Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 24
Að gœgjast inn í salarkynni Vetrarhallarinnar
og dreifa nellikum í neðanjarðarlest
Ég kom másandi og blásandi niður á járnbraut-
arstöðina í Helsinki. Þá hafði ég baksað við það
um morguninn að berja saman grein og senda til
Morgunblaðsins, flutt mig milli hótela og veitt
kollega mínum á Tímanum, sem einnig ætlaði með
lestinni til Leningrad og þaðan áfram að sjá síð-
ustu umferðir skákmótsins í Litháen, móralskan
stuðning í baráttu sinni við það kynduga kerfi,
sem vildi ekki fyrir nokkurn mun hleypa honum
inn fyrir landamæri Sovétríkjanna.
Ég leitaði uppi lestina til Leningrad og hitti
fyrir elskulegan leiðsögumann finnsku ferða-
Það var stillt og bjart veður
þennan dag og lestin leið áfram
innanum hvítar beinar bjarkir og
lítil þorp; gerði að mig minnir
fyrst stuttan stanz í Lahti sem er
töluvert fyrir norðan Helsinki.
Þegar ég og finnsku frúrnar
höfðum komizt að þeirri niður-
stöðu að okkur muni veitast erfitt
að halda uppi samræðum næstu
sjö klukkutímana, ákveð ég að
rölta fram eftir lestinni og finna
veitingavagninn. í öllu patinu um
morguninn hafði ekki verið tími
til snæðings og væri nú ráð að
kynna sér hvað þeir hefðu hér á
boðstólum.
skrifstofunnar Finnsop, sem átti nú að annast
þennan hóp, um fjörutíu eða fimmtíu manns,
næstu sólarhringana. Leiðsögumaðurinn reyndist
vera ung stúlka og sjarmerandi, Helena Parjanen,
og með okkur tókust góð kynni. Hún var mjög
döpur yfir því að allt útlit var fyrir að hinn ís-
lendingurinn kæmist ekki með og hefði hún getað
látið lestina bíða hefði hún ugglaust gert það. En
á slaginu tólf þrjátíu rann svo lestin af stað og
Helena hafði leitt mig inn í klefa með nokkrum
finnskum frúm, sem voru því miður ómælandi á
aðra tungu en sína eigin.
með bjór og seiga og bragðmikla
bændapylsu næstu tvo tímana.
Landamærastopp var í svo sem
klukkutíma. Alvörugefnir landa-
mæraverðir leituðu í farangri og
við vorum látin gefa upp verðmæt-
ar eigur í fórum okkar, svo og pen-
inga. Ég velti lengi fyrir mér
hvaða verðmæti ég gæti verið
með; finnsku klefafélagarnir mín-
ir sáu vandræði mín og bentu á
armbandsúrið mitt. Svo að ég
skrifaði samvizkusamlega niður
að ég væri með armbandsúr til
eigin nota og þrjú hundruð finnsk
mörk. Landamæravörðurinn var
ekki alveg sannfærður, svo að ég
Svartklædd kona
sem bíður
Það var þröng á þingi í veitinga-
vagninum og þéttsetið við öll
borðin. Nema eitt. Þar situr
svartklædd kona og ég skellti mér
niður hjá henni eftir að hún hafði
hneigt höfuðið ofur gætilega til
samþykkis þeirri ráðstöfun. Þarna
í veitingavagninum gengu að
sjálfsögðu sovézkir þjónar um
þeina og ég fór að rýna í matseðil-
inn með ærið litlum árangri, þar
sem kunnátta mín i finnsku og
rússnesku er svona nokkurn veg-
inn álíka. Eftir að hafa ráðfært
mig vel og lengi við vinsamlegan
þjón, sem mér tókst ioks að lokka
að borðinu, ákveð ég eins og
sönnum sveitamanni af íslandi
sæmir að fá mér stóran bjór og
brauð með bændapylsu. Og verður
síðan litið á hina svartklæddu
lafði. Klukkan er ekki orðin eitt
eftir hádegi. En hún er að borða
kavíar og dreypir á kampavíni
með. Vissulega var framkoma
hennar þannig í samræmi við út-
litið. Hún minnti mig á margt f
senn: persónu úr Tékov, rússneska
dömu frá keisaratímabilinu, jafn-
vel gríska eyjakonu sem situr og
bíður. Og maður veit aldrei eftir
hverju hún bíður. Hún drakk
kampavínið og borðaði kavíarinn
á svo áreynslulausan hátt, næst-
um ósýnilegan, að ég horfði á hana
nánast agndofa: eiginlega lyfti
hún hvorki gaffli né glasi, en
smám saman lækkaði þó í flösk-
unni og kavíarinn hvarf af diskin-
um.
Þjónninn hafði í mörgu að snú-
ast og hún býður mér náðarsam-
legast glas af kampavíni. Við skál-
uðum þegjandi og hvorug brosti.
Enda út af fyrir sig ekkert til að
hlæja að. Annað fór okkur ekki í
milli og þó sátum við þarna, hún
með sínar dýrindis veitingar, ég