Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 íslenzkt hráefhi til lífeftiaiðnadar Ur grein dr. Jóns Braga Bjarna- sonar í greinargerd um þingsálykt- unartillögu um lífefnaiðnað Aukaafurðir fiskiðnaðar: Þær afurðir, sem hugsanlega mundu verða notaðar sem hráefni til lífefnaiðnaðar, eru fyrst og fremst innyflin, roð og lifrarvefur. Bein (hausar og hryggir) eru að miklu leyti steinefni (kalsíumfos- föt) og fremur gildisrýr prótein og því verðlítil hráefni að því að best verður séð. Úr þorski, sem veiðist á vetrarvertíð, eru innyflin að jafnaði um 15% af heildarþunga físksins. I öðrum bolfísktegundum er þetta hlutfall svolítio frábrugðið, t.d. lægra í ýsu en yfírleitt hærra í ufsa. Innyflunum má yfírleitt skipta í þrjá nokkuð jafna hluta þegar ekkert æti er í mörgum fiskanna, þ.e. lifur, hrogn (eða svil) og slóg. Segja má að helmingur þessa, þ.e. lifrin og hrognin, sé þegar frátekinn til mat- vælaframleiðslu. Sióginu má aftur skipta i þrennt, þ.e. maga, skúflanga og garnir, hvert um sig 1,6—1,7% af þunga fisksins upp úr sjó. Aukaafurðir frá sláturhúsum: Þær sláturafurðir, sem hugsan- lega mundu henta til lífefna- vinnslu, eru ýmis innyfíi og kirtlar. Víða erlendis eru ýmsir kirtlar þýðingarmiklar aukaafurðir frá sláturhúsum, t.d. skjaldkirtill og kölkungur (parathyroid) til skjald- kirtilshormónavinnslu, bris vegna insúlíns og ensíma og sæðiskirtlar til prostaglandínaframleiðslu. Fyrir nokkrum árum var safnað litlu magni (500 kg árið 1969) af sæð- iskirtlum úr lambhrútum. Eftirfarandi upplýsingum um þyngd ýmissa líffæra úr kindum eru hafðar eftir Sigurði Sigurðs- syni dýralækni, Keldum. Sumar þeirra ber þó að taka sem grófar viðmiðunartölur: 1946). Heildarmagn steróla er um 2,5% af þurrefni sviljanna, en svilin innihalda um 85% vatn að meðal- tali. Samkvæmt því ættu að fást 3—4 kg af hreinum sterólum úr 1 tonni af sviljum. Líklegt er, að í sviljafeitinni séu ýmsir verðmiklir sterólar og hormónar. Ekki er ólíklegt að nota mætti kynkirtla úr lambhrútum og hvölum til sterólaframleiðslu á svipaðan hátt og svilin. Chólínsýrur úr galli: í fiskgalli eru um 5% af svonefnd- um chólínsýrum, en sennilega voru kaupendur fiskgallsins á árunum 1951—'53 einkum að sækjast eftir þeim til framleiðslu á cortisóni. Vitað er að sumar afleiður chólín- sýru eru mjög dýrar, t.d. mun chenó- deoxýchólínsýra kosta ca. 700 kr/kg. Ensím úr meltingarfærum: Eins og gefur að skilja er mikið af ensímum í meltingarfærum fiska. Nauðsynlegt er að finna hve mikið er af próteinkljúfandi ensím- um (pepsíni, trypsíni og fleirum) í meltingarfærum þorsksins. Hann lifir á próteinauðugri fæðu og ætti að hafa gnægð slíkra ensíma. Svipuðu máli gegni um melt- ingarfæri annarra botnfiska. Þá þyrfti jafnframt að kanna aðferðir til þess að einangra og hreinsa hin einstöku próteinkljúfandi ensím úr þorski og fleiri mikilvægum fisk- tegundum. Nýting á fiskroði: Fyrir allmörgum árum var reynt hérlendis að nýta roð og vinna úr því, eins konar forstig að matarlími (Dr. Þórður Þorbjarn- Kítín og xanthín úr rækju- og humarúrgangi: Árlega falla til a.m.k. 5.000 tonn af rækju- og humarúrgangi frá vinnslustöðvum í landi auk þess sem fleygt er í sjóinn af humar- bátum. Litarefnið í rækjuskelinni, cantaxanthín (astaxanthín), sem er sama eðlis og litarefnið í holdi laxa, bleikju og annarra vatnafíska, er framleitt og selt til blöndunar í fískafóður víða erlendis. Kítín er aðalefnið í skel þessara krabbadýra, oftast ca. helmingur þurrefnismagns rækjuúrgangs. Kítín nýtist landdýrum ekki sem fóður, en líkur benda tii að það megi brjóta niður með ensímum þannig að það verði nýtanlegt. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með vinnslu kítínsýru úr rækjuskel fyrir efna- iðnað í Bandaríkjunum. „Hýdrólýsöt" úr slógi: Undanfarin ár hefur verið vax- andi áhugi fyrir framleiðslu á svokölluðum „hýdrólýsötum" úr fiskúrgangi. T.d. munu sumir tog- arar frá Vestur-Evrópu hafa bún- að um borð til að melta slógið með ensímum og kljúfa próteinin niður í amínósýrur og peptíð, en slík blanda er þá gjarnan kölluð „prót- einhýdrólýsat". Það virðast engir sérstakir annmarkar á slíkri framleiðslu hérlendis, þar sem fá má nóg af nýju slógi yfir vetrar- vertíð. Rannsóknir: Til þess að unnt verði að kanna grundvöll lífefnaiðnaðar á íslandi er nauðsynlegt að mæla magn verðmætra efna í hráefninu. Nákvæmar upplýsingar um magn efna í hráefnum okkar eru ekki fyrir hendi, en hins vegar eru fyrir hendi upplýsingar um söluverð vinnanlegra efna. Garnir (tómar) Gallblaðra ...... Briskirtill ........, Skjaldkirtill Nýrnahettur (Adrenals) Blöðruhálskirtlar........... Eistu 1.000 g úr 500 þús. fjár 500.000 kg. 40 g úr 500 þús. fjár 20.000 kg. 45 g úr 500 þús. fjjár 22.500 kg. 2,2 g (Eyðileggst við núverandi slátrunaraðferðir.) 8 g (Eyðileggst við núverandi slátrunaraðferðir.) 30 g úr 250 þús. fjár 7.500 kg. 300 g úr 250 þús. fjár 75.000 kg. Hóstareitill (thymus) ................................................... 40—50 g úr 500 þús. fjár 22.500 kg. Eggjastokkar ................................................................. 10 g úr 250 þús. fjár 2.500 kg. Hvalafurðir: Hér við land eru veiddir um 400 hvalir árlega. Fara þeir að lang- mestu leyti til mjöl- og lýsisfram- leiðslu. Vera má, að eitthvð af inn- yflum hvalsins séu forvitnileg hráefni fyrir lífefnaiðnað eða lyfjaframleiðslu, en óneitanlega ríkir nú nokkur óvissa um framtíð hvalveiða. Mögulegar framleiðsluvörur Framleiðsla á sterólum: Fyrir allmörgum árum (fyrir 1950) var nokkur áhugi hérlendis á söfnun og sölu svilja með það fyrir augum að vinna úr þeim chólester- ól, sem þá var í allháu verði (um 15.00 $/kg). (Þórður Þorbjarnar- son og Hórður Jónsson, Ársrit Fiskifræðifélags Islands, 1944— arson, óbirtar skýrslur.) Þessi framleiðsla varð aldrei að veru- leika og þótti ekki svara kostnaði. Svipuðu máli gegnir um vinnslu gúaníns úr síldarhreistri, sem hér var reynd. Aðferðin til hreinsunar síldar- hreisturs og framleiðslu gúan- ínkrystalla (perlumóður) er í stór- um dráttum þekkt og einföld, en gæti haft vaxandi þýðingu eftir því sem síldveiðar heims dragast saman, en kynnu að glæðast hér við land. Roð af roðfískum og þó sérstak- lega steinbít var notað í stórum stíl erlendis til límframleiðslu og í prent- iðnaði fyrir um aldarfjórðungi. Þá voru flutt út söltuð roð (stein- bítsroð) i tilraunaskyni, en þrátt fyrir tiltölulega gott verð varð lít- ið úr viðskiptum. Dæmi um verðlag vinnanlegra efna: Sterólar úr sviljum: 2,5% af þurr- efni svilja eru sterólar, úr 5.000 tonnum af sviljum má vinna 15—20 tonn af sterólum. Hér eru einnig á ferðinni verðmætir hormónar, og ef reiknað er með hormónamagni um 1 % af sterólamagninu, þá fást nær 200 kg. Verð þessara hormóna er misjafnt, t.d. kostar testósterón 200 kr/gramm, androsterón 700 kr/gramm og estradíól 1.000 kr/gramm. Vinnsla ensíma: Unnt væri að vinna pepsín úr kútmögum, hvalsmögum og vömb- um sláturdýra. Verð á pepsíni er um 40 krgramm. Úr skúflöngum og briskirtlum má vinna fleiri meltingarensím, t.d. trýpsín. Verð á trypsíni og öðrum slíkum ensímum fer eftir hrein- leika, er það frá 1.200 kr/kg til 8 þús. kr/kg. Magn þessara efna, sem vinnan- leg eru, úr íslensku hráefni, er vænt- anlega tugir, ef ekki hundruð kg af þessum verðmiklu efnum. Er því tímabært að rannsaka hráefnið og kanna hvort við getum ekki hagnýtt okkur þessa þróun og breytt okkar verðlitlu aukaafurð- um í verðmeiri útflutningsfram- leiðslu. Rannsóknir þessar geta farið fram í Efnafræðistofu Raunvísinda- dcildar háskólans og í Raunvísinda- stofnun fískiðnaðarins. Nauðsyn er að fá á fjárlögum stöður rann- sóknarmanna við þessar stofnanir sem sérhæfðu sig í þessum verk- efnum. Einnig væri æskilegt að geta hvatt íslenska námsmenn til að sérhæfa sig í ensímverkfræði og tæknilegri hagnýtingu gerla og ann- arra órvera. Til þess að slíkt sé unnt þarf að skapa aðstöðu og stöðuheimildir til þessara starfa. Rannsóknir tengdar lífefnaiðnaði Inngangur: Undanfarin ár hafa rannsóknir tengdar lífefnaiðnaði verið stund- aðar á efnafræðistofu Raunvís- indastofnunar háskólans. Aðstaða til slíkra rannsókna er nú að verða allgóð á stofunni og nokkurt lið vísindamanna og verkfræðinga þegar til staðar í landinu eða á leiðinni heim frá námi innan tíð- ar. Hins vegar skortir enn fjár- veitingu til þess að ráða rannsókn- arfólk og sérfræðinga til starfans. Rannsóknirnar hafa því hingað til farið fram með aðstoð lausráðins fólks, og hefur í því sambandi not- ið aðstoðar ýmissa aðila, svo sem Vísindasjóðs, Fiskimálasjóðs, Síldarútvegsnefndar og fleiri. Miða rannsóknir þessar fyrst og fremst að því að kanna það hrá- efni sem fellur til hér á landi, sér- staklega í landbúnaði og sjávar- útvegi. í öðru lagi miða þær að því að rannsaka þá framleiðsluvöru, sem úr hráefninu fæst, sérstak- lega ef um hráefni úr sjávarútvegi er að ræða, þar sem slík vara er oft litt þekkt. Nú verður greint frá nokkrum niðurstöðum tengdum lífefnaiðn- aði, sem unnar hafa verið við Raunvisindastofnun háskólans. Heparin-vinnsla Eiginleikar heparins að hefta storknun blóðs hafa veriö þekktir í yfir 60 ár. Það hefur náð út- breiðslu og vinsældum sem lyfja- efni vegna þessara eiginleika, og með árunum hafa einnig fundist fleiri notkunarmöguleikar fyrir þetta efni. Það er þó aðallega not- að sem andstorknunarefni við skurðaðgerðir og við skyndilegum blóðtappa. Heparin hefur þann kost að vera „náttúrulegt" efni, það er mjóg fljótvirkt og brotnar fljótt niður í líkamanum. Það hef- ur einnig fáar hliðarverkanir, sem hefta notkun þess. Eftirspurn eftir heparini sem lyfjaefni hefur farið vaxandi með árunum og verð farið frekar hækkandi. Eins og með mörg önnur lyfja- efni er heparin það flókin sameind (bygging þess er enn ekki að fullu þekkt), að ekkí er unnt að fram- leiða það úr einfaldari efnum. Það verður því að einangra heparin úr lífrænum úrgangi og finnst þaö í mestu magni í lungum og görnum sláturdýra. Vinnsla þess og hreins- un hefur þróast með árunum og eru til tugir einkaleyfa á fram- leiðslu heparins. (Um nánari upp- lýsingar um eiginleika og fram- leiðslu heparins er vitnað í skýrslu frá Raunvísindastofnun háskólans um frumrannsóknir á vinnslu hep- arins hér á landi.) Hér á landi fellur til talsvert magn sláturúrgangs, sem mætti vinna heparin úr. Er þar til að nefna lungu og garnir sauðfjár, nautgripa og hvala. Lítið af þessum innyflum er nýtt nema þá einna helst sauðfjárgarnirnar, en það kemur ekki að sök, nema síður sé, því að heparinið er aðallega í garn- slímunni, sem er hreinsuð af áður en garnirnar eru unnar. Er talið að heildarmagn vinnanlegs heparins sé um 27 milljarðar eininga. Verð full- unnins heparins er nokkuð mis- munandi, en svo dæmi sé tekið er meðalverð maríska efnaframleið- andans Sigma Chemical Company um $100.00 per milljón einingar ($64—135 eftir hreinleika), þannig er allt það magn, sem talið er vinn- anlegt, mætti meta á um 2,7 millj. Bandaríkjadala eða rúmlega 1 millj- arð ísl. króna (des. 1979). Taka skal þó fram, að ekki yrði hag- kvæmt að vinna allt þetta magn, en þetta sýnir þó að hér er um verulegar upphæðir að ræða. End- anlegt verð fer að sjálfsögu einnig eftir því, að hvaða marki heparin- ið er hreinsað hér. Markmið rannsókna á vinnslu heparins, sem farið hafa fram á efnafræðistofu Raunvísindastofn- unar háskólans, hafa einkum mið- aö að því að kanna magn heparins í hráefni því, sem fellur til hér á landi, og að kanna vinnsluaðferð sem félli sem best að þessu hrá- efni. Raunvísindastofnunin hefur gefið út þrjár skýrslur, sem fjalla um vinnslu heparins. í þeirri fyrstu er lýst frumathugunum, sem gerðar voru á islensku hrá- efni árið 1976. Niðurstöður þess- ara athugana lofuðu góðu og leiddu m.a. í ljós að mikið magn af heparini væri að finna í sauðfjár lungum og görnum. Vísuðu þær veginn til frekari athugana á vinnslu heparins úr því hráefni, sem á fslandi fellur til í mestu magni og auðveldast virðist að vinna, þ.e. garnaslímu úr sauðfé. Þessar athugánir miðuðu aðallega að því að aðlaga vinnsluaðferðina að þessu hráefni, auk endur- vinnslu helstu efna, sem notuð eru í vinnslunni. Markmiðið var m.a. að finna lágmarksmagn þeirra efna, sem nota þarf við vinnsluna, þar eð það getur skipt sköpum varðandi hagkvæmni hennar. Þá var gerð frumáætiun að verk- smiðju er vinna mundi heparin úr garnaslímu. Þar var reynt að meta magn hráefnis, stærð vinnsluein- ingarinnar og hugsanlega tækja- uppsetningu Talið er að fáanlegt hráefni til vinnslu á heparini geti numið a.m.k. 500 tonnum af garnaslímu árlega. Úr því ætti að fást um 10.000 milljón einingar af heparini. Stofnkostnaður vinnslueiningar, er ynni þetta magn, er áætlaður 850.000 kr. Er þá aðeins tekið tillit til tækjakostnaðar og uppsetn- ingar tækjanna. Rekstrarkostnaður er metinn á tvo vegu. Anar kosturinn tekur til- lit til hráefnisverðs (2 kr/kg af garnaslímu), og er þá talið að verð heparinsins þurfí að vera 250 kr./milljón einingar. Hinn kostur- inn gerir ráð fyrir engum hráefn- iskostnaði og er samsvarandi verð 140 kr/milljón einingar. Hrein- leiki þess heparins er um ein/mg. Heildsöluverðmæti framleiðslunnar væri því um það bil 2 milljónir á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.