er það óskiljanlegt hvernig nokkur mað- ur getur haldið heilsu þar. Þar er fult af reyk og slorlykt, kræklingi er hlaðið á veggina og gólfin eru tyrfð. Fólkið er þar á kafi niðri í jörðinni, og það er enginn hægðar- leikur fyrir dagsljósið að skjótast á ská inn um gluggana. Þegar tek- ið er tillit til veðráttunnar, þá eru bjóraholurnar í Kaliforníu sann- kallaðar hallir á móts við þessi greni Islendinga. — Tilsýndar líkjast kofarnir moldarhaugum í kirkjugarði. íbúarnir eru grafnir þarna lifandi og ver farnir en hin- ir dauðu. Engir garðar, engir ræktaðir blettir, engin tilraun gerð um það að gera kofana vist- legri. Dökkar hraungötur, þaktar þorskhausum og fiskslógi; hrauk- ar af mó,.sem sóttur hefur verið í einhverja mýri þar nærri; hjallar, þar sem fiskurinn er hertur; hópar af hundum, sem eru líkastir úlf- um, mannfælnir og grimmir; kett- ir, sem skjótast og máske á ein- staka stað niðurbeygð hæna — þetta er hið helsta í umhverfinu. Sóðaskapur og slóðaskapur hald- ast í hendur. Konurnar eru einu verurnar í bænum, sem nokkur dugur er í, að undanteknum flugunum. Þótt konurnar sje luralegar, tötralegar og kærulausar, þá er þó í þeim talsvert líf og dugnaður, saman borið við karlmennina. Þótt þær hafi yfrið nóg að gera heima fyrir, fara þær niður að höfn í hvert skifti sem skip kemur og með því að vinna baki brotnu við afferm- ingu fá þær fáeina aura til þess að kaupa flíkur á krakkana sína. Karlmennirnir eru svo latir, að þeir nenna ekki einu sinni að bera fiskinn upp úr bátunum. Þegar þeir eru í landi slæpast þeir, reykjandi og kjaftandi og alt of oft ölvaðir. Sumir eru svo latir, að þeir nenna ekki einu sinni að drekka, heldur liggja heima í bæli sínu. Kæruleysið meðal allra stjetta er svo áberandi, að manni koma helst Suðurlandabúar í hug. Og það er margt um Reykjavík, sem minnir kaliforniskan ferða- mann á San Diego. Ölvaðir menn í búðunum, þeysireið á hestum eftir götunum, þar sem hestarnir eru pískaðir áfram en fara ekki af eðlilegu fjöri, minti mig oft á að það væri eins og jeg væri kominn heim. Morguninn eftir að jeg kom til Reykjavíkur fór jeg að hitta vin minn Jónassen*, son stiptamt- mannsins, og var mjer þar tekið opnum örmum af allri fjölskyld- unni. Jeg hafði meðmælabrjef til stiptamtmanns frá dómsmála- ráðherranum í Kaupmannahöfn, en fanst engin ástæða til að sýna það. Hans hágöfgi, stiptamtmað- ur, er gott sýnishorn Islendinga í betri röð — blátt áfram, góðhjart- aður og vingjarnlegur. Honum var það nóg að jeg hafði kynst syni hans sem snöggvast til þess að hann tæki mjer sem vini. Jeg helt að hann mundi drekka okkur báða út úr, því að svo oft drakk hann fagnaðarskál mína og bauð mig velkominn til íslands. Hann kvaðst aldrei hafa sjeð Kaliforníu- mann fyr, og það var eins og hon- um þætti það undarlegt að þeir skyldi hafa skilningarvit eins og aðrir menn. Að einu leyti gerði hann mig stoltari, heldur en jeg hafði nokkurn tíma áður orðið á þessu ferðalagi — hann talaði sem sje frönsku nærri því eins illa og jeg. Jeg lít þannig á að eitthvað sje við þann mann, sem talar frönsku illa eftir að hafa ferðast í mörg ár um meginland Evrópu. Hann á að minsta kosti þann hróður skilið, að hann hafi varð- veitt þjóðerni sitt. Og þegar ein- hver útlendingur reynir að tala frönsku ver en hann, en tekst það ekki, þá verð jeg að telja hann meiri mann á eftir. Leiðinlegt þætti mjer ef menn skyldi skilja mig svo sem jeg væri að gefa í skyn, með þessari stuttu lýsingu minni á Reykjavík, að þar finnist varla almennilegur maður. Þar eru til fjölskyldur sem eru á jafn háu menningarstigi og nokk- urs staðar annars staðar í heimin- um. Og ef ferðamaður skyldi koma á dansleik, eða í samkvæmi, mundi hann furða á því skarti, sem þar er, samfara göfgum sið- um. Skólann og bókhlöðuna sækja mentamenn úr öllum sýslum landsins, og margir af kennurun- um og bókmentamönnum íslands hafa hlotið Evrópufrægð. Tvö hálfsmánaðar blöð koma út á ís- lensku í Reykjavík. Þau eru vel prentuð og það er sagt að þeim sje vel stjórnað. Jes las þau grand- gæflega frá upphafi til enda og hafði ekkert við efni þeirra að at- huga. II Mig langaði til þess að sjá eins mikið af landífcu og unt væri á þeim stutta tíma, sem jeg gat dvalist þar. Jeg bað því Jónassen að gefa mjer upplýsingar um það hvar jeg gæti fengið fylgdarmann og hann var svo vingjarnlegur að útvega mjer Geir Zoega, mann, sem ágætt orð fer af. Geir Zoéga er alvarlegur og fyrirmannlegur, hár vexti, þrek- inn og limamikill. Hann er ljós- hærður, bláeygur og göfugmann- legur íslendingur, hjartagóður og öruggur til alls. Hann er gull af fylgdarmanni, þekkir hvern stein, hverja þúfu og hverja keldu á leið- inni milli Reykjavíkur og Geysis. — „Gentle-“menska er honum meðfædd og sennilega er hann af- komandi íss og elds. Hann trúir á drauga, og er sannkristinn maður. Heill þjer, Geir Zoéga! Jeg hefi ferðast margar mílur um vegleys- ur með þjer, drukkið brennivínið þitt, reykt tóbakið þitt, vafið mig skjálfandi inn í röggvarfeld þinn, hlustað á það þegar þú varst að tala í mig kjark á bjagaðri ensku, tekið hinni seinustu hjartanlegu kveðju þinni — og nú segi jeg af hjartans einlægni: Allar heillir fylgi þjer, Geir Zoéga! Betri mað- ur hefir aldrei lifað, og ef hann skyldi finnast, þá er hans einhvers staðar fremur þörf en í Reykjavík. Mjer til mikillar hugraunar komst jeg að því, að óhjákvæmi- legt var fyrir mig að fá fimm hesta, enda þótt jeg ætlaði ekki að hafa neinn farangur meðferðis. Jeg þurfti að ætla mjer tvo hesta, fylgdarmanninum tvo og svo þurfti einn undir tjald og vistir, því að engir gististaðir eru á leið- inni. Það er hægt að fá að sofa á sveitabæjum og fá þar hinn fátæklega mat, sem hægt er að framreiða. En það er betra fyrir ferðamann að treysta á tjald sitt og eigin nesti, ef hann vill ekki Iifa eingöngu á brauði og smjöri og láta grafa sig lifandi í jarðhúsum. Ástæðan til þess, að við þurft- um svo marga hesta, var augljós. Um þetta leyti árs (i júní) eru hestarnir magrir undan vetrinum, hagar eru ekki góðir, og til þess að geta farið nokkuð hratt yfir, er nauðsynlegt að skifta oft um hesta. — Mannúð og almenn skynsemi sagði mjer að jeg gæti ekki komist af með færri hesta. Það var þó leiðinlegt vegna þess hvað það var kostnaðarsamt og eins vegna þess hvern trafala við myndum hafa af lausu hestunum. Sje nokkur hrekkur sameigin- legur öllum þjóðum heims, þá er það í bralli með hesta. Reynsla mín í þessu efni hefir verið dá- samlega tilbreytingalaus hvar sem jeg hefi ferðast. Jeg hefi verið svo óheppinn að komast í klærnar á hestamönnum í Sýrlandi, Af- ríku, Rússlandi, Noregi og jafnvel í Kaliforníu, þar sem fólk er ann- álað fyrir ráðvendni. Jeg hefi bor- ið hestamennina í þessum fjórum heimsálfum saman, og enginn er annars eftirbátur í bragðvísi. Og þeir keppa allir að hinu sama í lífinu, að fá gott verð fyrir vonda hesta. Þegar maður kemur til Reykja- víkur þá er það kapphlaupið milli hestamannanna, sem er eina fjör- ið í bænum. Um leið og farþegar stíga á land, hafa þeir engan frið á sjer fyrir tilboðum um hesta. Flækingar og slæpingjar eiga hesta eða hafa umráð yfir hestum, þótt þeir eigi ekki neinn skapaðan hlut annan. Iskyggilegir menn úr sveitunum safnast saman í grend við gistihúsið með allar þær húð- arbykkjur, sligaðar, haltar, blind- ar og skúfslitnar, sem hægt er að safna saman í nágrenninu. Annað eins samsafn hafði jeg aldrei áður sjeð í neinu landi. Það er ómögu- legt að gera sjer neina hugmynd um þessar lubbalegu, mögru, hryggháu og kiðfættu skepnur, sem hestaprangararnir keppast um að hrósa á íslensku, í eyru hins undrandi útlendings, sem helst gæti hugsað sjer að þeir væri að segja að hestarnir væri skapaðir af saltfiski og hrísi. Aldur hest- anna er ekki hægt að marka á stærðinni. Allar þær reglur, sem gilda annars staöar í heiminum til þess að dæma um aldur hesta, myndi bregðast hjer. Jeg giskaði á að sumir hestanna væri fjögurra mánaða, en mjer blöskraði svo sem ekki, þegar óhlutdrægir menn sögðu mjer að þeir væri 12—15 vetra. Ekkert, viðvíkjandi íslensk- um hestum, getur vakið undrun mína síðan jeg heyrði það að þeir væri fóðraðir á saltfiski á veturna. Þetta er alveg satt. Vegna þess að engir hafrar eru til og lítið hey, er óhjákvæmilegt, til þess að halda lífinu í hestunum verstu vetrar- mánuðina að gefa þeim fiskúr- gang. — Og það sem einkenni- legast er — þeir fóðrast betur á því en neinu öðru. En hvílíkt hestafóður! Og hugsið um það — að ríða á hesti, sem að nokkru leyti er skapaður úr fiski! Það er ekki að furða þótt sumir þeirra blási eins og hvalir. Að einu leyti hefir ferðamaður- inn dálitla vörn. Hann tapar ekki meira en svo sem 12 dollurum á hverjum hesti, því að það er með- alverð á hestum. Og til þess að láta hestana njóta sannmælis — þeir reynast miklu betur en maður skyldi ætla. Þótt þeir sje ekki fal- legir, þá eru þeir að minsta kosti seigir, auðveldir í tamningu og áreiðanlegir. Og það, sem er enn betra, í landi þar sem oft er ilt um fóður — þeir eta alt sem að kjafti kemur nema hraun og blágrýti. Vegna þessara mörgu kosta, er árlega flutt mikið af hestum til Skotlands. Tvö skip voru að taka hestfarma í Reykjavík á meðan jeg stóð þar við. Geir Zoéga losaði mig við það ómak að prútta um klárana. Hann bauðst til þess að útvega mjer fimm hesta fyrir 5 ríkisdala leigu hvern alla ferðina. Það er sama sem 2'k ameríkskur dollar, og var mjög sanngjarnt. Sjálfur vildi hann fá einn dollar f kaup á dag, auk þeirra fríðinda, sem jeg kannske vildi láta hann fá. Mjer var það mikið áhugamál að komast á stað sem fyrst, en hestarnir voru uppi í sveit og þurfti að sækja þá. Tvo daga tafð- ist jeg vegna rigningar og vegna þess að vegurinn var sagður nær ófær. Að morgni hins þriðja dags var alt tilbúið. Jeg keypti nokkur pund af tvíbökum, hálft pund af te, dálítið af sykri og osti, og nú var jeg reiðubúinn til þess að mæta öllum erfiðleikum í óbygð- unum. Þetta voru öll matvælin, sem jeg hafði meðferðis. Af öðrum farangri hafði jeg ekki annað en yfirhöfn mína og teiknibók, og minna mátti það varla vera í fimm daga ferð. Zoéga lofaði mjer öllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.