Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 75 Egyptar og Rússar: Reyna að bæta sam- skipti sín Kairó, 16. apríl. AP. FULLTRÚAR Egypta og Rússa hófu í dag viðræður í Kairó ( þvi mark- miði að bæta samskipti ríkjanna. Fundurinn var haidinn að beiðni Sovétmanna, að sögn egypskra emb- ættismanna, sem ekki vildu gera mikið úr fundinum. Fyrir sovézku sendinefndinni fór Vladimir Polyakov, sem var sendiherra Sovétríkjanna í Egyptalandi er Anwar Sadat fyrr- um forseti rak hann og sex aðra diplómata úr landi fyrir að blanda sér í innanríkismál Egypta. Vestrænir diplómatar kváðust ekki eiga von á því að fundurinn leiddi til þess að ríkin skiptust brátt á sendiherrum. Egyptar hafa nána efnahags- og hernað- arsamvinnu við Bandaríkin. Viðræðurnar eru hins vegar haldnar á tímum aukinnar gagn- rýni hófsamari Arabaríkja á stefnu Bandaríkjamanna í Mið- austurlöndum, þ.á m. Egypta og Jórdana. Svíþjóð: Efnahag- urinn batn- ar heldur Stokkhólmi, 25. apríl. Frá Erik Lidcn, fréttaritara Mbl. ÁSTANDIÐ í sænskum efnahags- málum heldur áfram að skána þótt enn sé það mjög erfítt að þv( er Kjell-Olof Feldt, fjármálaráðherra, sagði í dag á þingi við umræður um viðbótartillögur stjórnarinnar (efna- hagsmálum. Sagði Feldt, að svo fremi við- skipti Svía við aðrar þjóðir yrðu þeim ekki óhagstæðari en verið hefði myndi kaupmátturinn aukast á næsta ári en varaði hins vegar við því, að menn tækju út forskot á sæluna. Var hann ánægður með árangur stjórnar- innar í efnahagsmálum og sagði, að allt stefndi í rétta átt. Leiðtogar borgaraflokkanna deildu hart á tilllögur stjórnar- innar, sem þeir sögðu vera hverja úr sinni áttinni og enga heildar- stefnu að finna. V-þýskir prentarar í verkfall Siutígart, 27. apríl. AP. Á FJÓRTÁNDA þúsund prentarar fóni í skyndiverkfall nú í lok vik- unnar til að knýja á um 35 stunda vinnuviku. Náðu aðgerðirnar til 62 útgáfufélaga í tylft vestur-þýskra stórborga. Fjöldi dagblaða komu ekki út í dag og koma ekki út á morgun, eða að stærð og upplög annarra hafa stórlega verið dregin saman. Fyrr í apríl kom til skyndiverkfalls af sama toga í Frankfurt. Ekkert af fimm dagblöðum borgarinnar kom út daginn eftir. Reiönámskeið sumarið 1984 Almenn námskeið í hestamennsku fyrir börn og unglinga. Nr. 1. Föstudagur 1. júní .til 8. júní Nr. 2. Föstudagur 8. júní ..- 15. júni Nr. 3. Þriðjudagur 19. júní .- 26. júní Nr. 4. Þriðjudagur 26. júní .- 3. júlí' Nr. 5. Þriðjudagur 10. júlí .— 17. júlí Nr. 6. Föstudagur 27. júlí .- 3. ágúst Nr. 7. Þriðjudagur 14. ágúst .-21.ágúst Nr. 8. Aukanámskeið fyrir unglinga 12 ára og eldri þriðjudaginn 21. ágústtil 28. ágúst. Forsenda fyrir þátttöku í þessu námskeiði er að þessir unglingar hafi töluverða reynslu af hestamennsku og séu með eigin hesta. Nánari upplýsingar i Geldingaholti. Ferðir með áætlunarferðum Hreppar-Skeið frá Umferðamið- stöðinni í Reykjavík kl. 17:30 á þriðjudögum og kl. 18:30 á föstu- dögum og frá Geldingaholti kl 9:30 á morgnana og komið í bæinn kl. 11:30. Þátttakendur fá fjölþætta þjálfun á hestbaki. Kennd er undirstaða hestamennsku, meðhöndlun og umhirða hesta. Kennt er í gerði og á hringvelli. Einnig eru bóklegir tímar. Farið verður í útreiða- túra, kvöldvökur og lejki. Þátttakendur á öllum námskeiðunum mega koma með eigin hesta. Ferðir eru ekki innifaldar í námskeiðsgjaldi. Upplýsingar og bókanir í Geldingaholti sími: 99-6055. Hestamióstöóin v,^S,v Geldingaholt Reiðskóli, tam ningar, ám ara hrossarækt og sala 1964/1984 Gnúpverjahrepp, Amessýslu, simi (99) -6065 VOR I VIN Nú er vorið komiö í Vín- arborg og feröaskrif- stofan Atlantik býöur þér aö koma meö þann 6. maí og njóta frísk- leika og fegurðar vorsins í Austurríki. Fariö veröur í óperuna, ekið um borgina og nágrenni hennar og siöan getur hver og einn notiö dásemda Vínarborgar á eigin spýtur. Fagrar fornar byggingar, listasöfn, góöir veit- ingastaöir og og hiö fagra umhverfi borgarinnar heilla alla sem þangaö koma, og allir geta fundiö eitthvað við sitt hæfi. Njóttu vorstemmningar Vínarborgar í góöum félagsskap. orcofvm Hallveigarstíg, sími 28388. Ekki eróvanalegt aö Rakastig inn- anhúss fari allt niöur í 20%. Til samanburöar er meöal rakastig í Sahara 25%. Þaö segir sig því sjálft, aö af slíkum þurrki hafa hvorki menn né stofuplöntur gott af. Meö BONECO rakatæki og raka- stilli kemur þú í veg fyrir aö slíkt ástand skapist. BONECO raka- tæki hreynsar loftið, og gæöir þaö raka, og meö BONECO raka- stilli stjórnar þú sjálf(ur) hvaöa rakastig skal vera í herberginu. boneco Oft er meiri þurrkur í íslenskum húsum, en á sjálfri SAHARA eyðimörkinni BONECO rakatæki — lofthreynsitæki — rakastillar GEFA RÉTT LOFTSLAG INNANHÚSS:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.