Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
öðru en að giftast og eignast börn.
Þær vilja helst ekki fara að
heiman til lengri tíma. Ykkar
stúlkur eru aftur á móti ekki
hræddar við það — þær eru
sjálfstæðari."
— Þannig að keppninni verður
haldið áfram hér eins og annars
staðar?
„Já, mikil ósköp. Sigur Heigu
hefur undirstrikað það enn betur
en áður. Hún er ekki aðeins nátt-
úrubarn með hæfileika á þessu
sviði, hún er stekur persónuleiki
og ég held að hún sé mjög góð
fyrir „Face Of the 80’s“-keppn-
ina.“
— Sástu allar 170 stúlkurnar,
sem gáfu kost á sér?
„Nei, Vikan og Katrín önnuðust
forvalið. Áður fyrr fékk ég allar
myndirnar sendar til New York en
ég er hætt því núna. Mér fannst
svo lítið gagn í því að vera að
skoða myndir, þær sögðu mér ekki
nóg um stúlkurnar. En myndirnar
af bandarísku stúlkunum skoðuð-
um við allar sjálf. Drottin minn,
það fór í það heil helgi! Við vorum
að, fjölskyldan, frá föstudags-
kvöldi til sunnudagskvölds."
— Og hvað fær svo sigurvegar-
inn í nóvember í sinn hlut?
„Ja, ég get í rauninni ekki sagt
þér neitt nema það, sem hinir sig-
urvegararnir hafa fengið. Þær eru
stjörnur. Annette Stei og René
Simonsen, svo ég nefni aðeins
tvær, eru þessa dagana að ganga
frá mjög stórum samningum við
stórfyrirtæki í Bandaríkjunum og
Evrópu. Sigurvegarinn í keppn-
inni verður ekki bara módel - hún
verður súpermódel.“
- ÓV
MoríUI*
Hótel Sogu
s\itakeppn»nn‘
andl't
iMeósteö.f _
ríkjunum einum. Úr þeim skara er
á endanum valin ein stúlka, sem
nær samstundis verður heimsfræg
fyrirsæta og moldrík.
Keppnin hefur einnig náð til ís-
lands og í miðri vikunni var til-
kynnt hver verður fulltrúi íslands
í úrslitakeppninni, sem fram fer í
New York í nóvember næstkom-
andi. Sigurvegarinn varð sextán
ára stúlka, Helga Melsteð. Hún
var valin úr hópi nærri 200
stúlkna, sem bent var á til þátt-
töku í keppninni, sem haldin er
hér á vegum Vikunnar og Katrín-
ar Pálsdóttur, fréttamanns, um-
boðsmanns Ford Models á íslandi.
— Ég var að lesa grein í amer-
ísku blaði um Ford Models og fjöl-
skylduna. Þar var haft eftir móður
þinni, að hún væri eina manneskj-
an í fjölskyldunni, sem gæti séð á
augabragði hvort stúlka gæti orð-
ið gott módel. Hvað með ykkur
hin?
„Ah, sú grein. Við ræddum
þetta einmitt heilmikið í fjöl-
skyldunni þegar blaðið kom út og
sögðum við mömmu: Ja, ef þér
finnst þetta, hvað erum við þá að
flækjast hér? Gætum við ekki
alveg eins farið að gera eitthvað
annað? Hún sagði þá að þetta
hefði bara hrokkið út úr sér
óhugsað. Auðvitað er þetta rangt.
Við höfum öll þennan hæfileika —
mér liggur við að segja að þetta sé
í blóðinu. Við ólumst upp við þetta
og erum öll góð í þessu starfi. Það
var til dæmis ég, sem fann René
Simonsen og fleiri af okkar fræg-
ustu og bestu fyrirsætum."
— ... og Helgu Melsteð. Tel-
urðu að hún geti orðið „toppmód-
el“?
„Mér fannst ég komast strax í
mjög gott samband við hana. Ég
er mjög ánægð með hana, mér líð-
ur vel innra með mér vegna henn-
ar. Ætli þetta sé ekki mín aðferð
til að segja já án þess að segja
það. Ég get þó sagt, að ég held að
fólk hér og víðar eigi eftir að sjá
mikið af Helgu Melsteð á næstu
árum.“
— Hér á landi er þeirri kenn-
ingu talsvert haldið á lofti, að ís-
lenskar konur séu fegurstu konur
heims. Hvað finnst þér?
„Ég held að norrænar konur séu
fallegastar — nei annars, norræn-
ar konur verða bestu fyrirsæturn-
ar. Það eru afskaplega fallegar
konur til dæmis í Malaysíu og á
Filipseyjum. Norrænar konur
verða svo fallegar á ljósmyndum.
Þær eru hávaxnar, með fallegt
hár, andlitin vel mótuð, nefið yfir-
leitt lítið ... þær hafa svo margt
við sig! En þetta er ekki síður
spurning um persónuleika. ís-
lenskar konur, norrænar konur,
eru ævintýragjarnar og ekki
hræddar við að stjórna sínu eigin
lífi. í t.d. S—Afríku, Ástralíu og
víðar hef ég hitt glæsilegar stúlk-
ur, sem hugsa á annan hátt. Þær
stefna í rauninni ekki að miklu
Ford: Norrænar konur
ævmtýragjarnar og
ekki hræddar.
í leit að andliti 9. áratugarins:
Norrænar
konur verða
bestu fyrir-
sætumar
— rætt við Lacey Ford um fyrirsætukeppni,
kvenlega fegurð og fleira
Ford Models heitir stærsta
fyrirsætuumboðsfyrirtæki í
heimi. Á þess vegum starfa
frægustu fyrirsætur Bandaríkj-
anna — stúlkur, sem hafa milljón
dollara í árslaun og þaðan af
meira. Fyrir nokkrum árum fann
Lacey Ford, yngsta dóttir Ford-
hjónanna Eileen og Jerry, upp á
því að efna til alþjóðlegrar sam-
keppni um „andlit níunda áratug-
arins“ — „Face Of the 80’s“ — í
því skyni að hafa upp á nýjum og
efnilegum fyrirsætum. Keppnin er
haldin árlega í 20—30 löndum og
þúsundir stúlkna bjóða sig fram
— þar af um tíu þúsund í Banda-
Það var Lacey Ford, sem annaðist
hið endanlega val og tilkynnti úr-
slitin.
— En hvað er er svo sérstakt
við Helgu Melsteð, Lacey Ford?
„Það er margt, eiginlega allt.
Hún er hávaxin með glitrandi
augu og ótrúlegt bros. Hún er
áhugasöm og lífleg — eftir því
tekur maður strax þegar maður
hittir hana. Hún er mjög falleg
stúlka. Ég er mjög ánægð með
hana og varð strax mjög hrifin af
henni. Eg held að hún eigi góða
möguleika."