Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
53
Arnarflug:
Fyrsta þotuflugið frá
íslandi til Færeyja
Þýdir að við getum lent í velflestum landsfjóröungum, ef
í nauðir rekur, segir flugstjórinn, Guðmundur Magnússon
FYRSTA ÞOTUFLUG til Færeyja frá íslandi var farið
fimmtudaginn 12. aprfl sl. á Boeing 737 þotu Arnarflugs.
Flogið var með fiskpakkningar frá Kassagerð Reykjavíkur til
fiskvinnslufyrirtækja í Færeyjum, sem komin voru í vandræði
vegna umbúðaskorts. Blaöamanni og Ijósmyndara Mbl. var
boðið með í þetta fyrsta þotuflug. Lending og flugtak á
flugvellinum á Vogey gekk vel, en völlurinn er aðeins 1.250
metra langur.
Flugstjóri í ferðinni var Guð-
mundur Magnússon, aðstoðarflug-
maður Viðar Hjálmtýsson og með
i förinni var Björn Kristjánsson
flugvirki. í upphafi ferðar undir-
bjó flugstjórinn blaðamann og
ljósmyndara undir það, að nokkur
ókyrrð gæti orðið í aðflugi vegna
veðurútlits og að lending í Vogey
yrði líklega nokkuð hastarleg.
Sviptivindasamt er i Vogey og
skipti um vindátt rétt fyrir lend-
ingu, þannig að lent var úr gagn-
stæðri átt við það sem ákveðið var
við flugtak. Vélin vaggaði örlítið í
aðfluginu en lendingin gekk vel.
Vegna hinnar stuttu flugbrautar
þarf að beita öllum bremsubúnaði
bæði á hjólum og hreyflum til hins
ítrasta. Þrátt fyrir nokkurn titr-
ing og hávaða í lendingunni voru
aðvaranir flugstjórans í upphafi
ferðar um hastarlega lendingu
nokkuð orðum auknar, að mati
blaðamanns, og þó nokkur spotti
var eftir af flugbrautinni þegar
vélin stanzaði.
Boeing-vél Arnarflugs er á
kaupleigusamningi frá bandarísku
fyrirtæki. Guðmundur flugstjóri
sagði í spjalli á heimleiðinni frá
Keflavíkurflugvelli, að þessi
fyrsta Færeyjaferð sannaði að vél-
in stæði fullkomlega undir nafni
og því sem verksmiðjurnar hefðu
lofað, þó svo margir hefðu viljað
draga í efa afkastagetu hennar.
Þeir félagar Guðmundur og Viðar
sögðu, að flugvöllurinn í Færeyj-
um væri erfiður, og sem dæmi um
það nefndu þeir, að Boeing verk-
smiðjurnar notuðu kvikmyndir
teknar af lendingu og flugtaki
þessarar tegundar flugvéla á Fær-
eyjaflugvelli til að sanna hæfni
þeirra. Danir nota þessa sömu
þotutegund í farþegaflutningum
milli Færeyja og Danmerkur, en
vélar þeirra eru með afkastameiri
vélbúnaði en Arnarflugsvélin.
Aðspurður um þýðingu þess að
unnt er að lenda þotunni á Fær-
eyjaflugvelli sagði Guðmundur:
„Þessi staðreynd að flugtak og
lending þar er möguleg, og ekki
erfiðari en raun bar vitni, þýðir í
fyrsta lagi gífurlega aukið öryggi
Ljósm. Mbl. RAX.
Á Færeyjaflugvelli. Lengst til vinstri Viðar Hjálmtýsson aðstoðarflugmaður,
þá Björn Kristjánsson flugvirki og lengst til hægri flugstjórinn Guðmundur
Magnússon.
fyrir okkur. Flugvöllurinn í Fær-
eyjum er 1.250 metrar. Til sam-
anburðar má nefna að flugvöllur-
inn á Akureyri er 1.980 metrar og
í Reykjavík um það bil 1.800 metr-
ar. Við getum þvi við sömu skil-
yrði lent á flugvöllum í velflestum
landsfjórðungunum, ef nauðir rek-
ur til, til dæmis í Stykkishólmi, á
Sauðárkróki,
stöðum."
Húsavík og Egils-
Dalvík:
Sparisjóðurinn 100 ára 1. maí
Dalvík, 27. apríl.
ÞANN 1. maí nk. minnist Sparisjóð-
ur Svarfdæla aldarafmælis síns en
hann var formlega stofnaður þann 1.
maí 1884 á Böggvisstöðum á Dalvík.
í tilefni af þessum tímamótum
kemur út í bókarformi í máli og
myndum saga sjóðsins í saman-
tekt Hjartar Þórarinssonar og er
ætlunin að dreifa henni á hvert
heimili á Dalvík og í Svarfaðar-
dalshreppi. Þá mun íbúum þessara
byggðarlaga boðið að ganga um
salarkynni sparisjóðsins í ráðhúsi
Dalvíkur og kynnast starfsemi
hans og þiggja veitingar. Einnig
gefst gestum kostur á að skoða
sýningu á seðlum og mynt sem
Akka, félag safnara á Dalvík og
nágrenni, hefur sett upp í tengsl-
um við afmælið. Félagsmenn hafa
í þessu tilefni fengið sérstakan
póststimpil og mun áhuga-
mönnum um slíka söfnun gefast
kostur á að kaupa umslög með
þessum stimpli.
Fréttaritarar
tíoeing-þota Arnarflugs, sem
ber einkennisstafina TF VLT, er
sú eina sinnar tegundar á íslandi í
dag. Hún tekur 130 farþega í sæti
en 13,2 tonn í vöruflutningum.
Hún er fullbókuð fyrir komandi
sumar, að sögn Guðmundar. Auk
farþegaflutninga í leiguflugi fyrir
innlendar ferðaskrifstofur hafa
náðst samningar um leiguflug
fyrir Belga til og frá sólarlöndum
þá fáu daga sem ekki eru bókaðir
vegna leiguflugs héðan að heiman.
Vélin er nýkomin heim eftir
þriggja vikna viðhaldsviðgerðir og
endurbætur, þar sem skipt var
meðal annars um eldhúsinnrétt-
ingar og fleira. Þá fór vélin daginn
eftir Færeyjaflugið til Amster-
dam þar sem skipta átti um öll
sæti í vélinni í þeim tilgangi, að
sögn Guðmundar, að fá léttari
innréttingar og þægilegri stóla.
F.P.
Fy rstir í Evrópu!
VC-481 SHARR Módel 84/85
Myndsegulband
Viö í Hljómbæ erum
fyrstir í Evrópu til að geta
boöið þetta nýja vídeó-
tæki frá SHARP — Módel
’84—’85
daga prógram-
Nýjungar:
Fullkomnari framhlaöning.
Sjálfvirk endurspólun.
Sjálfvirkur myndleitari.
Stórir litaöir stjórntakkar.
Auk þess hefur tækiö 7
minni.
8 aögeröa fjarstýringu.
Snertitakka.
10 faldan hraöa á myndleitara.
Truflanalausa kyrrmynd.
Stillanlegan litatón.
Og allt þetta á þessu ótrúiega veröi.
Með fjarstýringu
Aðeins
35.900-
HUOM6ÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999