Morgunblaðið - 29.04.1984, Síða 25

Morgunblaðið - 29.04.1984, Síða 25
bætti við að ég væri með Visa-kort og allt féll í ljúfa löð. f Viborg var svo stoppað til að skipta mörkum í rúblur og Helena hvatti mig til að skipta sem minnstu, þar sem það væri stór- vont mál ef ekki tekst að eyða rúblunum því að ekki má fara með þær úr landi aftur. Það var farið að líða að kvöldi, þegar við komum tii Leningrad. Hópurinn var snarlega drifinn á Hotel Pulkovskaya, sem stendur töluverðan spotta frá miðborginni. Myndarleg bygging, teiknuð af finnskum arkitekt. Þar var ara- grúi túrista. Finnar í miklum meirihluta, enda eru helgarferðir á borð við þessa mjög vinsælar, þótt misjafnt sé eftir hverju menn eru að sækjast. Á Hotel Pulko- vskaya er fjarri nokkur öreiga- svipur, þar eru herbergin stór og björt og vistleg, sölubúðir, næt- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 73 Sumarnótt við Nevu Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR dálftið einstæðingslegar í mann- þrönginni. Sem betur fer var brúðurin mjög dansglöð eins og tilheyrir í þessari borg, annars hefðum við varla getað lokið við matinn. Hún var stöðugt að hrópa til okkar og skála við okkur þegar hún og hinn sæli brúðgumi settust niður að blása mæðinni eftir dansinn. Þeg- ar við höfðum etið mat okkar, dansað og tekið þátt í þessu glaða húllumhæi og klukkan er farin að halla í miðnætti taldist okkur hæfilegt að fara að taka stefnu á Hotel Pulkovskaya. Við gengum að borði brúðhjónanna til að þakka enn og einu sinni fyrir okkur og óska þeim alls góðs. Og hún hafði engar vöflur á. Hún tók urklúbbar og ég man ekki hvað. Eiginlega var maður ekkert sér- lega meðvitaður um að maður væri kominn í framandi heim, þetta var allt ósköp vestrænt og heimilislegt. Það var ekki fyrr en morguninn eftir að við fengum tækifæri til að litast um. Þá var farið í skoðunar- ferð frá hótelinu eftir morgun- verðinn. Enn var sama dýrindis veðrið og nú var stefnt á söfn og aftur söfn og við leidd þar um og rússneskur túlkur skýrði á prýðilegri finnsku allt út fyrir okkur. Þar sem ferðir á söfn hafa eiginlega aldrei verið mitt áhugamál, svo ómenningar- lega sem það nú hljómar, kunni ég þessu prýðilega að skilja ekki baun í bala, tölti bara á eftir hópnum og hlakkaði til að komast út og sjá meira af sjálfri borginni. Hlakkaði til að fara í Vetrarhöll- ina eftir hádegið. Minnismerki eða lifandi borg Þetta varð ágætis skoðunarferð um borgina. En tveir dagar í Len- ingrad, næststærstu borg Sovét- ríkjanna, gefa auðvitað ákaflega yfirborðslega mynd af henni. Þarna búa fjórar milljónir manna og ég var satt að segja að velta fyrir mér, hvar þetta fólk væri eiginlega niðurkomið, ys og erill var ekki á götum í neinum viðlíka mæli og á Vesturlöndum og svo eru þarna nánast engir bílar. Að vísu breiðgötur og fögur trjágöng og inn á milli þeirra liðast spor- vagnar áfram, strætisvagnar hér og hvar og stöku leigubíll. Aðra bíla sá ég naumast nema túrista- vagnana. Enda er mengunin ekki plága í þessari borg, alltjent ekki frá bílum. Borg með söfn og hallir á hverju strái, borgin við Nevu, stofnuð af Pétri mikla árið 1703 og hét þá í höfuðið á honum, þangað til Lenin andaðist 1924. Þá var hún skírð upp. Eg hef brotið heilann um, hvaða hughrif Leningrad skildi eftir hjá mér eftir þessi stuttu kynni. Hún er ekki evrópsk borg í hefðbundn- um skilningi og mun það þó hafa vakað fyrir Pétri á sínum tíma, ekki minnir hún á Asiuborgir og þaðan af síður borgir Arabalanda. Yfir henni hvílir svipmót glæstrar fortíðar, virðuleiki og snyrti- mennska. En einhvern veginn fannst mér vanta lífið. Og þó býr þarna allt þetta fólk og þar er háþróaður iðnaður, skipasmíða- stöðvar myndarlegar, rafeinda- tækjaframleiðsla á háu stigi, mik- ið unnið úr pappír og gróska í matvælaiðnaði. Hvað ég hefði vilj- að skipta á þó ekki væri nema einu , safni og einni verksmiðju — meira að segja skipasmíðastöð. í Leningrad er næststærsti há- skóli landsins, er mér sagt, á eftir Moskvu og við hann eru deildir, þar sem er lögð áherzla á kennslu í skandinavískum málum og þekktur prófessor þar, Steblin Kamenski, sem hefur meðal ann- ars þýtt fjölda bóka úr íslenzku, einkum eftir Laxness. Landfræði- legar ástæður valda því sjálfsagt í bland að meðal háskólanema hef- ur verið öllu meiri áhugi hér á skandinavískum málum en víðast hvar annars staðar og samskipti eru töluverð milli Leningradhá- skóla og ýmissa Norðurlandahá- skóla, sérstaklega í Svíþjóð. Þegar ekið er um Leningrad og maður horfir á allar þessar glæsi- legu byggingar — söfnin á hverju strái, minnismerki gömul og ný, er næsta erfitt að gera sér í hugar- lund að það eru ekki full fjörutíu ár slðan meirihluti borgarinnar var rjúkandi rúst, eftir 900 daga umsátur hersveita Þjóðverja. En Sovétmönnum er annt um Len- ingrad og gersemar hennar og eft- ir stríðið var unnið uppbygg- ingarstarf í borginni sem tók lygi- lega skamman tíma og hefur borið slíkan árangur að óhjákvæmilegt er annað en dást að þvi. Og svo fórum við í Vetrarhöllina Eiginlega hafði eitt helzta er- indi mitt til Leningrad verið að skoða Vetrarhöllina. Þangað var farið eftir hádegið. Aldrei hef ég haft hugmyndaflug til að láta mér detta i hug að til væri annað eins minnismerki fornrar dýrðar og auðs eins og þessi höll. Þarna eru ekki aðeins glæstir salir, gulli slegnir veggir og loft, útskornar súlur og listaverk hvert sem litið er — þarna var líka lifað í eina tíð. Það er tiltölulega auðvelt að sjá fyrir sér mektarfóik Péturs- borgar, klætt pelli og purpura svifa þarna um salarkynni í skrúðmiklum samkvæmum. En öllu erfiðara að hugsa sér að þarna hafi verið lifað mannlífi. Enda var því svo háttað að Alex- andra, siðasta keisaraynja Rúss- lands, undi hér ekki til fastrar bú- setu og keisarahjónin bjuggu lengst af i minihöliinni, Tsarskoe Selo. Hér var samt opinber móttöku- staður hins rússneska háaðals á árum áður, og einhvers staðar hef ég lesið lýsingar á því að íbúar Pétursborgar hafi verið miklir dans- og samkvæmisunnendur. Síðustu árin áður en heimsstyrj- öldin fyrri brauzt út og jafnvel fram undir byltinguna 1917, dans- aði fyrirfólkið i Leningrad kvöld hvert, meöan ólga verkamanna, bænda og menntamanna, sem utan við stóðu, fór vaxandi, og varð loks að því báli sem ekki þarf að fjölyrða um. Við vorum marga klukkutima í Vetrarhöllinni þennan dag og fór- um þó ekki nema um hluta hennar og satt að segja kom hér ekki að sök þótt ég skildi ekki rússnesku. Eg treysti mér að öðru leyti ekki til að lýsa þessari ferð um höllina, og ég er enn að melta þau marg- þættu áhrif sem hún hafði á mig. Kannski var það fyrst og fremst þessi yfirgengiiegi glæsileiki í hverjum einasta smáhlut, þarna var ekki á ferðinni plastgull. Og það væri sannarlega ofmælt að segja að höllin væri persónuleg. Hún er fyrst og fremst minnis- merki sem vart á sinn líka og gerir það að verkum að mann setur bara hljóðan frammi fyrir allri þessari auðlegð. í brúðkaupsveizlu á Hótel Evrópa Kvöldið áður en aftur skyldi haldið til Helsinki ákváðum við Helena leiðsögumaður að fara út af hótelinu og niður í miðbæinn og finna þar einhvern skemmtilegan stað til að snæða á kvöldverð. Okkur var sagt að það gæti verið dulítið hæpið fyrir tvær konur að vera seint á ferli á laugardags- kvöldi í Leningrad. Helena er þaulkunnug borginni. Við lofuðum hátíðlega að koma snemma heim. Okkur tókst að fá leigubíl við hót- elið og hann brunaði með okkur inn í miöborgina og þar var margt manna á ferli og flestir matsölu- staðir fullir út úr dyrum. Eftir nokkra leit fundum við myndar- legan stað sem okkur leizt vel á, Hótel Evrópa. Það mátti ekki minna vera. Eftir samningavið- ræður Helenu við dyraverði fékkst leyfi til að við færum inn og þjónn vísaöi okkur snaggaralega til borðs. Og þá sjáum við að á lang- borði rétt hjá stóð yfir herleg brúðkaupsveizla. Þar var drukkið og skálað og etið og sungið af hjartans lyst. Við lyftum glösum til að tjá brúðhjónunum okkar beztu hamingjuóskir og það er ekki að sökum að spyrja: andar- taki síðar kemur þjónninn með kampavínsflösku. Gjöf frá brúð- inni. Hún vill greinilega að við tökum þátt í gleði hennar, sem við náttúrlega gerðum, ekki sízt eftir þessa rausnarlegu sendingu, hvar við sátum svona tvær og kannski okkur báðar í breiðan faðm sinn og sagðist vona að það kæmi að því að við yrðum jafn hamingju- samar og hún væri þetta kvöld. Það þýddi ekkert þótt Helena reyndi að hughreysta hana og segja henni, að við værum svona yfirleitt oftar ánægðar en óánægðar. Hún gerði lítið með svoleiðis fullyrðingar. Hún lét heldur ekki sitja við orðin tóm, heldur teygði sig eftir brúðar- vendinum og það var ekki við ann- að komandi en við tækjum við honum. Ég fékk tíu rauðar nellik- ur og Helena tíu hvítar. Hún sagð- ist spá því að þetta yrði okkur til gæfu og biðlar tækju að streyma til okkar. Við ákváðum að taka neðanjarð- arlestina heim á hótel, enda er lestarkerfið í Leningrad mjög full- komið og hefur þó verið átak að byggja það, þar sem jarðvegurinn er gljúpur. Eins og geta má nærri vorum við orðnar býsna hressar og kátar eftir kvöldið og ræddum það lítillega á leiðinni á stöðina hvað við ættum að gera við blóm- in. Við þurftum aðeins að hinkra við eftir næstu lest og rétt hjá okkur stóð gömul kona og heldur lotleg. Það vantaði greinilega gleðina í líf hennar. Svo að ég skokkaði til hennar og rétti henni eina nellikuna. Þegar við sáum hvað hún brást innilega við sáum við líka hvað það gæti verið bráð- skemmtilegt að vita hvort við gæt- um ekki kætt fleiri sálir á þennan hátt. Og stráðum um okkur nellik- unum, þegar við sáum einhvern þann sem okkur fannst að væri kannski ekki nógu ánægður með hlutskipti sitt. Og þó að blómin væru löngu til þurrðar gengin þeg- ar við komum á leiðarenda og þar af leiðandi útséð um að biðlarnir myndu bíða í halarófu, vorum við svo ánægðar með kvöldið og okkur sjálfar að við ákváðum að fara niður í næturklúbbinn. Þar sáum við nokkrar af finnsku klefafé- lagskonunum mínum og satt að segja fannst mér að það hefði ekki verið úr vegi að geyma fáein blóm eftir handa þeim. Ég vona að seinna fái ég tæki- færi til að koma aftur til Len- ingrad og upplifa þá meira af nú- tíma en færi gafst á þessa tvo daga. Eini nútíminn sem ég upp- lifði var kvöldið okkar á Hótel Evrópa. Þegar é|f fer aftur kemst ég kannski líka að raun um, hvar fólkið er og hvað það er að gera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.