Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRlL 1984 57 Nýtt tímarit — Magasín 5 NÝTT mánaóarrit, „Magasín 5“, hóf gðngu sína nýlega. Meðal efnis ( fyrsta blaðinu eru greinarnar „Stofnun hcimilis,, og „Vcldi hús- mæðranna“, sagt er frá mótshaldi Ásatrúarmanna, fjallað um sambúð- arslit, tísku, veiðiskap og fleira. Ritstjóri blaðsins er Steingrim- ur Steingrímsson en blaðamaður Gunnar Bender. Þeir hafa áður gefið út Sportveiðiblaðið. Efni blaðsins er að mestu aðkeypt og mun verða það framvegis, að því er segir í fréttatilkynningu frá út- gáfunni, íslenska tímaritinu. Blaðið var sett í Leturvali, prentað í Hólaprenti en forsíðu- mynd litgreind í Prentmyndaþjón- ustunni. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma. Frystihúsið í baksýn. MorgunblaAiA FriAþjófur. „EINN þátturinn í rekstri Þormóðs ramma er, að ákveðið hefur verið að gera úttekt á húsi fyrirtækisins, Hvanneyri, sem eitt sinn var rekið sem hótel. Með því opnast hugsan- lega möguleikar á því að koma þar upp verbúð, sem ef til vill gæti orðið þörf fyrir í framtíðinni. Það hefur verið jöfn og stöðug vinna hjá okkur og með endurvakningu Sigló hf. aukast atvinnumöguleikar í bænum talsvert. Það er hins vegar ólíklegt að þörf verði á aðkomufólki hér til vinnu, en Ijóst er að meiri möguleik- ar eru nú til þess en áður aö veita skólafólki vinnu hér í sumar,“ sagði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma í Siglufirði, f sam- tali við Morgunblaðið. Einar sagði ennfremur, að þrátt fyrir naumt skammtaðan kvóta hefði verið jöfn og góð vinna hjá fyrirtækinu að undanförnu og fyrirsjáanlegt væri að svo yrði frameftir árinu. Togarar fyrir- tækisins hefðu fengið 2.100 lestir hvor i sinn hlut, en það dygði ekki til þess að vera hagkvæmt bæði fyrir veiðar og vinnslu. Því væri verið að athuga möguleika á sam- nýtingu kvóta heimaskipanna, sem hann minnti að væri um 9.500 lestir. Aukinn rækjuafli staðar- báta lofaði góðu um atvinnu i bænum og það yrði síðan að koma í ljós á hvorn staðinn fólk sækti heldur, vinnslan hjá Sigló væri rétt að hefjast. Það væri hins veg- ar mikil nauðsyn að þessum stærstu fyrirtækjum bæjarins yrði séð fyrir nægjanlegu hráefni út allt árið. Það yrði ánægjulegt að geta veitt skólafólki meiri vinnu í sumar en verið hefði eins og útlit væri nú fyrir. Hann sagðist vonast til þess, að Þormóður rammi næði því að sýna góðan rekstur við núverandi að- stæður. Þetta væri heppileg rekstrarstærð svo þetta ætti að geta gengið. Hann væri bjartsýnn á að reksturinn yrði í það minnsta ekki verri en hjá öðrum fyrirtækj- um af svipaðri stærð og við svip- aðar aðstæður. Nú væri unnið að því að ná sem beztri nýtingu, bæði á húseignum fyrirtækisins og hrá- efni. í því skyni væri verið að koma upp aðstöðu til hausaþurrk- unar í gamla frystihúsinu. Þar væri um verulega verðmætasköp- un að ræða, miklu hagkvæmara væri að flytja hausana út herta en að bræða þá og hann hefði trú á því að Nígeríumarkaðurinn opnaðist aftur. Reynslan væri vú að hausarnir gengju bezt þar. Þá mætti ekki gleyma því, að hausa- þurrkunin skapaði líka aukna at- vinnu. - HG V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! fllgtgttttftlgftift Jöfn og góð vinna hjá Þormóði ramma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.