Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 7

Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 55 MNGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON NT-umboðið á Akureyri mótmælir notkun Nútímans á NT: Aðeins skammstöf- un á nafni félagsins — segja þeir hjá Hlutafélagaskrá versnaði og verðhækkunarþörf óx, vegna skuldakostnaðar, langt um- fram það sem orðið hefði með verðþróun í samræmi við almenn- ar verðlagsbreytingar í landinu. Niðurstaða miðstýringar (of- stjórnunar) varð verri fjárhags- staða fyrirtækjanna og hærra verð en ella til notendanna, enda þótt afskiptasemin væri réttlætt með meintri verðstýringu og meintu verðlagseftirliti. Efnisatriði frumvarpsins Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, sagði m.a., er hann mælti fyrir frumvarpi sínu um jöfnun húshitunar: „Kostnaður við olíuhitun með olíustyrk er nú talinn nema um 69% af óniðurgreiddri olíuhitun, en niðurgreidd rafhitun kostar um 58% af verði oliu án niðurgreiðslu. Verð hitaveitna er mjög mismun- andi. Hinar dýrari og nýrri veitur eru á svipuðu verði og niðurgreidd rafhitun eða olíuhitun en t.d. Hitaveita Reykjavíkur kostar um 26% af óniðurgreiddri olíu.“ í frumvarpinu er gert ráð fyrir að raforka og varmaorka sé greidd niður þannig að hlutfall raforku- verðs og vegið meðalverð allra hitaveitna sé 1:1,8. Þessu hlutfalli hefur eins og áður segir þegar ver- ið náð.“ Áætlað er að niðurgreiðsla inn- lendra orkugjafa, samkvæmt frumvarpinu, nemi um 190 m.kr., en niðurgreiðsla olíu um 60 m.kr., en til annarra framkvæmda, sam- kvæmt því, verði varið um 90 m.kr. Samtals er kostnaður í ár áætlaður um 340 m.kr. Meginmarkmið frumvarpsins eru: 1) jöfnun hitunarkostnaðar, 2) lækkun kostnaðar við hitun húsnæðis, 3) aukin notkun inn- lendra orkugjafa. Framkvæmdin felst i niðurgreiðslu raf- og varmaorku, olíustyrkjum, aðstoð við illa staddar hitaveitur og að- gerðir (bætt einangrun) sem leiða til orkusparnaðar. í athugun sem Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins gerði á 300 húsum í 4 sveitarfélög- um 1979—1980 kemur i ljós allt að fimm- til sjöfaldur mismunur i orkunotkun einstakra notenda. Þessi munur vegur ekki sizt þungt hjá þeim sem búa við hátt orku- verð. Helzta nýmæli frumvarpsins er skipulegt átak til endurbóta á húsum (s.s. einangrun) sem leiða til orkusparnaðar. Kemur þar bæði til fagleg ráðgjöf og hagstæð lánsfjárútvegun. Iðnaðarráðu- neytið mun skipa þriggja manna verkefnisstjórn, sem ber ábyrgð á framkvæmd þessa verkefnis. Gert er ráð fyrir að lán verði veitt í samræmi við lög um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Lífskjör sem renna til sjávar Ein af þeim leiðum sem fara þarf til að tryggja framtíðarat- vinnuöryggi og framtíðarlífskjör þjóðarinnar er að beizla vatnsaflið og breyta orku fallvatna í störf og útflutningsverðmæti. Þegar hafa glatazt dýrmæt ár á altari aðgerð- arleysis. Lífskjaraskerðing, sem rætur á í samdrætti sjávarfangs og sjávarvöruframleiðslu, hefur í litlu verið bætt upp með nýrri verðmætasköpun. Lífskjör renna í raun til sjávar í óbeizluðum vatnsföllum — og fara forgörðum í vannýttum tækifærifærum líf- efnaiðnaðar, sem kallaður hefur verið auðlind nýrrar aldar. Byggðaröskun nyrðra, sem frá er greint í upphafi þessa bréfs, verður vart stöðvuð nema með bættum alhliða möguleikum fólks í fjórðungnum, ekki sízt í starfs- tækifærum og betri efnalegri af- komu; þó muna verði vel, að mað- urinn lifir ekki á brauðinu einu saman. Samkvæmt áætlun orkuspár- nefndar verður raforkueftirspurn núverandi markaðar, þ.e. almenn- ingsveitna og núverandi stóriðju, tæplega 6 TWH/ár um næstu aldamót. Þetta þýðir í stuttu máli að Blönduvirkjun, sem væntan- lega verður næsta virkjun hér á landi, endist fram á árið 1994, ef ekki kemur til nýr orkufrekur iðn- aður. Nú er hinsvegar, gagnstætt þvf sem var á gengnum árum, unnið ötullega að því af hálfu stjórnvalda að finna leiðir til upp- byggingar orkufreks iðnaðar hér á landi. Myndin breytist hinsvegar ef horft er til nýrrar stóriðju, s.s. helmingsstækkunar álversins við Straumsvík, kísilmálmverksmiðju á Austurlandi og nýrrar álbræðslu við Eyjafjörð, svo nokkur lfkleg dæmi séu tíunduð. Upptalningin er þó ekki tæmandi. Auk Blönduvirkjunar, fram- kvæmda við Kvfslaveitu og Sult- artangastiflu og stækkunar Þór- isvatnsmiðlunar, sem eru fram- kvæmdir á byggingarstigi, eru verkhannaðar virkjanir þessar, samkvæmt upplýsingum sem fram komu í erindi Jóhanns Más Marí- ussonar, aðstoðarforstjóra Lands- virkjunar, á ársfundi stofnunar- innar: 1) Fljótsdalsvirkjun, 2) Sultartangavirkjun, 3) stækkun Búrfellsvirkjunar og 4) Villinga- nesvirkjun. Þá er Vatns- fellsvirkjun (milli Þórisvatns og Krókslóns ofan Sigöldu) talin mjög hagkvæmur virkjunarkost- ur. Röðun þessara virkjunar- framkvæmda hlýtur að vera í stöðugri endurskoðun. Fram- kvæmdaákvörðun á að miðast við það eitt, hvern veg framkvæmda- röð kemur bezt út fyrir þjóðarbúið í heild. Fjárfestingarmistök eru of skammt að baki sem stórtækur lífskjaraskerðir til að vera ekki vfti til varnaðar. Síðar á þessu ári lýkur hringtengingu byggðalínú- kerfisins (Suðurlína) sem eykur mjög á afhendingaröryggi raforku hvar sem er á landinu. Ef rétt er að staðið og hag- kvæmur orkumarkaður helzt í hendur við nývirkjanir mun niður- staðan verða betra orkuverð til alls almennings í landinu. íslendingar hafa yfir að ráða þeirri menntun, fagþekkingu og starfsþjálfun, að ráða við þau verkefni, sem í sjónmáli eru á sviði stórvirkjana. Hinsvegar er óhjákvæmilegt að til komi sam- starf við erlenda aðila á sviði fjár- magns, hráefnis og markaðsmála. Það er beinlínis æskilegt að erlent fjármagn beri höfuðþunga áhættu meðan orkufrek fyrirtæki eru að komast yfir byrjpnarörðugleika, festa rætur og vinna sér stöðu á markaðnum. Við þurfum að lifa í sátt við land okkar og umhverfi, umgang- ast hvort tveggja með virðingu og hlýhug. Það þarf að vernda við- kvæma náttúru landsins, græða þau sár, sem hún hefur orðið fyrir í timans rás og skila landinu betra til næstu kynslóðar en við tókum við því. En við þurfum jafnframt að lifa í landinu, á gögnum þess og gæðum, þeim auðlindum láðs og lagar sem forsjónin hefur lagt okkur upp f hendur til framfærslu. Án þess að nýta þau tækifæri, sem bíða framtaks, hugvits og þekk- ingar fólksins i landinu, verður is- lenzk velferð og hagsæld ekki sá veruleiki sem hún getur orðið. Lífskjörin f landinu felast f framtaki, menntun og þekkingu þjóðarinnar sjálfrar. Það kann að vera nauðsynlegt að kortleggja vandamál á svartar skýrslur skrifræðis. En þau einföldu sann- indi mega þó aldrei gleymast að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. FYRIRTÆKIÐ NT-umboðið á Akur eyri hefur sent Hlutafélagaskrá bréf þar sem því er mótmælt að Nútím- inn hf. skuli nota stafina NT í haus blaðsins og víðar. Hjá Hlutafélagaskrá fékk Morgunblaðið þær upplýsingar í gær að bréf með ofangreindum mótmælum hefði borist skránni, en engin afstaða yrði tekin til þess bréfs af hálfu Hlutafélagaskrár, enda sögðust þeir hjá Hlutafé- lagaskrá ekki reikna með því að félagið sem slíkt yrði skráð með þessu nafni heldur undir nafninu Nútfminn hf. og það nafn væri laust og NT væri náttúrlega ein- ungis skammstöfun á því nafni, þannig að hér væri ekki á ferðinni neitt sem heyrði undir Hlutafélag- askrána. Magnús ólafsson, rit- stjóri NT, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann" sagði þá: „NT hefur nú þegar verið skráð sem vörumerki, en þegar við höfum gengið frá reikningum núna næstu daga, þá munum við láta skrá félagið sem heitir Nú- tíminn hf.“ Magnús sagði að mótmæli NT-umboðsins á Akureyri væru komin inn á borð til þeirra hjá NT, en ekki hefði gefist neinn tími til þess að kanna nánar hvað þarna væri á ferðinni. Meðal fyrstu vistmanna langlegudeildarinnar voru hjonin Liuðni Þorsteins- son og Þorbjörg Einarsdóttir, sem eru á þessari mynd ásamt yflrlækni og deildarstjóra. MorpiBbuaM/iiuiknr. Langlegudeild opnuð á Selfossi Selíossi í aprfl. LANGLEGUDEILD Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi var formlega tekin I notkun laugardaginn 24. marz sfðastliðinn. Þá komu fjórir fyrstu sjúkl- ingarnir á deildina, en rúm eru fyrir 26 sjúklinga i 10 tveggja manna herbergjum og 6 einbýlum. Einnig eru 3—4 rúm til tímabund- innar vistunar fyrir öldrunar- sjúklinga til að létta á heimilum og á annatfmum. Búið er að ráða allt starfslið, en deildarstjóri er Drífa Eysteins- dóttir og yfirlæknir Brynleifur H. Steingrímsson. — Haukur Philips er stærsti sjónvarpstækjaframleiðandi í Evrópu. Það er því óhætt að treysta framleiðslunni, hún er 1. flokks og litirnir eru svo eðlilegir ao það er eins og þú sért á staðnum. Breyttar reglur um afnotagjöld, þar sem aðeins skal greiða af einu tæki á hverju heimili, og stóraukin videó- og tölvuvæðing heimila kalla á fleiri sjónvörp, - nýjar gerðir. Við eigum lítil tæki og stór, með og án fjarstýringar, stereó og mónó, fyrir 220 volt og rafhlöður, frá 8 upp í 90 rása og þannig má áfram telja. Við erum sveigjanlegir í samningum! Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 20" standard Verð kr. 24.480.- stgr. 16" standard Verð kr. 21.390.- stgr. 16" fjarstýrt, stereó Verð kr. 44.950.- stgr. 14" standard Verð kr.19.900.-stgr ).- stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.