Morgunblaðið - 29.04.1984, Side 10
58
MORGUNBLAÐIE), SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
Gísli Guðmundsson við vinnuborð sitt. Á myndinni má sjá þau sextíu eintök Almanaksins sem gefín voru út og uppi
í hillum og ofan í skúffunum á borðinu eru spjöldin með öllum þeim nöfnum sem fínnast í Almanakinu, um 28.000
talsins.
um
frumbyggjana í Kanada
Rætt við Gísla Guðmundsson, sem nú er
að ljúka fjögurra ára vinnu við gerð nafna-
skrár við Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
„ÚTGEFANIíl þessa almanaks vill
styðja að því, að þessum söguatrið-
um sé haldið á lopti. í því skyni
hefur hann gert ráðstöfun fyrir því
að hið litla ársrit hans flytji framveg-
is smátt og smátt þætti úr sögu vest-
uríslenzku frumbyggjanna, þangað
til úr þeim er orðið heilt safn, er nær
til allra íslendingabyggðanna hér í
Vesturheimi.“
Svo ritaði ólafur S. Thorgeirs-
son, stofnandi og ritstjóri ársrits-
ins Almanaksins, árið 1897, er
hann hóf að birta í því „Land-
námsþætti íslendinga í Vestur-
heimi“, auk skrár yfir helstu við-
burði og mannslát á meðal ís-
lensku frumbyggjanna í Kanada.
Almanakið hafði hann þá gefið út
um þriggja ára skeið í Winnipeg,
en útgáfa þess hófst liðlega 15 ár-
um eftir að fyrstu fslendingarnir
námu land í Kanada. Ólafur kom
þangað árið 1887, en hann var
fæddur á Akureyri þar sem hann
stundaði prentiðn hjá Birni
prentsmiðjustjóra Jónssyni og
vann hjá honum um tíma.
í Vesturheimi tók Ólafur virkan
þátt í félagslífi, var einn af stofn-
endum Goodtemplarastúkunnar
Heklu, blaðsins Lögbergs og
klúbbsins Helga magra, auk þess
sem hann gaf út ársfjórðungsritið
Syrpu og tímaritið Breiðablik.
Hann var fyrst prentari Lögbergs
þar til hann kom upp eigin prent-
smiðju 1905. Almanak Lögbergs
mun hann hafa samið og gefið út
1889, þó að nafns hans sé ekki get-
ið þar í.
Almanakið sem kennt er við
Ólaf og hann gaf sjálfur út hóf
göngu sína 1894. Ólafur ritstýrði
því til dauðadags árið 1937 og tók
þá fjölskylda hans við. Fjárhags-
örðugleikar steðjuðu að útgáfunni
undir lokin, einkum vegna þess að
margir þeirra eldri Vestur-fs-
lendinga sem studdu Almanakið
og keyptu það voru látnir. Ritið
naut ekki eins mikilla vinsælda á
meðal Vestur-fslendinga af yngri
kynslóðinni. En þegar síðasta
heftið kom út 1954 var höfuðtak-
marki Ólafs með útgáfu þess náð,
sagt hafði verið frá öllum helstu
íslendingabyggðum í Kanada. Til
þess fékk Ólafur valda menn frá
öllum svæðunum sem íslensku
frumbyggjarnir byggðu, menn
sem skráðu sögu samtíðarmanna
sinna, þannig að hún yrði sem
ábyggilegust.
Almanakið er því fjársjóður
fróðleiks fyrir þá sem hyggjast
kynna sér sögu ísiensku frum-
byggjanna i Kanada og mætti
kalla það „Landnámabók Vestur-
íslendinga". Mörgum hefur þó
reynst torvelt að nota ritin þar
sem nafnaskrá fylgir ekki og
fletta þarf í gegnum heftin til að
finna þá menn sem leitað er að.
Gísli Guðmundsson, fyrrum kenn-
ari, hefur á undanförnum fjórum
árum unnið að gerð slíkrar nafna-
skrár og sér nú fyrir endann á
verkinu. Ráðgert er að skráin
verði gefin út síðar á þessu ári.
Morgunblaðið átti samtal við
Gísla um verkið og þá vinnu sem
þar liggur að baki.
„Hugmyndin að þessu verki
varð til norður á Akureyri haustið
’78“ sagði Gísli, „þá hafði Árni
Bjarnason bókaútgefandi tekið sig
til og gefið út ljósritaða útgáfu af
Almanakinu. Það var þá, sem nú,
illfáanlegt og stök hefti sem ein-
staka sinnum sáust í fornbóka-
verslunum voru mjög dýr.
Nú, við Árni vorum að ræða um
Almanakið ásamt fleira fólki og
þá var einhver sem benti á að vert
og reyndar nauðsynlegt væri að
gera svona skrá sem fylgirit. Báðir
þekktum við Árni Almanakið og
vissum að það var næsta lokuð bók
fyrir þá sem vildu kynna sér land-
námssögu íslendinga í Vestur-
heimi, því að það er erfitt verk og
tímafrekt að fletta upp á einstakl-
ingum og fjölskyldum í því. Eitt
og sama nafnið kemur kannski
einu sinni fyrir, kannski oftar og
jafnvel ekki í sama heftinu. Ég var
á þessum tíma hættur störfum
vegna aldurs og veikinda og þótt-
ist vita að mér yrðu dagarnir
langir ef ég hefði ekki eitthvað
fyrir stafni."
— Var þér ljóst í upphafi hve
langan tíma verkið myndi taka?
„Nei, ég áttaði mig hreint ekki á
því hversu mikið starf þetta var,
sérstaklega af því að sjónin hafði
nokkuð skerst vegna veikindanna.
Ég var lengur að lesa en áður, en
gat skrifað. Satt best að segja held
ég að enginn sem til þekkti hafi
látið sér detta í hug að ég myndi
nokkru sinni klára þetta og marg-
oft spurði ég sjálfan mig að því
hvort ekki væri réttast að hætta
við allt saman. En ætli þrjóskan
hafi ekki fleytt þessu áfram."
— Hvaðan er áhugi þinn á
landnámi Íslendinga í Kanada og
Almanakinu sprottinn?
„Mín fyrstu kynni af Kanada
voru árið 1928. Þá hafði ég nýlokið
stúdentsprófi hér heima og hélt
utan til náms í rafmagnsverk-
fræði. Ég var í íslendinganýlend-
unni í Winnipeg, sem þá var í hvað
mestum blóma. Þar sá ég Alman-
akið fyrst og kynntist Ólafi S.
Thorgeirssyni lítillega. Tveimur
árum eftir að ég hóf námið í
Kanada var heimskreppan í al-
gleymingi og Winnipeg bauð ekki
upp á annað en atvinnuleysi. Ég
fór þá til íslendingabyggðarinnar
á Siglunesi við Manitoþavatn og
vann þar við skógarhögg, flutn-
inga á vatninu, fiskveiðar og önn-
ur tilfallandi störf.
I Kanada var ég um tíu ára
skeið, en kom þá aftur til íslands.
Eftir heimkomuna ’38 ætlaði ég
alltaf að fara aftur utan, en veikt-
ist þá af liðagigt sem hefur loðað
við mig alla tíð síðan. Stuttu
seinna var komið stríð og þá þýddi
ekkert að fara vestur aftur. Það
hefði ekki verið til annars en að
lenda í hernum."
— Lauk þar með afskiptum
þínum við Kanada?
Flest nöfnin voru í árgangi Almanaksins frá 1933, rúmlega 1900 talsins, álíka
mörg og nafnaspjöldin sem ber við bókina. Ljósm. Mbl./KÖE
■ Risa-H
hlutavelta
f Valhöll, Háaleitisbraut 1
7000 vinningar — Engin núll:
1. maí
ffrá kl. 14—18.00.
• STÓRGLÆSILEGT HÁLSMEN FRÁ JENS
GUÐJÓNSSYNI GULLSMIÐ.
• ÚR, FATNAÐUR, SNYRTIVÖRUR, HLJÓMPLÖTUR, LEIKFÖNG OG ÞÚSUNDIR ANNARRA
EIGULEGRA MUNA. VERÐ MIÐA KR. 25 -
Sólarlandaferö meö Útsýn
aö verömæti 15 þús. kr.
Landsmálafélagið Vörður.