Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 Svo kvað Tómas vorur.. of ungir til að vera teknir gildir sem ábyrgðarmenn. En Halldór kunni ráð við því. Hann sagðist vita af barnakennara, sem verið hefði í Mosfellssveit og nú væri í grjótvinnu uppi í Öskjuhlíð. Hann mundi vera til með að ger- ast ábyrgðarmaður. Við fórum til hans. Hann var hinn bezti og við fengum nafn hans og ábyrgð, fór- um í prentsmiðjuna, gáfum út blað, og seldum það í blóra við íþróttamennina 17. júní. Þetta gekk vel. Við gáfum út annað og seldum það 19. júní í blóra við kvenfólkið. Þá vorum við búnir að græða svo mikla peninga, að við vissum varla aura okkar tal, og gátum ekki sem virðulegir blaðaeigendur staðið í þessu lengur hjálparlaust. Þá réðum við Sigurð Einarsson til þess að annast ritstjórn að 3. tölublaðinu. Hann neytti aðstöðu sinnar til að lauma skömmum í blaðið um okkur, eigendurna. Við urðum þess varir, er við komum í prentsmiðjuna til eftir- lits. Við heimtuðum, að blaðið væri brotið upp, og iögðum bann við því að það yrði gefið út framar. Þar með var það úr sögunni, nema ef tölublöðin tvö, sem út komu, kunna að vera til í Landsbóka- safninu. Ábyrgðarmaðurinn fékk mikið gott upp úr þessu. Honum hefur víst verið gert að greiða allan út- gáfukostnaðinn, prentun og papp- ír. En upp úr þessu fór hann sjálf- ur að fást við yrkingar og mála- færslu. — Hver er sá? — Pétur Jakobsson. Á styrjaldartímum — En hvernig gekk námið? — Það gekk eiginlega vel. — Við Sigurður lásum af kappi nema lítinn tíma um miðjan veturinn. Þá urðum við báðir ástfangnir af sömu stúlkunni, og töluðumst ekki við. Þá kom mér það í koll, að ég var búinn að kenna Sigurði að yrkja. Það notaði hann sér óspart. Svo trúlofaðist stúlkan einhverjum öðrum, og þá urðum við aftur góð- ir vinir og höfum verið það síðan. En Sigurður hætti að yrkja. Annars höfðum við ýmislegt á prjónunum, því að þá voru styrj- aldartímar, og mikill gróðahugur í mönnum. Og þá gerðumst við einu sinni brautryðjendur í íslenzkum iðnaði, þó að þess sé sjaldan getið. Það vantaði skósvertu hér, eins og þú manst í fyrri styrjöldinni. Við fengum upplýsingar hjá pilti í Laugavegs-apóteki um það, hvern- ig ætti að sjóða skósvertu. Við fengum pott og öll efni til þess. Við áttum heima í bakhúsi. Unn- um í kjallaranum. Það var mesta púl. Við þurftum alltaf að hræra og hræra í pottinum, í hvert skipti sem átti að taka upp í dós, svo að svínafeitin settist ekki ofan á. Við settum skilti í gluggann með stórum stöfum: — „Hér fæst skósverta! Fólk er beðiö að hafa með sér dósir. “ Þetta gekk vel í fyrstu. Fólkið kom með dósir og keypti svertuna. En svo eyðilagði einn skóari þenn- an iðnað okkar. Hann kann að vera bezti maður. En við áttum erfitt með það, við Sigurður, að líta hann réttu auga. Hann átti heima í húsi alveg við götuna, fyrir framan bakhúsið okkar. Hann byrjaði líka að búa til skó- svertu og „sló okkur út“. Því að hann setti skilti út í gluggann, sem hljóðaði á þessa leið: „Hér fæst skósverta. Fólk þarf ekki að taka með sér dósir.“Þá var úti um ' .ínan iðnað okkar. En við höfð- um þó 170 krónur upp úr krafsinu. AHs konar frátafir Eftir því sem Iengra leið á skólaárin fór maður að hafa minni og minni tíma til að stunda námið, eins og gefur að skilja. Einu sinni þegar ég hafði aldrei komið í skól- ann í hálfan mánuð, fyrr en eftir hádegi, kom Jón Ófeigsson til mín og sagði: „Hvað gengur að yður, Tómas?" Á því augnabliki mundi ég ekki eftir nema tveim sjúkdóm- um, og segi: Krabbamein og tær- ing! „Hvernig getið þér afborið þetta, Tómas rninn?" segir Jón með sinni saklausu nærgætni, en ofurlítið örlaði fyrir brosi í vinstra munnviki hans, svo að mér datt í hug, að ég myndi þarna hafa tekið of djúpt í árinni, svo að ég flýtti mér að bæta við: — Ja, það er að segja, það er krabbameinið sem hefir tæringuna. Þá færðist brosið í hitt munnvikið á Jóni. Já, það var margt brallað á þeim skólaárum. Það fer um mig hrollur í hvert sinn, er ég minnist ferðar, sem farin var eina haustnótt inn í Sund. Það var ránsferð. Þar var skip, sem lagt hafði verið ári áður. Þú hefðir átt að sjá hann vin minn, Sigurð, þegar hann labbaði upp Völundarbryggju í birtingu um morguninn með 60 pund af blýi undir annarri hendinni og kexpoka á bakinu. Það stóðu tveir lögregluþjónar á Klapparstígs- horninu, er þangað kom. En blýið gaf góðar tekjur og kexið geymdum við í skáp undir súð. Það mætti spyrja hann að því, hann Ólaf Helgason lækni, hvort það kex hafi ekki verið góður mat- ur. í „aristókratíinu“ Heyrðu, Valtýr. Réttu mér glas- ið mitt. Tómas dreypir á og setur glasið nær sér, og heldur áfram: — Hvað myndi verða um freistingarnar, ef maður léti aldrei eftir þeim. Þær yrðu úti! Hvers eiga þær að gjalda? Það guðdómlegasta við falleg vín er það, að þau gera mann svo ístöðulausan. En til eru þeir menn, sem aldrei geta unnið bug á „karakter" sínum. Það er af því, að þeir eru svo litlir aristó- kratar. Sú var tíðin, að mig langaði til að verða aristókrat. Það er langt síðan þetta var. Þá kunni ég ensku á haustin, en var búinn að gleyma henni á vorin. Það var þegar ég var lítill drengur heima á Efri- Brú. Auðug, ensk læknishjón voru heima hjá okkur nokkur sumur við veiðar. Einu sinni stungu þau upp á því, að taka mig með sér til Englands. Ég hefði að sjálfsögðu viljað fara, því að þau áttu alltaf svo mikið af sælgæti. En móðir mín hefir víst verið á annarri skoðun, og ég er henni þakklátur fyrir það. — Það er nefnilega al- veg eins gaman að drekka með Gunnari Viðar og Tómasi Hall- grímssyni eins og brezka aristó- kratíinu. — Og þá hefðir þú heldur aldrei orðið skáld. — Líklega ekki. Og það væri skaði. Því að skáldskapur getur komið mörgu góðu til leiðar. Einu sinni þegar ég var ungur stúdent, lagði ég grundvöll að hjónabandi kunningja míns með því að yrkja fyrir hann ástarkvæði til stúlku, sem hann þekkti ekki þá. — Og var hjónabandið ham- ingjusamt? — Já, í mesta máta. Ég veit ekki betur en eini skugginn á því sé sá, að hún atyrðir stundum manninn sinn fyrir að hafa hætt að yrkja. Eins og hann hafi verið efnilegur til að byrja með. — En stundum ortir þú ást- arkvæði fyrir sjálfan þig? — Já, stundum. Einu sinni orti ég kvæði á bláan pappír til yndis- legrar stúlku í Vesturbænum. En þá varð hún vond. Sagðist vera bú- in að sjá þetta kvæði hjá vinstúlku sinni í Austurbænum. En raunar hafði ég bara lánað kunningja mínum afrit af kvæðinu á gulum pappír handa hans stúlku. Síðan hefi ég alltaf gætt þess að senda ekki tveim stúlkum sama ástar- kvæðið. — Var það hún, sem kom á stefnumótin fyrir sunnan Frí- kirkjuna? Það brá fyrir þótta í svip Tóm- asar. Hann svaraði ekki spurning- unni, en hleypti snöggvast brún- um, um leið og hann reis úr sæti sínu. Nú talaði hann í fullri lík- amshæð: — Forfeður mínir áttu margar jarðir, en þeir hafa gleymt að arf- leiða mig. Þú mátt þó ekki halda, að ég sé neinn öreigi. Ég er að kaupa rekajörð fyrir vestan. Mestu kostajörð. Mesti kostur hennar er þó sá, að þangað kemst enginn nema fuglinn fljúgandi. En þegar sjógarpar fara þangað endrum og eins til að hnupla reka, þá hafa þeir ekki vit á að hirða um það, sem mest er varið í, sjóbirt- inginn í ánni. Annars er jörðin full af alls konar landslagi. — Hefir þú nokkurn tíma kom- ið þangað sjálfur? — Nei. En ég hefi lesið um þetta allt í Kaalunds Topografiske Beskrivelse af Island. — Já, en var það hún við Frí- kirkjuna, sem fékk bláa kvæðið? — Nei, það var önnur, sagði Tómas. Og þá sagði hann ekki meira, en gekk hægt og rólega út. Ég fylgdi honum til dyra. Ég fylgdi honum niður tröppurnar og alla leið út á götu. Dagsbrúnin lyfti sér yfir aust- urfjöllin. — Nú er orðið bjart í Gríms- nesinu, sagði ég, rétt tilað segja eitthvað. — Já, sagði Tómas. í fyrramál- ið fer ég austur að Sogi til þess að skoða húsið mitt. — Þakka þér fyrir, Tómas minn, hugsaði ég. — Þú hefir gleymt nóttinni. Birtist fyrst í Lesbók um 1940. Eitt af mörgum viðtölum sem birt- ust eftir Valtý Stefánsson ritstjóra í Lesbókinni er þetta spjall rið Tómas Guðmundsson skáld, en löngu seinna roru gefnar út nokkr- ar bækur með riðtölum hans rið ýmsa þjóðkunna menn. Þetta rið- tal er að finna í bókinni sem ber heitið „Þau gerðu garðinn frægan“ og út kom 1956. Ragna- rök Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Maggie Gee: The Burning Book. Faber and Faber 1983. Fyrsta skáldsaga Maggie Gee „Dying, in other Worlds", hlaut mjög góða dóma, gagnrýnendur luku allir upp einum munni, að það væri fátítt að fyrsta skáldsaga höfundar væri svo snilldarlega samin sem þessi. Þetta er saga þriggja kynslóða, fjölskyldusaga ósköp hversdags- legrar breskrar fjölskyldu og fjöl- skyldna, svokallað alþýðufólk, sem höfundi hefur tekist að glæða slíku lífi að lesandinn virðist kynnast því og man eftir því sem sérstökum einstaklingum að lestri loknum. Þetta fólk lifir á síðum bókarinnar, vinnur, hatar og elsk- ar, vonar og óttast. „Þetta er saga Lornu, sem fæddist í Wolver- hampton, hún var dóttir Mervyn Lamb, sem verslaði á horninu. Þegar verslunin fór á hausinn, giftist Lorna Henry og eftir nokkra mánuði varð hún ófrísk ... Hún var í rauninni barn, þegar þau giftust: Hár hennar glóði eig- in roða. Hún var þó komin yfir fertugt þegar loka-átökin hófust." Þannig skrifar höfundurinn um söguna. Og fólkið lifir í sínum heimi, það hefur engin afskipti af þeim heimi sem ræður örlögum þess að lokum. Raddir taka að þrengjast inn í söguna frá Japan, Hiroshima og Nagasaki. Reykinn tekur að leggja inn á síður sög- unnar frá hryllilegri framtíð. Það er unnið að endurtekinni Hiro- shima af hershöfðingjum langt fjarri í sprengjuheldum kjöllur- um. „Fæðing barnsins gekk vel“ stóð í skeytinu, sem Churchill fékk frá Alamogordo, þegar vísinda- mönnum hafði tekist að sprengja fyrstu kjarnorkusprengjuna. Og sögurnar frá Japan verða ágeng- ari eftir því sem á líður, lýsingar á hátterni Japana í styrjöldinni við Kína eru dregnar upp, löngu fyrir daga Hiroshima. Höfundurinn bregður upp svipmyndum úr for- tíðinni og framtíðinni þannig að það tvinnast nútíðinni og allt stefnir að endalokunum. Bruna- lyktin ágerist og gagnkvæmar hótanir stórveldanna magnast. í sögulok eru aðalpersónurnar staddar hingað og þangað þegar allt verður meira en skjannabjart, ofboðsleg birta og glerið bráðnar niður í glugganum um leið og aug- un sjá ekki lengur, það sá enginn lokabjarmann og bækur bókarinn- ar urðu að ösku. Síðustu blaðsíðurnar brunnu ... Lokakaflarnir eru prósaljóð, hryllingur síðustu blaðsíðnanna dreginn saman og í lokin — „Fugl- ar, svifléttir og sterkir berast með vindinum — mynda merki kær- leikans yfir Evrópu, yfir Moskvu, Washington og London. Orð gegn dauðanum — líf gegn dauðanum — nýtt líf gegn lokunum." Frásagnarsnilld þessa höfundar er einstök, sumir kaflarnir minna helst á prósaljóð. Þetta er mögnuð saga og henni lýkur í voninni. JL __ Wterkurog kj hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.