Morgunblaðið - 09.05.1984, Side 9

Morgunblaðið - 09.05.1984, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 57 Skurðstofur í einkaeign og sparnaður í heilbrigðiskerfinu oftast dýrrar sérfræðingaþjónustu utan sjúkrahúsa sem innan. Nú standa yfir samningavið- ræður milli heimilislækna og Tryggingastofnunar ríkisins. Það er tillaga læknanna að fella núm- erakerfið niður og í stað þess komi kerfi þar sem greitt er fyrir hvert unnið verk á sama hátt og í heilsu- gæslustöðvakerfinu. Að auki fái heimilislæknir fast mánaðargjald til reksturs læknastofanna. Maður skyldi nú halda að stjórnsýslufólk sæi nú opnast leið til að reyna nýja leið í rekstrar- fyrirkomulagi heimilislækninga og heilsugæslu í borginni. En þá bregður svo við að rekstrargjald þetta er svo skorið við nögl að það hrekkur jafn skammt og ofangr. 40% af fastagjaldi númerakerfis- ins og gefur enga möguleika á auknum gæðum né virkni í starfi. Þegar skilningur stjórnsýslu- kerfisins er svo lítill sem að ofan greinir, leiðir það til þess, að þeim fáu læknum, sem bæst hafa við í heimilislæknastétt borgarinnar sl. ár, fallast hendur, fá ekki notið sín í starfi og gefast upp. Enn- fremur er ljóst að ekki verður frekari nýliðun í stéttinni og heimlislækna í Reykjavík bíða sömu örlög og geirfuglsins. Það lítur út fyrir að slíkt sé vilji núverandi ráðamanna stjórnsýslu ríkis og borgar. Heimild: Kostnaður heilbrigðisþjónustu í Reykjavík á tímabilinu 1970 — 1981. — Skrifstofa borgarlæknis, október 1982. Þórður Theódórsson er starfandi heimilisheknir í Reykjavík. — eftir Gunnar Sigurðsson yfirlœkni Athugasemd Nýlega tók til starfa í Reykjavík Handlæknastöðin hf., sem fjöl- margir skurðlæknar eiga og starf- rækja og hyggjast framkvæma þar minniháttar skurðaðgerðir, sem ekki eru framkvæmdar á sjúkrahúsum. Þessi nýja stöð virð- ist vel útbúin og bætir til muna aðstöðu til þeirra minniháttar að- gerða sem þarna verða fram- kvæmdar sjúklingum og læknum til hagsbóta. Ber vissulega að fagna slíkri bættri og aukinni þjónustu á sviði minniháttar að- gerða. í kynningu á Handlæknastöð- inni í fjölmiðlum, gerði Víglundur Þorsteinsson, einn af læknum stöðvarinnar, samanburð á kostn- aði við aðgerð á Handlæknastöð- inni og á sjúkrahúsi þar sem hann gekk út frá því að viðkomandi sjúklingur lægi þrjá daga inni á sjúkrahúsinu til þessarar aðgerð- ar. Af þessum samanburði komst hann að þeirri niðurstöðu að starfræksla stöðvarinnar hlyti að hafa í för með sér verulegan sparnað fyrir heilbrigðiskerfið þar sem daggjaldakostnaðurinn myndi nema um 11.500 kr. sam- anborið við aðgerðarkostnaðinn á Handlæknastöðinni um 4.000 kr. Rétt áður en hann fór í þennan samanburð hafði læknirinn reynd- ar bent á að aðgerðir á Hand- læknastöðinni væru minniháttar aðgerðir sem væru undir venju- legum kringumstæðum ekki fram- kvæmdar á sjúkrahúsum. Þar af leiðandi er þessi samanburður á kostnaðinum alls ekki raunhæfur og Handlæknastöðin og slíkar stöðvar koma því ekki til með að létta sjúklingabyrði af legudeild- um sjúkrahúsanna svo að nokkru nemi. Þess má reyndar geta að minniháttar aðgerðir eru stundað- ar að nokkru leyti á sumum sjúkrahúsanna, má þar t.d. nefna liðaaðgerðir á Slysadeild Bsp. þar sem viðkomandi sjúklingur liggur inni aðeins einn dag til viðkom- andi aðgerðar og greiðir því aðeins eitt daggjald en nýtur þá jafnframt þess öryggis sem spítali hefur upp á að bjóða. Vissulega væri vert að sjúkrahús- in sinntu meira af slíku ef þeim væri gefinn kostur á að gera slík- an samanburð á kostnaði. Það er því athyglisvert að á sama tíma og sjúkrahúsunum er gert skylt að draga saman þjónustu sína í sparnaðarskyni, jafnvel svo að heilum deildum verður lokað, þá er verið að kosta meiru til bættrar aðstöðu fyrir minniháttar aðgerð- ir. Stofnun Handlæknastöðv- arinnar svo og annarra svipaðra stöðva á sl. ári bæta án efa úr á þessu afmarkaða sviði sem ber vissulega að fagna en það má öll- um ljó'st vera að slíkt hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir heil- brigðiskerfið og stofnun slíkra- skurðstofa í einkaeign á því ekkert skylt við sparnað í heilbrigðiskerf- inu eins og gefið var í skyn í leið- ara Morgunblaðsins 28. apríl 1984. Gunnar Sigurðsson er yfírlæknir Lyflækningadeildar Borgarspítai- ans. Karíus, Baktus og ófrískar brúðir Verslunarskólanemar héldu upphaf upplestrarfrísins hátíðlegt með því að arka um bæinn uppáklæddir allskyns búningum. Þessar myndir tók Emilía Björnsdóttir Ijósmyndari Mbl. er hópurinn átti leið fram hjá Morgunblað- inu. Stórkostlegar breytingar hafa verið gerðar á Safnlánakerfinu þér í hag svo að segja má að um nánast NÝTT SAFNLAN sé að ræða. Lengri endurgreiðslutími Endurgreiðslutími láns eykst því lengur sem sparað er. Sparnaður 3-6 mán. Endurgr. 3-6 mán. Sparnaður 7-12 mán. Endurgr. 9-15 mán. Spamaður 13-18 mán. Endurgr. 18-27 mán. Hærri vextir:17% og19% Nú eru vextir af þriggja til fimm mánaða reikningum 17% og fara upp í 19% ef sparnaðurinn nær yfir 6 mánuði eða lengur. Hærra lánshlutfall Lánshlutfallið með Safnlánakerfínu verður mun hagstæðara eftir því sem lengur er sparað. Eftir 3-6 mánaða sparnað 100% Eftir 7-12 mánaða sparnað 125% Eftir 13-18 mánaða sparnað 150% Hámarks upphæð sem veitir lánsréttindi er nú 10.000 kr. á mánuði. Að öðru leyti má spara hvaða upphæð sem er. Hag þínum er vissulega betur borgið með þessum breyt- ingum á Safnláninu. Leitaðu upplýsinga og fáðu bækling í næsta Verzlunarbanka. UCRZLUNfiRBflNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðarmiðstöðinni Vamsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarinnar, Arnarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þverholti, Mosfellssveit nýja miðbænum Taktu Safnlán - því eru lítil takmörk sett. AUK hf. Auglýsingastofa Kristínar 43.63

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.