Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 51 Skagaströnd: Vormót Bridgeklúbbs Skaga-strönd, 29. apríl. LAUGARDAGINN 28. aprfl var haldið Bridgemót á Skagaströnd. Á mótinu spiluöu 30 pör eftir Baro- meter fyrirkomulagi 29 umferðir. Keppendur komu frá Borgarnesi, Hólmavík, Hvammstanga, Blöndu- ósi, Fljótum, Siglufirði og Akureyri auk keppenda frá Skagaströnd. Eitt par var í nokkrum sér- flokki á mótinu, en það voru þeir Stefán Jóhannesson og Jakob Kristinsson frá Akureyri. Sig- ruðu þeir félagar á mótinu með 251 stigi og var sigur þeirra verðskuldaður, því næsta par, sem varð í öðru sæti, þeir Sig- urður Hafliðason og Sigfús Steingrímsson frá Siglufirði hlutu 127 stig. Þriðja sæti með 125 stig hrepptu þeir Valtýr Jón- asson og Viðar Jónsson frá Sigurvegararnir, Stefán og Jakob. Á milli þeirra sést í Guðmund keppnis- stjóra. Skagastrandar Siglufirði. Skipulag og undirbúningur mótsins var með mikllum ágæt- um og lét Eðvarð Hallgrímsson, formaður Bridgeklúbbs Skaga- strandar, þess getið, er hann sleit mótinu, að Bridgeklúbbur- inn stefndi að því að halda slík vormót á hverju ári framvegis. Mótið fór vel fram undir styrkri stjórn hinnar öldnu kempu, Guðmundar Kr. Sigurðs- sonar, keppnisstjóra. ÓB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.