Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 Jón Sigurd.sson og kona hans Ingibjörg Kinarsdóttir. Áður en vikið er að atburði þeim, .sem myndin sýnir, er rjett að vekja athygli með fám orðum á umhverf- inu, eins og það þá var í Aðalstræti og myndin sýnir. Húsið sem sjest lengst til vinstri á myndinni var í þá daga, þegar þetta gerðist, eign Ólafs Ólafssonar söðlasmiðs, en síðar keypti Sturla Jónsson þetta hús og var það lengi nefnt „Sturlubúð", var rifið fyrir nokkrum árum, og eigi leyft að byggja á lóðinni, vegna væntanlegra breytinga á gatnaskipun þarna. Næsta hús vestan við götuna er gamla Bisk- upsstofan, sem nú er eign verslun- ar „Silla og Valda". Næsta hús norðan við er svokallað Hákon- senshús, sem Einar „hattari" átti á sínum tíma, þar sem Jónas Hall- grimsson bjó, er hann átti heima hjer í Reykavík, og þar sem Sig- urður Breiðfjörð dó síðar. En Valgarður Breiðfjörð stækkaði húsið í núverandi mynd þess og er það með hans ummerkjum. Háa húsið nyrst í götunni er núverandi Ingólfs Apótek, er Tærgesen kaup- maður bygði, og „Bryggjuhúsið" fyrir miðju, er Nathan og Olsen breyttu um árið í sína núverandi mynd, er þeir fluttu skrifstofur sínar þangað. Grasflöturinn til hægri á mynd- inni er norðvesturhornið af gamla kirkjugarðinum, sem var búið að sljetta er þetta gerðist, en Schier- beck landlæknir breytti síðan í trjágarð og blómlegan reit, og er nú nefndur í daglegu tali „Bæjar- fógetagarðurinn". En húsið norð- an við garð þann, er stendur á lóð- inni þar sem nú er Aðalstræti 9, er Landsprentsmiðjan gamla er bygð var sem forstjóraíbúð fyrir „Inn- rjettingar" Skúla fógeta. Dökka húsið þar norðan við var kallað Hittan. Það hús átti hinn nafntogaði skoski fjárkaupmaður Coghill um skeið, og þar norðan við sjest örla á „Hótel ísland", er þá var oftast nefnt „Knæpan" og Jörgensen gestgjafi átti. En Jörg- ensen kom hingað sem kunnugt er sem þjónn Trampe greifa, en ílengdist hjer eftir að greifinn fór. Sigfús Eymundsen tók mynd- ina. Er hún tekin á „vota plötu“ að því er Daníel heitinn Daníelsson sagði þeim er þetta ritar, en Daní- el var lengi við ljósmyndasmíði hjá Eymundsen og öllum þeim hlutum þaulkunnugur. Til þess að geta tekið myndir á slíkar plötur, varð að „taka á tíma“, sem kallað er, og alt því að vera hreyfingar- laust, sem myndað var, enda er augsýnilegt, að líkfylgdin hefir staðnæmst og stendur kyr þegar myndin er tekin. Myndatökumaður hefir sýnilega verið uppi í glugga á efri hæð á húsi því sem stóð sunnanvert við enda Aðalstrætis, og síðar var bú- staður Hjálpræðishersins. Myndin er tekin norður eftir Aðalstræti, og sjest „Bryggjuhúsið" í baksýn. Lík þeirra hjóna voru flutt þar í land frá póstskipinu „Phönix", og frá Bryggjuhúsinu hófst líkfylgd- in. Hún var skipulögð eftir ákveðnum reglum, og voru þær reglur gefnar út á prenti og útbýtt til bæjarmanna og aðkomumanna svo allir gætu kynt sjer þær og farið eftir þeim. Samkvæmt fyrir- skipunum þessum, er forstöðu- nefnd útfararinnar hafði gert, enda ber lýsingum athafnarinnar saman við þær, var „hornleikara- flokkur Helga trjesmiðs Helga- sonar“ í fararbroddi. Sjest nokkuð af honum í „forgrunni" myndar- innar. Næstir gengu stúdentar í skrúðgöngunni, og þá skólapiltar, og segir í samtíma frásögninni að flokkar þessir hafi verið hver með sinn fána. Fáni stúdentanna verð- ur ekki greindur á myndinni. En frekar má gera sjer grein fyrir skólapiltafánanum, sem er þó ógreinilegur vegna þess hve hann hefir blakt til, en hvasst var af suðvestri þenna dag, en mynda- takan þannig, eins og fyr segir, að það eitt sjest sem kyrt er. Þar sem mannþyrpingin breikk- ar, svo fyllir út yfir götuna, hafa kisturnar verið. Þær voru bornar alla leið, og voru burðarmenn alls 64, 32 bændur, 16 skólapiltar og 16 iðnaðarmenn, „og aðstoðaði dannebrogsmaður Geir Zoéga nefndina í því að stýra líkburðin- um“, segir í útfararlýsingunni. Þessir 64 líkburðarmenn gengu fyrir framan kisturnar og með- fram þeim, milli þess sem þeir báru. Af síðari hluta líkfylgdarinnar verður minna sjeð á myndinni. En þar var öllu niður raðað eftir ákveðnum reglum. Fyrstir gengu, landshöfðingi, er þá var Hilmar Finsen, forseti efri deildar Pjetur biskup Pjetursson, varaforseti neðri deildar Grímur Thomsen, forseti Bókmentafje- lagsins Magnús yfirdómari Steph- ensen, þá útlendir heiðursgestir, fyrirliðar á frakkneskum herskip-' um er hjer voru, Dupleix og Actif, og danska herskipsins Ingolf, Ei- ríkur prófastur Briem og aðstoð- armenn landshöfðingja við útför- ina. í 2. flokki voru ættingjar þeirra hjónanna og prestar. í 3. flokki gengu alþingismenn. í 4. flokki fulltrúar ýmissa stjetta, hjeraða og fjelaga, kenn- arar, bæjarstjórn Reykjavíkur, fulltrúar sýslna og hreppa, versl- unarmenn úr Reykjavík, Hafnar- firði, Akranesi, Eyrarbakka, Iðn- aðarmannafjelag Reykjavíkur undir fána. Og þá gekk í 5. flokki allur al- menningur. En myndin sýnir alveg ljóslega að „almenningur" hefir litið svo á, að líkfylgdin væri fyrir fulltrúa og útvalda. Því niður við Bryggjuhús stendur fólk, sem ekki hefir gengið með „fylgdinni", en komið þangað til þess að vera við athöfn sem þar var. Þar var sungið kvæði eftir Steingrím Thorsteinsson, áður en lagt var af stað til kirkjunnar. Var það kvæðið „Sunnan ber snekkja sorgarfarm að ströndum". Eins sjer maður á myndinni, að fólk stendur við hús og á gangstjettum, til þess að horfa á líkfylgdina fara framhjá, án þess að slást í förina. Þetta verður skiljanlegra þegar tekið er tillit til þess, að öllu rúmi í kirkjunni hafi verið úthlutað handa ákveðnum mönnum. Eng- inn fjekk að koma þangað inn nema hann hefði aðgöngumiða. Þeir, sem ekki komust í kirkju, hafa því skoðað sig sem áhorfend- ur en ekki hirt um að vera með í líkfylgdinni. Þannig var skipað niður í kirkj- unni, að engar konur fengu sæti niðri í kirkjunni. Þær sem á annað borð fengu að vera þar, höfðu allar sæti uppi á lofti. Svo segir í útfararlýsingunni: „Beggja dyra kirkjunnar og stig- anna til loftanna gættu hermenn frá Ingólfi. Stóðu þrír þeirra hvor- um megin á stigapöllum kirkjunn- ar og heilsuðu með brugðnum sverðum meðan líkfylgdin gekk inn.“ Þykir það einkennilegt til frá- sagnar nú á tímum, að Jón forseti og kona hans skyldu ekki hafa komist í jörðina án aðstoðar danskra sjóliða. Svo segir í útfararlýsingunni: „Marskálkar 10 að tölu fylgdust með hinum ýmsu flokkum lík- fylgdarinnar til þess að gæta reglu. Voru þeir teknir úr flokki stúdenta og kandídata. Þeir voru kjólklæddir og auðkendir með því, að þeir báru svartan fetil með hvítum brúnum yfir hægri öxl og undir vinstri handlegg, og áttu þeir góðan þátt í því að sorgar- gangan fór vel og skipulega fram.“ Á myndinni sjest einn af mar- skálkum þessum greinilega. Einn þeirra er Davíð Scheving læknir, og er líklegt, að það sje einmitt hann, sem á myndinni sjest. Frá heimili Forsetans í kirkjunni voru sungin sorg- arljóð („Cantate") eftir Matthías Jochumsson. þar voru tveir ein- söngvar sungnir, og söng frú Ásta Hallgrímsson annan. Ritstj. Lesbókar hefir komið að máli við frú Ástu og hefir hún sagt svo frá; fyrst um-kynni henn- ar af Jóni Sigurðssyni og heimili hans í Höfn og síðan af útförinni. Jeg var 7 ára er jeg fyrst kom á heimili forsetans við Östervold í Höfn. Þá voru foreldrar mínir vetrarlangt í Höfn með okkur öll börnin. Lefolii kaupmaður bauð okkur að vera þar. Tókum við far með gufuskipinu Arcturusi. Það var að mig minnir fyrsta árið sem það skip var hjer í förum. Það var árið 1864. Mjer er öll sú ferð minn- isstæð, farþegarnir og viðkomu- staðirnir. Svo var það um veturinn að jeg af tilviljun varð um tíma daglegur gestur á heimili forsetans, og tvö systkini mín. Alls vorum við sex. En þrjú af okkur fengu skarlatss- ótt. Þá buðu forsetahjónin foreldr- 'um mínum að við sem frísk vær- um skyldum vera á daginn heima hjá þeim, til þess að við smituð- umst ekki. Þetta gekk svona í 3 vikur, við vorum alla daga heima hjá forseta. Jeg man mjög glögt eftir þessu „dagheimili“ okkar. Venjulega er forseti kom heim tók hann okkur á knje sjer, og sagði okkur sögur. Eða hann hafði meðferðis öskjur með smákökum í, sem voru með allskonar dýramyndum og áttum við að spila um kökurnar, nota þær fyrir spilapeninga. Frá þessum dögum er mjer í fersku minni, hve forseti gekk vel til fara. Hann var í flauelsvesti og flauelsjakka, og vestið jafnan að miklu leyti fráhnept, svo skein í hina skjannahvítu manchett- skyrtu. I>egar Forsetinn boröaöi tvenna miödegisverði Tíu árum seinna, árið 1874, kom jeg oft á heimili Forseta, segir frú Ásta Hallgrímsson ennfremur. Þá var jeg um tíma í Höfn hjá Lefolii-fólkinu. Eitt af því sem í mínum augum einkendi heimili þeirra hjóna var það, hve íslenskt það var að ýmsu leyti að útliti. Þar voru t.d. teppi og ábreiður úr íslensku efni og af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.