Morgunblaðið - 29.04.1984, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1984
91
Sími 78900
SALUR 1
Frumsýnir
páskamyndina
SILKWOOD
SILKWOOD
■■hhi—»■ ■ 1 i wr ■■
Frumsýnd samtimis í
Reykjavík og London.
Splunkuný heimsfráeg stór-
mynd sem útnefnd var til fimm
óskarsverólauna fyrir nokkr-
um dögum. Cher fékk Gold-
en-Globe verölaunin. Myndln
sem er sannsöguleg er um
Karen Silkwood, og þó dular-
fullu atburói sem skeóu í
Kerr-McGee kjarnorkuverinu
1974. Aðalhlutverk: Meryl
Streep, Kurt Russel, Cher,
Diana Scarwid. Leikstjórl:
Mike Nichols.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Haakkaö verð.
Mjallhvít og
dvergarnir sjö
- r>
wk
i
_____ Sýnd kl. 3.
Sill ihr lainwl of tlxin all?
SALUR2
HEIDURS-
KONSÚLLINN
(The Honorary Consul)
Aðalhlutverk: Michael Cane
og Rlchard Gere.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
BönnuO börnum innan 14 ára.
Hækkaó verö.
Skógarlíf
(Jungle Book)
Sýnd kl. 3.
SALUR3
Eitt allsherjar spurningarmerki
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Nena
Fragezeichen
CBS/Steinar hf.
Það er víst óþarfi að kynna
Nenu hina þýsku nánar fyrir
landsmönnum, svo hressilega
hefur lag hennar, 99 Luftballo-
ons, glumið á öldum ljósvakans.
Með lagi sínu hefur Nena sannað
svo ekki verður um villst að
hægt er að komast býsna langt í
poppheiminum á einu lagi. Ekk-
ert þeirra laga sem á þessari
plötu eru er líklegt til viðlíka
vinsælda og ofangreint lag.
Að því ég best veit er Frage-
zeichen (ísl. spurningarmerki)
önnur breiðskífa sveitarinnar,
sem ber nafn söngkonu hennar,
Nenu Kerner. Nena hefur sjálf
hirt meginhluta þleirrar athygli,
sem sveitin hefur vakið, og grun-
ar mig að það sé ekki hvað sist í
ljósi fríðrar snoppu og fagurra
leggja. Staðreyndin er nefnilega
sú, að Nena er lítiðð meira en
ágæt söngkona. Hún á t.d. enga
hlutdeild í lögum sveitarinnar
en hins vegar einn og einn texta.
Þetta hefur viljað gleymast í
allri umfjölluninni.
Að mínu viti er Fragezeichen
plata, sem ber nafn með réttu.
Hún er nefnilega eitt allsherjar
spurningarmerki um framtíð
þessarar svseitar. Er þetta loft-
bóla eða sveit, sem á eftir að
bætast í hóp þeirra þýsku sveita
sem vakið hafa óskipta athygli á
undanförnum árum? Því verður
vart svarað með þessari plötu
því hún er svona mitt á milli
þess að vera góð og slæm. Bestu
lögin eru Rette Mich og Kuss
Mich Wach og þau standa nokk-
uð langt upp úr. Það getur aldrei
talist styrkleikamerki þegar að-
eins tvö lög af ellefu ná að fest-
ast í minninu.
Þótt Fragezeichen sé e.t.v.
ekkert meistarastykki lyftist
hún upp um gæðaflokk við
„sándið". Platan er tekin upp
Spliffstudio í Berlín og er listi-
lega „pródúseruð". Ofan á allt er
„sándið" pottþétt. Sjaldan hef ég
orðið eins áþreifanlega var við
hversu mikill styrkur gott
„sánd“ er plötu eins og þessari,
sem án þess ætti verulega undir
högg að sækja.
Smásala sími 21730
Sendum í póstkröfu um allt land.