Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 1

Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 1
Miðvikudagur 9. maí Víða eru bátar á barnaleikvöllum, en hvergi eiga þeir líklega betur heima en í Grímsey. Flugvélin komin á staðinn og maturinn og hljómflutningstækin sett á vagna og flutt inn í félagsheimilið. Að loknum vinnudegi er rétt að þrífa farkostinn. Þó dráttarvélin sé aðalfarartækið í Grímsey, enda hentugast, getur þar að líta fleiri farartæki eins og bifhjól. GRIMSEY FISKAR — FUGLAR — FÉLAGSLÍF „Sól og blíða framundan hjá sjómönnum og fiskvinnsiu“ — kvótinn búinn I>AÐ VAR sól og blíða í Grímsey, er Morgunblaðsmenn komu þar í byrjun apr- flmánaðar, en skuggi leyndist þó á lofti. Fiskikvóti eyjarskeggja var að mestu upp- urinn í upphafi fjórða mánaðar ársins og því atvinnuskortur framundan. Einn eyj- arskeggja orðaði það þannig, að vissulega væri sól og blíða þann daginn, en það væri líka það eina, sem væri framundan hjá sjómönnum og fiskverkendum. Um 110 manns búa í Grímsey og þaðan eru gerðir út fjórir dekkbátar og 7 trillur. Vinna í landi byggist ijær eingöngu á fiski og eru þar tvær verkunarstöðvar, önnur í einka- eign en hin í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Aflinn er eingöngu verkaður í skreið og salt. Verulegur samdráttur er því fyrir- sjáanlegur það sem eftir er ársins og vinna fyrir skólafólk nær úr sögunni gagnstætt því, sem verið hefur. Þrátt fyrir þetta og erfiða hafnar- aðstöðu var þó glatt á hjalla í eynni því góðir gestir voru komnir úr landi til að skemmta eyjarskeggjum á árshátíð Kiwanisklúbbsins. Voru það Jóhann Már Jóhannsson, söngvari, Guðjón Pálsson, píanóleikari, og hljómsveitin Rokkbandið. Hátíðina sótti nær hver einasti maður, sem til þess hafði aldur, alls 69, eða rúmlega helmingur Gríms- eyinga. Hátíðin hófst með veizlukosti úr Sjallanum, en síðan flutti Bjarni Magnússon gamanmál, Jóhann Már söng við undirleik .Guðjóns og Rokk- bandið lék fyrir dansi. Var ekki annað að sjá en eyjarskeggjum gengi vel að gleyma amstri dagsins og blikum á lofti atvinnulífsins og dunaði dansinn fram eftir nóttu. SJÁ BLAÐSÍÐU 64 OG 65 Séð inn höfnina „Brói“ er að koma úr róðri á Kristínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.