Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 Jónas Hallgrímsson Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þjer alt í haginn! í öngum mínum eriendis yrki eg skemsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju; ó, að jeg væri orðinn nýr og ynni þjer að nýju“. Ef þessi skoðun er rjett, væri það ást Jónasar til Þóru Gunnars- dóttur, æskuást hans, sem hefði skotið upp í huga hans löngu síð- ar, mögnuð af þungum hörmum, „eins og heillastjarna í sjávar- háska" (Baudeiaire). V Sumarið, sem Jónas fer utan í fyrsta sinni, markar tímamót í kveðskap hans. Hann er nú alt í einu kominn fjarri ættlandi sínu — hann sjer það nú aðeins í draumum sínum og elskar það nú enn heitar en áður. Hann er kom- inn úr fábreytta þorpinu á Sel- tjarnarnesi til borgarinnar, með mannfjölda hennar og allskyns tækifærum, glaumi og skarkala, vísindum, skáldskap og verald- arlífi. Hann drekkur djúpan teyg af öllum lindum hennar. Hann finnur nú sterkar en áður and- vara hinnar rómantísku stefnu — hann kynnist nú fyrst og fremst hinum þýsku skáldum. Og hann heyrir gnýinn af frelsishreyfingu þeirri, sem hafin var með júlí- byltingunni á Frakklandi 1830. Alt það, sem nefnt var, kemur fram í kvæðum hans. Formgallar þeir, sem fundnir verða á kvæð- um hans áður, hverfa. Kveðskap- ur hans auðgast að háttum og hugsjónum, sjóndeildarhringur- inn víkkar. Sjáið, hversu nýir bragarhættir þyrpast nú fram! Vjer sjáum fornhættina, sem nú eru orðnir öruggir oig stíl- hreinir. Auk þeirra, sem áður voru nefndir, koma nýir til. Tög- drápulagið, ljett og fjaðurmagn- að eins og dansmær: Sofinn var þá fífill fagur í haga, mus undir mosa, már á báru ... Dróttkvætt kemur fram í nýrri mynd (lengt um eitt atkvæði, vís- an fjórar línur), en svo mjúkt, að það er nærri því ókennilegt: Ungur varjeg og ungir austan um land á hausti laufvindar bljesu Ijúfir, ljekjeg mjer þá að stráum. Enn fleiri fornháttaafbrigði koma fyrir, sem oflangt væri upp að telja. — Þá koma suðrænir hættir, hlýir eins og sumargola: Sonetta með yndisþokka margra alda fágunar: Nú andar suðrið sæla vindum þýð- um... Terzína, marglit fljetta, sem að öllu sjálfráðu endar aldrei: Skein yfir landi sól á sumardegi... Stanza, svipmikil og tíguleg: Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda ... Elegía, lygn og tær eins og bergvatn: fsland farsælda-frón og hagsælda hrimhvíta móðir... Redondilla: Sáuð þið hana systur mina sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti jeg falleg gull; nú er jeg búinn að brjóta og týna. Hjá Heine lærir Jónas tvo hætti. Fyrst og fremst eftirlæt- isbrag Heines: Og undir norður-ásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Hitt er spanska rómanzan (rímuð hjá Jónasi): Hárið sítt af höfði drýpur hafmeyjar í fölu bragði; augum sneri hún upp að landi og á brjóstið hendur lagði. Þetta eru frægustu hættirnir, sem fyrir koma hjá Jónasi, en marga fleiri notar hann á þessum árum. Þeim er öllum sameiginleg mýktin. Eftir förina út yfir hafið fjölg- ar líka viðfangsefnum Jónasar. Hann yrkir enn samsætiskvæði (en þau eru innblásnari en áður) og erfiljóð. En svo koma ættjarð- arkvæðin, eins og við var að bú- ast, þar sem hann er svo fjarri íslandi á vori frelsisbaráttunnar, kvæði til þess að vekja og hvetja þjóðina — og þá vitanlega með því að setja hinni sljóu kynslóð fyrir sjónir dýrð fornaldarinnar, að rómantískum hætti. Hann yrkir mikið af náttúrulýsingum (Gunnarshólmi, Fjallið Skjald- breiður og önnur ferðakvæði), lofsöngva um sólina (Sólseturs- ljóð) og íslenskuna (Ástkæra, yl- hýra málið).- — Maður úti á ís- landi yrkir heldur ófimlegt kvæði um konu í Noregi, sem verður úti — það særir smekk Jónasar, og hann kveður um þetta formfagra ballödu: „Fýkur yfir hæðir" (und- ir bragarhætti Schillers á ljóði Theklu í Wallenstein „Dunar í trjálundi" — þýð. Jónasar, — hátturinn þó notaður áður af Bjarna Thorarensen). Hann yrkir viðkvæm dýrakvæði (Grátitling- ur, Óhræsið) og kristallshreinar barnavísur (Sáuð þið hana systur mína, Heiðlóarkvæði). — Háð- kveðskap sínum heldur Jónas áfram, en hann verður marg- breytilegri. Nú bætist skopstæl- ingin við — það eru einkum rím- urnar, sem hann hefir að skot- spæni. Nú kemst Jónas í kynni við hinn fyndnasta og andríkasta höfund samtíðarinnar, Heine. Þar kynnist hann hinu róman- tíska háði, tvísæinu, þar sem draumurinn og veruleikinn rek- ast á, þar sem saman fer djúp viðkvæmni og meinleg lítilsvirð- ing, tár blikar í augum meðan glott leikur um varirnar. Ágætt dæmi um það má nefna úr Heine. Hann yrkir fylkingu af ljóðum um ást sína og ástarsorg, og niðurstaðan verður loksins: O, König Wiswamitra, o, welch ein Ochs bist du, dass du svo viel kámpfest und bussest, und alles fur eine Kuh.* f kvæðum Jónasar ber ekki allskostar mikið á hinu róman- tíska, tvísæa háði, en þó kemur það fyrir í hinum síðari kvæðum hans og þýðingum, en sýnu meira í brjefum hans og brotum. — Um samband Jónasar og Heines skal ekki rætt frekar hjer, en það er skemtilegt efni, sem kastar ljósi á skapferli Jónasar. VI f upptalningu minni á háttum Jónasar eftir hina fyrstu brottför hans af íslandi, hefi jeg ekki litið á það, hvort þeir koma fram seint eða snemma á árunum eftir 1832. Þetta kemur af því, að allan þennan tíma er formið það sama hjá honum. Ef nokkurs væri þar við að geta, þá er það, að vera má, að hættir Heines sjeu honum til- tækastir á síðustu árum. En að efni og efnismeðferð hygg jeg aft- ur á móti, að finna megi breyt- ingu á síðustu árum hans. Ef ætti __________________________79_ að kenna þetta tímabil við nokk- uð, þá væri það helst raunsæi og klassicismi. Hvað jeg á við með þessu, mun brátt koma í ljós. Það er ekki efi á, að þunglyndi Jónasar hefir farið vaxandi hin síðari ár, og kemur það greinilega fram í ljóðum hans. Áður fjell enginn skuggi af raunum hans inn í sólheima fegurðarinnnar, skáldskapinn. Nú verða þeir fleiri og fleiri. Hann barmar sjer nærri því aldrei og er altaf karlmenni. En í fjölmörgum hinna síðustu kvæða hans er hin þunga undir- alda sársaukans. En svo eru önnur kvæði, þar - sem honum hefir tekist að drotna alveg yfir sársaukanum, og þar kemur fram það, sem jeg kendi við klassicisma. í því orði er oft fólgin hugmyndin um hina grísk-rómversku fornöld. En það getur líka táknað þann anda, það horf við hlutunum, sem er skylt að einhverju grísk-rómverskum anda. Klassicismi er því um fjöl- mörg atriði ólíkur eða jafnvel andstæður rómantíkinni. Róm- antíkin hefir mætur á fjarlægð- inni, rökkrinu, gruninum, ein- staklingnum, gefur tilfinningun- um og ímyndunarafli lausan taum. Klassicisminn metur meira nándina, vissuna, birtuna, hið sammannlega, vill skorða ástríð- urnar í ströngu formi. í öllum hinum bestu kvæðum Jónasar, nema þá helst ástakvæð- um hans, ber mikið á klassiskum anda — sum rómantísk einkenni eru þar ekki til, svo sem ástin á tunglsbirtu og rökkri. En í mörg- um síðustu kvæðum hans sigrar hinn klassiski andi að fullu, svo að það er ekki eftir snefill af róm- antik. Vjer fáum ljósar, skarpar, raunsæar, svalar lýsingar á þjóð- lífi (Sláttuvísur, Formannsvísur) eða þá staðalýsingar: Ömurlegt alt mjer þykir útnorður langt í sjá; beinin hvítna þar beggja bræðranna klettinum á. Það mætti vel líkja kvæðum sem Gunnarshólma við málverk, þessi kvæði eru rismyndir (re- liefs) í grískum stíl, úr hvítum, svölum marmara. * í þýðingu Hannesar Hafsteins: Þú vesalings Hallur á Hamri, hræðilegt naut ert þú, að þú skulir þjást svona mikið og það fyrir eina kú. Próf. F.inar Ólafur Sveinsson ritar grein um kreóskap Jónasar llall grímssonar í Lesbók 3. nóvember 1929. Fögur gjöf til Hallgríms- kirkju Á morgun, föstudaginn langa, verður vígt í Hallgrímskirkju for- kunnarfagurt altarisklæði, sem er gjöf til kirkjunnar frá Óla M. ísakssyni, í minningu eiginkonu hans, Unnar Ólafsdóttur, lista- konu, sem lést á sl. sumri. Klæði þetta gerði hún fyrir nærfellt fjór- um áratugum. Er það svart á lit úr islensku ullarefni, saumað gull- þræði og með hör, sem ræktaður var hér á tilraunabúinu á Bessa- stöðum og spunnin hér á landi. Klæðið er mynd, sem sýnir pelík- an, sem nærir unga sína við brjóst sitt. Pelíkaninn er fornt Krists- tikn, og tákn krossfórnarinnar. Byggði það á þeirri sögn um pelík- anann, að þegar höggormurinn hafði deytt unga hans, vakti móð- irin þá aftur til lífsins með því að særa sjálfa sig á brjóti og gefa ungunum sitt eigið hjartablóð. Þetta einstæða altarisklæði mun einungis verða notað á föstudag- inn langa, og mun flytja hljóðláta og áhrifamikla predikun um kær- leiksfórn frelsarans, sem með dauða sínum gaf mannkyni lífið. Fyrir hönd Hallgrímskirkju og safnaðar vil ég færa gefanda heils- hugar þakkir fyrir þessa fögru gjöf, og bið Guð að blessa minn- ingu listakonunnar. Karl Sigurbjörnsson (fUPDNl) TYPAR nýlausnogömlumvanda TYPAR síudúkur frá Du Pont er níðsterkur jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene. @Hann er léttur og mjög meðfærilegur. TYPAR síudúkur leysir alls konar jarðvatns- ^vandamál. ® TYPAR er notaður í ríkum mæli í stærri verk- um svo sem í vegagerð, hafnargerð og @stíflugerð. TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jarðvatns- vandamálum við ræsalagnir við hús- byggingar, lóðaframkvæmdir, íþrótta- ^svæói o.s.frv. ® TYPAR síudúkur dregur úr kostnaði viö jarð- vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf og stuðlar að því, að annars ónýtan- legan jaróveg megi nota. Dúkurinn kemur sérstaklega vel að notum í ódýrri vegagerö, hann dregur úr aur- bleytu í vegum þar sem dúkurinn að- skilur malarburðarlagið og vatnsmett- að moldar- eóa leirblandaðan jarðveg. Notkun dúksins dregur úr kostnaði við vegi, ,,sem ekkert mega kosta”, en leggja veröur, svo sem að sveitabýl- @um, sumarbústöðum o.s.frv. TYPAR er fáanlegur í mörgum geröum, sem hver hentar til sinna ákveðnu nota. TYPAR® skrásett vörumerki Du Pont Síöumúla32 Sími 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.