Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRlL 1984
Um kveðskap
Jónasar
Hallgrímssonar
I
Líf listamannsins er fegurst,
þegar það er skammvint. Þegar
honum hefir orðið þess auðið að
opinbera anda sinn, og það er enn
mitt sumar, er hann gengur inn
um dyrnar, sem enginn kemur út
um aftur. Þá sjer enginn hið
daprasta af öllu döpru, hnignun
hans og afturför. Þá þarf hann
ekki sjálfur að reyna hið þyngsta
af öllu þungu, ófrjósemi og and-
lega trjenun. Og jafnvel þótt ör-
lög sumra manna sjeu svo fágæt-
lega björt, að þeir þroskist fram á
elliár, geta þeir þó ekki átt vorið
nema einu sinni, gróandann, lif-
andi safann, töfra angandi vor-
nætur. Haustið á sína miklu feg-
urð til, en haustið er þó aldrei
nema haust.
Skáldferill Jónasar Hall-
grímssonar var jafn fagur og
hann var skammur. Sem skáld
var Jónas frábærlega hamingju-
samur. Honum varð þess auðið að
fylla kvæði sín þeirri fegurð, sem
hann sá í veröldinni, og hann
dýrkaði af öllu hjarta sínu. Hann
er einhver mesti listamaður allra
ísl. skálda, einhver mesti meist-
ari formsins. Honum varð þess
auðið að berjast til sigurs fyrir
þeirri stefnu, sem Bjarni Thorar-
ensen hafði hafið — það var ekki
einungis rómantíkin, heldur end-
urfæðing íslenskrar ljóðalistar.
Þegar Jónas kemur fyrst fram,
yrkir sín fyrstu kvæði, sem varð-
veitt eru, virðist hann fullþroska
í ljóðagerð. Síðan yrkir hann hátt
á annan áratug, þá deyr hann.
Hefir skáldskapur hans þróast á
þessum stutta tíma, hefir hann
breyst? Eða hefir þetta árabil
verið eitt langt augnablik,
óbreytanleg og fullkomið, án þess
að tannhjól tímans þokaði því.
„annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið“
Þetta mál mun jeg ræða nokkuð i
línum þeim, sem á eftir fara, og
mun jeg ekki síst líta á það, sem
stöðugast virðist hjá Jónasi:
formið.
II
Þrent virðist hafa haft mest
áhrif á Jónas Hallgrímsson á
yngri árum hans: klassicismi
Bessastaðamanna, kvæði Bjarna
Thorarensen, Ossían.
Klassicismi Bessastaðamanna
snertir einkum form Jónasar og
mál — gott dæmi þess er, að
hann þýðir kvæði eftir Horatíus á
inndælt íslenskt mál undir forn-
um háttum (ljóðahætti og forn-
yrðislagi), líkt og Sveinbjörn Eg-
ilsson gerði. Má ekki ólíklegt
þykja, að frá Bessastöðum sje
Jónasi kominn hinn klassiski
blær á ýmsum hinum síðari
kvæðum, er vikið verður að
seinna. Bjarni hefir líka áhrif á
form hans, bæði hjá honum og
Bessastaðamönnum lærir Jónas
að beita fornháttunum, en hjá
Bjarna að fara með nýrri háttu
og verður honum brátt miklu
fremri í því. Hjá Bjarna er enn
nokkur átjándualdarkeimur í
meðferð þeirra, óeðilegar áhersl-
ur, mislipur kveðandi, gamalt
skáldskaparmál (kenningar) —
en hjá Jónasi er þetta alt horfið:
málið er hreint, einfalt, fagurt og
fellur nákvæmlega að bragar-
hættinum.
eftir EINAR ÓL SVEINSSON
TPttarattnWttdfiins
UM KVEÐSKAP
JÖNASAR HALLGRIM8SONAR.
Eftír Einar ól Svi insaon
Með kvæðum Bjarna drekkur
Jónas í sig hinn nýja anda: róm-
antíkina. í huga hans verður
vorleysing, ótal öfl losna úr læð-
ingi og fá að njóta sín; hann má
nú gefa sig á vald flugi hugans,
ólgandi litbliki tilfinninganna,
þyrstri fegurðardýrkun. Og með
hetjunum úr Ossían reikar hann í
þunglyndi hins unga manns um
einmanalega, dapurlega heiðina,
og það er sem hinn rökkurmildi,
keltneski tregi veiti honum svöl-
un.
En þetta er alt að mestu orðinn
hlutur, þegar Jónas vrkir hin feg-
urstu kvæði sín. I þeim hefir
hann þegar alla aðaldrættina í
svip sínum. En nokkuð virðist
mjer skera sig úr kvæði þau, sem
ort eru fyrir 1832, þegar hann fer
utan í fyrsta sin, sjeu þau borin
saman við siðari kveðskap hans.
III
Lítum fyrst á formið. Að hátt-
um er hann ekki ýkjaauðugur, á
þessum tíma. Langmest ber á
fornháttunum, fornyrðislagi og
Ijóðahætti; dróttkvætt (óreglu-
legt) og hrynhenda koma fyrir.
Frá Sveinbirni Egilssyni hefir
hann háttinn — og ekki svo lítið í
anda kvæðisins með — í kvæðinu
„Nótt og morgun“; það er sá sami
og er á kvæði Sveinbjarnar:
„Fósturjörðin fyrsta sumardegi".
Frá Bjarna er bragurinn á
„Skraddaraþönkum um kaup-
manninn" (sbr. Freyjuketti
Bjarna), og kvæðið um sumar-
dagsmorguninn fyrsta er ort und-
ir sama lagi og „Lofsöngur" Claus
Frimanns, sem Jónas þýðir á
þessum árum („Líti jeg um loftin
blá“). Þegar við er bætt nokkrum
rímnaháttum og fáeinum öðrum
háttum á háðkvæðum Jónasar, þá
er upp talið! Fleiri hættir koma
ekki fyrir í íslenskum kveðskap
Jónasar á þessum tíma.
Annað, sem vert er að athuga,
er meðferð hans á hinum fornu
háttum, fornyrðislagi og ljóða-
hætti. Eins og þeir Konráð og
Brynjólfur benda á í fyrstu út-
gáfu ljóðanna, blandar Jónas
þessum háttum oft saman — í
sama kvæði skiftast þeir á eða
þeim er slengt saman í einni vísu;
t.d. hefst vísan á fornyrðislagi:
Hví und úfnum
öldubakka
sjónir inndælar
seinkar þú að fela
svo hefst ljóðahátturinn:
blíða ljós,
að bylgju skauti
hnigið hæðum frá!
Kvæðið Galdraveiðin er undir
ljóðahætti nema fyrsta erindið:
Hvað mun það undra,
er jeg úti sje, —
þrúðgan þrætudraug
um þveran dal
skyndilega
skýi ríða?
Hjer ber nú svo kynlega við, að
hik kemur á lesandann í lok
þriðju braglínu: hann veit ekki,
hvort þar á að koma þögn ljóða-
háttarins, sem gerir línuna að
kjarnyrði, eða hann á að hlíta
leiðslu fornyrðislagsins, er gerir
erindið alt að óslitinni frásögn og
lýsing. f þessu hviki milli hátt-
anna, þessari óvissu, þessum
skorti á hreinum stíl, birtist
æska skáldsins: hann hefir enn
ekki öðlast alt það vandlæti og
þann stílþroska sem kemur síðar
fram í hverju kvæði hans.
I sömu andránni og taldir eru
fram gallar á formi Jónasar á
þessum árum, hæfir vel að geta
annara vísna, sem að þessu leyti
eru fullkomnar. Jónas lætur dala-
bóndann kveða í óþurkum:
Hví svo þrúðgu þú
þokuhlassi,
súldanorn,
um sveitir ekur?
Þjer mun jeg offra
til árbóta
kú og konu
og kristindómi.
Þessi vísa er meitluð og köld, eins
og mörg kvæði frá síðari árum
Jónasar. Þetta kveður hann um
næturvindinn:
Þegi þú, vindur!
þú kunnir aldregi
hóf á hvers manns hag;
langar eru nætur,
er þú, hinn leiðsvali,
þýtur í þakstráum.
Þegar til efnisins kemur, finn-
um vjer meðal kvæða Jónasar frá
þessum tíma allmikið af tækifær-
iskvæðum — og oss kemur í hug
kveðskapur Bjarna Thoraren-
sens, hve sjaldan andinn kom yfir
hann, nema sjerstakar ástæður
væru til (en þá líka oft duglega,
því skal ekki neitað). Vjer sjáum
fram á það, að ef Jónas hefði ver-
ið í Reykjavík alla æfi, hefði hann
orðið skáld smáþorpsins, ort
fyrst og fremst erfiljóð, samsæt-
isljóð og háðkvæði um menn
(„Skraddaraþankar um kaup-
manninn") og viðburði í þorpinu.
Vafalaust hefði margt fallegt
verið í því, en þau kvæði, sem oss
eru nú kærust, væru þá ekki til.
— Sjóndeildarhringur hans hefði
þá aldrei orðið svo víður sem
hann varð. Hann hefði ef til vill
orðið sælli — en hann hefði varla
orðið betra skáld við að verða
makindalegur borgari. En æfi
hans varð önnur — hann lenti í
flokki lítt þokkaðra nýjunga-
manna, Fjölnismanna, og hann
varð að þola harma og eymd — en
því meiri sem harmar hans voru,
því fegri urðu kvæði hans.
IV
Frá fyrsta tímabilinu í kveð-
skap Jónasar er kvæðið „Söknuð-
ur“ — fegursta eða næstfegursta
ástakvæði hans. Kvæði þetta er
vottur ógæfusamlegrar ástar,
sem fyrir Jónas kom á þessum
árum og fylgdi honum út yfir
hafið 1832 og lengi siðan. Svo
leiðinlegur hlutur, sem ógæfu-
samleg ást er, einkum sje hún
langsöm, þá tjáir ekki að neita
þeirri staðreynd, að áhrif hennar
á bókmentirnar hafa verið geysi-
mikil. Þarf ekki annað en nefna
dæmi eins og Petrarca og Goethe
(Werther) til að sanna það. —
Hugmyndina í kvæðið (Söknuð)
hefir Jónas sótt til Goethes („Jeg
minnist þín“), svo svo sem al-
kunnugt er, en hitt er ekki síður
kunnugt, hve snildarlega hann
fer með hana, enda er kvæðið rit-
að með blóði.
í hinni nýju útgáfu af ritum
Jónasar er annað ástakvæði,
„Ferðalok", sett í flokk með
kvæðum frá þessum tíma, og
Indriði Einarsson (Iðunn 1928,
bls. 279) telur það ort rjett eftir
norðurför Jónasar úr skóla 1828.
En allir hinir fyrri útgefendur
hafa skipað því miklu síðar í ljóð
hans. Hefði þeim Konráði og
Brynjólfi átt að vera manna best
kunnugt um þetta. Jeg sje ekki
ástæðu til að víkja frá hinni eldri
skoðun, nema ný rök komi fram,
sem afsanni hana. Hannes Haf-
stein getur þess til, að kvæðið sje
ort í raunum Jónasar á síðari ár-
um hans: „Gamlar og gleymdar
ástir frá skólatíð hans vöknuðu
og komu fram í hinu inndæla
kvæði Ferðalok". Mundi það ekki
vera sama konan, sem Jónas hefir
í huga í stökunum „Enginn græt-
ur íslending":
„Mjer var þetta mátulegt!
mátti vel til haga,
hefði jeg betur hana þekt
sem harma eg alla daga.
/&*** £t T V , + -
t, r _ f
| //*< /* *'<* v Ae y
-/ t* • * .JL
VV
€i
’ £ ^ — 1
J —/r /
v/,
yT . .
•Jj, Ámw .
/fes*t.rt f/v*. /€.
/
7‘
Í*J /'<J-*-
4 4 ... ■*+% ý +S
/
J/, ■ / t y.
■é/gjcie
/
<e*í sz» e
7"’ J
W , ✓ y
m
<!*€•• • *••£•
J <4- -
4f ( H *- 4*7 V «*»/
■■■ ^
' ■ jt #
Rithönd Jónasar Hallgrímssonar (1845).
..Mmm 'ti 'rtrÉÉ*"Í)Ma«<rii