Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAl 1984 23 Herdís Óskarsdóttir: Mest gaman að sögu, eðlisfræði og líffræði HERDÍS Óskarsdóttir er fædd í Reykjavík 27. júlí 1963 og starfar sem ritari í meginlandsdeild Eimskipafélags íslands. Hún lauk í fyrra stúdentsprófi frá MR („Hvað annað?") og hóf sl. haust nám í lyfjafræði við Háskóla íslands en hætti og ætlar í viðskiptafræði á hausti komanda. „Ég á mér ótal mörg áhugamál, er opin fyrir öllu," sagði hún. „Mér finnst til dæmis mjög gaman að læra — sérstaklega sögu, eðlisfræði og líffræði. Svo held ég að það geti orðið gaman að hafa tekið þátt í þessari keppni. Ég hef verið í Módelsamtökunum í fjögur og hálft ár, hef sinnt því með skólanum af og til." Berglind Johansen: Alít veríö mjög jákvætt og indælt „ÞETTA leggst mjög vel í mig — þetta hefur allt verið svo jákvætt og stelpurnar yndælar. Þó held ég að ég gæti orðið svolítið stressuð þegar nær dregur," sagði Berglind Johansen, tæpra 18 ára Verslunarskóla- nemi. Hún er fædd 14. mai 1966 og verður því nýlega orðin 18 ára þegar krýningin fer fram. Hún lýkur verslunarprófi frá Verslunarskóla fs- lands í vor og ætlar að halda áfram námi, a.m.k. tvo næstu vetur, og ljúka stúdentsprófi vorið 1986. „Ég er í miðjum prófum og hef alveg nóg að gera. Hvernig gengur? 0, svona upp og niður." Berglind er áhugasöm um heilsusamlegt líferni — stundar vaxtarrækt og er í sýningarflokki Dansstúdíós Sóleyjar. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir: Gæti gefið möguleika á að ferðast um heiminn GUDLAUG Stella Brynjólfsdóttir varð 18 ára um síðustu helgi, fædd 28. apríl 1966. Hún útskrifast úr verslunardeild Verslunarskóla íslands að morgni krýningardagsins 18. maí og ætlar að halda áfram næstu vetur og ljúka a.m.k. stúdentsprófi. „Hvað gerist eftir það er ég ekki farin að hugsa um ennþá," sagði hún. Guðlaug Stella er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún hefur undanfarin tvö ár verið starfandi í Módelsamtökunum og hefur gaman af — „ekki síst fyrir þá sök, að þetta er eina áhugamálið, sem eitthvað er borgað fyrir! Svo þykir mér gaman að fara á skíði." Um fegurðarsamkeppnina sagði hún: „Þetta leggst æðislega vel í mig og ég er mjög spennt. Það er gaman að taka þátt í þessu — ég hef engu að tapa. Þetta gæti gefið góða möguleika á að ferðast um heiminn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.