Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 65 gefið út. í þeim baeklingum er sil- ungsveiðistöðum um land allt lýst eins vel og kostur er í litlum bækl- ingum. í Vestur Skaftafellssýslu eru margar sjóbirtingsár og verða hér nefndar þær sem veiði hefst í 1. apríl samkvæmt fyrrgreindum bæklingum: Fossálar í Hörgs- landshreppi, Hörgsá í sama hreppi og Geirlandsá sem er á mótum þess hrepps og Kirkjubæjar- hrepps. Einnig ármót Geirlandsár, Hörgsár og Skaftár. Þá má nefna Stjórn og Grenlæk í Kirkjubæj- arhreppi, Aldvatn í Meðallandi og Tungufljót í Skaftartunguhreppi. Geirlandsá og vatnamótin eru í leigu Stangaveiðifélags Keflavík- ur sem selur þar veiðiréttindi og Hörgsá er leigð að sögn fyrr- greinds bæklings af kennurum á Kirkjubæjarklaustri. Hægt er að snúa sér til landeigenda við hinar árnar og fá þar leyfi með litlum fyrirvara og sannast sagna er oft gott til fanga í apríl og mai. Nær . höfuðborgarsvæðinu eru einnig góðir veiðistaðir, í Rangán- um báðum og Hólsá hefur alltaf verið meiri og minni sjóbirtings- gengd, einnig má nefna Baug- staðaá, Ölfusá og „Kúkalækinn í Hveragerði" eins og gárungarnir kalla margir Varmá. Hún er mjög hlý og vænn fiskur er til í henni, hins vegar þykir mönnum hvim- leitt að hrista gegnsósa salernis- pappír af önglum sínum. Vestan- lands er víða veiði í apríl , en í mörgum ám leyfa landeigendur ekki aprílveiðar af þessu tagi vegna hoplaxins sem er að síga niður til sjávar eftir erfiða og kuldalega vetrardvöl í ánum. I Álftá á Mýrum varð að leggja niður aprílveiðarnar, því það komu fleiri hoplaxar á öngla veiði- manna en sjóbirtingar. En menn leita í Laxá í Kjós og eru stundum að prika í Laxá í Leirársveit og Leirá og eflaust eitthvað vestur á Snæfellsnesi að auki. En aðal- veiðisvæðið er á Suðurlandi og er þar sjóbirtingur í flestum straum- vötnum nema köldustu og ógeðs- legustu jökulánum . Og víðast hvar er veitt, því hoplaxinum er ekki gert nándar nærri jafn mikið mein á þessum slóðum af þeirri einföldu ástæðu að það er svo miklu minna um þá. Margir leggja mikið upp úr því að dusta af sér rykið með því að fara í sjóbirting strax í apríl, þeir fara svo í vatnasilunginn í maí og svo kemur konungurinn sjálfur, laxinn, í júní. Eins og allar stangaveiðar, ganga aprílveiðar á sjóbirtingi ýmist upp eða ofan. Veður er rysjóttara en síðar verð- ur, oft er kalt. Á Sumardaginn fyrsta eitt árið fór grh. við annan mann austur í Varmá. Harðfenni var yfir öllu, öskrandi norðangarri og brunagaddur. Það rauk upp af hlýrri ánni og fraus svo í stangar- lykkjunum að veiðar urðu fljót- lega vonlausar með öllu. Máttu menn þakka fyrir að halda fingr- um sínum, tám, nefi og eyrum. Svo er það hin hliðin: Viku seinna á sama stað í 6—7 stiga hita, súld og afar góðri veiði. Sem sé, heillandi sport og mikið fyrir því haft að ná nokkrum niðurgöngusjóbirtingum í soðið. Eða ef heppnin er með, nýrunnum uppgöngufiskum, sem eru sjaldgæfir svo snemma. Hvort sem er, niðurgöngufiskur, upp- göngufiskur, eða öngull í rassinn með tilheyrandi kali á fingrum, aldrei fá menn sig sadda af þess- um endalausa eltingarleik sem nær næstum saman árið um kring. — m- Bananar Del Monte — Appelsínur Fuen Mora — App- elsínur Jaffa — Appelsínur Maroc — Klementínur Jaffa Topas — Klementínur spánskar — Epli USA rauð 3 geröir — Epli frönsk Golden — Greipfruit Jaffa — Sítrónur Jaffa — Sítrónur spánskar — Vínber græn Cape — Vínber blá Cape — Melónur gular — Melónur Galía — Perur ítalskar — Perur Capei — Kiwi — tjgiy __ Pomelos — Mangó. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 á hundraðið! Já hinn nýi framdrifni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið, ef ekið er á jöfnum 60 — 90 km hraða. Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíll- inn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri. Sökum þess hve MAZDA 626 DIESEL er sparneytinn, þá þarf aðeins að aka 13000 til 15000 kílómetra á ári til þess að hann borgi sig umfram bíl með bensínvél. Eftir það sparast 160 til 190 krónur á hverja 100 ekna kílómetra. Komið, skoðið og reynsluakið þessum frábæra bíl. MAZDA 626 DIESEL GLX með ríku- legum búnaði kostar: Kr. 428.400 Til atvinnubílstjóra: Kr. 329.900 gengisskr. 26.4.84 mazoa BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.