Morgunblaðið - 29.04.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
83
Einar örn í þungum þönkum í
Southern Studios.
„Já, þaö er ætlunin. Viö erum
núna aö reyna aö undirbúa jaröveg-
inn eins og kostur er. Þetta er helj-
arinnar mikiö ferðalag fyrir okkur.
Viö förum m.a. til Berlínar, Parísar,
Hollands og e.t.v. niöur til Italiu, auk
þess sem viö efnum til tónleika í
Bretlandi. Sennilega veröa þetta
15—20 tónieikar í allt. Þetta er mik-
ið og gott tækifæri fyrir okkur, en
viö veröum aö fjármagna feröalagiö
sjálf. Viö viljum bara sýna aö þetta
er hægt. Það er enginn dauöur fyrr
en hann er kominn í gröfina."
— Þú og þið hin stefniö þá aö
heimsfrægð?
„Nei, ekki ég. Ég er alveg búinn
aö leggja þá hugmynd til hliöar aö
tónlistin veröi minn eini miöill. Ég
næ engum árangri með því aö halda
mig viö hana eina. Ég ætla t.d. aö
reyna fyrir mér á sviöi útvarps eftir
aö ég hef lokið náminu, en þaö eru
líka aörir möguleikar til. Úr því þú
minnist á þetta vil ég endilega und-
irstrika, aö mér þykir spaugilegt aö
vera kallaöur listamaöur eins og
sagt var í DV. Þaö er skrýtiö aö
maöur megi ekki fara úr landi án
þess aö veröa þá skyndilega lista-
maöur. Ekki var ég álitinn lista-
maður hér heima. Svo þegar ég fer
út, þá er ég allt í einu listamaöur.
Hégóma íslensku þjóöarinnar eru
engin takmörk sett. Þaö sama gildir
um aöra meðlimi Kukls, þeir vilja
ekki aö þeir séu kallaöir listamenn.
Þaö er eins og veriö sé aö afskrifa
okkur líkt og í minningargrein."
Einar hefur í nógu aö snúast, auk
hlutdeildar sinnar í Kuklinu. Þessa
dagana er hann aö vinna aö verk-
efni sem nefnist P.P. Djöfuls ég í
samvinnu viö þá B.aga Ólafsson,
fyrrum bassaleikara Purrks Pilln-
ikks, Kristin Árnason, gítarleikara,
og Sigtrygg Baldursson, trommara.
„Þetta er í rauninni ekki neitt
einka-verkefni mitt eins og látiö hef-
ur verið iiggja aö. Ég hef náö aö
semja eitt laganna á væntanlega
plötu þessa hóps sjálfur, en hitt eru
sameiginieg hugverk. Þetta er hin
hliðin á tónlistarlífi mínu og kannski
sú, sem fólk á erfiðast meö aö
sætta sig viö,“ segir Einar.
Vonleysi
— Telurðu þig hafa lært eitthvaö
af dvölinni í London? Lítur þú t.d.
tónlistarlífiö hér heima öörum aug-
um en áöur?
„Já, ég held ég hafi lært heilmikið
á þessari dvöl. Ég var mikiö einn um
tíma og þá gafst mér tími til þess aö
hugsa málin vel. Ekki svo aö skilja,
ég er ekkert á leiðinni aö skilja viö
island. Ég held ég myndi alltaf vilja
vera hér. Tónlistin hér er einn af
þeim þáttum, sem toga í mig. Þaö
eru allir aö segja, aö hér sé allt
dautt, en ég er ekki sammála því.
Þaö hefur einhver örvænting gripið
um sig, en ef svo er á fólk aö standa
upp og gera eitthvaö í málinu. Ekki
bara mæna á næsta mann meö
vonleysisglampa i augum. Það er
alltaf veriö aö horfa aftur til áranna
1980—1981 og á meöan svo er er
ekki von aö vel fari. Þaö þýöir ekk-
ert aö lifa í þeirri „nostalgíu".
Úr því viö erum aö tala um þetta
get ég alveg sagt þér, aö þaö fer
rosalega í taugarnar á mér hvernig
margir tónlistarmenn haga sér. Ég
man t.d. aö ég lenti í þvi á tónleikum
vítt og breitt, aö menn komu til mín
og vildu aö ég „reddaöi“ þessu og
hinu. Ef ég hratt þeim frá mér og
sagöist ekki vera kominn til þess aö
ræöa slikt var ég bara svikari viö
málstaöinn. Hvaöa málstaö fékk ég
aldrei að vita. Þá var óg bara orðinn
einhver poppstjarna, sem engan
vildi sjá eöa heyra. Ég er búinn aö
sjá, aö íslenskir tónlistarmenn og
kannski fleiri eru latt og sjálfumglatt
pakk, það er staðreynd sem ekki
verður haggaö.“
— SSv.
Vinsældalistarnir
Vínsældalisti Járn-
síðunnar og H-100
1 ( 1) SHAME-LOVE TRAP/Astaire
2 ( 4) T0 BE 0R NOT T0 BE/Mel Brooks
3 ( 2) LET THE MUSIC PLAY/Shannon
4 ( 5) BORN T0 DANCE/Astaire
5 (-) MISS BE BLIND - IT'S A
MiRACLE/Culture Club
6 ( 3) SOMEBODY'S WATCHING
ME/Rockwell
7 (-) TONIGHT/Kool And The Gang
8 (-) BREAKING DOWN/Julia & Co
9 ( 9) NEW DIMENSION/lmagination
10 ( 6) STREET DANCE/Break Machine
Vinsældalisti Járnsíö-
unnar og Tónabæjar
1 AUTOMATIC/Pointer Sisters
2 JUMP/Van Halen
3 WHAT DOI DO/Galaxy
4 SOMEBODY’S WATCHING ME/Rockwell
5 NEW M00N ON MONDAY/Duran Duran
6 0N THE FLOOR/Tom Look And
The Party People
7 ADULT EDUCATION/Hall og Oates
8 YOUR LOVEIS KING/Sade
9 TO BE OR NOT TO BE/Mel Brooks
10 POLITICS OF DANCING/Reflex
Bretland — Litlar plötur
1 ( 1) HELLO/Lionel Richie (5)
2 ( 2) A LOVE WORTH WAITING FOR/
Shakin' Stevens (3)
3 ( 4) YOU TAKE ME UP/Thompson
Twins (3)
4 ( 5) PEOPLE ARE PEOPLE/
Depeche Mode (3)
5 ( 3) ROBERT DE NIRO'S
WAITING/Bananarama (4)
6 (15) GLAD IT'S ALL OVER/Captain
Sensible (2)
7 ( 7) IT'S A MIRACLE/Culture Club (4)
8 ( 6) IT'S RAINING MEN/Weather Girls (5)
9 (14) NELSON MANDELA/Special AKA (2)
10 (-) AGAINST ALL ODDS/Phil Collins (1)
11 ( 8) WHAT DO I DO/Galaxy (5)
12 (11) PRETTY YOUNG THING/Michael
Jackson(3)
13 (18) AIN'T NOBODY/Rufus And
Chaka Chan (2)
14 (16) LUCKY STAR/Madonna (2)
15 (10) YOUR LOVEIS KING/Sade (5)
16 (12) CHERRY OH BABY/UB 40 (3)
17 (-) WOOD BEEZ/Scritti Politti (1)
18 (-) IWANT TO BREAK FREE/Queen (1)
19 (13) STREET DANCE/Break Machine (8)
20 (-) THE CATERPILLAR/Cure (1)
Bandaríkin — Litlar plötur
1 ( 1) FOOTLOOSE/Kenny Loggins
2 ( 4) AGAINST ALL ODDS/Phil Collins
3 ( 2) SOMEBODY'S WATCHING ME/
Rockwell
4 ( 7) EAT IT/Weird Al Yankovic
5 ( 6) HERE COMES THE RAIN/Eurythmics
6 ( 3) JUMP/Van Halen
7 (10) HOLD ME NOW/Thompson Twins
8 ( 8) AUTOMATIC/Pointer Sisters
9 (11) MISS ME BLIND/Culture Club
10 (13) HELLO/Lionel Richie
Frá tónleikum Egósins í Höllinni 1. mars. Járnsiöan/ Friðþjófur
„Þetta er eins og að
losna úr álögum“
Egó, þriöja og jafnframt nýjasta
plata samnefndrar hljómsveítar,
kom út á föstudag, nokkuð óvænt
aö sumra mati og fyrr en menn
höföu e.t.v. átt von á. Þessi plata
Egó er um margt sórstök og þá
kannski ekki síst fyrir þá sök, að
þeir Bergþór Morthens og Rúnar
Erlingsson eru skráöir fyrir allri
tónlistinni, en Bubbi Morthens
hins vegar fyrir textunum. Á fyrri
plötunum tveimur, Breyttir tímar
og f mynd, átti Bubbi sjálfur meg-
inhluta efnisíns, þótt Bergþór
kæmi verulega viö sögu á þeirrí
síðarnefndu.
Þessi þriðja plata Egósins var
tekin upp í Hljóörita í mars. Sáu þeir
Bergþór og Rúnar um yfirstjórn
verksins en Sigurður Bjóla Garö-
arsson var upptökumaöur. Auk
Egó-mannanna þriggja koma þeir
Ásgeir Óskarsson og Pétur Hjalte-
sted mikiö viö sögu á plötunni. Ás-
geir leikur á trommur, Pétur á
hljómborð.
Hijótt um Egóiö
Lítiö hefur heyrst til Egósins á
undanförnum mánuöum. Svo hefur
virst um langa hríö, sem sveitin væri
aö leysast upp, en alltaf hefur hún
þó hangið saman. Trommuleikara-
skortur hefur hrjáö hana um langt
skeiö og hún notast viö „session"-
menn og fyrr á þessu ári hætti
hljómborösleikari flokksins. „Sess-
ion“-maður tók einnig stööu hans.
För Bubba Morthens til Banda-
ríkjanna hefur aö vonum vakiö mikla
athygli. Hann hélt út sl. sunnudag
meö Danny Pollock sér viö hliö.
Komu þau tíöindi verulega á óvart
þvi allt fram til þess vissu menn ekki
annað en þeir Rúnar, Bergþór og
Pétur ætluðu með honum út. Járn-
síöan hitti þá Rúnar og Bergþór aö
máli í vikunni og spuröi þá spjörun-
um úr.
„Margt af þessu efni er búiö aö
vera í deiglunni frá því á síöasta
sumri," sögöu þeir Rúnar og Berg-
þór er Járnsíðan ræddi viö þá í vik-
unni. „Viö settum niöur lög og laga-
brot þegar viö fengum góöar hug-
myndir og síöan kom Bubbi meö
textana ofan á á eftir.“
— Hvernig gekk að fá Bubba til
aö samþykkja, aö þið ættuö allt efni
plötunnar aö textunum undanskild-
um?
„Þaö gekk alveg áfallalaust.
- segja þeir Bergþór
og Rúnar í Egó í stuttu
spjalli um nýjustu
plötu sveitarinnar
Bubbi var lika búinn aö vera mjög
upptekinn viö sólóferil sinn og haföi
kannski ekki nægan tíma til aö
semja lög á þessa plötu."
— Er þetta ekki ný reynsla fyrir
ykkur tvo innan þessarar hljóm-
sveitar?
„Nei, ekki er þaö nú,“ svaraöi
Bergþór. „Ég átti t.d. eiginlega allt
efniö meö Bubba á i mynd. Mesta
breytingin núna liggur auðvitað í því
aö hann sér eingöngu um textana.“
— Af hverju hættuö þiö viö að
taka plötuna upp í Englandi eins og
stóö til?
„Þaö kom einfaldlega til af því aö
viö vorum ekki fyililega sáttir viö
þaö, sem upp á var boðið.“
— Var ekkert niðurdrepandi aö
rölta rétt eina ferðina inn í Hljóðrita?
Heföi sveitin ekki haft gott af því aö
skipta um umhverfi og fara í nýtt
hljóöver?
„Það kann aö vera, en þaö var
góöur „fílingur" í okkur þegar viö
tókum plötuna upp og ég held aö
hann skili sér vel á henni. „Sándið"
er t.d. aö okkar mati allt annaö og
betra en áöur og laust viö þennan
fræga Hljóðrita-blæ.“
— Eigiö þiö sjálfir einhver uppá-
haldslög á plötunni?
„Viö erum afar ánægöir meö
heildarútkomuna en gerum ekki upp
á milli einstakra laga á plötunni þar
sem hún er í okkar augum heilsteypt
verk.“
Samkeppni
— Hvaö kom til aö platan var
send svona fljótt á markað, eruö þiö
kannski í haröri samkeppni viö
Bubba?
„Samkeppni og ekki samkeppni.
Þaö er í raun engin ástæöa til þess
aö biöa meö þessa plötu. Hún var
tekin upp í mars og er fullunnin. Þaö
er ástæöulaust aö senda hana á
markað síöar og láta fóik fá gamalt
efni í hendurnar."
— Eruð þiö ekki hræddir um aö
þessi plata kynni aö hafa orðið und-
ir í baráttunni viö sólóplötu Bubba,
sem von er á, ef hún heföi komiö út
löngu á eftir henni?
„Nei í sjálfu sér ekki. Viö erum
þeirrar skoöunar, aö plöturnar styöji
hvor aöra ef eitthvaö er.“
— Hvernig var aö vinna meö
mönnum eins og Ásgeiri og Pétri?
„Það var frábært. Viö höfum
reyndar unniö meö þeim áður og
vonumst eftir því að samstarfiö
haldi áfram ef vilji er fyrir slíku af
beggja hálfu. Asgeir er óumræöi-
lega besti alhliöa trommuleikari
landsins og þótt Tíminn segöi Pétur
vera „óþekktan" á hann að baki
langa sögu sem afbragös hljóm-
borösleikari.
— Nú er þessi nýja plata Egó tví-
mælalaust „þyngri“ en fyrri plöturn-
ar. Eruð þiö ekki hræddir um aö hún
naí ekki sölu vegna þess aö „hit“-
lögin vantar?
„Viö tókum þá ákvöröun að
leggja frekar upp úr sterkum heild-
arsvip en aö láta „hit“-lög ráöa ferö-
inni. Viö vorum meö tvö slík í poka-
horninu en ákváöum að nota þau
ekki. Annars eru lög á plötunni, sem
vafalítiö eiga eftir aö hljóma í út-
varpi.“
Úr álögum
— Er þetta svanasöngur Egó á
hljómplötu?
„Nei, alls ekki. Viö litum á þetta
sem upphaf nýs tímabils. Þetta er
eins og að losna úr álögurn."
— Egó lifir sumsé áfram þótt
Bubbi komi ekki aftur?
„Já, tvímælalaust. Viö höldum
nafninu hvaö sem um Bubba verö-
ur, en viö gerum þó ráö fyrir því
núna aö hann haldi áfram meö
okkur.“
— Ef hann kemur ekki aftur?
„Þá höldum viö samt áfram og
aukum á Egóiö.“
— Eruö þiö vongóöir um aö þaö
takist?
„Við höfum satt aö segja ekki velt
því svo mjög fyrir okkur, en úr því
þú minnist á þaö er reyndar ekki um
auöugan garö aö gresja. Þaö fara
ekki margir í skóna hans Bubba.“
— Hvernig ætliö þiö að fylgja
plötunni eftir ef Bubbi snýr ekki aft-
ur?
„Það er nokkuö, sem við höfum
hreinlega ekki náö aö hugsa út í
ennþá. Þaö veröa einhver ráð meö
þaö.“
— Nú hafiö þiö vissulega áunniö
ykkur vissan og um leiö stærri sess
innan Egó með þessari plötu. Haldiö
þiö þessum sess þótt Bubbi komi
aftur?
„Já, án nokkurs vafa. Viö sjáum
ekki neina ástæöu til aö þaö breyt-
ist nokkuö."
— Ein spurning í lokin. Af hverju
fóruö þið ekki út meö Bubba eins og
til stóö?
„Þaö var einfaldlega enginn
grundvöllur fyrir slíku eins og málin
stóöu. Hugmyndir okkar samrýmd-
ust ekki alveg hans hugmyndum.
Við „filum“ það fínt aö vakna á
morgnana, fara út og fá okkur
snjómelónur og setjast síöan niöur
og semja lög.“
— SSv.
„ ... aö vakna á morgnana, fara út og fá okkur snjómelónur." Beggi og
Rúnar í Egóinu gera alvöru úr draumum sínum og fá sér snjómelónur.