Morgunblaðið - 09.05.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984
53
Byggingarþjónustan kynnir
leiðir til orkusparnaðar
Hjá Byggingarþjónustunni er nú
hafin sýning á vöruflokkum sem
tengjast orkusparandi endurbótum á
húsnæöi og breytingu í innlenda
orkugjafa. Á sýningunni kynna
framleiöendur og seljendur hina
ýmsu vöruflokka sem að gagni
mættu koma við aö endurbæta hús-
næöi þannig aö það mætti leiða til
orkusparnaöar. I»á liggja frammi á
sýningunni upplýsingar frá Húsnæö-
isstofnun ríkisins, Orkustofnun og
Rannsóknastofnun byggingariönað-
arins. Sýningin er sett upp í því
skyni aö örva fólk til umhugsunar
um orkusparnaö og verður farið meö
hana út um landsbyggðina þegar
henni lýkur í Reykjavík.
ig hægt væri að bæta úr þessu.
Bæði skoðunin og ráðleggingarnar
eru eigendum húsa alveg að kostn-
aðarlausu en þeim verður síðan
veitt aðstoð við að sækja um lán
til að standa straum af þeim
kostnaði sem hugsanlegar lagfær-
ingar gætu haft í för með sér. Karl
sagði að þeir reiknuðu með að geta
veitt um 250 húseigendum lán
miðað við lánsfjárveitingu þessa
árs. Lán til þessara framkvæmda
verða veitt úr Byggingarsjóði
ríkisins og er stefnt að því að þau
verði veitt til allt að 16 ára og
verði afborgunarlaus fyrstu tvö til
þrjú árin.
Sýningin í Reykjavík verður
opin almenningi til 15. maí og
verður hún opin frá kl. 10—18 alla
virka daga og frá kl. 14—18 um
helgina. Síðan er í bígerð að fara
með sýninguna út á land og verður
fyrst farið í þéttbýlisstaði á Snæ-
fellsnesi og síðan til Vestfjarða.
Þar sem sýningin verður sett upp
úti á landsbyggðinni er fyrirhugað
að halda stutt námskeið fyrir iðn-
aðarmenn í tengslum viö hana.
Áður en sýningin var sett upp
var haldið námskeið fyrir skoðun-
armenn, sem komu víðs vegar að
af landsbyggðinni, þar sem áhersl-
an var lögð á að kynna raunhæfar
orkusparandi aðgerðir á einstök-
um byggingarhlutum. Þá var
ennfremur farið yfir kostnaðar-
og hagkvæmnisútreikninga, skoð-
un húsa og hvernig endanleg
ráðgjöf til húseigandans er unnin
með hjálp tölvu.
Karl Ómar Jónsson, formaður
Verkefnisstjórnar, sagði í samtali
við blm. Mbl. að bæði sýningin og
námskeiðið væri hluti af orku-
sparnaðarátaki sem væri verið að
fara í gang með. Sagði hann að
aðaltilgangurinn með þessu
orkusparnaðarátaki væri að reyna
að lækka orkunotkun og jafna
orkukostnaðinn. Hann sagði að í
þessu skyni hefði námskeiðið verið
haldið og að þeir sem það hefðu
sótt, þ.e. skoðunarmennirnir,
myndu síðan starfa víðs vegar um
landið þar sem þeir önnuðust
tæknilega ráðgjöf.
Karl sagði að fyrst í stað yrðu
valin hús samkvæmt sérstakri
áætlun þar sem í fyrstu atrennu
yrðu valin íbúðarhús með óeðli-
lega mikinn orkukostnað. Skoðun-
armennirnir kæmu til með að
skoða þessi hús og síðan myndu
þeir veita ráðleggingar um hvern-
COROLLA
Það þarf hugrekki til að endurhanna bíl sem nýtur
jafn mikilla vinsælda ogToyota Corolla,
- bíl sem í mörg ár hefur verið mest selda
bifreið í heimi
Nú er komin ný Corolla sem sannar
að enn má bæta það sem best
hefur verið talið. Viðhönnun
hennar hefur þess verið gætt, að
húnhafitilaðberaalla þá kosti sem öfluðu eldri gerðum vinsælda, en
aðaláherslan hefur verið lögð á að auka innanrými,draga úr eldsneytis-
eyðslu og bæta aksturseiginleika. Til þess að ná þessum árangri hefur
Corolla verið búin þverstæðri vél og framhjóladrifi, hjólabil hefur
verið aukið, gólf ækkað, sætum breytt og dregið hefur verið úr loft-
mótstöðu (0.34 Cd á Corolla Liftbackj.Corolla-Breyttur og Betri Bíll.
Hár og fegurð
— nýtt tölublað
UT ER komiö 1. tbl. 4. árg. af tímarit-
inu Hár & fegurö. Mikið er af islensku
efni í þessu blaöi. Allt aö 50 íslenskir
hárgreiöslu- og hárskerameistarar sýna
snilli sína í hártízkunni. Einnig er
tízkufatnaður frá tízkuvöruverzlunun-
um Gullfoss, Assa, Bazar, Leður & rú-
skinn, myndefni frá keppni snyrtifræð-
inga, sem haldin var á Broadway, efni
frá snillingunum í París, eins og Alex-
andre de Paris, Bruno, S.T.A.R. og
einnig er kynnt sumartízkan frá Herm-
es.
Frá London er Toni Guy, Jingles
Pierre Alexandre. Simon ívarsson
fjallar um flamengo-tónlist.
Forsíðan er unnin frá áhrifum
reggae-tónlistar.
Metsölubhdá hverjum degi!