Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 47 Sigurvegarar á Andrésar andar-leikunum SIGURVEGARAR í einstökum greinum á Andrésar andar-leikun- um í Hlíðarfjalli við Akureyri um síðustu helgi urðu þessir: Svig, 12 ára drengir: Jóhannes Baldursson, Akureyri. Svig, 12 ára stúlkur: Margrét Rúnarsdóttir, ísafirði. Svig, 11 ára drengir: Kristinn Björnsson, Ólafsfirði. Svig, 11 ára stúlkur: Hanna Mjöll Ólafsdóttir, ísafirði. Stórsvig, 9 ára drengir: ólafur Ægisson, Ólafsfirði. Stórsvig, 9 ára stúlkur: Sísí Malmquist, Akureyri. Stórsvig, 8 ára drengir: Róbert Hafsteinsson, ísafirði. Stórsvig, 8 ára stúlkur: Sæunn Björnsdóttir, Húsavík. Stórsvig, 7 ára drengir: Magnús Sigurðsson, Akureyri. Stórsvig, 7 ára stúlkur: Hjálmdís Tómasdóttir, Neskaupstað. Skíðastökk, 12 ára drengir: Grétar Björnsson, Ólafsfirði. Skíðastökk, 11 ára drengir: Kristinn Björnsson, Ólafsfirði. Skíðastökk, 10 ára drengir: Gunnlaugur Magnússon, Akureyri. Skíðastökk, 9 ára og yngri drengir: Bjartmar Guðmundsson, ólafsfirði. Stórsvig, 12 ára drengir: Jóhannes Baldursson, Akureyri. Stórsvig, 12 ára stúlkur: Margrét Rúnarsdóttir, ísafirði. Stórsvig, 11 ára drengir: Arnar Bragason, Húsavík. Stórsvig, 11 ára stúlkur: María Magnúsdóttir, Akureyri. Svig, 10 ára drengir: Hrannar Pétursson, Húsavík. Svig, 10 ára stúlkur: Harpa Hauksdóttir, Akureyri. Svig, 9 ára drengir: Birgir K. Ólafsson, Seyðisfirði. Svig, 9 ára stúlkur: Sísí Mamlquist, Akureyri. Svig, 8 ára drengir: Þorleifur Karlsson, Akureyri. Svig, 8 ára stúlkur: Sæunn Björnsdóttir, Húsavík. Svig, 7 ára drengir: Arnar Pálsson, ísafirði. Svig, 7 ára stúlkur: Hjálmdís Tómasdóttir, Neskaupstað. Stórsvig, 10 ára stúlkur: Harpa Hauksdóttir, Akureyri. Stórsvig, 10 ára drengir: Ólafur Þórir Hall, Siglufirði. Ganga, 12 ára drengir, 2,5 km: Sölvi Sölvason, Siglufirði. Ganga, 12 ára stúlkur, 2 km: Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Fljótum. Ganga, 11 ára drengir, 2 km: Kristján Sturlaugsson, Siglufirði. Ganga, 11 ára stúlkur, 1,5 km: Ester Ingólfsdóttir, Siglufirði. Ganga, 10 ára drengir, 1,5 km: Unnar Hermannsson, ísafirði. Ganga, 10 ára stúlkur, 1 km: Adda Birna Hjálmsdóttir, Egilsstöðum. Ganga drengja, 9 ára og yngri, 1 km: Kristján Hauksson, Ólafsfirði. Ganga stúlkna, 9 ára og yngri, 1 km: Hulda Magnúsdóttir, Siglufirði. Þad er alltafglatt i hjalla í Hlíöartjalli þegar Andrésarandar-leikarnir fara fram. Keppandur skipta hundruð- um og fjölmargir fullorðnir fylgjast vel meó gangi mála. Hér mi sji „sfarfið" hji yngstu flokkunum. „Þetta mót hefur verið alveg frábært — jahá, ég ætla sko að halda áfram að æfa og keppa!", svaraði hann hálfhneykslaður spurningu blm. um framtíðina. Hrannar sagði stöðuna á Húsavík ágæta og krakkarnir í bænum hefðu mjög góðan norskan þjálfara. Þessi ungi og ákveðni skíðamaður sagði að lokum: „Ég ætla mér að verða bestur á Islandi í framtíð- inni." Gott fólk, leggið nafnið á minnið. Harpa Hauksdóttir tvöfaldur sigurvegari í 10 ára flokki: „Ætla að verða íslands- meistari eins og pabbi" „Ég var alls ekki örugg um að vinna, en það tókst og ég er mjög ánægð með það," sagði tvöfaldur sigurvegari í tíu ára flokki stúlkna, Harpa Hauksdóttir frá Akureyri. Harpa hefur verið mjög sigursæl undanfarin ár, bæði á Andrésar andar-leikunum sem og öðrum mót- um. Þess má geta að hún er dóttir Hauks Jóhannssonar, skíðakappans góðkunna frá Akureyri. „Ég hef verið á skíðum síðan ég var sex ára — og ég ætla að sjálf- sögðu að halda áfram og stefni að sigri á næstu Andrésar-leikum." Harpa sagðist ætla að verða ís- landsmeistari eins og pabbi. María Magnúsdóttir, Akureyri: Mjög ánægö með sigurinn „Ég varð númer tvö i sviginu og ég er mjög ánægð með að hafa sigr- að í stórsviginu," sagði María Magnúsdóttir frá Akureyri, eftir að hafa sigrað í stórsvigi 11 ára. „Þetta mót hefur verið mjög skemmtilegt. Ég hef kynnst mörg- um skemmtilegum krökkum og ég verð sko örugglega meðal keppenda á næstu Andrésar andar-leikum. Þá ætla ég að reyna að vinna ferð til Noregs á Andrésar andar-leikana þar með því að sigra, en ég keppi í 12 ára flokki næsta ár," sagði María. Hún sagðist alveg eins hafa átt von á því að sigra í stórsviginu, „þó ég hafi ekki getað æft eins mik- ið og ég hefði viljað í vetur". Sísí Malmquist: 99 U Stórskemmti- legt mót „Ég bjóst nú ekki frekar við að vinna, en það tókst og mótið hefur verið stórskemmtilegt," sagði Sísí Malmquist, níu ára frá Akureyri, sem varð tvöfaldur sigurvegari í sínum flokki, sigraði í svigi og stór- svigi. „Þetta er fjórði veturinn sem ég æfi á skíðum, og í vetur hef ég æft tvisvar í viku. Auk þess hef ég auð- vitað farið á skíði allar helgar. Ég ætla örugglega að vera með á And- résar-leikunum næsta ár vegna þess að þetta er svo skemmtilegt, maður hittir marga krakka," sagði Sísí. Kristján Hauksson: „Ógnaði mér enginn að þessu sinni" „Ég hef keppt á mörgum mótum og oft unnið," sagði Kristján Hauksson, skíðagöngukappi frá Olafsfirði, en hann sigraði í göngu 9 ára. Kristján er sonur hins þekkta göngumanns Hauks Sigurðssonar. „Þetta var frekar erfitt. Ég segi nú ekki að ég hafi átt frekar von á því að vinna en þó alveg eins. Það var enginn sem ógnaði mér að þessu sinni þannig að ég var ekkert spenntur í göngunni. Pabbi hjálpaði mér mikið, bar neðan á fyrir mig og sagði mér til." Kristján sagðist ætla að halda áfram á göngunni á fullu og ekki snúa sér að neinum öðrum íþrótt- um. „Þetta er í fjórða sinn sem ég keppi á Andrésar andar-leikunum og ég vann líka i mínum flokki í fyrra. Þetta er alltaf jafn gaman," sagði Kristján. Sigurvegarinn í svigi 8 ára: „Ætla ad verða bestur" „Nei, ég bjóst nú ekkert frekar við að vinna, og þó, kannski átti ég hálfpartinn von á þvi," sagði Þor- leifur Karlsson, sigurvegari í svigi 8 ára. Þorleifur er frá Akureyri. Þorleifur sagði þetta þriðja vet- urinn sem hann æfði á skíðum og fannst honum Andrésar andar- leikarnir hafa verið mjög skemmti- legir. „Það er mjög góður andi hjá krökkunum. Ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram æfingum í skíða- íþróttinni og ætla að reyna að verða bestur." Birgir Karl Ólafsson: „Mjög ánægð- ur með minn arangur << „Ég er mjög ánægður með minn árangur, ég varð 7. í stórsvigi og vann svo svigið," sagði Birgir Karl Ólafsson, níu ára, frá Seyðisfirði. „Mótið hefur verið mjög skemmtilegt. Maður kynnist mörg- um krökkum hér og mikið er gert fyrir okkur. Ég fer alltaf á skíði þegar ég kemst og aðstaðan er ágæt heima á Seyðisfirði. Ég býst við að koma á Andrésar-leika og reyni þá auðvit- að að sigra aftur." Kristinn Björnsson frá Ólafsfiröi: „Hæfileikarnir eru meðfæddir" „Þetta hefur verið ágætt mót og mjög gaman hér," sagði Kristinn Björnsson, 11 ára frá Olafsfirði, en hann vann stökk og svig í sínum flokki og varð númer þrjú í stór- svigi. Fjölhæfur skíðamaður, Krist- inn. „Mér finnst svigið skemmtilegast og æfi það mest en það hefur háð okkur Olafsfirðingum í vetur að snjór hefur ekki verið mikill og ég hef því ekki getað æft eins mikið og ég hefði viljað. Þegar svo kom snjór einbeitti ég mér að sviginu, gat ekki æft stökkið mikið." Kristinn sagðist hafa æft í fimm ár. „Við höfum verið heldur óhress með það i vetur að hafa engan þjálfara," sagði Kristinn, en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, er sonur Björns Þórs Ólafssonar, þess kunna skíðafrömuðar frá Ólafs- firði. „Hæfileikarnir eru meðfæddir en pabbi hefur ekki mikið sagt mér til." Kristinn sagðist hafa átt von á því að vinna stökkið en ekki svigið. „Ég vann stökkið einnig í fyrra og hef oft sigrað á Andrésarleikunum áður í svigi og stórsvigi." Hann sagðist ætla að halda æfingum áfram á fullu og frekar snúa sér að sviginu í framtíðinni en stökkinu. Systkini frá ísafirði á leikunum: „Grátlegt að detta í stór- sviginu" Systkinin Arnar, Fanney og Þór- unn Pálsbórn frá ísafirði kepptu ðll á Andrésar andar-leikunum. Arnar er 7 ára, Fanney 9 ára og Þórunn 12 ára. „Það var alveg grátlegt að detta í stórsviginu í gær," sagði Arnar er Mbl. spjallaði við hann en hann sigraði í sviginu. „Annars hefur þetta verið mjög skemmtilegt mót. Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi á Andrésar andar-leikunum, en ég hef samt komið áður til Akureyrar, með mömmu. Ég á nefnilega afa og ömmu hér í bænum," sagði Arnar. Fanney varð númer þriú í svigi. „Þetta hefur verið ágætt. I gær varð égnúmer tvö í stórsvigi," sagði hún. „Eg var mjög spennt áður en ég lagði af stað en það lagaðist eftir að ég var komin af stað." Fanney sagð- ist hafa keppt fyrst á Aa-leikunum er hún var sjö ára. Hún vann stór- svigið í fyrra og varð þá fimmta í svigi. „En þá datt ég líka í sviginu." Þórunn varð númer þrjú í stór- svigi „og í gær varð ég í fimmta sæti í sviginu þó ég hafi dottið á leiðinni niður". Henni fannst hafa verið „æðislega skemmtilegt". „Ég hugsa að ég haldi áfram að æfa á skíðum," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.