Morgunblaðið - 29.04.1984, Page 37
Vortónleikar
Tónlistarskól-
ans í Keflavík
26. STARFSÁRI Tónlistarskóla
Kcdavíkur er senn að Ijúka. í því
tilefni veröa haldnir tvennir tónleik-
ar á vegum skólans og tónlistarfé-
lagsins í húsakynnum skólans að
Suðurgötu 13 mánudaginn 30. aprfl
kl. 20 og laugardaginn 5. maí kl. 15.
Á þcssum tónleikum koma fram
nemendur á öllum stigum námsins
og verður efnisskráin fjölbreytt.
í vetur hafa um eða yfir 200
nemendur stundað nám í skólan-
um og um 90 í útibúi skólans í
Garði. Kennt var á flest hljóðfæri
auk kjarnagreina. Vandað verður
til þessara árlegu vortónleika
skólans og eru aðstandendur nem-
enda og velunnarar skólans hér
með boðnir velkomnir.
Skólaslit verða miðvikudaginn
16. maí kl. 17 og þá verða afhent
prófskírteini.
Samstaða
Siumut og jafn-
aðarmanna
Kaupmannahófn, 27. apríl. Krá fréttaritara
Morgunblaósins, NJ. Bruun.
SIUMUT-flokkurinn á Grænlandi
hefur fengið aukaaðild að alþjóða-
þingi jafnaðarmanna, sem nú stend-
ur yfir í Kaupmannahöfn. Siumut,
sem er flokkur Jonathans Motz-
feldts, starfar náið með dönskum
jafnaðarmönnum, enda var það Ank-
er Jorgensen, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, sem mælti með því, að Si-
umut fengi aðild að alþjóðaþingi
jafnaðarmanna nú.
Finn Lynge er fulltrúi Siumut á
þessu þingi. Hann sagði í upphafi
þess, að Grænlendingar hlytu að
láta alþjóðastjórnmál meira til sín
taka eftir að Grænland sagði sig
úr Efnahagsbandalaginu. Þá sagði
hann ennfremur, að Siumut-
flokkurinn myndi nú vinna að því
að koma á samskiptum við skylda
stjórnmálaflokka í Kanada, ís-
landi, Noregi og Svíþjóð.
Hamborg-
arar í stað
hrísgrjóna
Peking, 18. npríl. AP.
Fyrsti hamborgarasölustaður
Kína með vestrænu sniði var
opnaður í Peking í dag og var
troðfullt bókstaflega út úr dyr-
um fyrsta daginn. Voru eigend-
ur staðarins, kínverska ríkið,
himinlifandi með móttökurnar.
Á boðstólum eru einkum
hamborgarar, pylsur í brauði,
franskar kartöflur og fleira í
líkum dúr. Flestir boðsgest-
anna voru úr röðum hátt-
settra embættismanna komm-
únistaflokksins og líkaði þeim
snarlið vel. „Þetta er fjári
gott,“ sagði einn sem maulaði
pylsu. Fyrirtækið fékk nafnið
„Sanngirni og gróði", en tákn
þess er Andrés önd.
Einhver ótti mun hafa verið
um að skyndibitarnir myndu
ekki ganga í Kínverja, sem
vanari eru hrísgrjóna- og
grænmetisáti. Sá ótti virðist
þó ástæðulaus, gestirnir bók-
staflega hámuðu í sig nýjung-
ina.
Wterkurog
Ll hagkvæmur
auglýsingamiðill!
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
85
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mér
vinarhug á 70 ára afmæli mínu 13. apríl sl.
Guð blessi ykkur öll.
Einar Sreinn Jóhannesson,
Vestmannaeyjum.
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem heimsóttu mig
á 80 ára afmæli mínu 18. apríl sl. og glöddu mig með
gjöfum, skeytum og hlýjum hug og gerðu mér daginn
ógleymanlegan. Sérstakar þakkir til Slysavamadeildar-
innar Hraunprýði.
Guð blessi ykkur öli
Margrét Ólafsdóttir,
Brunnstíg 2, Hafnarfirði.
1. mai kaffi
í Valhöll
Lítiö inn meö fjölskylduna í Valhöll
1. maí þar sem boöiö veröur upp á kaffi
og vöfflur. Veitingar í kjallarasal.
Landsmálafélagið Vörður
Okkar menn
í Rotterdam
03 .
•>^óa93
...P'nSwda98
....VóbPd:
....
(v.r>r'a'a
....
,VJ6<N'"*.............^ "
Síminn er
903110231255
(ef þú hringir beint)
Hafskip hf. hefur opnað eigin skrifstofu
í Rotterdam. Það er liður í flutningi
markaðsstarfsemi til stærstu sam-
gönguhafnanna félagsins erlendis.
Hagræði af þessu er ótvírætt. Þú getur
verið í beinu sambandi við þann stað
sem þér hentar þegar þér hentar.
Okkar menn hafa sérþekkingu á flutn-
ingum hver á sínu svæði. Það sparar
tíma og eykur öryggi. Slíkt er ómetan-
legt því tíminn í vöruflutningum er
dýrmætur. Þá er mikilvægt að vita
að íslenskir aðilar gæta íslenskra
hagsmuna erlendis.
Þurfir þú að afla þér nákvæmra upp-
lýsinga samstundis um vöruflutninga
milli staða á meginlandi Evrópu og
áframhaldandi flutninga til íslands (eða
öfugt) er einfaldast og áhrifaríkast að
nýta sér símatæknina og ofangreinda
þjónustu Hafskips.
Starfsfólk Rotterdam skrifstofunnar
þau Bragi Ragnarsson, Bonnie
Looijenga, Rob Rohde og Anneke
de Jong munu svara spurningum þín-
um og leysa málin.
Viljirðu frekar nota telex er númerið
62301 hskip nl.
Þessi þjónusta er til þæginda
fyrir þig. Notfærðu þér hana.
Okkar menn - þinir menn
52 HAFSKIP HF.