Morgunblaðið - 09.05.1984, Side 6

Morgunblaðið - 09.05.1984, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 54 Lífskjör renna til sjávar Verðstýring sem kostaði sitt Vegna mistaka vid uppsetn- ingu þingbréfs sl. sunnudag, þ.e. rugling í upplímingu dálka, þann veg að erfítt var að lesa í efnið, er bréfíð endurbirt hér á eftir í heild. • Húst'turo.skun á Norðurlandi vestra 1981—1983 svarar til þess ad kauptúnið Hofsós tæmdist af íbúum. • Búseturöskun á Noröurlandi cystra á sama tíma svarar til þess að Raufarhöfn félli úr byggð. • Norðlendinga skorti 146 m.kr. 1982 til að ná meðaltekjum í landinu það ár og norðlenzk sveitarfélög 44 m.kr. til að ná meðalútsvari á íbúa 1983. • Auk þess veldur mjög hár hitun- arkostnaður því, einkum þar sem olía eða rafmagn er nýtt til húshitun- ar, en einnig þar sem dýrar hitaveit- ur koma við sögu, að fólk rennir hýru auga til búsetu á höfuðborg- arsvæðinu. Húshitun og kaupmátt- ur ráðstöfunartekna Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, lagði fyrir skömmu fram stjórnarfrumvarp um jöfnun húshitunarkostnaðar. í greinar- gerð kennir ýmissa grasa. Þar kemur m.a. fram að óniðurgreitt orkuverð til húshitunar í febrú- armánuði sl. var frá kr. 0,38 pr. kWh til kr. 1,46. Miðað við þetta verð er hitunarkostnaður 400 rúmmetra íbúðarhúsnæðis á ári sem hér segir: • Ódýrar hitaveitur kr. 12.400. • Meðaldýrar hitaveitur kr. 21.800. • Dýrar hitaveitur kr. 32.500. • Bæjarrafveitur, án niður- greiðslu, kr. 31.200. • RARIK, Orkubú Vestfjarða og Bæjarveitur (með niðurgreiðslu) kr. 28.800. • Olíuhitun án niðurgreiðslu kr. 47.900. • Olíuhitun með niðurgreiðslu kr. 33.000. Þegar gluggað er í framan- greindar tölur gefur augaleið að „sömu laun fyrir sömu vinnu" gagnast mismunandi, eftir búsetu eða orkuverði í húshaldi fólks. Það er því ekki óeðlilegt að stjórnvöld grípi inn í framvindu máia með því að „jafna“ að nokkru þennan óhjákvæmilega fastakostnað í húshaldi á „ísa köldu landi“. Ekki eru allar ferðir til fjár Ekki hafa öll opinber afskipti verið „ferðir til fjár“ fyrir kaup- endur orku í landinu. Minna má á ummæli Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ný- lega afstöðnum ársfundi stofnun- arinnar. Honum fórust svo orð um opinbera verðstýringu raforku á liðnum áratug: „Glöggt dæmi um hve óhagstæð áhrif verðlagseftirlitið hafði á fjárhag Landsvirkjunar árin 1971—1982 er sú staðreynd, að hefði gjaldskrá Landsvirkjunar fengið að hækka í réttu hlutfalli við hækkun byggingarvísitölu á þessum árum hefðu skuldir Landsvirkjunar í lok ársins 1982 orðið 100 milljónum Bandaríkja- dala lægri en raun varð á, en það er um 60% af stofnkostnaði Hrauneyjafossvirkjunar. Ef slíkri stefnu hefði verið fylgt væri bæði fjárhagur Landsvirkjunar betri en hann er í dag og verð til notenda lægra." Sömu sögu má segja um mörg önnur orkufyrirtæki, ekki sízt Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem urðu ilia fyrir barðinu á „verðstýringu" og „vísi- töluleik" stjórnvalda, ekki sízt 1978—1983. Fjárhagur þeirra VIRKJANALEÐ/AUKNING STORIÐJU DÆMI 2 TWh/ari SULTARTANGI NY VIRKJUN FUOTSDALUR VATNSFELL OG VJJNGANES BLANDA OG STÆKKUN BÚRFELLS KVISLAVEITA OG STÆKKUN ÞÓRISVATNS EYJAFJORÐUR 2. AFANGI EYJAFJÖRÐUR 1. AFANGI ISAL KERSKÁLI 4 ISAL KERSKÁU 3 KÍSLMÁLMUR ■< z o Hæfilegt markmið að keppa að Skýringarmyndir þessar fylgdu erindi Jóhanns Más Maríussonar um rannsóknarstarfsemi og virkjanaáætlanir Landsvirkjunar, sem hann flutti á ársfundi þeirrar stofnunar. Þær sýna annarsvegar hugmyndir um viðbót orkufreks iðnaðar og hinsvegar um raforkukerfið fram til aldamóta. Þessar hugmyndir gera ráö fyrir því að fram verði haldið frekari nýtingu orkulinda til að fjölga störfum í þjóðarbúskapnum, auka umtalsvert útflutningsverðmæti og þjóðar- tekjur og þar með almenna hagsæld í landinu. „Bent hefur verið á,“ sagði Jóhann Már, „að raforkunýting um næstu aldamót sem svarar til um 10 TWh/ár, sem er um 20% af því raforkumargni sem íslenzkar orkulindir eru nú taldar búa yfir, sé að ýmsu leyti hæfilegt markmið til að stefna að.“ LAXA 'blandaIÍI □ l 150 MW VILLINGANHS I 30 MW I FLJOTSDALUR 252 MW STÆKKUN N BURFELLS 140 MW NEÐRÍ ÞJORS RAFORKUKERFIÐ ARIÐ 2000 HUGMYND 26" standard Verd kr. 35.760.- stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.