Morgunblaðið - 29.04.1984, Side 36
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
Á Finnsstööum
Egilsstööum.
HJÁ HALLBIRNI bónda Jóhannssyni á
Finnsstöðum í Eiðaþinghá bar fyrsta ær-
in 27. mars.
En það er fleira óvanalegt í húsdýra-
haldi Hallbjarnar bónda á Finnsstöðum.
Fyrir nokkru fannst hreindýrskálfur
fastur í girðingu á landareigninni. Eftir
að hann hafði verið leystur úr prísund-
inni var hann færður til fjárhúsa til
hressingar og þar hefur hann síðan unað
hag sínum hið besta í félagsskap ánna á
Finnsstöðum og sýnir ekkert fararsnið.
Þegar forskólanemendum á Egilsstöð-
um bárust þessi tíðindi héldu þeir þegar
út í Finnsstaði með kennurum sínum til
að skoða undrin. Og þar reyndist þá
margt fleira að skoða — sem vakti áhuga
þessara ungu nemenda. Þar gaf að líta
nýfæddan kálf og sprellfjörugan hvolp
sem lék ótrauður listir sínar og virtist
kætast mjög og færast allur í aukana við
Forskólakrakkarnir vildu ólmir fá að halda á lömbum komu krakkanna.
snemmbæranna á Finnsstöðum. — Ólafur
Hér færð ÞÚ svarið
Fjárfestingahandbókin
Fjárfestinga handbókin
svarar öllum spurningum stórum og smáum um
☆ Hagkvæmni og arðsemi fjárfestinga
☆ Ávöxtun sparifjár
☆ Möguleika í verðbréfa viðskiptum
☆ Skattameðhöndlun
Bók sem ALLIR geta haft gagn af
FJÁRFESTINGAHANDBÓKIN ER
BÓK SEM ÞÚ NOTAR
Fjárfestingarfélag íslands
„Geimfaraball"
í Gerðubergi
Medúsu-félagið gengst fyrir
„geimfaraballi" í Gerðubergi
klukkan 16 í dag, sunnudag 29.
apríl. Samkoma þessi er ætluð
krökkum og verða búningar hann-
aðir á staðnum úr álpappír. Æski-
legt er að viðkomandi hafi með sér
álpappír. Dans verður stiginn til
klukkan 18.
Veizlukaffi
og hlutavelta
KVENNADEILI) Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík verður með
veislukaffi og hlutaveltu í Drangey,
Síðumúla 35, þann 1. maí nk., kl. 14.
Þetta hefur verið árlegur fjár-
öflunardagur kvennadeildarinnar
sl. 20 ár og rennur allur ágóði til
líknar- og menningarmála bæði
heima í héraði og hér syðra.
(Úr frt-tlalilkyiinin^ii.)
Tónleikar í
Norræna húsinu
Þriðjudaginn 1. maí nk. halda þær
Elísabet F. Eiríksdóttir söngkona og
Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari
tónleika í Norræna húsinu, og hefj-
ast þeir kl. 20.30.
Elísabet F. Eiríksdóttir stund-
aði nám í söngskólanum í Reykja-
vík og einnig á Ítalíu og í Vínar-
borg. Hún hefur komið fram m.a.
með Sinfóníuhljómsveit íslands og
tekið þátt í uppfærslum í Þjóð-
leikshúsinu og hjá íslensku óper-
unni þar sem hún fer nú með hlut-
verk Bertu í Rakaranum í Sevilla.
Lára S. Rafnsdóttir stundaði
nám á ísafirði, í Reykjavík og í
London og Köln. Hún hefur komið
fram í fjölda tónleika hérlendis
sem erlendis.
Þær Elísabet og Lára starfa nú
báðar við Söngskólann í Reykja-
vík.
Á efnisskránni á þriðjudag eru
sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Jór-
unni Viðar, Grieg, Sibelius, Mahl-
er, Strauss og Brahms.
(Kréttatilkynning)