Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 11

Morgunblaðið - 09.05.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 59 Sýning Karvel Gránz Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er með sanni nokkuð sér- stæð sýning er þessa dagana gistir Asmundarsal við Freyju- götu. Þrítugur maður, Karvel Gránz að nafni, sýnir þar 53 myndverk í blandaðri tækni og veit ég ekki betur en að þetta sé hans fyrsta einkasýning. Karvel hefur unnið við húsamálun, numið módelteikningu hjá Hring Jóhannssyni og dvalið er- lendis á árunum 1979—82. Þar ytra kom að því, að Karvel þurfti að bjarga sér sem götumálari í Kaupmannahöfn og Amsterdam, og segir í sýningarskrá að þá hafi myndlistarferill hans hafist fyrir alvöru. Þetta verður að teljast all óvenjulegur ferill íslendings, sem leggur út á listabrautina, a.m.k. veit ég ekki um neinn ann- ann er fengið hefur listabloss- ann við þá iðju er götumálverk nefnist. Slíkir geta iðulega verið alveg bærilega snjallir en iðja þeirra felst öðru fremur í því að skemmta vegfarendum og er í flestum tilvikum í órafjarlægð frá myndrænni rökræðu í tíð- inni. Það er satt að segja töluverður viðvaningsbragur á tæknilegu hliðinni hjá hinum unga manni, enda er hann mjög lítið skólað- ur, eitt námskeið í myndlistar- skóla segir harla lítið á lista- brautinni. Eftir sýningunni að dæma er Karvel Gránz öðru fremur maður hugarflugs, hug- aróra og drauma, er hefði gott af því að koma niður á jörðina og horfast í augu við raunveruleik- ann. A sýningunni eru auk mál- verkanna nokkrar teikningar utan skrár, sem eiga að sýna hugsanlegt útlit og lögmál fljúg- andi disks. Hér er ég ekki alveg með á nótunum en máski er þetta merkilegasti hluti sýn- ingarinnar. Nöfn myndanna eru og mjög fjarræn, „eksotísk", og vísa til áhuga á hinu dulræna og yfirskilvitlega. Af sýningunni verður ekki mikið ráðið um myndræna hæfi- leika gerandans, um það sker framtíðin úr, en hann mætti að ósekju rannsaka lögmál mál- verksins af jafn mikilli atorku og lögmál fljúgandi diska. armagn til að vekja upp umræð- ur á Norðurlöndum um stöðu myndlistar, innbyrðis þróun hennar og framtíð. En það hefur henni ekki tekist, því að lítið er um ítarlega umfjöllun né úttekt á þessum atriðum í umfjöllun listrýna. Þó kemur hin finnska Marja-Terttu Kiviranta, inn á þetta svið, er hún spyr: „Og því ekki eitthvað ákveðið þema, t.d. expressjónismann í norrænni list eða jafnvel kynlífið. Jafnvel hreinskilið dirfskufullt þema líkt og náttúra, kynlíf, brenni- vín, því að margir eru uppteknir af þessu í listinni á Norðurlönd- um, — og ekki gleyma konunni. Menn hefðu átt að marka sér ótvírætt, djarft þema, alveg hiklaust. Jafnvel hræðslan við ofverndun í þjóðfélaginu virkar lamandi á manninn. Og af hverju ekki „Hræðslan í nor- rænni list“, víst er nægilegt til af gráti og gnístran tanna hér. Sýningin er eingöngu skyldu- rækin samantekt, ein af mörgum svipuðum sýningum". Annar gagnrýnandi minnist á það, að á fundi gagnrýnenda á Norðurlöndum í Helsingfors hafi listfræðingur nokkur staðið upp og óskað eftir persónulegri nor- rænni myndlist. Af málflutningi hans að ráða mátti þó helst álykta, að hann vildi að lista- menn yrðu persónulegir á bandarísku! — Hér mætti og bæta við frönsku, þýsku, hol- lensku — já, hví ekki það. Það fór illa í ýmsa viðkvæma á Norðurlöndum, er bandarískur áhrifavaldur í gagnrýnandastétt talaði af lítilsvirðingu um nor- ræna nútímalist og taldi engar líkur á því, að listheimurinn yrði fyrir áhrifum af slíkri útkjálka- list. Rétt er, að fæst blómstrar meira en minnimáttarkenndin í norrænni myndlist (og þá eink- um hjá listfræðingum) og verður svo, þangað til að við förum að rækta eitthvað samnorrænt. Halda miklar sýningar, er tekið verður eftir á meginlandinu. Menning okkar stendur föstum fótum í nútíð og fortíð og við höfum svo ótal margt, sem hvergi fyrirfinnst annars staðar í heiminum, og hví skyldum við þá ekki rækta þessi sérkenni í stað þess að gera lítið úr þeim? Vera gefendur líkt og Munch, Strind- berg og Ibsen, en ekki auðmjúkir þiggjendur, er fá klapp á öxlina, ef við meðtökum línurnar, sem alþjóðlegir listabraskarar hafa lagt blessun sína á. Að sjálfsögðu eigum við svo á öllum tímum í sögu okkar að vera opnir fyrir ferskum áhrif- um úr öllum áttum, brjóta þau undir persónuleika okkar, hinn ramma seið norræns anda. — Auðvitað eru margir ljósir punktar á sýningunni, en að henni skoðaðri í nokkur skipti sækir sú tilhugsun of fast á, að hægt væri að setja upp fjöl- margar sýningar af sama gæða- flokki og jafnvel miklu sterkari. Það er og almenn skoðun gagn- rýnenda og jafnvel aðstandenda sýningarinnar. Og þá ætti engan að undra, þótt almenningur streymi ekki á sýninguna, sala sé í lágmarki og ládeyða einkenni fyrirtækið með latneska nafninu Borealis. Útlit fyrir mikla verðskerðingu á mjólk: Framleiðsluaukning vegna mikillar og óeðlilegr- ar kjarnfóðurnotkunar Mjólkurframleiðslan hefur aukist mjög undanfarna mánuði, eins og kunnugt er, svo mjög, að með sömu aukningu út verðlagsárið verða framleiddar 10—12 miíljónir lítra af mjólk umfram innanlandsneyslu. Þessi aukning er talin stafa af mik- illi og óeðlilegri kjarnfóðurgjöf. Á síðasta fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins voru mjólkur- framleiðslumálin mikið rædd og samþykkt ályktun þar sem sagt er að „slík umframframleiðsla muni leiða af sér mikla skerðingu á verði mjólkur til framleiðenda á þessu verðlagsári," og bændur hvattir til að draga eins mikið úr kjarnfóðurnotkun og nokkur kost- ur er. Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs, sagði í samtali við blaða- mann, að kjarnfóðurnotkunin hefði aukist óeðlilega mikið und- anfarna mánuði. Aukningin hefði ekki eingöngu orðið á óþurrka- svæðunum, heldur um land allt. Taldi hann, að kjarnfóðurkaup bænda hefðu aukist undanfarna mánuði um 20—30%. Frá 1. sept- ember sl. jókst kjarnfóðursalan hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur til dæmis um 23%, 25% hjá Kaupfé- lagi Borgfirðinga og 14% hjá SÍS. Sagði Gunnar, að svo virtist sem bændur hefðu treyst á að verð- „ skerðingu yrði ekki beitt á þessu ári, en það væri mikill misskiln- ingur, því ekki yrði hjá því komist miðað við þessa miklu aukningu. í ályktun Framleiðsluráðs segir, að bændur megi búast við að fá lítið eða ekkert fyrir mjólk um- fram búmark og að mikil verð- skerðing komi að minnsta kosti á mjólk, sem er umfram 90% af búmarki. ^ SRmyiHHH ^SÖLUBOÐ rfi&aflP KORNFLÖGUR SNAP 500 gr KORNFLÖGUR SNAP 1000 gr MAKKARÓNUR w 250 gr SPAGHETTÍ 250 gr SÚKKULAÐI- DRYKKUR 400 gr SALERNIS- w®*1 PAPPIR ...vöruverð í lágmarkí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.