Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984 81 Morgunbltðia/Arnór. Ráðstefnusalurinn var oft þéttsetinn á meðan úrslitakeppnin fór fram. Guðbrandur — Ármann 13—7 Jón — Runólfur 12—8 Fyrri hálfleikur var rólegur í leik Þórarins og bræðranna frá Siglufirði og var staðan 15—24 fyrir Þórarin í hálfleik. Þetta var lægsta punktaskor í einum hálfleik í úrslitakeppninni enda féllu ein 7 spil og 3 eða 4 gáfu einn punkt. Aftur á móti féll ekkert spil í þeim síðari og allt var í háalofti og endaði leikurinn 92—52, fyrir Þórarin. Sveit Jóns Hjaltasonar átti í höggi við Runólf og þar gekk á ýmsu. Runólfur hafði yfir í hálf- leik, 36—30, en fjórum spilum síðar var staðan orðin 62—36, fyrir Jón. Runólfur og hans menn náðu svo að jafna leikinn verulega í síðustu spilunum og töpuðu aðeins 8—12. 6. umferð Guðbrandur — Sigfús 12—8 Þórarinn — Sigurður 20—1-2 Jón — Ásgrímur 20—+5 Runólfur — Ármann 20—0 Það mátti segja að þessi um- ferð hafi farið eftir bókinni. Sveit Jóns malaði Ásgrím, norð- anmenn byrjuðu mótið vel en virtist vera komin þreyta í liðið. Þórarinn vann Sigurð með mikl- um mun og stefndi á annað sætið í mótinu þar sem fyrsta sætið virtist upptekið nema eitthvað mjög óvænt gerðist. Sveit Run- ólfs gaf ekkert eftir og vann sinn leik, 20—0. Staðan fyrir lokaumferðina: Jón Hjaltason 95 Þórarinn Sigþórsson 81 Runólfur Pálsson 73 Guðbrandur Sigurbergsson 65 Ásgrímur Sigurbjörnsson 54 Sigurður Vilhjálmsson 45 Ármann J. Lárusson 37 Sigfús Þórðarson 21 7. umferð Sigfús — Ármann 20—+5 Þórarinn — Guðbrandur 12—8 Jón — Sigurður 20—+3 Runólfur — Ásgrímur 20—0 Þórarinn varð að vinna 13—7 í sínum leik til að vera öruggur í öðru sæti og ef Runólfur átti að eiga möguleika varð hann að vinna stórt. Þórarinn vann að- eins 12—8 eftir að hafa verið undir í hálfleik og Runólfur náði sér í 20 stig og þar með annað sætið í mótinu því þeir höfðu unnið leikinn við Þórarin í þriðju umferð, 12—8, og voru jafnir þeim að stigum. Lokastaðan í mótinu Jón Hjaltason 115 Runólfur Pálsson 93 Þórarinn Sigþórsson 93 Guðbrandur Sigurbergsson 73 Ásgrímur Sigurbjörnsson 54 Sigurður Vilhjálmsson 42 Sigfús Þórðarson 41 Ármann J. Lárusson 32 Mótið fór mjög vel fram í alla staði. Mikill áhorfendafjöldi fylgdist með mótinu allan tím- ann. Nokkuð bar á ölvun meðal áhorfenda, einkum á skírdag, sem er mjög hvimleitt fyrir þá sem koma til að fylgjast með góðum bridge. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- enson og skýringaþulur í ráð- stefnusal Jakob R. Möller. Ólöglegt myndbandaefni Sífellt berast upplýsingar um aö ákveðnar mynd- bandaleigur leigi út ólöglegt myndbandaefni sem félagsmenn í Samtökum rétthafa myndbanda á íslandi hafa rétt á. Efni þetta hefur ekki verið feng- ið hjá rétthöfum hérlendis og eru myndböndin því ekki merkt viðkomandi innlendum rétthafa. Myndbandaefni þetta er m.a. leigt föstum við- skiptavinum og þá notað svokaliað „möppukerfi". Möppurnar hafa aö geyma lista yfir hið ólöglega efni og eftir að viðskiptavinurinn hefur valiö sér efni er myndbandiö sótt bak við afgreiðsluborð eða í bakherbergi. Séu þessar upplýsingar réttar er hér um vítavert brot að ræða þar sem viökomandi myndbanda- leiga er vísvitandi að leigja út efni án heimildar. Samtök rétthafa myndbanda á (slandi hafa því ákveðið að veita kr. 2.000,- þóknum þeim aðilum sem sannað geta á fullnægjandi hátt brot af þessu tagi og kr. 4.000,- vegna mynda sem ósýndar eru í kvikmyndahúsum og viðkomandi kvikmyndahús hefur rétt á. Nánari upplýsingar í síma 29888 milli kl. 14 og 17 alla virka daga. Þess má einnig geta að ofangreint myndbandaefni hefur jafnvel veriö tekiö á leigu með þessum hætti og síðan sýnt í myndbandakerfum fjölbýlishúsa. Slíkt er að sjálfsögðu ólöglegt eins og sýning á miklu af því efni sem þar er sýnt, en öll slík kerfi eru ólögleg samkvæmt núgildandi lögum. Samtök rétthafa myndbanda á íslandi a £ Gódan daginn! ínágrenni Mósel og Rínar Verð pr. mann m/bíl frákr. 1 vika 2 vikur 3 vikur 8 m. /' 3ja svh. húsi og bíll í H fl. 7 m. i 3ja svh. húsi og bíll í H fl. 6 m. /' 3ja svh. húsi og bíll í H fl. 11.080 11.420 11.880 13.480 14.170 15.090 15.880 16.920 18.290 5 m. í 2ja svh. húsi og bíll í F fl. 4 m. í 2ja svh. húsi og bíll í F fl. 11.930 12.740 15.180 16.810 18.430 20.880 4m. í 1 svh. íbúð og bíll í F fl. 3 m. í 1 svh. íbúð og bíll í B fl. 2 m. í 1 svh. íbúð og bíll í B fl. 12.380 12.880 14.980 16.080 17.080 21.280 19.780 21.280 27.580 2 /77. /' stúdíóíbúð og bíll í B fl. 13.360 18.040 22.720 Börn 2-11 ára fá kr. 4.700 - í afslátt. Börn 0-1 árs greiða kr. 1.000,- ERT PÚ EKKI SAMFERÐA? Síminn er 26900. Daun Eifel er aðeins um 2ja stunda akstur frá Luxemborg og þar er allt sem þarf til að gera sumarleyfið ánægjulegt. Frábær húsakynni, fagurt umhverfi, einstök veðurblíða; úrvals þjónustumiðstöð með veitingahúsi, bjórstofu, sauna, sundlaug, tennis, squash, reiðskóla, hestaleigu, barnaklúbb, billjard og minigolfi. J næsta nágrenni eru svo m.a. dýragarður, þar sem sjá má ýmsar fágætar dýrátegundir í náttúrlegu umhverfi, Europark skemmtigarðurinn, vötn, þar sem stunda má alls konar vatnaíþróttir og hinir rómuðu dalir við Mósel og Rín, þar sem vínviðurinn vex um allar hlíðar og mannlífið í þorpum og bæjum er óviðjafnanlega skemmtilegt. Nú er um að gera að bregða léttum strigaskó á betri fótinn og hafa samband við Úrval í hvelli. Brottför er alla miðvikudaga í sumar. QOTT FOLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.