Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 Ferð um eftir DRÍFU VIÐAR Sumir eru þannig gerðir, að þeir þurfa að skrifa um allt, sem fyrir þá kemur. Oft eru þessir viðburðir nauðaómerkilegir, en skriffinni virðast þeir hljóta að vera jafn- skemtilegir fyrir alla. Stundum birt- ast þessir viðburðir í Jörð, Helga- fclli, Kimreiðinni eða í Lesbókinni, og menn lesa þá, af því að þeir lesa þessi blöð, og Lesbókina á sunnu- dagsmorgnum. Sumir lesa þá af því, að þeir hafa ekkert annað að lesa, aðrir af því, að þeir búast við aö fræðast eitthvað af þeim, sumir til að drepa tímann, aðrir til að lífga tímann við. — I»að, sem jeg ætla að skrifa, mun lífga tímann við fyrir sjálfri mjer. til Hesteyrar var ferðinni heitið. Þetta var í júní. Karlmennirnir voru í vegavinnu, en þurftu fljót- lega að fara í mógrafirnar. Enginn reri, enda var hafís úti fyrir, sem sást ofan frá fjallatindum, sem sagði til sín, ekki eingöngu í nöfn- um á Jökulfjörðunum og Norður- íshafinu, sem Strandirnar stanga með Horninu sínu, heldur með óstöðugri veðráttu, þar sem skift- ust á ofsavindhviður, úrhellings rigning, sólskin, Gnúpagarðlægja og snjór niður í tún. Mesta furða er, hversu jafnlynt fólk getur ver- ið í slíku veðurfari. Inni í eldhúsi hjá Ketilríði var altaf hlýtt, og aldrei þraut kaffið á könnunni. Að lokinni vinnu á kvöldin var oft glatt á hjalla yfir könnunni, eins og nærri má geta, enda var þarna fólk, sem hafði í mörgum æfintýrum lent bæði við sjó og vind, fólk, sem þurfti að fara fótgangandi hvert sem var, vegna þess að fjöllin eru ófær hestum. Fólk, sem fór á hverju vori norður að Horni til þess að síga í bjarg, fólk, sem þurfti að smala í erfiðustu klettabeltum, hlaupa upp snarbrattar fjallahlíð- arnar og renna eftir örmjóum þræðingum á fjallsbrúnunum. Þetta, sem mjer fanst vera æfin- týri, var sjálfsagt og daglegt brauð fyrir þessu fólki, sem var í mógröfum alla daga, þurfti síðan að stinga upp garða sína og setja í þá á kvöldin og rerí til fiskjar á næturnar. Og þegar jeg sit þarna í eldhúsinu hjá Ketilríði og hlusta á frásagnirnar og samtalið, þá lang- Frá Hornströndum. ar mig til að fá að gera eitthvað líka, og mjer er sagt, að jeg skuli ganga norður að Horni og sjá sigið í bjarg. Og því lögðum við þrjár af stað gangandi, Ragna, Bogga og jeg, með nesti og nýja skó, svartfugls- egg, kaffi og kleinur. Við gengum lengi, lengi, eftir lyngivöxnum hlíðum með birkikjarri á víð og dreif. Glampandi sólskin var á sljetta firði og umhverfis okkur himinhá fjöll. Loks hætti allur gróður. Urð og grjót tók við, og Ragna stundi þungan, gnísti tönnum og hótaði að snúa við. Ógurlegur dugnaður heltók mig við erfiðleika Rögnu. „Bíddu. Snúðu ekki við fyr en tindinum er náð“, sagði jeg í örfandi róm. En hún beið ekki. Hún bljes meira en áður og snjeri við í orði hverju. „Jeg sný við“, sagði hún, „aldrei skal jeg fara að Horni framar". „Sko, nú erum við að komast upp á tindinn", sagði jeg, og enn gengum við og gengum, og ennþá hótaði Ragna að fara aldrei framar að Horni. „Heldurðu að erfiðið sje til einskis, ef við fáum að sjá sigið í bjarg“, sagði jeg. Altaf komu fleiri hæðir í ljós, þegar eina þraut. Enginn gróður, bara möl, grjót og auðn. Gömlu vörðurnar sáu til ferða okkar og gættu okkar. Allar voru þær „eldri“ vörður, sátu þarna um kyrt í íslenskum búning. Sumar brostu kankvíslega og sögðu: „Jeg held við þekkjum þess- ar fjallaferðir, ekkert nema erfið- ið, og svo jetur maður eitthvað á fjallstindinum". Aðrar sveipuðu sig þunglyndislega í sjalið og sögðu: „Leikið ykkur ekki að fjallaferðunum stúlkur mínar. Þær hafa gert mörgum manninum þunga skráveifu. Enn aðrar vísuðu leiðina og sögðu alúðlega: „Þessa leið, beint af augum, svo beygja til hægri, síðan dálítið til vinstri, fara svo í smáhlykkjum bæði til hægri og vinstri, því næst í austur og dálítið í norðvestur---------“. Sumar gutu öfundaraugum til okkar yfir strigakastinu og taut- uðu: „Þessar geta það. Þær eru ennþá fráar á fæti“. Ein sagði: „Hjer varð maður úti“. Önnur sagði: Jeg hef bjargað mörgum manninum". Loksins komumst við upp á tindinn, settumst undir vörðu og tókum óðslega til snæðings. Svartfuglsegg, kleinur og kaffi var brátt horfið úr malnum, og við hjeldum leiðar okkar. Sólin skein, og það hallaði undan fæti. Eftir langa göngu niður í móti rauf Ragna þögnina: „Ekkert skil jeg í fólki, sem segir, að erfitt sje að ganga að Horni". Ljettist þá gang- an, eins og nærri má geta. fshröngl sást lengst út á íshafi. Við vorum komnar í Kjaransvík- ina og settumst á tóftirnar, sem þar voru. „Hjer vildi jeg búa“, sagði jeg og virti fyrir mjer móður nátturu, sem var óvenjuglaðleg þennan dag. „Þú myndir segja eitthvað, ef þú þyrftir að búa hjerna“, sagði Bogga. „Hjeðan hefir hver bóndinn á fætur öðrum flosnað upp sökum reimleika". Við sitjum og hlustum litla stund, og þá heyri jeg undarleg hljóð frá læknum, og bárurnar gnauða ömurlega, svo að jeg bið þær að flýta sjer hjeðan í guðanna bænum. Hröðum við nú göngunni sem mest við megum undan fóta- tökunum, sem elta okkur, þar til er tóftirnar eru langt að baki. Þá hughreysti jeg stúlkurnar eftir megni. Ekkert að óttast. Það eru engir draugar til. Bogga segir mjer frá bóndanum, sem seinastur bjó hjer og ætlaði að bjóða Móra byrginn, en svo fór, að draugsi varð besti vinur hans og hjálpaði honum jafnvel með ýmislegt. — Eitt kvöld kom gestur í Víkina og beiddist gistingar. Um miðnætti hrökk hann upp við það, að barið var að dyrum. Bóndi bað hann hvergi að hræðast, þetta væri bara draugurinn. Hann bauð draugsa í stofu, spurði hann hvort hann vildi ekki taka ofan hausinn. — længra komst gesturinn ekki í frásögn sinni. Jeg hugsaði um bárugjálpið, lækjarniðinn, frostbresti, kólgu- hríðar, skipsbrotsmenn og ein- yrkja, og mjer fanst ofur skiljan- Þá er fyrst frá því að segja, að Súðin lagði frá landi með sjóveika farþega. Átti hún að fara vestur og norður og koma við í Stykkis- hólmi til þess að sækja okkar mikla söngvara, Eggert Stefáns- son. Eins og nærri má geta, var stansað á hverjum firði og gengið á land. Á Bíldudal hittum við Kristján. Það atvikaðist þannig, að við höfð- um gengið á land nokkrir farþegar og slegist í förina með gömlum manni, sem þar kom út úr húsi sínu. Settumst við á vegarbrúnina undir óvenjuvel hlöðnum grjót- vegg, sem gamli maðurinn fræddi okkur um, að hann hefði hlaðið, eftir að hann var orðinn ófær til sjósóknar. Hann sagði okkur margt til fróðleiks, en að lokum fanst honum óviðkunnanlegt að vita ekki við hverja hann ætti hjer, vjek sjer að Eggerti Stef- ánssyni og sagði: „En hvað heitir þú eiginlega? Maður kann nú bet- ur við að vita það“. „Jeg heiti Eggert og er Stef- ánsson", svaraði ávarpaður. „Og hvers stands maður ert þú í Reykjavík?" „Jeg svona syng“, svaraði Egg- ert. „0, já, atvinna er það eins og hvað annað. Altaf hef jeg gaman af söngnum, þótt jeg skilji hann lítið og hafi aldrei getað komið upp hljóði sjálfur". Kvöddum við Kristján því næst, og Súðin hjelt leiðar sinnar eftir stutta stund. Nú þarf varla að segja sjóferða- söguna lengur. Þegar til ísafjarð- ar kom, skildu leiðir okkar Egg- erts, því að hann hjelt til „II Para- diso“, sem hann hefur víðfrægt í bók sinni „íslands Fata Morgana". En áður en hann færi þangað, bjargaði hann mjer og Rögnu, fylgdarmey minni, um bát, sem var á förum til Jökulfjarða, því að Úr Fljótavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.