Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 6. MAÍ1984 41 Halldór Þorbergs- — Minning son Fæddur 15. apríl 1930 Diinn 22. aprfl 1984 Sigurhátíð sæl og blíð. Ljómar nú og gleði gefur, Guðs son dauðann sigrað hefur, Nú er blessuð náðartíð. Þessi dásamlegu sannindi syngjum við á lífsins hátíð pásk- unum. Það er trú mín, að okkar góði vinur, sem kvaddi þetta jarð- neska tilverustig á páskadags- kvöld sé búinn að reyna sannleiks- gildi þessa fagra boðskapar. Halldór Þorbergsson fæddist í Miðvík í Aðalvík í Norður-ísa- fjarðarsýslu þann 15. apríl 1930, sem fjórða barn af sex þeirra hjóna Rannveigar Jónsdóttur og Þorbergs Þorbergssonar. Foreldr- ar hans fluttu að Galtarvita er hann var ársgamall og þar sleit hann barnsskónum. 1941 flutti fjölskyldan til Súðavíkur og þar ólst hann upp i glöðum systkina- hópi við leik og störf. Eins og aðrir ungir menn vildi hann afla sér menntunar og því lá leið hans til Reykjavíkur, þar sem hann lauk iðnnámi í járnsmíði. Þá stundaði hann nám við vélstjóraskólann og lauk námi við þessa báða skóla með prýði, enda sérstaklega vel gefinn til munns og handa. Okkar kynni hófust árið 1956 er hann steig sitt mesta gæfuspor í lífinu, „að sögn hans sjálfs", er hann kvæntist vinkonu minni, Sigrúnu Elísabetu Sigurðardóttur frá Fáskrúðsfirði. Hjónaband þeirra hefur verið framúrskarandi gott og kunnu þau bæði vel að meta kosti hvors annars. Þeim varð fimm barna auðið, hér talin í aldursröð. Rannveig Guðrún sálfræðinemi, maki Sigurður Helgason læknir og eiga þau einn son, Halldór Hauk. Sigurður verðandi arkitekt, maki Elísabet Konráðsdóttír og þeirra sonur er Sindri Páll. Inga Jóna nemi í viðskiptafræðum, Þorberg- ur gullsmiður og Elísabet nem- andi. Börn þeirra öll bera foreldr- um sínum gott vitni. Dúddi, eins og við vinir hans kölluðum hann, var svo elskulegur persónuleiki, að hvar sem hann fór fylgdi honum birta og gleði. Það var sannkölluð hátíð í bæ, þegar þau hjónin komu í heim- sókn. Allir löðuðust að Dúdda, ekki síst unglingar og börn. Ekk- ert barn veit ég svo feimið, að Dúddi væri ekki orðinn bestí vinur þess eftir örstutta samverustund. Ég harma það, að litlu afa- drengirnir skyldu ekki fá að njóta ástar og umhyggju hans lengur en raun varð á. Guð blessi þá og gefi, að þeir líkist Dúdda sem mest, þá er þeim borgið í lífinu. Dúddi var einhver allra besti heimilisfaðir sem ég hef þekkt. Börn hans áttu í honum bæði föð- ur og félaga, sem var mjög skiln ingsgóður á vandamál æsku- og unglingsáranna. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að konu og börnum liði sem best og gleði hans var sönn, þegar hann flutti með fjölskyld- una í fallega húsið þeirra að Sæ- viðarsundi 98 i Reykjavík. Að lok- inni lagfæringu lóðarinnar hóf hann ræktunarstarf sitt og eyddi öllum frístundum sínum í garðin- um ásamt konu sinni og þeim tókst í sameiningu að rækta þar unaðsreit blóma og trjáa. Frá þeim tíma er hann lauk námi sínu var hann vélstjóri á togurum, þar var hann vinsæll og vel látinn, enda var þar enginn meðalmaður á ferð. Á sjónum var hann þar til hann hafði tryggt af- komu fjölskyldu sinnar svo vel, að hann gat farið að vinna í landi og verið daglega samvistum við fjöl- skyldu sina. 1970 gerðist hann kennari við vélstjóraskólann og er óhætt að segja, að það starf hans átti hug hans allan. Hann vildi stuðla að eftir mætti að vélstjórar væru eins vel undir starf sitt bún- ir og nokkur kostur var á, enda vissi hann af reynslunni, hversu mikið gat reynt á vélstjórann á úrslitastundu. Kennarastarfinu sinnti hann meðan heilsan leyfði, en í janúar 1982 lagðist hann inn á Landspítalann og má segja, að þaðan átti hann ekki afturkvæmt nema stutt timabil. Sannarlega gerðu læknar og hjúkrunarlið allt sem í þeirra valdi stóð og er ljúft að þakka það. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir alla fjölskylduna og sýndi kona hans slíka fórnfýsi og ást að leugra er ekki hægt að ná. Hann vissi sjálfur vel að hverju dró og tók þyí með æðru- leysi og sannri karlmennsku, sem okkur vinum hans kom ekki á óvart, því að hann var alinn upp í þeirri trú, að líf væri að loknu þessu. í spámanninum segir: „Hvað er að hætta að draga andann annað er frelsast frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjotraður leitað á fund guðs síns!" Þó sorgin nísti hjarta okkar nú, megum við ekki gleyma þakklæti til gjafarans mikla fyrir líf hans og störf og allar þær dásamlegu minningar, sem ástvinirnir og aðrir eiga um hann. Elsku Sigrún mín, ég bið góðan t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug viö andlát og útför eigin- manns míns, HALLDÖRS ÞORBERGSSONAR. vólstjóra, Sævioarsundí 98. Fyrir hönd móöur, barna og tengdabarna, systkina og annarra vandamanna, Sigrún Siguröardótlir. t Hugheilar þakkir sendi ég ykkur öllum, sem veittuð manninum mínum, BÖRGE BILDSOE-HANSEN, vinsemd og hjálp í hans löngu og erfiöu veikindum og heiöruðuö minningu hans. Sérstakar þakkir sendi óg starfsfélögum hans hjá Flugleiðum. Ina Bildsöe-Hansen. Kvfiöjuorö: Sigurður Jóns- son vélstjóri guð að styrkja þig og blessa, einn- ig börnin ykkar og móður hans elskulega, sem kvaddi manninn sinn fyrir tveim árum og nú son sinn. Eg veit, að trú hennar og von gefa henni kraft til að standast þessa raun. Öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Að síðustu kveð ég vin minn Dúdda og þakka hjonum allt gott frá fyrstu kynnum. Minningarnar eru fagrar og lifa. Þó vér skiljum um stund, þá mun fagnaðarfund, okkar fljótt bera aftur að höndum. Því að hjólið fer ótt. því að fleyið er fljótt, er oss flytur að Glólundarströndum. (Jónas Hallgrímsson.) Ég mun ætíð minnast hans er ég heyri góðs manns getið. Bella. Fæddur 28. júlí 1904 Dáinn 10. aprfl 1984 Er ég tek mér penna í hönd til að skrifa nokkur fátækleg orð um vin okkar Sigurð Jónsson vélstjóra frá Hvammi í Dýrafirði er mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær ljúfu samverustundir vestur á Patreksfirði, en þar lágu leiðir okkar raunverulega saman. Áður höfðum við þekkst, þar sem hann var Dýrfirðingur eins og ég. Það má segja að á vængjum söngsins endurnýjuðum við okkar kunn- ingskap. í rúm tuttugu ár störfuð- um við saman við söng. Hann var afar söngelskur maður, enda söng hann vel og af hjartans list með sinni fallegu bassarödd. Það var svo undurgott að eiga þau hjónin og börn þeirra að sam- býlisfólki. Það brást aldrei, alltaf 'atti Sigurður gáska og gleði til að miðla öðrum og á mig hafði hann bætandi og þroskandi áhrif. Trú- aður var hann og bjó yfir miklum og göfugum hæfileikum enda ávallt reiðubúinn að bæta, hugga og græða hvert það mein er hann hélt sig ráða við. Já, hann var svo sannarlega, vinur vina sinna, atorkumaður mikill og hagur til allra verka var hann, ástríkur og góður heimilis- faðir, enda afar heimakær. Elsku Jana mín, börn, barna- bórn, tengdabörn og systkini hins látna. Ég og fjölskylda mín vott- um ykkur öllum okkar dýpstu samiíð. um leið og við kveðjum Sigurð vin okkar og óskum honum Guðs blessunar. Því svo uppsker hann sem hann sáði. Hrefna Sigurðardóttir. sriQio I VITIÐ í Nokía stígvélum er óhætt að bjóða bleytu og snjó byrginn. Nokia stígvél eru þrælsterkog þolín, og þau endast von úr viti. Það er því vít í að kaupa Nokia stígvél. Handunnin gæðavara frá Finnlandi IMOKIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.